Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Ómar Setustofan Sófasettið var keypt í Öndvegi. Fyrir ofan sófann er málverk eftir Tolla og hitt verkið er eftir Dagmar Agnarsdóttur. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Við keyptum húsið tæplegatíu ára gamalt árið 1994 ogokkur fannst það bara æð-islegt þá með fulninga- innréttingu í eldhúsi, pílviðar- handriði og teppi upp stigann og hlandgulum panel upp um alla veggi. Fyrir tveimur árum fluttum við út, gerðum húsið nánast fokhelt að und- anskilinni veggjaskipan og hönn- uðum það gjörsamlega upp á nýtt með aðstoð arkitektsins Rutar Kára- dóttur. Og nú erum við öll alsæl með afraksturinn og myndum hvergi vilja breyta,“ segir húsmóðirin á bænum þar sem búa nú hjón með börnin sín tvö, strák og stelpu á unglingsaldri. Húsið sem um er talað er í Ása- hverfinu í Garðabæ. Gólfflötur íbúð- arhúsnæðisins taldi 220 fermetra auk frístandandi bílskúrs þegar kaupin voru gerð, en síðan hafa hús- ráðendur bætt við 15 fermetra sér- lega notalegri sólstofu. Húsið er á tveimur hæðum. Neðri hæðin hýsir stofu, borðstofu, eldhús, gestasnyrtingu, forstofu og það sem húsmóðirin kallar draumaþvottahús en sú efri hýsir fjögur rúmgóð svefn- herbergi, ekkert undir 15 fermetr- um, auk rúmgóðrar sjónvarpsstofu, sem rúmað hefur allt að tíu vinkonur heimasætunnar í gistingu. Heimili eru fyrir fólk Fjölskyldan festi kaup á íbúð í Sjá- landshverfinu í Garðabæ á meðan á breytingunum stóð sem síðan var seld að afloknum framkvæmdum. „Við lögðum upp með það að hafa „nýja“ húsið eins tímalaust og frek- ast væri unnt og allt ætti að vera lok- að inni í skápum án halda. Ég pakk- aði flestum gömlu styttunum í kassa ásamt fötum og fór með í Góða hirð- inn, auglýsti svo eftir áhugasömum kaupendum, sem kærðu sig um inn- réttingar, heimilistæki, ljós og sér- saumuð þung gluggatjöld í metravís. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því hingað kom fólk vopnað tólum og tækjum sem skrúfaði niður góssið í heilu vörubílana, sem stóðu hér úti á hlaði. Það var virkilega gott að losna við þetta allt á einu bretti fyrir lítinn pening enda þurfti ég ekkert að hafa fyrir þessu. Ég vildi reyndar halda í ákveðna persónulega muni, sem mér finnst fallegir og hafa tilfinningalegt gildi því í þessu húsi býr fólk. Heimili mega auðvitað ekki vera alltof litlaus og bera þess merki að vera keypt út úr katalógum,“ segir húsmóðirin og bendir meðal annars á bókasafnið í skotinu við stigaopið og eldgamla mömmu-veggteppið, sem fær að njóta sín á góðum stað á móti upp- göngunni. Það fer svo ekki framhjá glöggum gestum að myndlistaráhugi hlýtur að blunda í húsráðendum því á veggjum má sjá verk bæði eftir Tolla og Línu Rut auk nokkurra verka eftir myndlistarkonuna Dag- mar Agnarsdóttur, sem er í miklu uppáhaldi hjá húsbónda og frú. Gólfin eru aldrei skúruð Húsgögn fjölskyldunnar smell- pössuðu inn í nýja mynstrið, en allt er við kemur innréttingum hússins er nýtt. Gráhvíttuð eik og grábrúnar flísar kallast á í gólfefnum. Hvít há- glansandi eldhúsinnrétting og dökk- bæsuð hnota kallast svo á í öðrum innréttingum í stofu og svefn- herbergjum. „Mér fannst þessi gólf- efni gjörsamlega út úr kú í fyrstu, en eftir að Rut sýndi mér þetta í sam- hengi sneri hún mér á augabragði. Ég þori varla að segja það, en ég hef barasta aldrei skúrað síðan ég flutti inn. Það er bara moppað yfir annan hvern dag og allt er fínt.“ Allar innréttingar voru smíðaðar hjá Smíðaþjónustunni, en auk her- bergjaskápa, eldhús- og baðinnrétt- inga hannaði Rut klassískan stofu- skáp á einn vegginn sem nær fyrir horn svo og eldhúsborð og viðeigandiGarðstofan Uppáhaldshorn húsmóðurinnar er í garðstofunni, sem byggð var við húsið eftir að fjölskyldan flutti inn. Eldhúsið Háglanshvít eldhúsinnrétting kallast á við dökkbæsað eldhúsborð og setubekk í stíl. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því hingað kom fólk sem skrúfaði niður góssið í heilu vörubílana, sem stóðu hér úti á hlaði. Ánægð með afraksturinn lifun 26 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.