Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMKVÆMT nýjum kjarasamn- ingum launþega og vinnuveitenda 2008 hækka laun verkafólks um 18.000 kr. á mánuði strax við upphaf samningstímans eða um u.þ.b. 15%. Laun skrifstofufólks hækka enn meira, eða um 21.000 kr. á mánuði strax í upphafi. Auk þess fær verkafólk og versl- unarmenn 5,5% kaup- hækkun strax í byrjun samnings, ef þeir, sem samningurinn nær til, hafa ekki fengið þessa hækkun á undanfar- andi ári. Það má því reikna með, að kaup- hækkun verkafólks sé á bilinu 15-20% við upphaf samningstím- ans. Fjármálaráðherra fékk það hlutverk að kanna og reikna út hvað aldraðir og öryrkjar ættu að fá mikla hækkun á lífeyri frá almannatryggingum vegna nýju kjarasamninganna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þeir ættu að fá 7,4% hækkun lífeyris! Einkennileg niðurstaða það. Kjör aldraðra áttu ekki að versna Fram til ársins 1995-96 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja sjálf- virkt um sömu hlutfallstölu og lág- markslaun á almennum vinnumark- aði. Samkvæmt því fyrirkomulagi hefði lífeyrir frá TR nú hækkað um 15-20% eins og laun verkafólks. Skorið var á þessi sjálfvirku tengsl 1995-96 en þáverandi forsætisráðherra lýsti því þá yfir, að kjör aldr- aðra og öryrkja mundu ekki versna við þá breytingu. Þessir aðilar yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Ákveðið var að við breytingu á lífeyri yrði tekið mið af launaþró- un. Með hliðsjón af yf- irlýsingu forsætisráð- herra frá því fyrir 12 árum er alveg ljóst, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og laun verkafólks hafa hækkað, eða að lág- marki um 15%. Annað eru svik. Því var lofað, að kjör aldraðra og ör- yrkja myndu ekki versna við þá breytingu að skera á sjálfvirku tengslin milli launa og bóta. Við þetta loforð á að standa. Félagsmálaráðherra átti að ákveða 18.000 kr. hækkun Mig undrar það mjög, að félags- og tryggingamálaráðherra skuli láta fjármálaráðherra kanna og reikna út hvað laun hafi hækkað mikið í ný- gerðum kjarasamningum og hvað sé því eðlilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja mikið. Ég veit ekki betur en vinnumál og kjarasamningar heyri undir félagsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti á því að mínu mati að kveða upp úr um það hvað laun verkafólks hafi hækkað mikið við upphaf nýrra samninga og hvað eðli- legt sé að lífeyrir hækki mikið. Að mínu mati hefði félags- og trygg- ingamálaráðherra átt að ákveða (leggja til), að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka um 18.000 á mánuði eins og hjá verkafólki. Það er enginn ágreiningur um það, að allt verkafólk fékk þá upphæð í byrj- unarkauphækkun og þess vegna þurfti ekki að fá fjármálaráðherra til þess að fjalla um þá fjárhæð. Þeirri fjárhæð verður ekki breytt. En at- hugunarefni er hvað eldri borgarar og öryrkjar hefðu átt að fá mikið af þeirri 5,5% kauphækkun, sem marg- ir fengu til viðbótar. Athuga hefði þurft hvað margir fengu 5,5% hækk- un og með hliðsjón af upplýsingum um það að ákveða hve mikinn hlut af 5,5% lífeyrisþegar ættu að fá. Ef til vill er það helmingur 5,5% hækk- unarinnar, þ.e. 2,75%. Eldri borgarar fá 4% en eiga að fá 15-20% Það er alveg ljóst, að með því að ákveða nú, að eldri borgarar og ör- yrkjar fái 4% hækkun á lífeyri, er verið að hlunnfara þá gróflega. Þetta er aðeins brot af því, sem verkafólk fékk samkvæmt nýju kjarasamning- unum, nær ekki einu sinni þriðjungi. Lífeyrir hækkaði um 3,4% 1. janúar sl. vegna launahækkana á sl. ári. Fé- lags- og tryggingamálaráðuneytið dregur þá hækkun frá hækkun upp á 7,4%, sem fjármálaráðherra sagði, að laun hefðu hækkað um. Eftir standa þá 4%, sem ráðuneytið ætlar að skammta eldri borgurum og ör- yrkjum. Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögðin og tíðkuðust hjá fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá var alltaf verið að hafa bætur af öldruðum og ör- yrkjum og það nam orðið tugum milljarða, sem búið var að hafa af öldruðum frá 1995/6. Öryrkjar þurftu að fara í mál við stjórnvöld til þess að fá þann lífeyri, sem þeir áttu rétt á samkvæmt lögum og stjórn- arskrá. Nú á að halda áfram á sömu braut og áður. Þrátt fyrir loforð for- sætisráðherra 1995/6 á að skerða kjör eldri borgara eins og gert hefur verið allar götur síðan Samfylkingin gagnrýndi þessi vinnubrögð harð- lega fyrir síðustu kosningar og hefur áreiðanlega fengið mörg atkvæði eldri borgara og öryrkja vegna þeirrar gagnrýni. En samt ætlar Samfylkingin að halda sömu stefnu og hún gagnrýndi mest áður! Stjórnvöld taki upp jákvæða afstöðu Er ekki kominn tími til þess fyrir stjórnvöld að taka upp jákvæða af- stöðu til aldraðra og öryrkja? Er ekki tímabært að hætta að þrýsta kjörum þessara aðila niður og veita þeim sómasamleg og myndarleg kjör? Þeir eiga það inni hjá sam- félaginu. Er verið að hlunnfara eldri borgara? Björgvin Guðmundsson skrifar um kjör eldri borgara » Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og laun verkafólks hafa hækkað, eða að lágmarki um 15% Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞORKELL Á. Jóhannesson, yf- irflugstjóri Mýflugs, skrifar í Morgunblaðið 14.3. 2008 um flug í hjarta höfuðborgar. Hann veitist að per- sónu og starfsheiðri undirritaðs og að öðr- um arkitektum. M.a. vænir hann undirrit- aðan um ómerkilega sölumennsku og óá- byrga meðferð talna. Skrif Þorkels eru að mati undirritaðs ekki svaraverð nema fyrir þessa persónulegu nálgun. Líkt og aðrir flug- vallarsinnar gerir yf- irflugstjórinn enga tilraun til að takast á við borgarskipulagið og lífshagsmuni 210.000 borgarbúa með vitsmunalegum og ábyrgum hætti en dylgjar þess í stað um græðgi, óheilindi og vafasaman til- gang heillar starfsstéttar. Flugstjórinn beitir fyrir sig sjúkrafluginu og leikur þar enn á ný með óábyrgum hætti á við- kvæma strengi allra, sem hafa samkennd með sjúkum og slös- uðum. Um sjúkraflugið, sem auð- veldlega má stórbæta, er eftirfar- andi að segja: 1. Stórslasaða og bráðveika ber að flytja með þyrlu á þá sjúkra- stofnun, sem veitir mestar bata- horfur í hverju tilviki með hliðsjón af fjarlægð og/eða búnaði stofn- unar. Auðvelt er og hagkvæmt að útbúa þyrlupalla með blind- flugsbúnaði. 2. Óábyrgt er að flytja sjúklinga með vængjuðu flugi ef einhverjar líkur eru á að ferðatími geti haft neikvæð áhrif á batahorfur. Al- mennt gildir að sjúklingar eru fluttir með vængjuðu flugi á sjúkrastofnanir til sérstakra að- gerða eða meðferðar, sem eru liður í bataferli. 3. Hvorki er þekkt í skipulagi borga að sjúkrahús séu staðsett sérstaklega vegna legu flugvalla né að flugvellir séu sérstaklega stað- settir nærri sjúkrahúsum. 4. Flug í Vatnsmýri hefur í 60 ár splundrað byggð á höfuðborg- arsvæðinu. Með því að byggja borg í Vatnsmýri eins og til stóð fyrir röskum 60 árum má draga úr akstri um 40% á 20 árum og fækka þar með umferðarslysum um sem því nemur auk þess að greiða fyrir sjúkraflutningum, annarri neyð- arþjónustu og almennri umferð í borginni. Heilsuspill- andi mengun og út- blástur minnka að sama skapi. Yfirflugstjórinn ætti að vita að flugvellinum var nauðgað upp á Reykvíkinga eftir stríð á kjörlendinu í Vatns- mýri gegn vilja þeirra og hagsmunum. Og honum hefur verið við- haldið þar með vald- beitingu í rösk 60 ár í skugga mikils misvæg- is atkvæða, sem í sjálfu sér er til háborinnar skamm- ar fyrir íslenska þjóð. Mestöll um- ræða og nálgun flugvallarsinna er sprottin úr þessum rotna jarðvegi þar sem víðtækum almannahags- munum er kerfisbundið vikið til hliðar fyrir níðþrönga og sértæka einkahagsmuni. Yfirflugstjóranum og öðrum flug- vallarsinnum væri sæmst að snúa nú við blaðinu og einbeita sér að því að finna góða framtíðarlausn fyrir flugið til hagsbóta fyrir flug- rekendur og flugfarþega án þess að riðlast á grundvallarhagsmunum 210.000 borgarbúa. Senn kemur jú borg í stað flug- vallar í Vatnsmýri. Um ábata þess fyrir borgarbúa er eftirfarandi að segja: Byggja má a.m.k. 2.100.000 m² af hágæða miðborgarbyggð í Vatns- mýri. Markaðsvirði byggingarlóða, sem nú eru bundnar undir malbiki flugbrauta er þá a.m.k. 140 millj- arðar kr. Sé reiknað með 6% vöxt- um af bundnu fé tapast því a.m.k. 8,4 milljarðar kr. á ári. Í skýrslu samgönguráðherra frá apríl 2007 (www.samgongurad- uneyti.is: Reykjavíkurflugvöllur, út- tekt á framtíðarstaðsetningu) er fórnarkostnaður þess að fresta brottför flugs úr Vatnsmýri talinn a.m.k. 3,5 milljarðar kr. á ári miðað við helmingi færri gólfflatarmetra. Með blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýri fæst meðalsparnaður af akstri og tíma borgarbúa, sem nemur a.m.k. 30 milljörðum kr. og um 25.000 mannárum árlega. Fórnarkostnaður vegna tafa á brottflutningi flugsins er þó marg- falt meiri en að framan var sagt því í ofangreindum úttektum er ekki tekið tillit til mögulegs ábata 210.000 borgarbúa af öðrum sam- göngumátum en einkabílnum, minni tímasóun, minni mengun, bættu heilsufari, skilvirkari rekstri heimila, fyrirtækja og sveitarfé- laga, virkara lýðræði, samstæðara borgarsamfélagi og öflugari borg- armenningu. Þar sem umræðusiðferði er í há- vegum haft ríkir sátt um að 2+2=4, en það er einmitt grunn- urinn að magntöku og siðlegum samanburði hagsmuna. Yfirflug- stjóranum til glöggvunar í talna- flóði undirritaðs eru eftirfarandi margfeldisstuðlar til grundvallar í „borgarhagfræði“ höfuðborg- arinnar: íbúar eru 210.000, brúttó- flötur byggðar 14.000 ha, þéttleiki byggðar 15íb/ha, bílar 700 á hverja 1.000 íbúa, um ein milljón farþega- ferða á dag (4% í strætó), hver ferð 7 km á 26 km hraða á klst. að með- altali o.s.frv. Séu allir Íslendingar jafnir, þrátt fyrir gróft misvægi atkvæða, gildir almennt að ein stund er jafnmikils virði í lífi borgarbúa og í lífi flug- farþega, að 25.000 mannár í lífi höf- uðborgarbúa eru 170 sinnum meira virði en 145 mannár flugfarþega o.s.frv. Ársvelta innanlandsflugs er ámóta og árlegur fórnarkostnaður þess að fresta brottför flugsins skv. niðurstöðu samgönguráðherra. Áratuga vanræksla flugmála- yfirvalda í að finna framtíðarstað fyrir flugið skaðar ekki einungis borgarsamfélagið meira en orð fá lýst heldur hefur trassaskapurinn skaðað flugfarþega og flugrekendur og hamlað framþróun íslensks flugs. Leikið á viðkvæma strengi: Borg í Vatnsmýri Örn Sigurðsson skrifar um Reykjavíkurflugvöll og svarar grein Þorkels Á. Jóhann- essonar » Flugvellinum á kjör- lendinu í Vatnsmýri hefur verið viðhaldið með valdbeitingu í rösk 60 ár í skugga mikils misvægis atkvæða. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt og í stjórn Sam- taka um betri byggð. HÓPUR þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorku- vopnum og um bann við umferð kjarn- orkuknúinna far- artækja í íslenskri lög- sögu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flutt er slíkt frumvarp og von- andi hlýtur það nú loks samþykki þingsins. Ekki er hægt að segja hið sama um frumvarp til svo- nefndra varn- armálalaga sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, utanrík- isráðherra og formað- ur Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir Al- þingi. Því frumvarpi er ætlað að lögfesta aðild Íslands að herstjórn- armiðstöð NATO. Þegar Ísland gekk í NATO flutti þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarp þar sem hann sagði að sem vopnlaust land myndi Ísland aldrei segja nokkurri þjóð stríð á hendur. Vandséð er hvernig að- ild að herstjórnarmiðstöðinni fær samrýmst þessum fyrirvara. Í frumvarpinu er einnig lagt til að æfingar NATO-herja á Íslandi verði lögfestar. Mörgum þessara herja hefur verið beitt í mann- skæðum stríðsrekstri. Hvers vegna vill formaður stjórnmálaflokks, sem lýsti yfir eindreginni andstöðu gegn Íraksstríðinu, ljá þessum herj- um aðstöðu á Íslandi? Það er vandséð. Í því sambandi má rifja upp síðasta landsfund Sam- fylkingarinnar. Þar munaði litlu að sameiginleg ályktunartillaga yfir tíu flokksmanna um upp- sögn varnarsamnings- ins yrði samþykkt. Til- laga sömu flokksmanna um úrsögn Íslands úr NATO hlaut einnig nokkurt fylgi. Stundum virðist for- ystu Samfylkingarinnar vera það sérstakt kappsmál að láta sem hún heyri ekki þegar andstæðingar NATO- aðildar og heræfinga innan flokksins hefja upp raust sína. Þegar verst lætur virðist það jafnvel gleymast að þessi hópur flokks- manna sé til. Til marks um það má nefna grein Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanrík- ismálanefndar Alþing- is, í Morgunblaðinu 23. ágúst 2007. Í þessari grein gaf hann í skyn að það væru eingöngu félagar í VG sem væru andvígir heræfingum á íslensku landi. Því Samfylkingarfólki, sem er á móti öllu hernaðarbrölti, þótti þetta varla ánægjuleg lesning og ekki vek- ur varnarmálafrumvarpið heldur mikinn fögnuð. Það er því ekki auð- velt hlutskipti að vera friðarsinni í Samfylkingunni og ekki mun það skána ef flokksforystan heldur áfram á sömu braut. Af hverju vill hún aðild að hern- aðarbandalagi sem útilokar ekki beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði? Samrýmist það því stefnu- máli Samfylkingarinnar að kjarn- orkuvopnum skuli útrýmt? Samrým- ist það frumvarpinu um kjarnorku- friðlýsingu sem meðal annars Samfylkingarþingmenn standa að? Má ekki biðja flokksforystuna um að hugsa sinn gang? Á hvaða leið er Samfylkingin? Þórður Sveinsson skrifar um stefnu Samfylkingarinnar Þórður Sveinsson »Hvers vegna vill formað- ur stjórn- málaflokks, sem lýsti yfir ein- dreginni and- stöðu gegn Íraksstríðinu, ljá þessum herj- um aðstöðu á Ís- landi? Höfundur er félagi í Samfylkingunni og Samtökum hernaðarandstæðinga. Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.