Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 36
Vonsvikinn Forsætisráðherra Makedóníu, Nikola Gruevski, var vonsvikinn með niðurstöðu leiðtogafundar Atlantshafsbandalag ÁGREININGUR um nafnið Make- dónía varð til þess að Makedónía fékk ekki aðild að Atlantshafs- bandalaginu á fundi þess í Búk- arest. Fulltrúar landsins á fund- inum gátu ekki leynt vonbrigðum sínum og fullyrða að þessi ákvörð- un auki ekki öryggi á Balk- anskaga. Hvernig getur ágreiningur um nafn komið í veg fyrir að sjálfstætt og fullvalda ríki fái aðild að al- þjóðastofnunum? Til að skilja þetta þarf að skoða sögu landsins. Alexander mikli, sem var uppi á árunum 356-323 f.Kr., var fæddur í Makedóníu þar sem faðir hans var konungur. Svæðið sem til forna var kallað Makedónía nær í dag yfir þrjú ríki, Grikkland (um 51%), Fyrrum Júgóslavíu lýðveldi Makedóníu (um 38%) og Búlgaríu (um 9%). Innan landsins Makedón- íu líta sumir á héraðið Makedóníu, sem tilheyrir Grikklandi, sem her- setið svæði sem eigi í reynd ekki að tilheyra Grikklandi. Þetta er þó ekki hin opinbera stefna stjórn- valda í Makedóníu. Margir Grikkir telja engu að síður að íbúar Makedóníu, sem eru um 2 milljónir talsins, séu haldnir stórveldisdraumum. Nýleg ákvörðun stjórnvalda í Makedóníu að breyta nafni flugvallarins í Skopje í Flugvöllur Alexanders mikla hefur ekki orðið til þess að kæta stjórnvöld í Aþenu. Makedónía hefur í níu ár átt að- ild að umsóknarferli Atlantshafs- bandalagsins og stjórnvöld lands- ins töldu að á leiðtogafundi bandalagsins í Búkarest fengju þeir loks fulla aðild. Grikkir náðu hins vegar að koma í veg fyrir það. Fulltrúar Makedóníu gagnrýndu þessa ákvörðun harðlega og utan- ríkisráðherra landsins gekk út af leiðtogafundinum þegar nið- urstaðan lá fyrir. Makedóníumenn benda á að friður á Balkanskaga sé ótryggur. Þessi ákvörðun Nató bæti ekki ástandið. Hefur pólitískar afleiðingar í Makedóníu Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði miður að ekki skyldi hafa tekist að leysa ágreining Grikkja Hvers vegna má Makedóní ekki heita Makedónía? og Makedóníu um nafn lan „Þetta gæti haft heilmikla tískar afleiðingar í för me Það er líklegt að ríkisstjór ins, sem var búin að veðja inngöngu, verði að víkja. Þ einnig hugsanlegt að Alba Makedóníu, sem eru mjög og hafa átt aðild að ríkisst fari út úr henni.“ Geir sagðist ekki trúa ö að það væri hægt að leysa mál. Hann sagði að Tékka bent á að búið væri að bre á landi þeirra fjórum sinnu ustu 15 árum. 36 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FORVARNARDAGURINN Tilgangur forvarnardags gegnáfengis- og vímuefnaneysluungmenna er að fá fram sjón- armið unglinganna sjálfra og hlusta á skoðanir þeirra og reynslu. Upp- lýsingum er safnað með verkefna- vinnu og umræðuhópum í ráðstefn- ustíl, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í gær. Forvarnadag- urinn var haldinn í fyrradag, þar sem niðurstöður hans fyrir árið í ár voru kynntar, að afloknu setningarávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildar- forseti kernnslufræði- og lýðheislu- deildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöðurnar. Í máli hennar kom fram að greinilegt er að ung- lingar vilja verja meiri tíma með for- eldrum sínum en þeir gera. „Nokkur samhljómur var um það á ráðstefn- unni að viðhorf unglinga væri alls ekki lengur að það sé „hallærislegt að hafa mömmu og pabba með“ enda fái ungmenni í dag líklega fæst nóg af foreldrum sínum. Þeim finnst for- eldrarnir skemmtilegir og vilja verja tíma með þeim,“ segir orðrétt í frá- sögn Morgunblaðsins í gær af For- varnardeginum. Þetta eru vissulega jákvæð og mikilvæg skilaboð frá ungmennun- um, sem eru nemendur 9. bekkjar grunnskóla landsins. Það liggur í augum uppi, að þeim mun betri tíma sem foreldrar gefa sér til samvista við börn sín, þeim mun minni hætta er á því að börnin leiðist út á villi- götur, ekki síst börn á unglingsárum. Það ánægjulega í þessum efnum er hins vegar það, að óskir um auknar samverustundir skuli koma frá ung- lingunum sjálfum. Margir hefðu sennilega getað látið sér detta í hug, að áhuginn á samverustundunum væri meiri af hálfu foreldranna en barnanna. En nú liggur fyrir stað- festing á því að börnin sjálf vilja aukna samveru með foreldrum sínum og fjölskyldu. Helstu svör unglinganna virðast gefa tilefni til bjartsýni og að með sameinuðu átaki fjölskyldna, skóla og íþrótta- og tómstundaráða verði hægt að efla forvarnir enn frekar: Unglingarnir vilja að fjölskyldan borði oftar saman; þeir vilja njóta skipulegra samvinnustunda í faðmi fjölskyldunnar, þar sem er spjallað, spilað, farið í ferðir, eldað, bakað eða bara slappað af, samkvæmt því sem unglingarnir svöruðu þeim spurning- um sem lagðar voru fyrir þá á liðnu hausti. Þeir telja einnig að aukin samvera stuðli að sterkari tengslum og meiri virðingu milli meðlima hennar. Unglingarnir sýndu því einnig áhuga að foreldrar fengjust til þess að draga úr vinnu og að skilja vinn- una eftir þegar heim væri komið. Nú er það foreldranna að leggja við hlustir og forgangsraða þannig í lífi sínu, að samverustundir með börnunum sitji ekki á hakanum, heldur njóti forgangs. Slíkar breyt- ingar, sem fela ekki í sér neinar fórn- ir, heldur breyttar áherslur og örugglega aukna ánægju, gætu án vafa skipt sköpum fyrir ákveðinn hóp unglinga. HÆTTULEGAR SKOÐANIR Það getur verið hættulegt að hafaskoðanir. Reyndar ekki alls staðar, en í sumum löndum getur verið afdrifaríkt að segja skoðun sína. Í fyrradag dæmdi dómstóll í Peking Hu Jia í þriggja og hálfs árs fangelsi á þeirri forsendu að hann skrif hans og ummæli hefðu verið hvatning til niðurrifs. Dómurinn er greinilega til þess ætlaður að þagga niður í Hu, sem hefur verið ötull talsmaður mann- réttinda í Kína. Hann hefur hjálpað alnæmissjúklingum og tekið þátt í gróðursetningu trjáa til að verjast uppblæstri. Hann var handtekinn í desember vegna sex greina sem hann skrifaði og viðtala þar sem hann gagnrýndi kínversk stjórnvöld. Meðal annars lýsti hann því hvernig lögreglan pyntaði tvo einstaklinga sem mót- mæltu þegar heimili þeirra voru gerð upptæk með ólöglegum hætti í Pek- ing. Þessar greinar og viðtöl voru notuð gegn honum í réttarhöldunum. Kínverjar sögðu þegar þeir sóttu um að halda Ólympíuleikana á þessu ári að það myndi stuðla að því að opna landið og efla mannréttindi. At- burðir undanfarnar vikur benda ekki til þess að kínversk stjórnvöld ætli að standa við þessi fyrirheit. Mót- mæli eru barin niður af harðfylgi í Tíbet. Reynt er að þagga niður radd- ir sem hafa óþægilegan boðskap fram að færa. Meðferðin á Hu er ef til vill hálfkák miðað við fyrri tíma en sýnir engu að síður hversu óviss kín- versk stjórnvöld eru í sinni sök. Við undirbúning Ólympíuleikanna, sem hefjast í ágúst, var ráðist í mikl- ar framkvæmdir í Peking. Í þessum framkvæmdum hefur verið gengið nærri gömlum og rótgrónum húsum og hverfum í borginni og mikil menn- ingarverðmæti hafa horfið. Þessar framkvæmdir hafa iðulega verið í óþökk íbúanna sem margir hafa verið þvingaðir til að flytja í úthverfi borg- arinnar og oft í mun lakari híbýli en þeir áttu fyrir. Andóf gegn þessum framkvæmdum hafa stjórnvöld reynt að kveða niður með ýmsum ráðum. Nú nálgast Ólympíuleikarnir og stjórnvöld vilja ekki að blettur falli á glansmyndina. Það hefur hins vegar þveröfug áhrif þegar mótmæli eru kæfð og gagnrýnendum varpað í fangelsi. Kínversk stjórnvöld sóttust eftir að Kína kæmist í sviðsljósið þegar þau föluðust eftir að fá að halda Ól- ympíuleikana, en þau geta ekki ráðið því hvert því er beint. Nú beinist það að Hu Jia og Zeng Jinyan, konu hans, sem hefur einnig gagnrýnt stjórnvöld og situr í stofufangelsi. Hafa leiðtogar kommúnistaflokksins hugrekki til að standa við fyrirheitin um aukin mannréttindi og opnara samfélag? Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Geir H. Haarde forsætis-ráðherra sagði í um-ræðum á leiðtogafundiNató í Búkarest í gær að Íslendingar væru nokkuð undrandi á áherslu Rússa á flug orustuþotna við Ísland. „Okkur finnst skrýtið að Rússar skuli vera senda þess- ar flugvélar inn á okkar yfir- ráðasvæði og engin skýring hefur fengist á þessu.“ Geir sagði að Bretar og fleiri hafi verið að senda þotur á móti rússnesku flugvélunum og til að stugga þeim frá. „Þetta minnir dálítið á gamla daga þegar vélarn- ar frá Keflavíkurflugvelli voru í þessu hlutverki. Við getum hins vegar ekki sagt að þetta sé stór- kostlegt vandamál og þeir eru ekki að brjóta nein lög. En okkur þykir þetta skrýtið og það hefur engin skýring fengist á þessu.“ Rússum stafar ekki ógn af Nató „Ég held að samskipti Rússlands og Nató séu þokkalega góð. Rúss- arnir telja að Nató sé á vissan hátt að þrengja að þeim. Við forystu- menn Nató teljum hins vegar að þetta sé alrangt mat. Það stafar engin ógnun af Atlantshafsbanda- laginu. Innganga nýrra ríkja í bandalagið beinst ekki gegn Rúss- um eða öðrum löndum. Þessi lönd vilja einfaldlega komast í samfélag lýðræðisþjóðanna og friðelskandi landa og telja að þeir séu með því að tryggja sitt framtíð Rússar eru hins vegar vi gagnvart þessu. Ég átti von á miklu harðari við Ræddi flug rús við Ísland á Na Geir H. Haarde telur að þrátt fyrir ýmis ágreiningsmál Hófsamur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við leiðtoga eníu. Sumir áttu von á að hann myndi nota tækifærið og skamma Geir H. Haarde
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.