Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 25 Síðastliðið haust var opnuð mótor- krossbraut fyrir vélhjól á svæði aust- an við Hellu, nánar tiltekið í Grafar- nesi við Hróarslæk. Þarna hafa verið haldnar torfærukeppnir á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu í 34 ár samfleytt. Svæðið sem mótor- krossbrautin er á er í eigu ríkisins og hefur Landgræðslan umráð yfir því. Sveitarfélagið hefur landið á leigu og björgunarsveitin sér um rekstur þess. Mikil ánægja hefur verið með braut- ina af hálfu vélhjólamanna og hún ver- ið óspart notuð í vetur. Greiða not- endur ákveðið gjald fyrir dagsnotkun.    Nú eru komin upp vandamál á svæð- inu, þar sem landeigandi á nálægum bæ sem á hluta þess lands þar sem torfærukeppnin er haldin, hefur ekki gefið leyfi fyrir næstu keppni sem átti að fara fram núna í maí. Krefst hann þess að mótorkrossbrautinni verði lokað og hefur björgunarsveitin nú orðið við því. Máli sínu til stuðnings segir hann að ekkert sé farið eftir reglum á svæðinu, vélhjól og fjórhjól keyri um allt svæðið utan brautar- innar og spilli landi, ásamt því að girð- ingar séu teknar niður og hávaða- mengun sé gríðarleg. Að auki skorti allt eftirlit með því að farið sé eftir reglunum og laga þurfi land sem hafi orðið fyrir skemmdum. Eina vopnið sem hann hafi til að ná fram endur- bótum sé að semja um það í tengslum við leyfi fyrir torfærukeppninni. Svo er að sjá í framhaldinu hvort 34 ára saga torfærukeppni á Hellu er á enda.    Talandi um Flugbjörgunarsveitina á Hellu er nú í bígerð að almannavarna- nefnd Rangárvalla- og V-Skaftafells- sýslu byggi upp öfluga aðgerða- stjórnstöð almannavarna í húsnæði sveitarinnar á Hellu og vettvangs- stöðvar verði hafðar að auki á Hvols- velli, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjar- klaustri. Þetta er auðvitað skyn- samlegt með tilliti til Kötlugoss eða annarra hamfara, t.d. í Eyjafjallajökli eða hver veit hvar á þessu eldfjalla- og jarðskjálftasvæði. Hella stendur lengra frá hugsanlegum flóðum vegna þess háttar hamfara en flóð vestur úr jöklunum eftir farvegi Markarfljóts og Þverár geta hamlað samgöngum mikið í austurhluta Rangárvallasýslu. Stefnt er að undir- ritun samnings um málið milli björg- unarsveitanna og almannavarna- nefndarinnar innan skamms.    Fyrir skömmu var haldin hátíð í Laugalandsskóla í Holtum. Tilefnið var tvenns konar, árshátíð og 50 ára afmæli skólans. Hátíðin hófst á því að nemendur sýndu fjölbreytt skemmti- atriði, svo sem frumsamið leikrit um 50 árin, sýndu ólíka dansa sem hafa verið kenndir í skólanum og fluttu söngleik. Haft var uppi á þeim nem- endum sem voru í skólanum fyrsta skólaárið og þeir boðaðir á hátíðina. Hluti hópsins sá sér fært að mæta og allir nutu endurfundanna. Nokkrir veislugesta komu í ræðustól, ávörp- uðu hátíðargesti og gáfu skólanum gjafir. Auk kaffiveitinga sem fram voru bornar var gestunum boðið að ganga um skólann og skoða skóla- bygginguna og ýmis verk nemenda. Einnig voru til sýnis gamlar myndir allt frá árinu 1957.    Félag eldri borgara í Rangárvalla- sýslu heldur uppi öflugu starfi á þessu ári eins og reyndar undanfarin ár. Samkvæmt fréttabréfi og tilkynn- ingum frá stjórninni er aðalfundur á næsta leiti, tveggja daga sæluferð til Vestmannaeyja, tölvunámskeið, messuferðir og kórstarf, að ógleymd- um spiladögum, útskurði og öðru föndri sem eru fastir liðir í starfinu. Í júní verður farið með sjávarsíðunni til Grindavíkur, stóra ferðin svokallaða verður í júlí að Gauksmýri, á Vatns- nesið og síðan á Strandirnar. Í ágúst verður farið í haustlitaferð og síðar verður ákveðið hvaða réttir verða heimsóttar í haust. Eitthvað er ótalið. Í þessu félagi hlýtur að vera ánægju- legt að starfa og njóta meðan heilsan leyfir. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari Morgunblaðið/Óli Már Flugbjörgunarsveitarhúsið á Hellu Ef að líkum lætur, verður aðgerða- stjórnstöð almannavarna komið fyrir þar innan skamms. Rafn Árnason sendir Vísna-horninu „smáhugleiðingu“: Útigangsmennirnir allir nú frjósa í hel, ýmsir þó væli og gráti krókódílstári, síður en svo ég ástandið alvarlegt tel, aðdáun mína fá ungfrúin Jenný og Kári. Lögreglustjórinn í hundrað og einum er hissa, hefur þó ekki mikið um málið að segja, þegar útigangsfólkið er alltaf að kúka og pissa og afurðum dagsins til nágranna sinna fleygja. Hreiðar Karlsson heyrði úrskurð umhverfisráðherra: Ráðherrar þola örlög ill, ótrúlegt hvað þeir fá að bera. Einmitt það sem hún ekki vill, aumingja Tóta þarf að gera. Jón Arnljótsson yrkir um eftir- lætisumræðuefni landans, krónuna: Ef þú krónur kaupir og kastar út í sjá, þær koma allar aftur, ætla ég að spá. Ef þú krónur kaupir og kastar upp í loft, þá koma krónur niður, þú kastað getur oft. Ef þú krónur kaupir og kveður síðan prest, áttu að rekast á hann aftur fyrir rest. Arnþór Helgason orti til Birgis Þórs Árnasonar, sem er „3 ára afa- ljós, eins og Freysteinn Jóhannsson orðar það, stórt og bjart og hefur hlotnast þetta rím“: Birgir Þór er býsna stór. Beint hann fór til mömmu sinnar. Vegna nauðar vildi brauð, var með rauðar eplakinnar. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af krónu og afaljósi BÓTOX-MEÐFERÐ hefur notið vin- sælda hjá þeim sem telja sig þurfa að losna við hrukkur en nýleg rann- sókn sýnir fram á að taugaeitrið í efninu getur borist til heilans. Vef- miðillinn forskning.no sagði frá þessum uppgötvunum í gær og hef- ur þær eftir tímaritinu Nature. Bótox inniheldur hið kröftuga taugaeitur botulinum en eiturefnið getur lamað vöðva á 4-6 mánuðum. Með því að sprauta efninu á hrukku- svæði sléttist úr hrukkunum því vöðvarnir geta ekki lengur dregist saman. Mönnum var þegar kunnugt um að botulinum getur breiðst út frá svæðinu þar sem sprautað er en ekki að það gæti fundið sér leið til heil- ans. Hins vegar vöruðu heilbrigðis- yfirvöld í Bandaríkjunum við því í febrúar sl. að taugaeitur gæti dreifst út frá sprautusvæðinu. Breytti ekki hegðun Rannsóknin var gerð á rottum á vegum taugasérfræðinga í Písa á Ítalíu. Taugaeitri A, botulinum, var sprautað í kinn en eiturefnið er það sama og notað er í bótoxi. Vís- indamennirnir undirstrika að rott- urnar sýndu ekki breytta hegðun í kjölfar sprautunnar og þeir telja að lítill skammtur af bótoxi í mönnum auki ekki hættuna á að skaða heila að neinu marki. Botulinum brýtur niður próteinið SNAP-25 en þremur dögum eftir að rotturnar höfðu fengið efnið í sig sáust einmitt merki þess í heilastofni þeirra sem benti til að hluti taugaeit- ursins hefði breiðst út. Botulinum hefur áhrif á tauga- kerfið og það útskýrir m.a. hvernig það nær til heilans en rannsakendur telja að örlítill hluti eiturefnisins komist til heilans í gegnum tauga- kerfið. Menn álíta á hinn bóginn að sú vitneskja geti einnig reynst gagn- leg. Efnið er notað við meðhöndlun spastískra hreyfinga og eru leiddar að því líkur að það geti nýst floga- veikum því með þessu móti sé hægt að ná til heilans og draga þannig úr þeirri auknu virkni einstakra hluta heilans sem verður við flogaveiki. Morgunblaðið/Golli Eftirsóknarvert? Hrukkubaninn bótox nær til heilans í gegnum taugakerfið. Bótox er talið geta borist til heilans Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ós m yn d: A gn es G ei rd al GPS námskeið fyrir göngufólk Ferðafélag Íslands stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk fimmtudaginn 17. apríl. Námskeiðið er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6 og hefst kl. 19. Haraldur Örn Ólafsson fer yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja. Námskeiðið kostar kr. 2000 fyrir félagsmenn en kr. 4000 fyrir aðra. Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533 www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533 mb l 98 96 04
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.