Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 21
Goðsagnir T.Ó. eru ekkikomnar þráðbeint úr bók-menntalegum eða myndlist-
arlegum sagnaheimi heldur eru
þær síaðar með margvíslegum
hætti gegnum þann myndheim
sem stendur okkur næst, sjón-
varpið, kvikmyndir, mynd-
skreyttar bækur, dagblöð, tímarit
og auglýsingabæklinga.“
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur er þarna að skrifa um
Tryggva Ólafsson myndlist-
armann, sem er orðinn „danskur
eftirlaunaþegi“, enda búinn að búa
í Danmörku í á fimmta áratug.
Samt hefur hann alltaf verið með
annan fótinn hér heima, í íslenskri
menningu og umhverfi. Í listinni
má reyndar segja að Tryggvi tylli
víða niður fæti.
Aðalsteinn skrifar um Tryggva í
bókinni Málverk í 20 ár, sem kom
fyrir skemmstu út á íslensku,
dönsku og ensku, og inniheldur
auk skrifa Aðalsteins og danska
gagnrýnandans Peters Michaels
Hornungs 77 málverk eftir
Tryggva frá þessum tveimur síð-
ustu áratugum ferils hans. Áður
kom önnur vegleg bók um listferil
hans út árið 1987; þessi tekur við
þar sem henni sleppir.
Fróðlegt er að lesa skrif list-fræðinganna um myndheim
Tryggva, hvert hann er sóttur og
hvert er verið að fara. Verk lista-
mannsins eru auðþekkt, enda fann
hann sinn stíl ungur og hefur fylgt
honum markvisst eftir; breyting-
arnar ekki miklar fljótt á litið, en
umtalsverðar þegar betur er skoð-
að. Tryggvi byggir verk sín á
hreinum formum sem hann sækir í
umhverfið; eins konar klippimynd-
ir sem hann raðar upp áður en
hann velur litina og byrjar að
mála. Popplistin og Tryggvi hafa
oft verið spyrt saman en Að-
alsteinn segir tilvísun í þá óper-
sónulegu liststefnu duga skammt.
Matisse sé hins vegar einn þeirra
listamanna sem Tryggvi hafi hvað
mestar mætur á – auðvitað, kunna
einhverjir að segja, litauppstilling-
arnar sækja sitthvað í anda þang-
að. Tilvísanir í listamenn á borð
við Louis Armstrong, Godard og
Antonioni í verkum Tryggva segir
Aðalsteinn eins konar stefnu-
yfirlýsingar um það viðhorf sem
listamanninum hugnist best, hinn
„svala“, umbúðalausa en samt til-
finningaríka tjáningarmáta.
Sem myndlistarmaður leggurTryggvi stund á sviðsetningu
hins óvænta. Hann skapar „kyrra-
lífsmynd sem er allt annað en
kyrr, sem sækir tilvísanir frjálst
og af bíræfni í alla sögu mann-
kynsins“, svo vitnað sé í Hornung.
Hugmyndirnar að einstökum
myndum fær listamaðurinn úr öðr-
um myndheimum, fjölmiðlunar og
auglýsinga, og Hornung segir for-
sendu aðferðar hans þá að auglit
hans sé aldrei háð fordómum,
heldur opið og forvitið. Þá getur
kviknað neisti, samtenging tveggja
ólíkra mynda við aðstæður sem
listamaðurinn hefur stjórn á.
Myndheimur Tryggva Ólafs-
sonar birtist þeim sem skoðar bók-
ina Málverk í 20 ár sem einkan-
legur og opinn í senn,
persónulegur en túlkandi. Í ein-
kennandi stílbrögðunum er frjó
leit og sérstök. Yfirlitið leiðir í ljós
að nýir heimar halda áfram að
opnast.
Svalur en tilfinninga-
ríkur tjáningarmáti
»Kyrralífsmynd semer allt annað en kyrr,
sem sækir tilvísanir
frjálst og af bíræfni í
alla sögu mannkynsins
Morgunblaðið/Sverrir
Opinn en stílfastur Forsenda aðferðar Tryggva Ólafssonar er sögð sú að
auglit hans er aldrei háð fordómum, heldur opið og forvitið.
efi@mbl.is
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
GETUR hrein tónlist, sem ekki er
sungin, sagt sögu? Svarið við spurn-
ingunni hér að ofan er ekki einfalt.
Tónlist er bara skipulag hljóða sem
getur í besta falli líkt eftir því sem
hún á að sýna áheyrandanum. Engu
að síður má skynja allt mögulegt í
slíkri tónlist og óneitanlega er öfga-
kennt tónmál Richards Strauss, sem
var á dagskránni á tónleikum Sin-
fóníunnar á fimmtudagskvöldið,
þrungið merkingu.
Þetta var tónaljóðið um Don Kí-
kóta, en hann var spænskur að-
alsmaður sem las yfir sig af ridd-
arasögum og missti tökin á
veruleikanum. Hann lagði út í heim
og réðst á risa, sem í rauninni voru
vindmyllur, og barðist við sauðfé,
sem hann hélt vera óvinaher. Rich-
ard Strauss leitaðist við að segja
söguna af hinum aumkunarverða
riddara í tónum eingöngu og skipti
verki sínu í tíu tilbrigði, sem hvert
um sig er kafli í atburðarásinni.
Tónaljóðið verður að vera af-
burðavel leikið ef það á að njóta sín
almennilega. Auk þess þarf það góð-
an hljómburð svo dramað skili sér
fyllilega til áheyrenda; tónlistin
verður að vera gædd glansáferð til
að fínleg blæbrigðin geti sagt allt
sem þau eiga að segja. Og endur-
ómunin verður líka að vera rétt svo
kraftmiklir kaflar nái viðeigandi
þunga.
Fæst af þessu var í lagi á tónleik-
unum. Einleikur Bryndísar Höllu
Gylfadóttur sellóleikara var að vísu
sérlega fagur, og mikilvægir ein-
leikskaflar þeirra Helgu Þórarins-
dóttur víóluleikara og Guðnýjar
Guðmundsdóttur fiðluleikara og
konsertmeistara komu líka ágætlega
út þar sem ég sat. En það dugði bara
ekki til. Í heild var leikur hljómsveit-
arinnar, undir stjórn Carlos Kalmar,
oft ómarkviss, auk þess sem lélegur
hljómburður Háskólabíós bjagaði
styrkleikajafnvægið og olli því að
verkið varð óhugnanlega flatneskju-
legt. Ekkert gerðist í tónlistinni.
Don Kíkóti og vindmyllurnar hefðu
átt að birtast manni ljóslifandi, en í
staðinn var áheyrendum boðið upp á
yfirgengilega langloku sem ég hugsa
að hafi gert flesta hálfbrjálaða úr
leiðindum.
Meira var varið í forleik að Ótelló
eftir Dvorák, og sérstaklega þó
þriðja píanókonsertinn eftir Beetho-
ven í túlkun Roberts Levins píanó-
leikara. Levin lék óvanalega frjáls-
lega og bætti öllu mögulegu við
verkið sem ekki er í nótunum (ég er
ekki að tala um kadensurnar, eða
sólókaflana, sem voru eftir Levin
sjálfan). Kom það verulega
skemmtilega út. Vissulega má segja
að túlkandi listamaður eigi að virða
vilja tónskáldsins og að ef hann sé
ekki sáttur geti hann bara samið
sína eigin músík. En það er líka
gaman að heyra svona lifandi spila-
mennsku þar sem áheyrandanum er
stöðugt komið á óvart. Guð minn
góður hvað maður hefur oft heyrt
þennan konsert fluttan af vís-
indalegri nákvæmni! Ég held að
fleiri mættu taka Levin sér til fyr-
irmyndar.
Risar og
illvígt sauðfé
TÓNLIST
Háskólabíó
Tónlist eftir Dvorák, Beethoven og Rich-
ard Strauss í flutningi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands. Einleikari: Robert Levin,
Bryndís Halla Gylfadóttir. Stjórnandi Car-
los Kalmar. Fimmtudagur 3. apríl.
Sinfóníutónleikarbbmnn
Jónas Sen
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Robert Levin Lifandi spilamennska segir Jónas Sen um leik Levins.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið
OPIÐ
Laugardag og sun
nudag
Vortilboð á
inni- og úti
blómapottum
úr postulíni
Sprengihelgi
Magnús Tómasson,
Pétur Már og Tolli
Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.
Opið virka daga nema mánudaga kl. 14 -18
og um helgar kl. 14 - 17.
Síðasta sýningarhelgi