Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 29
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
HEIMSMEISTARAR Í GERVIGREIND
KOMA ÚR TÖLVUNARFRÆÐIDEILD HR
Gervigreind er eitt mest spennandi viðfangsefni tölvunarfræði og hafa nemendur og
kennarar Háskólans í Reykjavík náð miklum árangri á því sviði á undanförnum árum.
Lið Háskólans í Reykjavík sigraði til að mynda í heimsmeistarakeppninni í gervigreind í
fyrra, en keppnin er haldin að frumkvæði Stanford-háskólans í Bandaríkjunum.
Keppt er í því hversu vel gervigreindarhugbúnaður stendur sig í leikjum þar sem honum
eru aðeins kenndar grunnleikreglurnar. Hugbúnaðurinn þarf að læra leikinn að öðru
leyti og finna sjálfur aðferð til að sigra andstæðing sinn. Alhliða leikjaforrit Háskólans í
Reykjavík reyndist ofjarl allra annarra forrita og stóð uppi sem heimsmeistari.
Framtíðin er HR.
Kerfisfræði Tölvunarfræði (BSc & MSc) Hugbúnaðarverkfræði (BSc & MSc) Stærðfræði (BSc)
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
Fésýsla á ekkert að vera hættu-
legra starf en önnur. Menn hafa
lært að hafa eftirlit með fjár-
streymi og því fólki, sem hand-
fjatlar peninga annarra. Þeir eru
oft kallaðir féhirðar og samlíking
við fjárhirða er augljós. Af og til
verða menn þó fingralangir þegar
freistingar eru of miklar. Pétur
Blöndal þingmaður segir, að hann
vilji ekki að fé sé án hirðis, án
hans vill það glatast. Sparisjóðir í
gamla skilningnum eru að týna töl-
unni, þeir sem alþýðan þekkti. Þeir
voru í þjónustu fólks sem hafði
nægilega yfirsýn á viðskiptin og
engin tortryggni virtist vera. Ritari
safnaði ungur á bók í SPRON og
taldi sig hafa þá ávöxtun, sem best
væri í boði, en hún var oftast minni
en verðbólgan. Svo lánaði sjóð-
urinn húsbyggjendum og fyr-
irtækjum, en einhverja klík-
ustarfsemi mun hafa þurft til að fá
stór lán. En ritara þótti vænt um
sjóðinn og gerði sér ekki miklar
áhyggjur um að einhverjir sætu að
svikráðum, aðrir en stjórnvöld,
sem gátu ekki hamið verðbólguna.
En í seinni tíð kom í ljós, að ein-
hverjir útvaldir hafa fengið inn-
stæður skráðar sem stofnfé í spari-
sjóðum. Svo leið tíminn og þá kom
í ljós hver ætlunin var, en tíð-
arandinn hefur verið sá, að engin
fyrirtæki séu rekin af viti nema
hlutafélög. Eftirleikurinn er nú
sýnilegur. Löggjafinn sá ekki fyrir
alla leiki stofnfjáreigenda, sem
voru slungnir og blóðþyrstir. Meira
að segja fjármálaráðherra seldi
eigin stofnfjárhlut í miðjum klíðum
í einum sjóðanna á þvílíku verði, að
ljóst var að hlutafélag væri í aug-
sýn. Stjórnvöld gátu ekki stöðvað
allar yfirtökur. Það var sem menn
væru að hirða upp fé af götunni og
sögðust ekki taka fé af neinum. Já,
hver gætir hverra og hver gætir
svo þeirra? Hvar endar þetta?
SÍBS Group, Herkastalinn Group?
Ritari minnist þess þegar hann
ungur starfaði við fermingar skipa
í Reykjavíkurhöfn. Hann var í svo-
kölluðu „gengi“ hjá Eimskip, en
það var bara virðuleg staða.
Lengst af var hann á bakkanum
við að ferma vörubíla. Stundum
kom áfengi frá útlöndum og kassar
með vínflöskum voru þá settir á
bretti og þau hífð upp úr lestum og
sett á vörubíla. Kaðalstroffur voru
hnýttar um brettin ásamt köss-
unum. Bakkamaður fór svo með
hverjum bílfarmi á áfangastað, en
það var til öryggis, en án form-
legrar starfslýsingar. Eitt sinn fór
ritari með bíl inn í geymslur áfeng-
isverslunarinnar. Þar komu menn
til skjalanna, sem voru rauðir og
þrútnir í andliti og áfengisþef lagði
af þeim, en flöskubrot lágu með
veggjum, en stútar voru samt með
innsiglum. Þarna mun hafa verið
það, sem var kallað var rýrnun.
Þetta gæti verið ein sagan um
breyska verkamenn í aldingarði
drottins. Það er óráð að láta
drykkjusjúka starfa í vínbúðum.
Það hefur vakið mikla athygli
hvernig sumir af stjórnendum
bankastofnana hafa hagað sér ný-
lega. Þeir bæði ráða og ráðskast
með fé bankanna og moka í eigin
vasa. Það er ótrúlegt hversu mikl-
ar luðrur eigendur hlutafjár í
bönkum eru. Þeir horfa aðgerð-
arlausir á bankastjóra og stjórn-
arformenn haga sér eins og þeir
eigi bankana. Refir eru látnir gæta
lambanna! – Er það svo, að næst-
ráðendur í bönkum þegi vegna
þess að þeir telji sig vera næsta í
röðinni um bita eða verði að vera
viðhlæjendur? – Já, bankastjórar
taka hundruð milljóna eða millj-
arða til sín með einhverjum látalát-
um um aðferðir og gegnsæi. Svo
segja þeir, að það sé vegna við-
skiptasnilldar erlendis. Þeir flytji
bara til útlanda ef menn fara að
fetta fingur. Og nú, eftir að blaðr-
an er sprungin, kemur í ljós, að
milljarðar bankastjóranna hefðu
skipt máli. Þeir hafa
tekið þátt í að grafa
undan krónunni með
oflátungshætti, sem
vitaskuld hefur borist
til eyrna erlendum
samkeppnisaðilum. –
Það er ekki virðulegur
banki, sem lætur
bankastjóra sína éta
innan úr sér eins og
maðka í kálhausum. Í
villta vestrinu rændu
menn banka ríðandi á
hestum og veifandi
byssum, en nú skræla menn í
jakkafötum banka að innan. Og
bara einn hluthafi
hefur hafið mála-
rekstur gegn stjórn-
um bankastofnana
fyrir sólundun á fé
eigenda vegna ótrú-
legra kaupréttar- og
starfslokasamninga.
Bankarnir hafa ekki
sett á blað skýr
markmið, sem ættu
að vera hin eina
sanna viðmiðun fyrir
góða bankastjórn. En
hvað gera bændur nú
og hvar er Bjarni Ármannsson? –
Til allrar guðs mildi varð ekkert úr
sameiningu REI og Geysir Green
Energy. Það mál allt var rekið
áfram sem hraðskák og sekúnd-
urnar virtust skipta máli. Uppkasti
að samningi var veifað í Kastljósi
með einokunarákvæði inni í tækni-
legri grein. Gulrótin, sem var fal-
boðin, var ímynd gullkistu Reyk-
víkinga, heita vatnsins í æðum
borgarinnar. Það gull er varla sölu-
vara í hitabeltislöndum í Asíu þar
sem ekki þarf að kynda hús. Í
þessum slag misstu helstu embætt-
ismenn OR rassinn úr buxunum,
en þeirra framtíð er óráðin og hlýt-
ur að verða endurskoðuð. Einmitt
þeir brugðust á ögurstundu borg-
arfulltrúum, sem vissu trauðla
hvert ferðinni var heitið. Glitnir og
KB-banki eru ekki par virðulegar
stofnanir, sem sitja nú uppi með
sína timburmenn og fallin gengi á
mörkuðum. Svona má víst ekki
skrifa. Það er víst neikvætt. Og
Davíð Oddsson tók út sinn sparnað
úr einum bankanna í mótmæla-
skyni.
Góðir eða gráðugir hirðar
Jónas Bjarnason
skrifar um efnahagsmál
» Glitnir og KB t.d.
eru ekki par virðu-
legar stofnanir, sem
sitja nú uppi með sína
timburmenn og fallin
gengi á mörkuðum.
Svona má víst ekki
skrifa.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.