Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 34
34 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
RÚM átta ár eru liðin síðan við
kvöddum árið 1999 og sá alræmdi
dagur, 1.1.2000 gekk í garð. Ef ekki
hefði komið til ákveðinn vandi í
mörgum tölvukerfum hefðu þessi
áramót ekki verið merkilegri en
venjulegt stórafmæli. Vandinn fólst
í því að mörg tölvu-
kerfi varðveittu að-
eins tvo öftustu tölu-
stafi í ártölum og
gerðu ráð fyrir því að
þeir tveir fremstu
væru alltaf 19.
Heimskulegt myndu
sumir segja, en skýr-
ingin liggur í því hve
tölvuminni var dýrt
lengi fram eftir tölvu-
öld. Menn neyttu
allra bragða til að
spara tölvuminnið og
geymslurými fyrir
gögnin.
Skyndilega var komin upp veru-
leg hætta á því að forrit sem höfðu
árum saman reiknað út dagafjölda
milli tveggja dagsetninga myndu
skila röngum niðurstöðum. Sama
gilti um forrit sem röðuðu eftir dag-
setningum því þau höfðu engin tök
á að sjá hvort 1.1.00 væri í raun ár-
ið 1900 eða 2000. Sem betur fer
voru til sérfræðingar sem áttuðu
sig tímanlega á hættunni og vöktu
athygli á henni, m.a. í fjölmiðlum.
Við fyrstu sýn virtist vandinn vera
fremur lítill, en þegar betur var gáð
fundust ótrúlega margir þættir í
daglegu lífi okkar sem voru háðir
því að tölvukerfin reiknuðu dag-
setningar rétt. Í hinum tæknivædda
heimi okkar eru svo margir þættir
háðir hver öðrum að hæglega mátti
búast við víxlhrifum þar sem víðtæk
truflun í einum geira myndi valda
alvarlegum truflunum í öðrum geir-
um o.s.frv. Truflun á flug-
samgöngum gæti t.d. orsakað skort
á lyfjum eða varahlutum, sem aftur
myndi trufla einhverja aðra starf-
semi o.s.frv. Áhættan var ekki ein-
skorðuð við landamæri því að erf-
iðleikar í einu landi gátu
augljóslega hrundið af stað alvar-
legri atburðarás í öðrum löndum.
Sum stórfyrirtæki mátu áhættuna
svo mikla að þau gerðu baksamn-
inga við tölvu- og hugbúnaðarfyr-
irtæki um að fá forgangsþjónustu ef
á þyrfti að halda og einstaka böl-
sýnismenn urðu svo helteknir af
áhyggjum að þeir komu sér upp
neðanjarðarbyrgjum með vistum og
verjum til að lifa af hörmungar á
borð við kjarnorkuvetur.
Sem betur fer gengu hrak-
spárnar ekki eftir. Þegar 1.1. 2000
rann upp héldu vaxt-
areikningakerfi bank-
anna áfram að virka og
sömuleiðis eftirlitskerfi
með flugvélav-
arahlutum og flest önn-
ur lífsnauðsynleg tölvu-
kerfi. Einungis bárust
fréttir af tiltölulega
fáum og afmörkuðum
tölvuvandamálum og
nóg var af sérfræð-
ingum til að leysa þau.
Þótt nú séu liðin 8 ár
heyrast af og til raddir
sem fullyrða að hinn
margumræddi tölvuvandi ártalsins
2000 hafi verið stórlega ýktur og
þaninn út úr öllu samhengi. Til
sannindamerkis er gjarna bent á
það hve afleiðingarnar reyndust
vera litlar í samanburði við hrak-
spárnar sem fjölmiðlar höfðu flutt
fólki. Það hefur greinilega farið
fram hjá þessum sömu að marg-
víslegar fyrirbyggjandi aðgerðir
voru gerðar í flestum löndum heims
til að leysa vandann áður en hann
varð að vandamáli. Ég þekki vel til
þess hvernig unnið var að þessu hjá
Seðlabanka Íslands því ég var
starfsmaður bankans á þessum
tíma og stýrði þar undirbúningi
vegna ártalsins 2000, þúsaldarvand-
ans.
Líkt og hjá flestum samstarfs-
aðilum bankans var farið ítarlega
yfir öll forrit og tölvubúnað til að
sannreyna hvort tölvuklukkur
myndu tifa rétt yfir áramótin og
hvort forritin myndu starfa rétt
þegar þeim færu að berast dagsetn-
ingar hinnar nýju þúsaldar. Einnig
var haft samband við alla helstu
birgja og samstarfsaðila innanlands
sem utan til að kanna hvernig
þeirra málum var háttað og hvort
mætti treysta á að starfsemi þeirra
héldist ótrufluð. Loks var marg-
vísleg gagnaöflun viðhöfð til að
miðla og fylgjast með reynslu ann-
arra.
Í örstuttu máli lagði bankinn
u.þ.b. 4 mannár í verkið og end-
urnýjaði auk þess tölvur og að-
keyptan hugbúnað fyrir rúmar 20
milljónir króna. Við prófun og yf-
irferð á forritum bankans komu í
ljós 90 staðir þar sem þurfti að
breyta forritunum til að tryggja
rétta virkni með ártöl hinnar nýju
þúsaldar. Vissulega var talsverðu til
kostað, en fyrir bragðið varð engin
truflun á starfseminni. Svipað gilti
um samstarfsaðila bankans, sem
lögðu út þann kostnað sem þurfti til
að tryggja starfsemi sína.
Ekki er hægt að slá neinu föstu
um það hversu mikið hefði gengið
eftir af hrakspám ef ekki hefði ver-
ið brugðist tímanlega við vand-
anum, en ég er þess fullviss að ef
vaxtareikniforrit bankanna hefðu
skyndilega tekið upp á því að
reikna vexti mánaðarlangs víxils
eins og tímalengd hans væri mínus
99 ár og 11 mánuðir eða ámóta vit-
leysur hefðu komist inn í eftirlits-
kerfi fyrir flugvélavarahluti þá
væru örugglega engir í dag að
gaspra um þúsaldarvandann sem
„ekkifrétt aldarinnar“.
Fyrir skömmu las ég bókina
„The Road“ eftir Cormac
McCarthy, sem lýsir ferðalagi feðga
nokkurra um sviðna jörð eftir að
miklar hörmungar höfðu gengið yf-
ir. Sennilega var höfundurinn með
afleiðingar kjarnorkustyrjaldar í
huga, en það gætu einnig verið af-
leiðingar þúsaldarvandans eins og
þær hefðu orðið verstar – eða fram-
tíðarsýn um það sem kann að hrjá
afkomendur okkar árið 10000 ef
tölvukerfin verða ekki orðin hæf til
að taka við fimm stafa ártölum!
Var þúsaldartölvuvandinn
„ekkifrétt aldarinnar“?
Ágúst Úlfar Sigurðsson lítur
til baka til hins alræmda
dags 1.1. 2000
» Þegar 1.1. 2000 rann
upp héldu vaxt-
areikningakerfi bank-
anna áfram að virka og
sömuleiðis flest önnur
lífsnauðsynleg tölvu-
kerfi.
Ágúst Úlfar Sigurðsson
Höfundur er tölvunarfræðingur og
verkefnisstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins.
HÆTTUM öllum fréttum um
eiturlyfjaneyslu flotta fólksins, því
það er fyrirmyndin sem glepur
óharðnaða unglinga.
Stelpur sjá sætar
myndir af sætum
söngkonum í dag-
blöðum, og daglega er
hamrað á eitur-
lyfjaneyslu þeirra.
Myndin alltaf jafn
sæt, frægðin alltaf
jafn sæt. Skilaboðin
til óharðnaðra ung-
linga eru að frægð,
fegurð, peningar,
sukklíf og eitur-
lyfjaneysla sé flottur
pakki.
Stráklingur glamr-
aði á dýran rafmagns-
gítar og sagði, að til
þess að gera flotta
tónlist þyrfti mar-
íúönu. Hvar læra
krakkar að eitthvert
samræmi sé milli
flottrar tónlistar og
eiturlyfja? Kannski úr
blöðunum?
Blaðamenn, vin-
samlega hættið að
eyðileggja uppeldi
unglinga með fréttum
um eiturlyfjaneyslu fyrirmynd-
anna.
Fullorðnir sjá e.t.v. að viðkom-
andi söngkona á í erfiðleikum, en
unglingar sjá það ekki vegna
þroskaskorts síns.
Frægt fólk verður fyrirmyndir,
svo ábyrgð þess er í raun mikil.
Áhrifagjarnir kaupa e.t.v. föt eins
og fyrirmyndin notar, og herma
eftir hegðun hennar. Unglingar
eru að mótast og við mötum þá á
lífsgildum. Það þarf að vanda til
þeirra.
Hvers vegna ekki hafa myndir
af krökkum sem eru að læra á
hljóðfæri og viðtöl við þau? Þús-
undir íslenskra barna standa sig
vel og gætu verið efni í þúsundir
dálksentimetra fyrir blaðamenn
á kaupi.
Mjög gaman að sjá flotta fólk-
ið í blöðunum, og þægilegt fyrir
blaðamenn að lepja upp svona
tilbúið efni, en gæt-
um okkar á að nei-
kvæðu hliðarnar í
lífi fræga fólksins
verði ekki hluti af
ímyndarpakkanum.
Vita blaðamenn ekki
að blöðin hafa áhrif
á lesendur? Líka
slefopnan?
Ekki einu sinni
allir foreldrar geta
verið góð fyrirmynd
Eitt er predikað,
en skilaboðin með
hegðun eru þvert á
það píp. Svo pabbi
og mamma sem
reykja og detta í
það og rífast og
standa ekki við gefin
loforð, eru í raun
ekki hæf sem fyr-
irmyndir. Það er
ekki nóg að segja
foreldrum að setja
reglur, setja börn-
unum reglur, því
sumir foreldrar geta
ekki sett sér sjálfum
heilbrigðar reglur. Þeir sem ekki
geta stjórnað eigin lífi, e.t.v. sí-
fellt í peningaleysi, e.t.v. stefnu-
lausir, e.t.v. ábyrgðarlausir, e.t.v.
ekki sjálfum sér samkvæmir, eru
ekki bestu fyrirmyndirnar. Ung-
lingar freistast til að finna fyr-
irmyndir annars staðar. Hverjar
skyldu þær vera? Hvar skyldu
þær finnast?
Hættum öllum
fréttum um
eiturlyfjaneyslu
flotta fólksins
Guðrún Kristín Magnúsdóttir
biður blaðamenn að hætta að
lepja upp tilbúið efni um frægt
fólk
Guðrún Kristín
Magnúsdóttir
» Óharðnaðir
unglingar
lesa um eitur-
lyfjaneyslu fyr-
irmyndanna og
halda að frægð
og sukklíf sé
flottur pakki.
Höfundur vinnur við vitundarþroska-
menntun og er í doktorsnámi í vitund-
arvísindum.
ÉG nýt þeirrar guðs blessunar
að vera tiltölulega heilbrigð á sál
og líkama. Þeirrar sömu gæfu eru
ekki allir aðnjótandi.
Því miður. Þar á
meðal fólk sem
stendur mér nærri.
Framkoma þeirra
manna sem sitja við
stjórnvöl þessarar
þjóðar, í garð; ör-
yrkja, láglaunafólks
og ellilífeyrisþega,
líkist einna helst hel-
för að þeim sem
minna mega sín, í
mínum huga. Þvílíkt
skeytingar- og virð-
ingarleysi.
Upp í huga mér kemur fyrstur
Pétur Blöndal og ummæli hans í
gegnum tíðina. Mín ósk til hans er
að aldrei muni hann lenda í þeirri
aðstöðu að standa uppi sem öryrki.
Aldrei muni hann standa uppi
slyppur og snauður og þurfa að
beygja sig það lágt að leita sér ásj-
ár í von um æti. Að aldrei, aldrei
muni karlinn eldast það hratt að
hann teljist lögbundinn ellilífeyr-
isþegi.
Félagsmálaráðherra hefur í mín-
um huga í gegnum tíðina verið
baráttukona. Stjórnmálamaður
„litla mannsins“. Það dró þó úr að-
dáun minni á Jóhönnu
þegar mér varð ljóst
að tekjumörk öryrkja
eru 300.000 kr. á ári,
áður en bætur þeirra
skerðast. Ellilífeyr-
isþegar mega afla sér
mun meiri tekna áður
en til skerðinga kemur.
Að mínu mati ættu
mörkin að vera engin.
Við eigum ekki að
refsa fólki fyrir að eld-
ast eða veikjast. Eitt
af loforðum Jóhönnu
fyrir síðustu kosningar
var m.a. að eðlileg hækkun á ör-
orku- og ellilífeyrisbótum væri
50.000 kr. Yrði það henni keppi-
kefli og myndi hún stuðla að
hækkuninni kæmist hún til valda.
Hækkunin nú síðast nam um 4%.
Ekki var staðið við loforðið. Þegar
ekki er staðið við loforð kallast það
einfaldlega svik.
Fátækt er andstyggilegur „Akki-
lesarhæll“ sem elur af sér veikindi,
andleg og líkamleg. Að eiga ekki í
sig og á er hægfara dauðdagi. Má
ég biðja um skjótan, heilbrigða líf-
daga fyrir mig sjálfa, takk.
Það vekur upp hjá mér óhug og
vanmátt að horfa upp á fólk vesl-
ast upp í kringum mig og eru
þessir stjórnarhættir stór liður í
því. Af hverju ekki að leyfa þeim
sem á undan komu að „fara“ með
sæmd? Af hverju ekki að hlúa bet-
ur að þeim sem minna mega sín?
Af einhverri ástæðu dettur mér í
hug:
– um hvað hugsa ráðamenn þeg-
ar þeir leggjast til hvílu að degi
loknum? Eru þeir sáttir við áunnið
dagsverk? Eru draumfarir jafn
ljúfar og þeirra sem ekkert hafa á
samviskunni?
Kvalafullur og
hægfara dauðdagi
Heiða Þórðardóttir skrifar um
málefni öryrkja, láglaunafólks
og ellilífeyrisþega
» Þegar ekki er
staðið við loforð
kallast það einfald-
lega svik.
Heiða Þórðardóttir
Höfundur er verslunarstjóri.
UM ÞESSI mánaðamót var
innsiglaður fullnaðarsigur ör-
yrkja í mikilsverðu mannrétt-
indamáli. Nú er hætt að skerða
bætur til öryrkja ef maki hans
hefur tekjur umfram lágmarks
framfærslukostnað. Loksins lítur
samfélagið svo á að öryrkjar séu
eins og annað fólk, sjálfstæðir
einstaklingar sem þurfi að geta
framfleytt sér.
Þegar Öryrkjabandalagið hóf
baráttu fyrir afnámi tenginga við
tekjur maka fyrir rúmum áratug
síðan fengu fjölmargir innan við
20 þúsund krónur á mánuði af
því að makar þeirra höfðu tekjur.
Hlutskipti þeirra var að leita til
maka síns um framfærslu alla
ævi eða komast undan óréttlæt-
inu með því að staðfesta aldrei
formlega sambúð sína, skilja á
pappírunum eða jafnvel slíta
sambúð. Í stað þess að afnema
þetta augljósa óréttlæti börðust
stjórnvöld fyrir viðhaldi þess, en
voru lögð að velli í sögufrægum
dómi Hæstaréttar. Við það var
dregið úr óréttlætinu, en loks nú
er það afnumið að fullu og öllu.
Afnámið er um leið áfangi í bar-
áttu gegn launamisrétti kynja því
auðvitað voru það að meirihluta
fátækar konur sem voru hýru-
dregnar með þessum fornald-
arviðhorfum.
Breytingin bætir umtalsvert
kjör margra sem munar um það.
Sá stóri hópur sem lagði ör-
yrkjum lið í þessari baráttu á
þakkir skildar. Má þar nefna lög-
fræðing bandalagsins, Ragnar
Aðalsteinsson, siðferðilegan
stuðning Þjóðkirkjunnar við
hjónaband öryrkja og þann skiln-
ing sem kjör öryrkja hafa jafnan
notið á ritstjórn Morgunblaðsins.
Við í ríkisstjórn Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks getum verið
stolt af þessum stóra áfanga um
leið og ljóst er að á næstu mán-
uðum þurfum við að tryggja ör-
yrkjum almennt þær kjarabætur
sem þeir lægst launuðu fengu í
kjarasamningunum.
Helgi Hjörvar
Fullnaðarsigur
öryrkja
Höfundur er alþingismaður Sam-
fylkingar í Reykjavík og öryrki.