Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
VEÐMÆTI sem einkaaðilar og
sveitarfélög eiga í orkufyrirtækjum
rýrna ef frumvarp iðnaðarráðherra
um auðlindir og orkumál verður að
lögum. Þetta kemur fram í umsögn-
um Viðskiptaráðs Íslands og Sam-
orku um frumvarpið en margir um-
sagnaraðilar leggjast gegn því að
eignarhald á orkuauðlindum verði
einskorðað við opinbera aðila, þ.e.
ríki og sveitarfélög.
Samkvæmt frumvarpinu á að að-
skilja sérleyfisþætti frá samkeppn-
isþáttum til að tryggja að allir raf-
orkuframleiðendur sitji við sama
borð þegar kemur að samskiptum
við fyrirtæki sem dreifa raforku. Í
greinargerð með frumvarpinu er
bent á að vel sé hægt að koma á
samkeppni í vinnslu og sölu á raf-
orku en að hins vegar búi dreifi-
kerfið við „náttúrulega einokun“.
Dreifiveitur, sem eru t.d. Orkuveita
Reykjavíkur, RARIK og Hitaveita
Suðurnesja, eiga því skv. frumvarp-
inu að vera að lágmarki 2⁄3 hlutum í
eigu opinberra aðila og þeim er ætl-
að að flytja og dreifa rafmagni óháð
því hver framleiðir það. Þessi fyr-
irtæki munu þá ekki geta sinnt
samkeppnisstarfsemi, þ.e. fram-
leiðslu á rafmagni, og færa þarf
slíka þætti inn í sjálfstæð fyrirtæki.
Þetta nær þó ekki til lítilla orkufyr-
irtækja sem eru með árlegar
rekstrartekjur innan við 2 milljarða
króna.
Vilja ekki opinbert eignarhald
Samkeppniseftirlitið fagnar í um-
sögn sinni þessum aðskilnaði á sam-
keppnis- og sérleyfisþáttum. Það
gera jafnframt Samtök iðnaðarins
en Samorka og Viðskiptaráð hafa
áhyggjur af því að þetta feli í sér
óhagræði og RARIK heldur því
fram að aðskilnaðurinn sé flókinn
og að undanþágur flæki málið.
Allir þessir umsagnaraðilar, auk
Landssamtaka raforkubænda, eru
lítt hrifnir af ákvæðum um opinbert
eignarhald. „Í stað þess að setja
niður skýrar lögboðnar leikreglur á
orkumarkaði með hagkvæma og
sjálfbæra nýtingu, hámörkun arð-
semi, virkt eftirlit og vernd orku-
kaupenda að leiðarljósi er leitað í
smiðju þeirrar kenningar (hverrar
ágæti hefur verið hrakið af biturri
reynslu) að opinbert eignarhald og
forræði sé nauðsynlegt til verndar
almannahagsmuna og frekari
framþróunar,“ segir í umsögn Við-
skiptaráðs en þar kemur einnig
fram að með frumvarpinu sé verið
að treysta eignarrétt hins opinbera
yfir orkuauðlindum. Einkennilegt
sé að álykta að það sé grundvall-
arforsenda áframhaldandi mark-
aðsvæðingar raforkugeirans.
Í umsögn Samorku kemur jafn-
framt fram að erfitt sé að réttlæta
slíka skerðingu á verðmætum sveit-
arfélaganna enda minnki virði
dreifiveitnanna mjög verði frum-
varpið að lögum.
100 ár fremur en 65
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að ríki og sveitarfélög megi ekki
framselja eignarrétt á vatni sem
hefur að geyma virkjanlegt afl um-
fram 7MW. Upphaflega var ætlun
iðnaðarráðherra að hafa mörkin við
eitt megavatt og lágmarkið hefur
því hækkað talsvert. Margir um-
sagnaraðilar leggjast alfarið gegn
þessu ákvæði og vilja að hægt sé að
framselja eignarréttindin varan-
lega. Norðurorka telur mörkin of
lág og er jafnframt meðal þeirra
sem gagnrýna harðlega að afnota-
rétturinn eigi aðeins að ná til 65
ára. Hundrað ár eru nefnd sem
æskilegra viðmiðunartímabil, ef á
annað borð eigi að takmarka fram-
salsrétt á þennan hátt.
Frestur til að skila inn umsögn-
um um frumvarpið til iðnaðarnefnd-
ar Alþingis er runninn út en hugs-
anlega eiga einhverjar umsagnir
eftir að berast, t.d. frá Hitaveitu
Suðurnesja, sem ljóst er að þarf að
skipta upp verði lögin samþykkt.
Verðmæti rýrna
Umsagnaraðilar um orkufrumvarp iðnaðarráðherra
ósáttir við fyrirætlun um opinbert eignarhald á auðlindum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Opinber orka Dreifiveitur, s.s. Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suð-
urnesja, munu þurfa að vera að 2⁄3 hlutum í eigu opinberra aðila.
Í HNOTSKURN
» „Með umræddum ákvæðumer verið að festa í sessi um-
fangsmikla aðkomu opinberra
aðila að raforkumarkaði. Það
samrýmist ekki þeirri þróun
sem hefur átt sér stað í þátttöku
opinberra aðila að atvinnulífinu
þar sem afl einkageirans hefur
verið nýtt í þágu upbyggingar
atvinnulífsins,“ segja Samtök at-
vinnulífsins.
» „Landssamtök raf-orkubænda telja lagasetn-
ingu í þá veru að tryggja rík-
isvaldinu yfirráð orkuauðlinda
með öllu óþarfa og einungis
undirstrika stöðu sterks rík-
isvalds, þar sem reynt er að
tryggja stöðu hins opinbera
gagnvart einstaklingsréttinum.“
» „Verði frumvarpið að lög-um er ljóst að ríkið situr í
öllum sætum við orkuborðið,
sem valdhafi til reglusetninga,
eftirlitsaðili og eigandi,“ segir
Viðskiptaráð.
» „Samkeppniseftirlitið telurað frá sjónarmiði samkeppn-
islaga hnígi engin sérstök rök
að opinberu eignarhaldi á fé-
lögum sem stunda sérleyf-
isstarfsemi. Frá almennu sjón-
armiði má segja að heppilegast
sé að eignarhald þeirra sé sem
dreifðast þannig að sem flestir
aðilar komi að raforkumark-
aðinum.“
FRÉTTIR
EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
greindi frá því á aðalfundi Lands-
sambands kúabænda á Selfossi í
gær að kjarnfóðurstollar yrðu felld-
ir niður á öllum fóðurblöndum frá
ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins
frá og með 1. maí nk. en áfram yrði
innheimt óbreytt gjald af fóður-
blöndum frá öðrum löndum. Toll-
urinn er 3,90 kr/kg af blönduðu
fóðri. Þessi breyting verður tíma-
bundin til næstu áramóta og ræðst
framhaldið af því hvernig samning-
ar um gagnkvæmar tollaívilnanir á
landbúnaðarvörum þróast á milli Ís-
lands og Evrópusambandsins.
Í ræðu sinni við setningu fund-
arins fjallaði ráðherra um rekstr-
arumhverfi landbúnaðarins, vakti
athygli á áhrifum alþjóðasamninga
og hvernig Svisslendingar hafa
brugðist við. „[N]ýverið hafa sviss-
nesk stjórnvöld samþykkt að taka
upp viðræður við Evrópusambandið
um aukið frelsi í viðskiptum með
landbúnaðarafurðir. Líklegt má
telja að Sviss og Evrópusambandið
semji um afnám tolla í viðskiptum
sínum á næstu 3-5 árum og verði
þannig á undan þeirri aðlögun sem
fyrirhuguð er á vettvangi WTO.
Þessi staða hefði ekki þótt líkleg
fyrir aðeins örfáum árum enda
Svisslendingar kunnir fyrir aðgætni
þegar kemur að lækkun tolla og
opnun markaða í viðskiptum með
landbúnaðarvörur. Sviss hefur verið
í broddi fylkingar þeirra þjóða sem
meðal annarra Íslendingar og Norð-
menn skipa og vilja sjá hægfara
þróun opnari viðskipta með land-
búnaðarvörur á vettvangi WTO og
reyndar eru þeir talsmenn þess
hóps, svokallaðs G-10 hóps, sem
stendur vörð um hægfara þróun í
þessum viðskiptum. Þessi stefnu-
breyting Svisslendinga gagnvart
ESB er því um-
hugsunarefni
fyrir okkur Ís-
lendinga og sterk
vísbending um að
viðskiptaum-
hverfi okkar geti
tekið hraðari
breytingum á
næstunni en við
höfðum reiknað
með.“
Ráðherra áréttaði að ekki mætti
bíða hugsunarlaust eftir því sem
verða vildi eða láta alþjóðasamninga
þvinga Íslendinga óundirbúið til að-
gerða. „Við höfum verk að vinna við
að búa okkur undir breytta framtíð.
Í þeirri vinnu skulum við byggja á
styrkleikum íslensks landbúnaðar
og vera vakandi yfir þeim tækifær-
um sem framtíðin hefur upp á að
bjóða.“
Möguleikar í stöðunni
Ráðherra sagði að margt benti til
að ýmiss konar möguleikar fælust í
þeim hræringum sem orðið hefðu á
alþjóðlegum matvælamarkaði. Þær
kynnu að styrkja hlutfallslega sam-
keppnisstöðu íslensks landbúnaðar
auk þess sem lægra gengi íslensku
krónunnar yki útflutningsmöguleik-
ana og bætti almennt samkeppn-
isstöðu íslenskrar framleiðslu.
„Gleymum því ekki að við erum út-
flutningsþjóð og þegar við gerum
viðskiptasamninga við önnur ríki
eða ríkjasambönd hljótum við ekki
síður að hafa þá hagsmuni í huga,
en hagsmuni innflutningsins. Þess
vegna hef ég lagt á það ofuráherslu
að við semjum ekki um einhliða
tollalækkanir heldur gagnkvæmar
svo að útflutningsgreinar okkar
njóti ávinningsins einnig,“ sagði
Einar Kristinn Guðfinnsson á aðal-
fundi Landssambands kúabænda.
Kjarnfóðurstoll-
ar felldir niður
tímabundið
Einar K.
Guðfinnsson
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
kynnti á fundi Landssambands kúa-
bænda niðurfellingu tolls á kjarnfóð-
urblöndu frá Evrópusambandinu.
Tollurinn, sem nemur 3,90 kr. fyr-
ir hvert kílógramm, verður felldur
niður tímabundið, til næstu áramóta.
Baldur Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúa-
bænda, segir muna um þessa lækk-
un, þó að verðhækkanir á fóðri
dragi úr jákvæðum áhrifum tolla-
lækkunarinnar: Verð á blöndunni er
nú um 55 kr. fyrir hvert kíló en var
um 30 kr. fyrir tveimur árum, að
sögn Baldurs, en meðalstórt kúabú
kaupir í dag kjarnfóðurblöndu fyrir
2-3 milljónir á ári.
Baldur segir lækkuninni m.a. ætl-
að að liðka fyrir viðræðum við EES
um niðurfellingar tolla á íslenskri
landbúnaðarvöru.
Munar um þessa lækkun
Eflaust væri fulldramatískt að talaum uppreisn en það er ekki laustvið að Alþingi sé farið að standafastar í lappirnar gagnvart
framkvæmdavaldinu en það hefur gert und-
anfarin ár. Þannig minna þingmenn reglulega
á að valdið sé löggjafans og ráðherrarnir verði
að gjöra svo vel að hlíta því. Hugmyndir
dómsmálaráðherra um að skipta upp lög-
reglustjóraembættinu á Suðurnesjum hafa
t.a.m. mætt andstöðu þingmanna úr stjórn-
arliðinu. Þrír Samfylkingarmenn lýstu miklum
efasemdum í vikunni og innan Sjálfstæð-
isflokks ríkir heldur ekki eining um málið.
Þess vegna verður áhugavert að fylgjast með
því hvort lagabreytingar, sem þyrfti að gera,
gangi í gegn.
Eldveggur eða eldvaldur?
Utanríkismálanefnd hefur sýnt hvað mesta
sjálfstæðistilburði gagnvart framkvæmda-
valdinu í vetur en utanríkisráðherra hefur
jafnframt tekið af skarið og boðað stóraukið
samráð í málaflokknum. Engu að síður var
ekki haldinn sameiginlegur fundur áður en
ráðamenn héldu utan á fund Atlantshafs-
bandalagsins nú í vikunni. Miðað við við-
brögð nefndarmanna má ætla að í framtíð-
inni komi ráðherra alltaf fyrir nefndina áður
en hann fer á stóra fundi sem þennan.
Utanríkismálanefnd leggur til grundvall-
arbreytingar á varnarmálafrumvarpinu en
hún skilaði áliti sínu á því í vikunni. Frum-
varpið sjálft ber vott um þá togstreitu sem
hefur verið milli dómsmálaráðuneytisins og
utanríkisráðuneytisins. Þannig er hugtakið
„varnarmál“ ráðandi í frumvarpinu en minna
fjallað um „öryggis- og varnarmál“ enda
myndi hið síðarnefnda ná mjög inn á svið
dómsmálaráðuneytisins.
Ætlunin er að reisa „lagalegan eldvegg“
milli borgaralegra og hernaðarlegra verk-
efna. Varnarmálastofnun á að sinna öllu
hernaðarlegu samstarfi og verkefnum því
tengdum, s.s. samskiptum við NATO og
skipulagningu heræfinga hér á landi.
Í áliti sínu tekur utanríkismálanefnd undir
gagnrýni, sem hefur m.a. komið frá Ríkislög-
reglustjóra, um að erfitt sé að draga svo skýr
mörk milli borgaralegra og hernaðarlegra
verkefna. Borgaralegar stofnanir verði að
geta komið að hættumati og utanrík-
isráðherra eigi ekki að fara einn með stefnu-
mótun í varnarmálum heldur þurfi ávallt að
hafa samráð við nefndina.
Álit nefndarinnar skerpir á fyrirhugaðri
lagasetningu en enn er fjölda spurninga
ósvarað. Hvernig geta farið fram heræfingar
við landið án þess að borgaralegar stofnanir
á borð við Flugstoðir komi eitthvað að þeim,
þó ekki sé nema til að tryggja öryggi borg-
aralegs flugs? Hvaða stjórn hafa íslensk yf-
irvöld á heræfingum hér á landi? Setti NATO
fram kröfu um að ratsjárkerfið yrði áfram
virkt hér á landi?
Rekstrarkostnaður við stofnunina er áætl-
aður tæplega 1,4 milljarðar í fjárlögum fyrir
2008 og verður ekki minni á næstu árum.
Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og starf-
semin verður því að vera vel úthugsuð.
Kóngur myndlíkinga
Yfir í aðeins léttara hjal. Eins og gengur
og gerist með fólk almennt eru þingmenn
misgóðir ræðumenn. Sumir hafa auðvitað
menntun eða starfsreynslu sem hefur
þjálfað þá í ræðulistinni en aðrir koma
óreyndir inn og fá sína skólun á þingi.
Björn Bjarnason er kannski ekki líflegasti
ræðumaður þingsins en sýndi ótrúlega takta
á dögunum þegar hann í miðri ræðu tók upp
penna og leiðrétti eitthvað á pappírunum
sem hann var að lesa af, án þess að fipast í
flutningnum. Kolbrún Halldórsdóttir býr að
sinni leikhúsreynslu og kann sannarlega að
flytja góðar ræður og flokksbróðir hennar
Steingrímur J. Sigfússon á mjög góða spretti
í ræðustóli, enda maður mikils orðaforða.
Guðni Ágústsson er hins vegar ókrýndur
kóngur myndlíkinga á Alþingi og ræður hans
bera sveitaupprunanum glöggt merki. Og í
sveitum er talað um veðrið. „Óveðursský
hrannast upp í íslenskum efnahagsmálum. Sá
himinn sem til skamms tíma var heiður er nú
þungbúinn og dimmur,“ sagði Guðni í um-
ræðum um efnahagsmál. Hann talaði um
krappa lægð í banka- og peningamálum, líkti
lánsfé við súrefni fyrir fyrirtækin og gerði
sjómannamálið að sínu þegar hann lýsti því
hvernig þjóðarskútan velktist um í ólgusjó og
ölduróti.
Skemmtilegar og vel smíðaðar ræður lífga
sannarlega upp á þingið. En innihaldið er
auðvitað alltaf aðalatriðið.
Veðurlýsingar og deilur um eldvegg
ÞINGBRÉF
Halla Gunnarsdóttir