Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 14
14 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FERÐAÞJÓNUSTAN á Íslandi
heldur stöðugt áfram að vaxa. Jón
Karl Ólafsson, formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar, segir að viðun-
andi arðsemi í greininni sjáist ekki
vegna gífurlegra sveiflna í efnahags-
lífinu og sérstaklega í gengi krónunn-
ar. Samtökin verði að móta stefnu í
umræðunni um stöðu krónunnar.
Aðalfundur SAF fór fram á Rad-
isson SAS Hótel Sögu á fimmtudag.
Aðalumræðuefnin tengdust ímynd
Íslands og hvert stefndi í því efni,
áhrifum af gengi krónunnar á ferða-
þjónustu á Íslandi og þeirri spurn-
ingu hvort íslensk ferðaþjónusta
stæðist gæðakröfur ferðamanna.
Ímyndin aðalatriðið
Jón Karl segir að viðhorf til krón-
unnar verði kannað meðal fé-
lagsmanna. Vegna vandamála í efna-
hagsmálunum hafi ímynd Íslands
veikst og sú staða hafi áhrif á ferða-
þjónustuna, því hún selji fyrst og
fremst ímynd. Ímyndarnefnd for-
sætisráðherra hafi skilað af sér og
eftir helgi verði greint frá niðurstöð-
um hennar, en þar verði lagðar til
ákveðnar áherslubreytingar, einföld-
un á skipulagi og fleira sem hjálpi
ferðaþjónustunni.
Ferðamönnum á Íslandi fjölgaði
um 15% frá 2006 til 2007 og á ald-
arfjórðungi hefur ferðamönnum
fjölgað nánast úr engu í um 485.000
manns 2007, að sögn Jóns Karls.
Hann bendir á að ferðaþjónustan sé
ein af fjórum meginstoðum efnahags-
lífsins með um 12% af útflutnings-
tekjunum og áfram megi gera ráð
fyrir fjölgun, þó hún verði sennilega
ekki nema 3-5% á líðandi ári. Það
skýrist meðal annars af því að margir
útlendingar hafi komið til landsins
undanfarin misseri til að vinna en
þeir séu taldir með ferðamönnum
sem komi til landsins. Samkeppni við
aðrar þjóðir aukist líka og því þurfi
ferðaþjónustan að vera á tánum, en
tækifærin séu mörg. Veiking krón-
unnar geri landið samkeppnishæfara
þar sem verðið lækki. Því megi gera
ráð fyrir að fjöldi ferðamanna fari yf-
ir hálfa milljón á árinu og þeir verði
orðnir milljón fyrir árið 2015.
Ferðaþjónustan
móti stefnu um
stöðu krónunnar
Morgunblaðið/Arnór
Margt að sjá Ferðamenn skoða drangann Karl skammt frá Reykjanesvita.
Í HNOTSKURN
»Aðalfundur SAF skorar áríkisstjórnina að halda áfram
starfi við mótun og eflingu
ímyndar Íslands og að það starf
verði nýtt til aukinnar landkynn-
ingar og stóraukinnar fjárfest-
ingar í markaðssókn.
»Skorað á stjórnvöld að grípatil aðgerða, annaðhvort í
formi eftirgjafar af hlut ríkisins í
olíuverði eða með sértækum að-
gerðum til handa fyrirtækjum í
ferðaþjónustu.
UMHVERFISSTEFNA Árvakurs
fær sérstaka umfjöllun í Focus, sér-
riti um umhverfismál sem fylgir apr-
ílhefti tímarits IFRA, alþjóða-
samtaka dagblaðaútgefenda og
dagblaðaprentiðnaðarins. Samtökin
standa m.a. fyrir viðamiklum fagsýn-
ingum, rannsóknum og veita iðn-
aðinum ýmsa faglega þjónustu. Hægt
er að lesa tímaritið á
vefslóðinni www.ifram-
agazine.com/green.
Ólafur Brynjólfsson,
umhverfis- og gæða-
stjóri Árvakurs, prýðir
forsíðu Focus en að-
algrein blaðsins fjallar
um hvernig sætta má
rekstrarleg sjónarmið
og umhverfissjónarmið.
Þar er bent á að í frétt-
um sé mikið fjallað um
loftslagsbreytingar og
hvernig sé hægt að
sporna við þeim. Spurt
er hvað dagblöðin sjálf
geri í þeim efnum. Út-
gefendur dagblaða
hvarvetna í heiminum megi eiga von
á strangari löggjöf um umhverfismál
og dagblöðin finni sig knúin til að
draga úr umhverfisáhrifum sem fylgi
útgáfunni.
Í greininni kemur fram að um-
hverfisstefna sé oft nátengd gæða-
stjórnun og heilsufarsstefnu fyr-
irtækja. Því sé umhverfisstefna oft
hluti samþættrar stjórnunarstefnu.
Morgunblaðið er nefnt sem dæmi um
fyrirtæki sem hafi slíka stefnu og
fylgir sérstakt rammaviðtal við Ólaf
Brynjólfsson um umhverfisstefnu
Morgunblaðsins.
Þar kemur m.a. fram að árið 2002
hafi Morgunblaðið fengið ISO 14001-
vottun sem varðar strangar kröfur
um umhverfismál. Ólafur kveðst telja
að ISO 14001 sé ekki síður gæðastað-
all en umhverfisstaðall. Hann segir
að Morgunblaðið hafi fylgt þessum
áfanga eftir með því að setja sér ný
markmið í umhverfismálum á hverju
ári síðan. M.a. að draga úr magni úr-
gangs, hætta notkun skaðlegra efna
við framleiðslu og vinna að því að fá
vottun norræna Svansins og að geta
skartað Svansmerkinu á fram-
leiðsluvörum fyrirtækisins.
Bygging nýrrar prentsmiðju og
kaup á nýrri prentvél fyrir fjórum ár-
um auðvelduðu Morgunblaðinu að
laga sig að hertum umhverfiskröfum.
Nýja prentsmiðjan er mun fullkomn-
ari og umhverfisvænni en sú fyrri.
Prentvél prentsmiðj-
unnar, sem nú er rekin
undir merki Lands-
prents ehf., hefur sjálf-
virkan þvottabúnað
sem dregur mikið úr
notkun hreinsiefna og
bætir mjög starfs-
aðstöðu prentaranna.
Andrúmsloftið í prent-
smiðjunni er betra en
var í gömlu prentsmiðj-
unni og líkamlegt
vinnuálag minna, að
sögn Ólafs. Hann segir
einnig að ISO 14001-
vottunin sé góður
grunnur að frekari sókn
í umhverfis- og gæða-
málum. Þannig hafi Morgunblaðið átt
gott samstarf við umhverfisráðu-
neytið og umhverfissvið Reykjavík-
urborgar hvað varðar umhverfis- og
öryggismál og að hafa til reiðu rétta
verkferla og verkfæri ef óhöpp kynnu
að verða.
Ólafur segir einnig að aðrir prent-
smiðjueigendur og útgefendur hér á
landi, sem hafa áhuga á að byrja með
umhverfisstjórnunarkerfi, hafi haft
samband við sig. Þeir spyrji allir
sömu spurninga: Hvað þetta kosti
mikið, hve langan tíma það taki og
hver ávinningurinn sé. Ólafur segir
að í stuttu máli megi segja að þessar
aðgerðir skili sér í lækkun kostnaðar,
meiri gæðum og betri vinnuaðstöðu.
Hann segir að undirbúningur vott-
unar Morgunblaðsins hafi tekið rúm-
lega tvö ár sem hafi verið of langur
tími að hans mati.
Ólafur var beðinn um ráð til þeirra
sem ætla að fara út í slíkt umhverf-
isverkefni hjá sér. Hann hvetur menn
til að fara yfir efnisnotkun og losa sig
við það sem er óþarft. Þá er mik-
ilvægt að skrá alla ferla. Skoða þurfi
meðferð prentpappírs, farfa og
prentplatna. Í leiðinni eigi að afla sér
öryggisleiðbeininga og útbúa örygg-
isgátlista. Síðan þurfi menn að setja
sér markmið. Hann segir að gott sé
að hafa ráðgjafa sérhæfða í innleið-
ingu ISO 9001-vottunar með í ráðum
við þessa vinnu.
Græn dagblaðaútgáfa
Morgunblaðið/Júlíus
Í HNOTSKURN
»Morgunblaðið fékk ISO14001-umhverfisvottun árið
2002. Fyrirtækið hefur síðan
byggt á þeim grunni við frekari
þróun umhverfisstefnu fyrirtæk-
isins.
»Umhverfis- og gæðastjóri Ár-vakurs, Ólafur Brynjólfsson,
segir að fyrirtækið keppi nú að
því að fá norræna umhverf-
isvottun Svans-merkisins og að
því að geta sett það á allar fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins.
»Umhverfisstefna Árvakurshefur leitt til sparnaðar á
ýmsum sviðum, minni sóunar og
minni losunar hættulegra efna.
Þá hafa breytingarnar sem
fylgdu orðið til þess að bæta
vinnuaðstöðu starfsmanna til
mikilla muna.
Ólafur Brynjólfsson
Umhverfisstefna Morgunblaðsins nefnd sem dæmi um fyrir-
mynd í fagriti alþjóðasamtaka dagblaðaprentiðnaðarins
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna afhenti á fimmtu-
dag Frelsisverðlaun SUS sem gefin eru til heiðurs
Kjartani Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins. Að þessu sinni hlutu verðlaunin þau
Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmda-
stjóri Hjallastefnunnar, og viðskiptaráð Íslands.
Að mati SUS hefur Margrét Pála með störfum sínum
verið framúrskarandi fyrirmynd öllum þeim sem í
krafti eigin hugmyndaauðgi og dugnaðar skapa nýja
valmöguleika fyrir meðborgara sína og stuðla þannig
að bættu samfélagi. Það er afrek Margrétar Pálu að
bjóða upp á raunverulegan valkost í menntakerfinu,
segir meðal annars í umsögn SUS.
Viðskiptaráð Íslands fagnaði á síðasta ári því að 90 ár
eru liðin frá stofnun samtakanna. „Samtökin hafa frá
stofnun verið vettvangur þar sem ríkt hefur trú á mark-
aðsbúskap og athafnafrelsi. Á síðustu árum hefur við-
skiptaráð verið mikill aflvaki nýrra hugmynda um
hvernig unnt sé að auka hag íslensku þjóðarinnar.
Metnaðarfullar tillögur ráðsins hafa vakið verðskuld-
aða athygli og verið kveikja málefnalegrar umræðu um
nýjar og frumlegar hugmyndir,“ segir m.a. í umsögn.
Frelsisverðlaun SUS voru afhent í fyrsta skipti árið
2007. Stjórn SUS ákvað þá að nefna þau eftir Kjartani
Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæð-
isflokksins, til að heiðra það mikla starf sem hann hefur
skilað til þess að auka frelsi og bera út hugmyndir
frjálshyggjunnar.
Margrét Pála og viðskiptaráð
fengu viðurkenningu SUS
Frelsi Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, Erlendur Hjaltason, formaður viðskiptaráðs, Margrét Pála Ólafs-
dóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
ENN DREGUR saman með kynj-
unum hvað ævilengd snertir og lifa
konur nú að meðaltali 3,6 árum leng-
ur en karlar, samanborið við sex ár á
sjöunda og áttunda áratugnum. Ís-
lenskir karlar verða nú karla elstir í
heiminum, á sama tíma og nokkrar
þjóðir eru nú komnar fram úr Íslandi
í meðalævilengd kvenna, s.s. Japan.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
frá Hagstofu Íslands, en þar segir að
íslenskir karlar geti nú vænst þess
að verða 79,4 ára gamlir, konur 82,9
ára. Segir þar einnig að á undanförn-
um áratugum hafi dregið nokkuð
saman með kynjunum í meðalævi-
lengd, þróun sem einnig megi greina
annars staðar í Evrópu, einkum á
Norðurlöndunum. Að Íslandi frá-
töldu sé munurinn á Norðurlöndun-
um minnstur í Svíþjóð, eða 4,4 ár.
Á vefsíðu hagstofunnar kemur
einnig fram að lengi vel hafi lífslíkur
íslenskra kvenna verið hærri en ann-
ars staðar í heiminum, en að nú lifi
konur nokkurra þjóða lengur en
kynsystur þeirra á Íslandi. Þetta eigi
einkum við um Japan, þar sem
meðalævilengd kvenna sé nú 86 ár.
Árið 2007 dóu 1.942 einstaklingar
með lögheimili á Íslandi, 1.002 karlar
og 940 konur. Dánartíðni var 6,2 á
hverja 1.000 íbúa, en til samanburð-
ar fæddust 4.560 börn á Íslandi í
fyrra, 2.359 drengir og 2.201 stúlka.
Það voru fleiri börn en ári áður, en
þá fæddust hér 4.415 börn.
Íslenskir
karlar lifa
lengst
STARFSEMI og
afrakstur voru
Ríkisendurskoð-
un hagfelld á
árinu 2007,“ segir
Sigurður Þórðar-
son ríkisendur-
skoðandi í for-
mála ársskýrslu
Ríkisendurskoð-
unar fyrir 2007. Í
lok seinasta árs
sýndi höfuðstóll 45,8 milljóna kr. af-
gang, sem er 11% af fjárheimild
ársins. Tekjuafgangur á árinu var
sjö milljónir.
„Ástæða þessarar uppsöfnunar er
sú að ekki hefur verið ráðið í öll
störf sem losnað hafa eða gert var
ráð fyrir vegna fyrirhugaðra viðbót-
arverkefna. Minna vinnuframlagi
hefur verið mætt með aukinni skil-
virkni starfsmanna. Miðað við fjár-
lagagrunn 2008 munu uppsafnaðar
fjárheimildir ekki vera nýttar og
mun ég óska eftir því við Alþingi að
ónýttar fjárheimildir fyrri ára lækki
um 30 [milljónir kr.]. Að teknu tilliti
til þess verða þær innan þeirra 4%
marka sem reglugerð um fram-
kvæmd fjárlaga kveður á um,“ segir
Sigurður.
Hagfelld
starfsemi
Uppsafnaðar
fjárheimildir
ekki nýttar
Sigurður
Þórðarson