Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 46

Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Gíslasonvar fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson frá Mýrum í Horna- firði, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki og síðar versl- unarstjóri á Seyð- isfirði, og Margrét Arnórsdóttir hús- freyja, fædd að Felli í Kollafirði. Alsystkini Gunnars: Arnór Sig- urður, skipstjóri, f. 1911, d. 1992, Stefán, verslunarmaður, f. 1912, d. 1942, Ragnar Eggerts, skipa- smiður, f. 1915, d.1936 og Hrefna Thoroddsen, húsmóðir, f. 1918, d. 2000. Hálfsystkini Gunnars, börn Gísla og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Fáskrúðsfirði: Margrét Blöndal, húsmóðir, f. 1923, d. 2005, Guð- mundur, bankastarfsmaður, f. 1926, d. 2008, Hólmfríður, tal- símakona, f. 1928, d. 2007 og Að- alsteinn, vélstjóri, f. 1930. Gunnar kvæntist Ragnheiði Mar- gréti Ólafsdóttur á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Foreldrar Ragnheiðar, f. 13.4. 1915, d. 19.2. 1999, voru Ólafur Ágúst Gíslason, stórkaupmaður í Reykjavík, og Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir. Börn Gunnars og Ragnheiðar eru: 1) Stefán Ragnar, f. 28.2. 1945, d. 15.9. 1996, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg, kvæntur Grétu Maríu Bjarnadóttur og eru synir þeirra a) Stefán, sambýlis- kona hans er Pamela Frisch, b) Davíð, í sambúð með Mandy Van Duuren og er dóttir þeirra Selina. Fyrri kona Stefáns var Jónína Bjarnadóttir og eignuðust þau tvö börn, a) Gunnar, kvæntur Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, börn Árni, c) Margrét, d) Aldís Rut. Frá sex ára aldri ólst Gunnar upp hjá afa sínum sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal og seinni konu hans Ragnheiði Eggertsdóttur. Hann lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1943 og vígðist sama ár sóknarprestur að Glaumbæ í Skagafirði. Hann var skipaður prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi árið 1977 og þessum störfum gegndi hann til ársins 1982 er honum var veitt lausn frá embætti prófasts og sóknarprests Glaumbæjarprestakalls, en þjón- aði áfram Barðssókn í Fljótum, til 1984. Sr. Gunnar var varaþingmað- ur Skagfirðinga fyrir Sjálfstæð- isflokkinn frá 1954-56. Hann sat á Alþingi um skeið árin 1955 og 1957, og var þingmaður Norður- landskjördæmis vestra samfellt frá 1959 til 1974. Hann sat á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 1965 og í bankaráði Búnaðarbanka Ís- lands frá 1969-85. Gunnar gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Skagafirði. M.a. sat hann í hreppsnefnd Seylu- hrepps frá 1946-86, var sýslunefnd- armaður 1984-1988, í stjórn Varmahlíðar frá 1947-73, í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga 1947-81 og var formaður þess frá 1961-1981 og heiðursfélagi. Hann var í stjórn Byggðasafns Skagfirð- inga frá 1948-86 og formaður Karlakórsins Heimis í tæp tíu ár á árunum 1954-65. Hann var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda (1945) og var í stjórn fé- lagsins frá 1951-75 og heið- ursfélagi þess. Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap og hafði af því mikla ánægju. Árið 1983 fluttu Gunnar og Ragnheiður frá Glaumbæ og bjuggu þau í Varmahlíð síðustu ár- in. Útför sr. Gunnars fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag . og hefst athöfnin klukkan 11. þeirra eru Íris Björk, Stefán Rafn og Agnes Ösp. b) Gunnlaug Margrét, f. 10.8. 1965, d. 10.1. 1969. 2) Gunnar, f. 27.6. 1946, hæstarétt- arlögmaður, aðstoð- arvegamálastjóri Reykjavík. Kona hans er Þórdís Elín Jóels- dóttir myndlist- armaður. Börn þeirra: a) Gunnar, kona hans er Barbara Björnsdóttir, börn þeirra eru Eiður Rafn og Sara Sunneva, b) Helga Kristín, c) Arn- ór, sambýliskona hans er Berglind Ósk Guðmundsdóttir og sonur þeirra er Róbert Leó. 3) Ólafur, f. 18.4. 1950, deild- arstjóri í Reykjavík. Hann var kvæntur Ásdísi L. Rafnsdóttur skrifstofumanni, þau skildu. Börn þeirra: a) Ragnheiður Margrét, b) Davíð Örn, kvæntur Hjördísi Við- arsdóttur og eru börn þeirra Viðar Snær, Dagur Kári og Arna Katrín. 4) Arnór, f. 19.7. 1951, bóndi í Glaumbæ II, kvæntur Ragnheiði G. Sövik kennara, og eru synir þeirra a) Óskar, b) Atli Gunnar. 5) Mar- grét, f. 17.7. 1952, kennari í Garða- bæ, var gift Eiríki Tómassyni fram- kvæmdastjóra, þau skildu. Synir þeirra eru: a) Heiðar Hrafn, börn hans og Ástríðar J. Guðmunds- dóttur eru Róshildur, Margrét Ás- laug, og Eiríkur Þór. b) Tómas Þór, í sambúð með Sonju Björk Elías- dóttur og börn þeirra eru Sandra Ýrr, Elísa Sól og Lúkas Nói. c) Gunnlaugur, í sambúð með Helgu Jakobsdóttur, d) Gunnar, 6) Gísli, f. 5.1. 1957, sóknarprestur í Glaumbæ. Kona hans er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, sjúkra- liði og bóndi. Börn þeirra eru: a) Gunnar, b) Þorbergur, sambýlis- kona hans er Birna Valdimars- dóttir og sonur þeirra Valdimar Ég sit hér á stjörnubjörtu kvöldi og minnist tengdaföður míns Gunn- ars Gíslasonar með virðingu og þakklæti. Samferð okkar er orðin rétt 26 ár og hefur verið gjöfull tími fyrir mig. Varla leið sá dagur að Gunnar kæmi ekki í Glaumbæ til að líta á búskapinn og mörg voru handtökin hans við sauðburð og fjárrag. Var hann þá með stafinn á lofti til að stugga fénu þangað sem það átti að fara. Ég sá hann líka nota þennan staf til að verjast brjálaða hananum mínum, sem hann hélt að vísu alltaf fram að væri mesta gæðablóð. Já, aðstoð hans var ómetanleg. Börnin okkar nutu góðs af þessum heimsóknum og er það dýrmætt fyrir börn að fá að alast upp með afa og ömmu í nálægðinni. Í Varmahlíð, þar sem þau Gunn- ar og Ragnheiður höfðu búið sér fallegt heimili, ræktaði hann garð- inn sinn, gróðursetti tré, plantaði sumarblómum og gaf fuglunum, jafnt sumar sem vetur. Hann var ánægður þegar ég sagði honum að nýir húseigendur héldu þeim góða sið. Þegar Ragnheiður fór út á vinnu- markaðinn tók Gunnar til við að elda og var maturinn hjá honum sérlega góður, allt frá kalkún að fiskibollum og tala börnin oft um þær með fortíðarþrá. Ég bíð enn eftir að þessir matreiðsluhæfileikar erfist í næstu kynslóð. Já, mörg voru börnin búin að dvelja í sveitinni hjá afa og ömmu. Skemmtilegar sögur eru af sam- skiptum í kringum verkin og læt ég eina fylgja hér með. Sonarsonur frá Lúxemborg var í heimsókn og átti að sækja kýrnar. Afi sagði honum að segja bara hott, hott, þegar hann kæmi að þeim. Leið og beið og ekki komu kýrnar. Loks kom drengurinn og sagði nið- urlútur: „Afi, hvað átti ég aftur að segja við kýrnar?“ Þetta fannst honum Gunnari skemmtilegt. Árin liðu og heilsu Ragnheiðar hrakaði og kom að því að hún gat ekki lengur búið heima. Öllum sem fylgdust með var ljóst að Gunnar sýndi einstaka umhyggju og alúð. Fór nær daglega til hennar og eftir lát hennar hélt hann heimsóknum áfram á Dvalarheimilið og las þar fyrir fólkið og stytti því stundir. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um Gunnar og kom að því að hann gat ekki lengur búið einn heima. Flutti hann þá á Dvalar- heimilið á Sauðárkróki, þar sem hann dvaldi síðustu árin. Þar fannst honum gott að vera í öryggi, nálægt samferðamönnum sínum. Alveg fram að andláti gat hann rætt við fólkið sitt. Hann kvaddi á fallegum degi og fylgjum við honum síðasta spölinn á fæðingardegi hans. Hvíld- in var honum kærkomin, hinsta hvílan er við hlið eiginkonunnar, sem stóð ávallt sem klettur við hlið hans. Ég kveð og þakka fyrir sam- veru okkar. Farðu í Guðs friði. Þuríður. Föstudaginn langa lagði ég í ferð með foreldrum mínum norður í Skagafjörð til að heimsækja afa minn. Við höfðum frétt að hann væri kominn með lungnabólgu og væri mjög veikur. Ég hef búið er- lendis síðustu ár og hafði því ekki náð að heimsækja hann lengi, en ég fann á mér að ég yrði að fara þessa ferð. Pabbi hafði varað mig við því að mér myndi bregða þegar ég sæi hann. Hann hafði rétt fyrir sér. Hruma og veika mannveran sem lá þarna í sjúkrarúminu var aðeins skugginn af manninum sem ég þekkti þegar ég var að alast upp. Það var eins og það væri gripið fast um hjartað í mér og ég þurfti að taka á öllu mínu til að tárast ekki. Afi var ekki maður margorður um sínar tilfinningar, en þó vissi ég alltaf að honum þótti vænt um mig eins og öll sín barnabörn, það var í tóninum á röddinni hans þegar hann sagði „Helga mín“ og ég bara vissi. Þar sem ég sat við rúmið fann ég sterka löngun til að koma við hann, leggja mína hönd á hans, láta hann finna að mér þætti vænt um hann. Afi var ekki mikið fyrir að flíka til- finningum sínum, hann var sterkur karakter sem fólk bar virðingu fyr- ir en að sama skapi góður maður sem þótti vænt um fólk. Hann var þó ekki mikið fyrir að sýna það, við áttum bara að vita það. Þessi ein- falda athöfn krafðist því heilmikils hugrekkis af minni hálfu, bara það að rétta út höndina og snerta hans. Mér leið eins og ég þyrfti að brjót- ast í gegnum ósýnilegan „ekki snerta“-múr sem ég hafði líklegast sjálf búið til sem barn í huga mín- um, enda alltaf borið óttablandna virðingu fyrir honum. Þar sem ég strauk létt um hönd hans langaði mig til að geta stýrt allri orkunni og tilfinningunum, öllum góðu minningunum frá heimsóknum okk- ar í sveitina á sumrin, inn í þennan gamla líkama, orku sem gæti deyft hans sársauka og mína sorg. Hann átti erfitt með að tala en gat þó spurt mig hvað ég væri nú að haf- ast að, hvernig ég hefði það. Það var gott að vita að hann vissi enn hver ég var, að hugur hans væri enn með okkur. Ég svaraði, reyndi að vera létt í máli og segja aðeins frá mínu lífi, en það er erfitt að reyna að „spjalla“ þegar verið er að tala við manneskju sem á ekki langt eftir. Það var svo margt sem ég vildi segja en orðin köfnuðu með kökk í hálsi. Þegar kom að kveðjustund þá Gunnar Gíslason ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist í Álftagerði í Seylu- hreppi 10. febrúar 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Arnfríður Halldórsdóttir f. í Álftagerði og Ólaf- ur Sigfússon bóndi f. í Hringey í Vall- hólmi. Herdís var þriðja í röð fjögurra alsystkina, sem voru, auk hennar, Sigríður, Björn og Sigrún, öll látin, en auk þess átti Herdís fjögur hálfsystk- ini; Ólafíu, Sesselíu, Hjalta Eym- kona hans er Pálína Sigurð- ardóttir, hárgreiðslukona. Þau eiga soninn Stefán en fyrir átti hún soninn Sigurð Pál Pálsson. Herdís er söngkona að mennt, gift Kusse Soka Gignarta, flugmanni. Þau eiga dótturina Margréti Ólöfu. Herdís ólst upp og dvaldi í Álftagerði fram yfir tvítugt en flutti þá til Reykjavíkur. Þar stundaði hún m.a. fiskvinnu og ýmis þjónustustörf, auk húsmóð- urstarfa. Árið 1946 keyptu þau Stefán Brennigerði í Borgarsveit, þar sem þau bjuggu með Margréti dóttur sinni, þar til þau brugðu búi 1971 en dvöldust eftir það hjá dóttur sinni og tengdasyni allt til þess að þau fluttu á Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki árið 2004. Útför Herdísar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ann og Eggert og er Hjalti einn þeirra á lífi. Herdís giftist árið 1936 Stefáni Stef- ánssyni f. 14.10. 1908, d. 1.8. 2004. Þau eignuðust tvö börn, Braga f. 1936, sem dó rúmlega sex mánaða gamall, og Margréti, sem er bóndi og síðar starfs- maður Vegagerð- arinnar á Sauð- árkróki, f. 1942, maki Álfur Ketilsson, fyrrv. skrif- stofustjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Börn þeirra eru tvö: Stef- án og Herdís. Stefán starfar hjá Landsbanka Íslands, sambýlis- Dísa í Brennigerði er flogin í faðm látinna ástvina. Búin að þrá vista- skiptin allt frá því að Stebbi hennar kvaddi fyrir tæpum fjórum árum en kvartaði þó aldrei. Sagðist þó ekki skilja í Skaparanum „en tíminn er víst ekki kominn ennþá“. Níutíu og sjö ár eru þó óneitanlega hár aldur og oft hefur maður velt því fyrir sér hvaða eðlisþættir valdi langlífi öðrum frem- ur. Þeirri spurningu er ósvarað en hjá Dísu var það örugglega létta lundin og sönggleðin, ásamt fullvissunni um góðar móttökur hinum megin þegar kallið kæmi. Hræðsla við dauðann var henni alla tíð víðsfjarri. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast Dísu fyrir tengdamóður og búa undir sama þaki og hún í meira en þrjá áratugi. Það er því ekkert und- arlegt að minningarnar sæki fast á og haldi huganum föngnum. Nokkrar skulu hér nefndar: Dísa var einstaklega óeigingjörn og hugsaði seinast af öllu um sjálfa sig. Aðrir voru alltaf í fyrirrúmi. Hún var sívinnandi og lék sér að því að hafa tvö og jafnvel þrjú verk með höndum í einu. Þegar þannig lá á Dísu fór þó nokkuð fyrir henni og varð þá Stebba, bónda hennar, stundum að orði: „Það er straumur á Dísu núna.“ Hagsýn var hún fram í fingurgóma og reikningsglögg í betra lagi, en hag- sýninni var fyrst og fremst beitt til þess að geta gefið meira því að gjaf- mildin var henni í blóð borin og sann- aðist þar sem oftar hið fornkveðna að „sælla er að gefa en þiggja“. Þennan eðlisþátt þurfti Dísa ekki lengra að sækja en til móður sinnar, Arnfríðar í Álftagerði, sem var þekkt að gjafmildi og góðsemi. Dísa var hispurslaus í orðum og sagði það sem henni bjó í brjósti og ætlaði ekki öðrum nema hið sama og hnjóðsyrði voru henni fjarri. Þar voru þau hjón, Herdís og Stefán, samstiga eins og í mörgu öðru því að sambúð þeirra var innileg og náin. Komin yfir nírætt og lent í horninu hjá dóttur sinni sátu þau gjarnan saman á bekk og héldust í hendur, þegjandi. Það var hrífandi sjón. En söngurinn er sá þáttur, sem lengst lifir í minningunni um Herdísi. Hann tók hún með sér frá Álftagerði, þessu rótgróna söngheimili, sem óm- aði þar frá morgni til kvölds. Í Víði- mýrarkirkju sungu þær systurnar þrjár frá Álftagerði og því var það, þegar karlakórinn Heimir var stofn- aður, að sr. Hallgrímur í Glaumbæ spurði í einlægni: „Og voru Álftagerð- issystur ekki þar?“ Söngurinn fylgdi þeim Brennigerð- ishjónum næstum til leiðarloka og þá fyrst naut Dísa sín virkilega þegar góða gesti bar að garði. Í söngveislum og afmælum var Dísa líka hrókur alls fagnaðar og ég get ekki stillt mig um að nefna, að Dísa í Brennigerði var ekki fyrst til þess að kveðja á slíkum stundum. Þá var hægt að fara beint í fjósið. Dísa var síðustu fjögur árin á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki og fékk þar hina bestu umönnun, sem við í fjölskyldunni þökkum innilega fyrir. Ég kveð Dísu, tengdamóður mína, með ómældum þökkum fyrir vináttu og fórnfýsi og geri ávarpsorð Stebba bónda hennar að mínum: „Hafðu far- arheill.“ Álfur Ketilsson. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar góðu og yndislegu stund- irnar í gegnum árin. Það voru forrétt- indi að geta alist upp með ömmu og afa á þriggja kynslóða heimili og við vorum lánsöm að geta haft þig og afa heitinn í svona langan tíma. Tónlist skipaði stóran sess í lífi ömmu og við minnumst skemmtilegra tíma í Brennigerði þegar afi spilaði á orgelið og hún söng með gestunum. Þegar allir voru búnir að syngja fór hún að taka til kaffið og þar var ekk- ert til sparað, allt það besta borið fram. Við minnumst ömmu fyrir hennar mörgu mannkosti sem okkur verða enn ljósari með aldrinum. Hún var mjög iðjusöm, glaðlynd, gjafmild og óeigingjörn. Við minnumst orða hennar þegar hún sagði: „Ekkert er nógu gott fyrir barnabörnin mín.“ Amma ætlaðist aldrei til neins af öðr- um en vildi gera allt fyrir alla. Þegar við lítum til baka þá höfum við visku og kærleika í farteskinu sem hún miðlaði til okkar. Eftir að afi dó fyrir tæpum fjórum árum var alltaf sár söknuður í hjarta ömmu. Þau voru búin að vera saman í rúmlega 70 ár. Samband þeirra var fallegt og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru. Aldrei minnumst við þess að styggð- arorð hafi farið þeirra á milli. Nú vit- um við að amma og afi hvíla saman í dýrðarfaðmi Guðs. Elsku amma, við höfum frá svo mörgu að segja en látum þessi orð nægja. Að lokum þökkum við þér fyr- ir allt það sem þú varst okkur. Þín barnabörn Herdís og Stefán. Brennigerði – Dísa – Stebbi. Þessi þrjú nöfn eru samofin í minn- ingunum sem leita á hugann nú, þeg- ar bæði Dísa og Stebbi eru farin héð- an í ferðina sem að lokum bíður okkar allra. Þau bjuggu í Brennigerði í meira en hálfa öld og hvaða bæjarnafn gat passað þeirra búskap betur; hann frá Brenniborg og hún frá Álftagerði. Vinnusemi og ósérhlífni voru eig- inleikar sem bæði Dísa og Stebbi voru gædd í ríkum mæli og þannig unnu þau saman við uppbygginguna í Brennigerði og síðan við búskapinn þar alla tíð. Í Brennigerði áttu þau fallegt, glaðvært og snyrtilegt heimili þar sem gott var að koma og gott að vera, bæði fyrir menn og dýr. Þeirra hjónabandi og lífshlaupi má líkja við óvenju vel samstilltan dúett Herdís Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.