Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 37
Reuters
afar
sins.
ía
ndsins.
ar póli-
eð sér.
rn lands-
á þessa
Það er
ananir í
g margir,
tjóninni
ðru en
a þetta
ar hefðu
yta nafni
um á síð-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 37
aröryggi.
iðkvæmir
reyndar
ðbrögðum
frá Pútín, forseta Rússlands. Mér
fannst hann á vissan hátt sýna
þessu ákveðinn skilning. Hann
benti hins vegar á að það er fjöld-
inn allur af Rússum sem býr í
Úkraínu. Þeir hafa áhyggjur af
þeim.“
Geir sagði að Rússar hefðu hald-
ið því fram að það væri óþægilegt
fyrir þá að vera með Atlantshafs-
bandalagið á þröskuldinum hjá sér.
Hann benti á að Norðmenn, sem
hafa átt aðild að Nató frá stofnun
bandalagsins, ættu landamæri að
Rússlandi og þeir hefðu ekki ógnað
Rússum á neinn hátt.
Viljum eiga góð
samskipti við Rússa
„Þetta eru breyttir tímar. Rúss-
ar eru stoltir, en þeir skynja
breytta stöðu. Það er mikilvægt að
vera ekki að ögra þeim að óþörfu.
Öll ríkin í Nató, Ísland þar með tal-
ið, vilja og eiga mjög góð samskipti
við Rússa og viðskipti milli land-
anna eru mikil, m.a. með olíu, gas
og fleira.“
Það mætti kannski draga þá
ályktun af stirðum samskiptum
Rússa og Nató að samstarf Nató
og Rússa væri lítið eða ekki neitt.
Geir sagði þetta ekki rétt og benti
á að Pútín hefði mætt á leiðtoga-
fund Nató í Búkarest og tekið þátt
í umræðum í gær. Pútín hefði einn-
ig í gær skrifað undir samning við
Frakkland og Þýskaland sem felur
í sér að Rússar heimila flutning frá
Afganistan til þessara landa, bæði í
lofti og á landi. „Það má segja að í
því felist stuðningur Rússa við það
sem er í gangi í Afganistan af hálfu
þessara landa,“ sagði Geir og benti
á að Rússar hefðu getað hætt við
að gera þennan samning ef þeir
hefðu verið óánægðir með þær
ákvarðanir sem teknar voru á leið-
togafundinum. Þeir hefðu hins veg-
ar ákveðið að gera það ekki.
Rússar eru óánægðir með samn-
ing sem Natóríkin hafa gert um
hefðbundin vopn í Evrópu og þeir
hafa sömuleiðis mótmælt uppsetn-
ingu eldflugakerfis í Póllandi og
Tékklandi. „Það eru auðvitað ýmis
deilumál, en ég held samt að þetta
samband við Nató hafi smám sam-
an verið að styrkjast. Auðvitað vita
Rússar að þeim stafar engin hern-
aðarleg ógn af Nató þó að margt
fólk í því landi hafi verið alið upp
við þá hugsun að Nató beinist gegn
þeim.“
Merkilegur fundur
Þetta er annar leiðtogafundur
Nató sem Geir situr, en hann sótti
líka fundinn í Riga. Geir sagðist
telja fundinn í Búkarest merkilegri
vegna þess að á honum hefðu verið
teknar fleiri stefnumarkandi
ákvarðanir. Þetta er síðasti leið-
togafundur Bush forseta Banda-
ríkjanna, en hann var sá þjóðar-
leiðtogi sem sótti fundinn í
Búkarest sem setið hefur flesta
Nató-fundi.
Geir sagði að leiðtogafundurinn
væri mikilvægur að því að leyti að
á honum hefði nást samkomulag
um stækkun Nató á Balkanskaga
þar sem hefði verið mikil ókyrrð.
„Það er ljóst að eftir því sem fyrr-
um Júgóslavíu-lýðveldum í banda-
laginu fjölgar þeim mun betra er
það fyrir þetta svæði. Albanía, sem
var á síðari hluta 20. aldar eins
konar Norður-Kórea í Evrópu, er
núna búin að uppfylla öll skilyrði til
að komast í þetta bandalag og það
er mjög gott.“
ssneskra flugvéla
ató-fundinum
Nató og Rússa sé samband landsins við bandalagið að styrkjast
Reuters
Nató-ríkja sem fundað hafa í Búkarest í Rúm-
a þá, en hann var hófsamur í orðum.
Búkarest. AP, AFP. | Vladímír Pútín,
fráfarandi Rússlandsforseti, ítrek-
aði í gær andstöðu Rússa við
stækkun Atlantshafsbandalagsins,
NATO, og við áætlanir Banda-
ríkjamanna um uppbyggingu eld-
flaugavarnakerfis í Evrópu. Á
hinn bóginn sagði Pútín að hvorki
Rússar né evrópskir eða banda-
rískir ráðamenn hefðu áhuga á að
hverfa aftur til kalda stríðsins,
enginn hefði hag af slíku skrefi.
Pútín lét þessi orð falla í ávarpi
á leiðtogafundi Atlantshafs-
bandalagsins í Rúmeníu og sagði
að þegar Rússar hefðu dregið her-
lið sitt frá Evrópu eftir hrun Sov-
étríkjanna, hefðu þeir vænst ein-
hvers í staðinn en ekki orðið að
þeirri ósk sinni.
Á fimmtudag lýstu leiðtogar að-
ildarríkjanna yfir stuðningi við
áætlanir Bandaríkjamanna um að
setja upp „eldflaugaskjöld“ í Pól-
landi og Tékklandi en náðu hins
vegar ekki samkomulagi um inn-
göngu Georgíu og Úkraníu í
NATO, þrátt fyrir þrýsting Banda-
ríkjastjórnar. Að sögn AP-
fréttastofunnar voru Þýskaland
og Frakkland í hópi ríkja sem voru
andvíg inngöngunni, m.a. vegna
þess að Rússar gætu litið á hana
sem ögrun.
Rússar telja inngöngu þeirra
þannig mundu ógna öryggi sínu og
sagði Pútín að málið snerist um þá
möguleika sem stækkun hern-
aðarbandalagsins austur á bóginn
að landamærum Rússlands byði
upp á, ekki yfirlýst markmið
stækkunar.
Framlag Rússa til NATO í fram-
tíðinni færi eftir því hvort tekið
yrði tillit til þessara sjónarmiða
þeirra.
„Við viljum að það sé hlustað á
okkur og við viljum sjá lausn
þeirra vandamála sem skilja okk-
ur að,“ sagði forsetinn á fund-
inum.
Þá gagnrýndi Pútín NATO-ríkin
fyrir að ná ekki saman um nýja út-
gáfu samkomulags frá tímum
kalda stríðsins sem felur í sér tak-
mörkun á notkun hergagna í Evr-
ópu.
Útlit fyrir frekari fjölgun
Þrátt fyrir andstöðu Rússa sagði
Jaap de Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri NATO, engan vafa á
að Úkraína og Georgía myndu fá
aðild að bandalaginu á næstunni.
Útlit er fyrir frekari fjölgun því
Albaníu og Króatíu var boðin inn-
ganga, á sama tíma og stjórnvöld-
um í Makedóníu var sett það skil-
yrði, að greitt yrði úr deilunni við
Grikki vegna nafns landsins áður
en aðildarviðræður gætu haldið
áfram.
Pútín þótti nú mildari í máli sínu
en á öryggisráðstefnu í München í
fyrra, þar sem hann gagnrýndi
Bandaríkjamenn fyrir að beita
valdi við að setja niður alþjóðleg
deilumál, og þakkaði nú banda-
rískum stjórnvöldum fyrir að hafa
hlustað á áhyggjur Rússa af fyr-
irhugaðri uppbyggingu eld-
flaugavarnakerfisins.
Hyggst forsetinn ræða það at-
riði á fundi sínum með George W.
Bush Bandaríkjaforseta um
helgina.
Ítrekar andstöðu
Rússa við stækkun
INGIBJÖRG
Sólrún Gísla-
dóttir utanríkis-
ráðherra sagði
erfitt að meta
hversu raunhæfa
möguleika Ís-
land ætti að
komast í örygg-
isráð Sameinuðu
þjóðanna. Hún
ræddi framboðið
við forystumenn sem sóttu fund
Atlantshafsbandalgsins í Búkarest
í Rúmeníu.
Greidd verða atkvæði um fram-
boð í öryggisráðið í október nk.
Ingibjörg Sólrún sagðist ekki
treysta sér til að spá fyrir um líkur
á að Ísland næði kjöri í ráðið.
„Þetta mun ekkert skýrast fyrr
en í sjálfri atkvæðagreiðslunni
vegna þess að þó að við séum kom-
in með heilmikið af loforðum, bæði
munnlegum og skriflegum, þá er
það þannig að maður veit aldrei
hvað það heldur vegna þess að þeg-
ar til kastanna kemur eru það
fastafulltrúarnir í New York sem
greiða atkvæði. Þetta er leynileg
atkvæðagreiðsla og hvað þeir ná-
kvæmlega gera veit enginn,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún sagði að ef Ís-
land yrði kosið í öryggisráðið yrðu
íslensk stjórnvöld að búa sig undir
þetta stóra verkefni. Þetta myndi
kosta heilmikla endurskipulagn-
ingu á utanríkisþjónustu landsins.
Ef við kæmumst ekki í ráðið væri
framboðið engu að síður búið að
skila þeim árangri að málstaður Ís-
lands hefði verið styrktur erlendis.
Ræddi fram-
boð Íslands í
öryggisráðið
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Haldi matvælaverð áframað hækka eru líkur á aðþær breytingar semurðu á neyslumynstrinu
í kjölfar lækkaðs virðisaukaskatts
og afnámi vörugjalda af matvælum
muni ganga til baka og neytendur í
auknum mæli snúa sér að ódýrari
matvælum.
Velta veitinga-
húsanna kann
einnig að
minnka, eftir því
sem neytendur
spara við sig.
Þetta er mat
Emils B. Karls-
sonar, forstöðu-
manns Rann-
sóknaseturs
verslunarinnar við Háskólann á Bif-
röst, sem bendir á veltutölur.
„Það virtist sem að þegar virð-
isaukaskatturinn var lækkaður og
vörugjöld afnumin 1. mars á síðasta
ári hafi fólk jafnvel farið að kaupa
dýrari mat, því veltan jókst umfram
verðlækkanirnar,“ segir Emil. „Á
sama hátt má gera ráð fyrir því að
verði maturinn dýrari fari neytend-
ur að kaupa ódýrari matvæli.“
Emil segir nauðsynlegt að hafa í
huga aðstæður á alþjóðlegum
mörkuðum þegar lögð er fram
gagnrýni á hendur matvöruverslun-
um. Hækkun matvælaverðs hér á
landi hafi verið í takt við hækkanir á
öðrum Norðurlöndum. Hækkanir í
Svíþjóð hafi komið einna mest á
óvart og að ljóst sé að matvöru-
verslunin um allan heim sé að
bregðast við aðstæðum.
„Ástæðan er hækkanir á matvæl-
um á heimsmarkaði. Þetta er svolít-
ið svipað og með bensínið. Alþjóð-
legir hráefniskaupendur hafa
fjárfest í ýmsum hráefnum og veðj-
að á að það þau myndu halda áfram
að hækka, svo sem verð á kornvör-
um og kakói.
Þeir hafa talið tryggara að fjár-
festa í þessum hráefnum heldur en
hlutabréfum, sem hafa farið lækk-
andi. Þetta heldur uppi verðinu og
sérfræðingar sammála um að
neysla á dýrari matvælum sé að
aukast mjög mikið, sérstaklega í
Asíu.“
Emil segir litlar líkur á að versl-
unin færi sér svona ástand í nyt
með því að hækka álagninguna.
„Það er meiri ástæða til að ætla
að verslunin reyni að hækka álagn-
ingu þegar verðlag fer lækkandi.
Tilhneigingin er að verslun taki
frekar á sig hækkanir. Samkeppnin
harðnar ef einhver ætlar að fara að
notfæra sér það að hækka eitthvað
meira, því neytendur fara að velja
ódýrari matvæli þegar hækkanir
eiga sér stað. Það yrði kannski frek-
ar þegar hægir um, að verslunar-
aðilar myndu þá frekar fara að
hækka álagninguna.“
Erlendir aðilar fylgjast með
Emil segir „engan geta sagt til
um“ hver áætla megi að álagningin
sé á matvöru. Hans mat sé að svig-
rúmið til að taka á sig hækkanir um
þessar mundir sé „þröngt“.
„Það er kannski einkum vegna
nýrra kjarasamninga sem komu illa
niður á versluninni, vegna þess að í
verslununum eru láglaunastörf og
það voru þær stéttir sem hækkuðu
mest. Ég tel að það sé mjög erfitt
fyrir verslunina að taka á sig hækk-
anir, þó ekki sé nema út af þessu.“
Inntur eftir því hvort hann telji
að matvælaverð sé nú í upphæðum
og að það versta verði senn yfir-
staðið segir Emil að líkt og með
bensínið sé mjög erfitt að spá.
„Almenna viðhorfið er að þetta
muni standa yfir í nokkurn tíma og
að svo komist á einhvers konar jafn-
vægi og að á seinna hluta ársins
komi þessar hækkanir til með að
ganga til baka, ef svo má að orði
komast.“
Aðspurður um þær spár úr röð-
um stórkaupmanna að matvæla-
verð kunni að hækka um 20 til 30%
vegna þessara aðstæðna segir Emil
að því fari fjarri að allir séu sam-
mála því.
Sé álagning jafn mikil og í veðri
sé látið vaka geti t.d. erlendar ofur-
lágvöruverðsverslanir haslað sér
völl hér.
Hækkanirnar
í takt við
Norðurlöndin
Breytingar á neyslumynstri
matvæla kunna að ganga til baka
Kjarasamningar olía á eld hækkana
Forstöðumaður Rannsóknaseturs
verslunarinnar segir ekki búist
við 20 til 30 prósenta hækkunum
Emil B. Karlsson
Í HNOTSKURN
»Hlutfall innfluttra matvælaer um 25 til 30%.
»Verð á matvöru í mars varum 4% hærra en að með-
altali árið 2006.
»Þá varði meðalfjölskyldanum 44.167 kr. til matarinn-
kaupa á mánuði samkvæmt
neyslukönnun Hagstofunnar.
»Þessi 4% hækkun felur í sérað matarreikningur fjöl-
skyldunnar á mánuði hefur
hækkað um 1.766 kr. í mars sl.
Aukning Þegar virðisaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin 1.
mars á síðasta ári virðist sem fólk hafi farið að kaupa dýrari mat.
Morgunblaðið/Golli