Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 15 FRÉTTIR MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 www.mirale.is 25% afslátt Mirale tekur við umboði fyrir hið þekkta franska húsgagnafyrirtæki Ligne Roset af öllum vörum Af því tilefni höfum við ákveðið að rýma til í versluninni og bjóða ÚTSÖLUVERÐ á bensíni og dísil- olíu er með því lægsta hér á landi í samanburði við nokkur Evrópuríki, að því er fullyrt er í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Ráðuneytið bendir á að notkun á olíu er víðast hvar skatt- lögð umfram aðrar vörur og er þeirri skattlagningu meðal annars ætlað að draga úr notkuninni. Lægra hlutfall skatta „Á Norðurlöndunum er skattlagn- ingin töluvert meiri en hér á landi [...],“ segir í samanburðinum og gild- ir það bæði um bensín og dísilolíu. „Nú skömmu fyrir síðustu mánaðamót var bensínverðið lægst á Íslandi af þeim fjórum Norður- löndum sem hér eru sýnd. Raunar var það einungis í Lúxemborg og á Írlandi sem bensín var ódýrara en hér á landi meðal V-Evrópuríkja meðan Hollendingar borga næstum því eins mikið og Norðmenn fyrir bensín. Dísilolía var hins vegar ódýrari en hér á landi í nokkrum ríkjum V-Evrópu,“ segir í vefriti ráðuneytisins. Fram kemur að hlutur íslenskra stjórnvalda er innan við helmingur af endanlegu söluverði bensíns en það er nær 60% af söluverðinu á hin- um Norðurlöndunum. Hlutfall skattlagningar er nokkru lægra á dísilolíu. Tekið er fram að miklar verð- og gengissveiflur gera verðsamanburð milli landa erfiðan. Útreikningarnir eru byggðir á verðupplýsingum frá FÍB um eldsneytisverð hér á landi og er miðað við fulla þjónustu. Upp- lýsingar um verð á eldsneyti í Evr- ópu eru fengnar af vefsíðu vega- gerðarinnar í Danmörku. Útreikningar fjármálaráðuneytisins á skattlagningu eldsneytis eru byggðir á upplýsingum frá fjármála- ráðuneytum Norðurlandanna. Bensín og olía ódýrari hér        ! "  %&'& '& (  !#$  ) *' )' +% ,- +%  .  '  ' &  %&'  (  ) *' )' +% ,- +%  .  '  ' &  %&'   /01 *23%4 1 )' 05'+ ' 6$ 6 7 $6#$ "6 "$6"# )* !6$ 6 7 $6!" #6!" #6 ) *" "6" "6#$ 6 6 $$6# #6 +*  !!6" !6 !6$$ 6!# $6 "6! * "6" !6$ 6! 6 6# "6$ "* "6 6$ 6$ 6 $6 "#6 +*" #!6$$ !6 6$# "6 6# "6#  *" ##6 6 #6# "6# 6# #"6$ +*+ FULLTRÚAR Tryggingastofn- unar ríkisins sóttu í gær í Stokkhólmi sam- norræna ráð- stefnu um bóta- og tryggingasvik. Gunnar Ander- sen fram- kvæmdastóri þró- unarsviðs TR segir ráðstefnuna marka endapunktinn á vinnu nor- rænnar nefndar sem hefur frá árs- byrjun 2007 unnið að því að meta umfang bóta- og tryggingasvika og um leið rannsaka viðhorf almennings og starfsmanna tryggingastofnana. Útbreiddur vandi „Samstarfið hefur leitt í ljós að Norðurlöndin eru að fást við svipuð vandamál,“ segir Gunnar. „Það er m.a. sláandi í niðurstöðum nefndar- innar að það er mat starfsmanna sem hafa með réttindaákvarðanir og útgreiðslur að gera að bæði sé tölu- vert um bótasvik og að frekar auð- velt sé að svindla á kerfinu.“ Gunnar segir erfitt að leggja töl- fræðilegt mat á umfang bótasvika. Í Svíþjóð hefur þó verið áætlað að um- fang svika nemi 3% af heildarbóta- greiðslum og önnur 6% greiðslna séu komin til vegna mistaka bótaþega eða stofnana. „Um töluverðar fjár- hæðir er því að ræða ef staðan er sú sama í íslenska bótakerfinu, sem ár- lega veltir um 70 milljörðum króna,“ bætir Gunnar við. Mistök eða svik 9% af bótum Gunnar Andersen GUÐMUNDUR Ragnarsson var kjörinn nýr for- maður VM, félags vélstjóra og málmtækni- manna, á aðal- fundi félagsins í gær. Helgi Lax- dal og Örn Frið- riksson létu af forystustörfum eftir samanlagt áratuga formennsku í sínum félögum. Um 4 þúsund fé- lagsmenn eru í VM. Að sögn Guðmundar Ragnarsson- ar verða kjaramál meðal helstu mála sem nýr formaður mun setja á odd- inn. „En þar að auki þarf félag eins og okkar að vera meira áberandi í þjóð- félagsumræðunni. Allar pólitískar ákvarðanir eru farnar að hafa það þung áhrif á kjör almennings að þær eru farnar að stýra hlutunum miklu meira en prósentuhækkanir á fjög- urra ára fresti. Það er því mín skoð- un að það þurfi að láta heyra meira í sér og hafa skoðanir á þessum hlut- um.“ „VM þarf að vera meira áberandi“ Guðmundur Ragnarsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.