Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNARFLOKKURINN í Sim-
babve blés í gær til sóknar í loka-
tilraun til að halda völdunum eftir að
hafa ráðið lögum og lofum í landinu í
28 ár, allt frá því að það fékk sjálf-
stæði árið 1980.
Forsætisnefnd stjórnarflokksins
ZANU-PF samþykkti að efnt yrði
til annarrar umferðar forsetakosn-
inga og er þetta í fyrsta skipti sem
flokkurinn viðurkennir að Robert
Mugabe forseti hafi ekki náð endur-
kjöri í fyrri umferðinni á laugardag-
inn var.
Krefst endurtalningar
Forsætisnefndin ákvað einnig á
fimm klukkustunda fundi í Harare
að krefjast endurtalningar í þing-
kosningum sem haldnar voru sama
dag. Samkvæmt opinberum kjörtöl-
um fékk stjórnarandstaðan alls 109
sæti á þinginu en stjórnarflokkurinn
97. Forsætisnefnd ZANU-PF sakaði
stjórnarandstöðuna um að hafa mút-
að kjörstjórnarmönnum og krafðist
endurtalningar í a.m.k. sextán kjör-
dæmum, eða nógu mörgum til að
flokkurinn gæti endurheimt meiri-
hluta sinn á þinginu.
Yfirkjörstjórnin hefur ekki enn
greint frá úrslitum forsetakosning-
anna. Flokkur Morgans Tsvangira-
is, Lýðræðishreyfingin, heldur því
fram að hann hafi fengið 50,2%
greiddra atkvæða. Erlendir eftirlits-
menn sögðu á hinn bóginn að
Tsvangirai hefði fengið mest fylgi en
ekki meirihluta atkvæðanna.
Stjórnarskrá landsins kveður á
um að kjósa eigi milli tveggja efstu
frambjóðendanna innan þriggja
vikna ef enginn fær meirihluta at-
kvæða í fyrri umferðinni. Frétta-
stofan AP hafði eftir stjórnarerind-
rekum í Harare og hjá Sameinuðu
þjóðunum að Mugabe hygðist fresta
síðari umferðinni um þrjá mánuði til
að öryggissveitir hans fengju nægan
tíma til að þjarma að stjórnarand-
stöðunni.
Jonathan Moyo, fyrrverandi tals-
maður forsetans, kvaðst í gær vera
fullviss um að Mugabe, sem er 84
ára gamall, hygðist halda völdunum
til æviloka. Moyo sagði skilið við
Mugabe og ZANU-PF í lok ársins
2004 vegna óánægju með val Muga-
bes á varaforseta og hefur síðan ver-
ið í stjórnarandstöðu.
Moyo sagði að yfirvöld hefðu
frestað því að skýra frá úrslitum for-
setakosninganna til að undirbúa
herferð gegn flokki Tsvangirais.
Hann spáði því að vopnaðir hópar
stuðningsmanna forsetans myndu
beita ofbeldi til að reyna að tryggja
honum sigur í síðari umferðinni – en
án árangurs því Simbabvemenn
væru orðnir ónæmir fyrir ofbeldi
eftir margra ára harðstjórn.
Flokkur Mugabes blæs til
sóknar til að halda völdunum
Forsetinn sagður ætla að fresta síðari umferð forsetakosninga um þrjá mánuði
Reuters
Flokksbroddar Mugabe með for-
sætisnefnd ZANU-PF í gær.
Í HNOTSKURN
» Klofningur hefur verið ístjórnarflokknum í Simbabve
á síðustu árum. Talið er að Joyce
Mujuru varaforseti hafi farið fyr-
ir fylkingu sem hafi beitt sér fyr-
ir því að Robert Mugabe drægi
sig í hlé og viki fyrir yngri
manni.
» Talið er að klofningurinnhafi stuðlað að slæmri út-
komu flokksins í kosningunum,
auk mikillar óánægju lands-
manna vegna efnahagsþreng-
inga sem lýsa sér m.a. í því að
verðbólgan er nú yfir 100.000%.
HÉR á landi eru margir orðnir dálítið langeygir eftir
vorinu en það lætur víða á sér standa þótt sunnar sé.
Svona var umhorfs í bænum Spitzingssee í Efra Bæj-
aralandi í Suður-Þýskalandi í gær og veðurfræðingar
spá áfram vetrarveðri næstu daga. Talið er, að hitastig
í heiminum verði lægra á þessu ári en í fyrra og er veð-
ur- eða sjávarfyrirbrigðinu La Nina í Kyrrahafi kennt
um. Hefur meðalhiti á jörðu ekki hækkað í 10 ár.
AP
Veturinn treinir sér tökin
MIKLIR þurrkar á Spáni eru farnir að valda
hörðum deilum innanlands, milli þeirra hér-
aða, sem líða mest fyrir vatnsskortinn, og
þeirra, sem betur eru stödd. Í vetur eða frá 1.
október hefur úrkoman verið 40% minni en til
jafnaðar á þessum tíma. Segja sumir, að
þurrkarnir séu þeir mestu í 40 ár en fyrir
þremur árum, 2005, voru þurrkarnir þá taldir
þeir mestu í 60 ár. Verst er ástandið í Miðjarð-
arhafshéruðunum og hefur það ekki verið
verra síðan 1912.
Þurrkarnir hafa haft mjög alvarlegar afleið-
ingar á mörgum sviðum, ekki síst í landbúnaði
og í rafmagnsframleiðslu en vatnsmagn í uppi-
stöðulónum er nú aðeins 46,6% af því, sem þau
rúma. Í Katalóníu með sínum sjö milljónum
íbúa, þar sem Barcelona er höfuðborgin, eru
aðeins 19% vatnsins eftir í uppstöðulónum og
fari það niður í 15% verður ekki unnt að nota
það vegna þess hve gruggugt það er þá orðið.
Fari ekki að rigna myndarlega alveg á næstu
mánuðum blasir ekki við neitt annað en vatns-
skömmtun.
Deilt um vatnið í ánum
Yfirvöld í Katalóníu vilja, að vatni út ánni
Segre, einni af þverám Ebró, verði veitt til
héraðsins en stjórnvöld í Aragóníu, sem Ebró
rennur um, eru því andvíg. Þau höfðu raunar á
prjónunum að koma upp „evrópskri Las Veg-
as“ í eyðimörkinni með 70 hótelum, fimm
stórum skemmtigörðum og golfvöllum en Jose
Luis Rodriguez Zapatero forsætisráðherra
bannaði það af umhverfisástæðum.
Frammi fyrir þessu neyðarástandi hafa
Katalóníumenn látið sér detta ýmislegt í hug,
t.d. að flytja inn ferskt vatn með skipum frá
Marseilles í Frakklandi eða jafnvel með lest-
um frá öðrum héruðum Spánar. Það er þó talið
allt of kostnaðarsamt en hins vegar er hafin
smíði eimingarstöðvar, sem á að vinna 60 millj.
rúmmetra af drykkjarvatni úr sjó árlega. Það
svarar til neysluvatnsnotkunar í tvo mánuði.
Í landbúnaðinum verður hins vegar ekki um
neina slíka lausn að ræða.
„Ef það fer að rigna alveg á næstunni, mun
það verða til að bjarga uppskerunni að mestu
leyti. Ef ekki, þá bíða okkar miklar hörm-
ungar,“ sagði Andres del Campo, forseti Fena-
core, landssambands spænskra áveitna.
Alvarlegur vatnsskortur víða á Spáni
Voði blasir við í landbúnaði í sumum héruðum fari ekki að rigna og vatn í uppistöðulónum minnkar
ört Er það á bilinu 19 til 46% og verst er ástandið í Katalóníu þar sem Barcelona er höfuðborgin
Reuters
Þurrkur Brú yfir uppistöðulónið Barrios de
Luna en vatnið í því hefur minnkað mikið.
Í HNOTSKURN
» Margir óttast, að Sahara-eyðimörkinsé að teygja sig yfir til Spánar og þriðj-
ungur landsins verði henni að bráð.
» Ferðamannaiðnaðurinn er sakaður umgífurlegt vatnsbruðl og umfangsmikil
grænmetisrækt í Almeria og Murcia um að
þurrka upp allt vatn, grunnvatn og árvatn,
á þeim slóðum.
» Um 80% allrar vatnsnotkunar á Spánieru í landbúnaði og víðast hvar í suður-
hluta landsins fer þetta hlutfall vel yfir
88%.
NICOLAS Sark-
ozy, forseti
Frakklands,
kynnti í gær áætl-
anir um sparnað í
ríkisrekstrinum
en verulegur fjár-
lagahalli hefur
lengi verið við-
varandi vanda-
mál.
Sarkozy vísaði á bug ásökunum
um, að niðurskurðurinn myndi aðal-
lega bitna á þeim, sem minnst bæru
úr býtum, og sagði, að hann myndi
aðallega felast í umbótum á starf-
semi þess opinbera og á utanríkis-
þjónustunni.
Áætlað er, að niðurskurðurinn
muni svara til rúmlega 900 milljarða
ísl. kr. á árinu 2011 en innan Evrópu-
sambandsins hefur verið lagt mjög
hart að Frökkum að ráða bót á um-
frameyðslunni. Hafa þeir lofað að
vera búnir að því 2012 en tillögurnar,
sem Sarkozy kynnti í gær, hrökkva
skammt til þess.
Sósíalistar segja, að með tillögun-
um stefni stjórnin að því að þrengja
kost almennings og benda á, að fyr-
irhugaður sparnaður sé ekki nema
helmingur af skattalækkun við þá
betur megandi á síðasta ári.
Sarkozy
vill spara
Nicolas Sarkozy
Sakaður um að rýra
kost almennings
TIL stendur að koma upp kerfi
nýrra heilsumiðstöðva í Bretlandi og
er ætlast til, að þangað snúi sér allir
með minniháttar krankleika. Þar
verður ekki læknir í forsvari, heldur
lyfjafræðingur.
Vonast er til, að þetta muni leiða
til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og
létta það álag, sem nú er á læknum.
Eiga lyfjafræðingarnir t.d. að sinna
fólki með kvef, hálsbólgu, höfuðverk
og magaverk, annast lyfjagjöf vegna
sykursýki- eða astmasjúklinga og
ganga úr skugga um hvort fólk hefur
sýkst af kynsjúkdómi svo fátt eitt sé
nefnt.
Þetta kerfi á að vera komið til inn-
an þriggja ára en ekki eru allir á eitt
sáttir um það. Hafa breskir íhalds-
menn nokkrar efasemdir um það og
sumir hafa áhyggjur af afleiðingum
þess fyrir afkomu smárra lyfjaversl-
ana. Ben Bradshaw heilbrigðisráð-
herra segir hins vegar, að 99% lands-
manna muni geta sótt nýju
stöðvarnar á innan við 20 mínútum
og á því muni allir hagnast.
Nýtt kerfi
heilsustöðva
SIGMAR Gabriel, umhverf-
isráðherra Þýskalands, tilkynnti í
gær, að hætt yrði við áætlanir um
framleiðslu lífræns eldsneytis vegna
þess, að það hentaði illa fyrir stóran
hluta bílaflotans.
Gabriel hafði áður sagt, að áætl-
anirnar yrðu lagðar á hilluna, gætu
milljón bílar eða meira ekki notað þá
blöndu, sem að er stefnt innan Evr-
ópusambandsins, það er að segja
8,5% af lífrænu eldsneyti á móti
bensíni.
VDIK, samband erlendra bíla-
framleiðenda í Þýskalandi, segir, að
3,3 millj. bíla, um 30% erlendra bíla í
landinu, geti ekki notað þessa
blöndu þar sem hún muni valda mik-
illi tæringu í vélunum, einkum í
gömlum bílum. Þó kemur fram hjá
sumum þeirra, að nýjustu árgerð-
irnar muni þola blöndu allt að 10%.
Beðið með
lífræna
eldsneytið
Margir bílar þola
ekki blönduna
♦♦♦