Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 47
hélt afi þéttingsfast í hönd pabba
þegar hann var að kveðja, eins og
hann vildi ekki sleppa takinu. Hann
vissi án efa að þetta yrði í síðasta
sinn sem hann sæi son sinn og
áreiðanlega margt sem hann vildi
segja, en gat ekki sagt. Kannski
þessi snerting hafi sagt meira en
mörg orð, það getur aðeins pabbi
vitað. Þegar ég kyssti afa bless þá
sagði ég honum að mér þætti vænt
um hann. Ég hafði aldrei sagt það
við hann áður, hafði bara ekki þor-
að það, við vorum ekki vön að tjá
tilfinningar við hvort annað, en á
þessari stundu virtist það vera það
eina sem var eftir að segja. Ég er
svo glöð að hafa fengið tækifæri til
að segja þessi orð við hann, það er
aldrei of seint að segja fólki að þér
þyki vænt um það. Bless afi minn,
takk fyrir allt. Hvíl í friði.
Helga Kristín.
Elsku afi. Þá hefur þú fengið
hvíldina eftir langa bið.
Minningarnar sem ég á um þig
og ömmu eru ófáar. Það var alltaf
ótrúlega gaman að koma í heim-
sókn til ykkar á Laugaveginn og fá
að kúra í stóra rúminu ykkar og
hlusta á ömmu lesa Disney-bæk-
urnar fyrir mann. Ég man líka hvað
mér fannst alltaf magnað að sjá
þegar þú varst að prjóna ullarsokka
eða laga þá, hélt að karlmenn gætu
sko ekki gert svona. Og fiskiboll-
urnar þínar voru bestu fiskibollur
sem hægt var að fá!
Þegar þú varst orðinn slappur og
varst farinn á dvalarheimilið þá
brást það ekki að í hvert skipti sem
ég fór í klippingu eða litun þá tókst
þú alltaf eftir því, sama hvað breyt-
ingin var smávægileg. Þegar ég var
yngri kenndir þú mér að spila kas-
ínu og varst alltaf til í að spila við
mig. Það voru ótrúlega góðar
stundir.
Bílferðirnar milli Glaumbæjar og
Varmahlíðar eru líka eftiminnileg-
ar. Áður en lagt var af stað gáðir
þú alltaf hvort beltin væru nú ekki
alveg örugglega spennt og svo var
lagt í hann. Á leiðinni þuldir þú upp
bæjarnöfnin fyrir okkur og á end-
anum vorum við orðin svo klár að
við kunnum öll bæjarnöfnin utan
að.
Þegar ég var yngri og í grunn-
skóla var oft minnst á þig og ég
varð alltaf jafn stolt af því að þú
værir afi minn og ég sparaði það
sko ekki að láta alla vita af því.
Það síðasta sem þú spurðir mig
að var hvort ég væri nú ekki komin
í háskóla, ég sagði að það væri nú
ekki alveg komið að því en stefnan
væri sko sett þangað. Þú hafðir
alltaf trú á manni og ég er þér mjög
þakklát fyrir það.
Takk fyrir að ég hafi fengið að
ganga í gegnum part af mínu lífi
með þér.
Afi minn, hvíldu í friði og megi
Guð geyma þig.
Aldís Rut Gísladóttir.
Kæri afi. Með þessum orðum vilj-
um við kveðja þig í hinsta sinn. Það
sem við eigum eftir eru kærar
minningar um góð sumur hjá þér
og ömmu í Glaumbæ. Þar var gott
að vera og vorum við barnabörnin
alltaf velkomin til ykkar. Við vorum
svo heppin að kynnast lífinu í sveit-
inni. Fyrir okkur sem ólumst upp í
sjávarplássi var þetta ómetanleg
reynsla sem við búum að alla ævi.
Það eru örugglega ekki margir sem
hafa látið afa sinn kenna sér að
prjóna, það sýnir vel hversu fjöl-
hæfur maður þú varst. Við fundum
vel hvað þú varst mikils metinn og
virtur í samfélaginu. Yfirleitt var
hringt í afa áður en lagt var af stað
norður og lögð inn pöntun hvað átti
að vera í matinn um kvöldið er við
kæmum. Oft var það kjötsúpa,
lambalæri eða fiskibollur en afi
gerði bestu kjötsúpu í heim að okk-
ar mati.
Þegar við vorum í sveitinni hjá
afa og ömmu þá voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum með afa frá
Varmahlíð út í Glaumbæ og til baka
með viðkomu í fjósinu eða gefa
lömbunum. Mikið var spjallað en afi
var alltaf til í að ræða við okkur
barnabörnin um hina ýmsu hluti.
Þótt stoppunum í Varmahlíð hafi
fækkað er við fórum að eldast var
hugurinn oft hjá þér afi okkar og
minningarnar sem við eigum um
þig og ömmu munu lifa um ókomna
tíð í hjörtum okkar.
Heiðar Hrafn, Tómas
Þór, Gunnlaugur,
Gunnar og fjölskyldur.
Er ég minnist frænda míns síra
Gunnars Gíslasonar koma upp í
hugann myndir liðinna daga og ára.
Hann var af húnvetnskum og aust-
firskum ættum. Ungur að árum
missti hann móður sína og var hon-
um þá komið fyrir hjá móðurafa
sínum séra Arnóri Árnasyni í
Hvammi í Laxárdal í Skagafirði en
þar átti hann æskuár sín.
Við séra Gunnar vorum systra-
synir og áttu því leiðir okkar eftir
að liggja saman í áranna rás. Hann
var tíður gestur á heimili foreldra
minna á Sauðárkróki og hygg ég að
móðir mín hafi látið sér jafn annt
um hann og sín eigin börn. Fljótt
kom í ljós dugnaður hans og ár-
vekni til allra starfa. Séra Gunnar
varð stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri. Hann var mikill náms-
maður í skóla og jafnan með bestu
einkunnir. Síðan lá leið hans í Há-
skóla Íslands þar sem hann settist í
guðfræðideild. Þaðan lauk hann
guðfræðiprófi árið 1943. Sama ár
sótti hann um Glaumbæjarpresta-
kall í Skagafirði. Hlaut hann kosn-
ingu eftir allharða kosningabaráttu
eins og títt var á þeim árum. Sama
ár vígðist hann sem sóknarprestur
og settist að í Glaumbæ. Séra
Gunnar varð brátt vinsæll meðal
sóknarbarna sinna. Hann samlag-
aðist þeim og tók þátt í lífi þeirra
og starfi. Hann þótti góður ræðu-
maður og vann prestverk sín af trú-
mennsku. Prófastsstörfum gegndi
hann um skeið. Um árabil þjónaði
hann Barðssókn í Fljótum og mátu
Fljótamenn prestsstörf hans mikils.
Hann gekk ungur í raðir sjálfstæð-
ismanna. Á stúdentsárum sínum
tók hann þátt stúdentapólitíkinni og
sat í stúdentaráði Háskóla Íslands
og var formaður Vöku um tveggja
ára skeið. Hann var kjörinn vara-
þingmaður Skagfirðinga fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og sat á Alþingi um
tíma. Síðar varð hann þingmaður
Norðurlandskjördæmis vestra.
Séra Gunnar beitti sér fyrir mörg-
um málum á þingi, einkum þeim er
vörðuðu landbúnaðarmál og málefni
hinna dreifðu byggða. Heima í hér-
aði tók hann ríkan þátt í félagsmál-
um, sat í hreppsnefnd, sýslunefnd
og í stjórn Varmahlíðar. Hann var
mikill áhugamaður um skógrækt,
sat í stjórn Skógræktarfélags Skag-
firðinga og var formaður félagsins
um árabil. Nokkrum árum eftir að
hann tók við prestsstarfi í
Glaumbæ var Byggðasafnið stofn-
að. Sat hann löngum í stjórn safns-
ins. Séra Gunnar var söngvinn og
gekk snemma í Karlakórinn Heimi
og var formaður kórsins um tíu ára
bil. Búskap stundaði hann lengst af
samhliða prestsstörfum. Séra
Gunnar var meðalmaður á vöxt,
fríður sýnum og vakti hvarvetna at-
hygli á mannfundum. Um langt
skeið átti hann við mikla vanheilsu
að stríða. Hann lét af prestsskap
1982 og flutti hann þá til Varma-
hlíðar ásamt konu sinni. Síðustu ár
ævi sinnar dvaldi hann á sjúkra-
deild Heilbrigðisstofnunarinnar á
Sauðárkróki þar sem hann lést há-
aldraður saddur lífdaga. Hann er
kvaddur frá Glaumbæjarkirkju af
sóknarbörnum sínum, ættingjum og
vinum er sakna mikilhæfs sam-
ferðamanns á langri leið. En minn-
ingin um hann lifir heið og björt.
Að lokum þessara fátæklegu orða
minna votta ég frændfólki mínu
samúð svo og venslafólki þess. Guð
blessi minningu hans.
Árni Sigurðsson.
Skagafjörðurinn er falleg sveit
,,skrauti búinn, fagurgjörður“ og
gott er mannlífið sem þar dafnar,
fullt af glaðværð og hlýrri gæsku.
Þessu fékk ég að kynnast á sínum
tíma, þá um tvítugsaldur, og hafði
ráðist svo að ég tók að mér að vinna
á skurðgröfu fyrir Búnaðarsam-
band Skagfirðinga. Vinnufélagi
minn var Gunnar Gunnarson frá
Glaumbæ, skólabróðir úr mennta-
skóla, kær og náinn vinur. Þessar
aðstæður réðu því að ég varð
heimagangur hjá foreldrum hans í
Glaumbæ, séra Gunnari Gíslasyni
og Ragnheiði Ólafsdóttur og síðar á
heimili þeirra á Laugarnesveginum
í Reykjavík. Og svo vel var mér
tekið af þessum heiðurhjónum frá
fyrsta degi að mér hefur jafnan síð-
an fundist ég vera einn af fjölskyld-
unni. Ég skildi síðar að kynni mín
af þessu heimili höfðu ríkari og
sterkari áhrif á mig en ég gerði
mér grein fyrir þá.
Umhyggja og hlýja í allra garð
merkti viðmót og framgöngu og
einhvern veginn var allt í svo
öruggum höndum, traust og
áhyggjulaust. Ég skynjaði þessa
gulltryggu viðmiðun bestu gilda
sem komu svo ríkulega fram í öllu
sem sagt var og gert. Ég skynjaði
heiðarleika og sanngirni í hverju
orði og hverri gjörð, virðingu fyrir
stöðu og sjónarmiðum samferða-
manna og réttsýni í þeirra garð í
einu og öllu. Væri á einhvern hallað
í umræðunni var málstaður hans
varinn og færður til betri vegar.
Það var ætíð stutt í gáska og
græskulaust gaman og næmi fyrir
því spaugilega í mannlífinu og
söngur og gleði helgaði góðar
stundir. Einlæg og trygg var líka
samhygðin við samfélag fólksins í
sveitinni og birtist í fórnfúsri þakk-
argjörð þar sem enginn lá á liði
sínu. Allt í yfirvegun og jafnvægi,
hégómalaust og án tilgerðar.
Ég sé séra Gunnar fyrir mér,
bóndann og náttúrubarnið einlæga,
mitt í önninni á fallegum sumar-
degi, vinnuklæddan með axlabönd í
skagfirskri sól og brakandi þerri.
Orðfár í hversdeginum en viðmótið
traust og hlýtt.
Ég sé hann líka í kirkjunni sinni í
Glaumbæ, prestinn ástsæla í virðu-
legri og fallegri þjónustu við helgan
málstað.
Ég man líka þingmanninn góða í
snarpri og rökfastri orðræðu á
stjórnmálafundi í kjördæminu sínu
fyrir norðan.
Þau hjónin Ragnheiður og séra
Gunnar voru einstakar manneskjur
og það er eitt af stóru þakkarefnum
lífsins að hafa átt með þeim samleið
og eignast vináttu þeirra og trúnað.
Samhent og einhuga stýrðu þau búi
sínu af rausn og myndarskap og
veganestið sem þau gáfu börnum
sínum var gert af öllum bestu gild-
um lífsins. Þau enda öll strangheið-
arlegt sómafólk sem unnið hefur vel
úr sínu með góðri menntun og hef-
ur þegar skilað samfélagi sínu
giftudrjúgu og góðu lífsstarfi hvert
á sínu sviði.
Við hjónin vottum þeim og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar. Sr.
Gunnar verður lagður til hinstu
hvílu við hlið konu sinnar í kirkju-
garðinum í Glaumbæ. Fögur er lýs-
ing skáldsins Hannesar Pétursson-
ar á sveitinni fríðu sem var
lífsvettvangur séra Gunnars.
Gullbúinn himinvagn kvöldsins
er horfinn við eyjar í þögul grunn.
Fjörðurinn lognblár og landið
lögzt til værðar með munn við munn.
Hestar að nasla á votum völlum.
Vinnulúnir menn
sofa í ró, fá heilnæma hvíld
undir herðabreiðum fjöllum.
Guð blessi minningu drengsins
góða og mæta.
Megi hann hvíla í friði í faðmi
landsins sem hann unni og helgaði
krafta sína alla.
Jón Þorsteinsson, Sigríður
Anna Þórðardóttir.
tveggja radda í söng, þar sem Dísa
var hin leiðandi sterka sópranrödd og
Stebbi hin trausta og nauðsynlega
bassarödd. Hvor röddin um sig hafði
sjálfstæðan hljóm, en saman hljóm-
uðu þær enn betur. Þannig unnu Dísa
og Stebbi saman í sterkum samhljómi
alla tíð.
Við urðum með tímanum allmörg,
aðkomubörnin, sem vorum eitt eða
fleiri sumur í Brennigerði. Í sumum
tilvikum tvær kynslóðir, því við sem
eldri erum vildum gjarna að börnin
okkar fengju að upplifa sveitina okkar
líka. Þannig höfum við og fjölskyldur
okkar tengst Brennigerðisfólkinu
órjúfanlegum vináttuböndum, sem
áfram eru jafn traust þótt kynslóða-
skipti hafi orðið í Brennigerði.
Sumarbörnunum öllum var Dísa
sem góð og umhyggjusöm móðir.
Hún hafði alltaf lag á því að finna fyrir
okkur verkefni við hæfi og láta okkur
líða vel. Rigningardagar voru gjarnan
notaðir til að baka hafrakex, sem var
uppáhald okkar allra. Þá fannst okkk-
ur vera hátíð á bænum.
Dísa í Brennigerði stóð fyrir einu
gestrisnasta heimili sem við höfum
kynnst fyrr og síðar, enda voru þeir
dagar fáir sem ekki bar einhverja
gesti að garði. Matseld og bakstur lék
í höndunum á henni og allt bragðaðist
vel sem hún bjó til. Jafnvel matvandir
kaupstaðakrakkar í sumardvöl átu
fljótlega allan Brennigerðismat með
bestu lyst. Slátrið, bæði nýtt og súrt,
var líka (og er reyndar enn) ljúffengt
og betra í Brennigerði en annars
staðar.
En Dísa vann ekki bara í eldhúsinu
í Brennigerði, því auk þess gekk hún í
flest önnur bústörf bæði úti og inni
eftir þörfum. Hún var hörkudugleg til
allra verka, ósérhlífin, vandvirk og af-
kastamikil. Var gaman að vinna með
henni ekki síður en með Stebba og
læra af þeim báðum vinnubrögð,
verklag og dugnað.
Við útiverk gaf Dísa fílhraustum
karlmönnum lítið eftir. Krafturinn
var svo mikill og áhuginn að láta verk-
in ganga hratt og vel, að allir hrifust
með.
Við sumarkrakkarnir lærðum
þarna að leggja okkur fram og að
finna ánægjuna eftir gott dagsverk.
Oftar en ekki gátum við svo reiknað
með einhverjum gestum um kvöldið
og söng við orgelið. Þá var gaman að
vera til og syngja með, hvort sem það
var í sópran eða bassa. Þegar augn-
lokin voru farin að síga hjá okkur
krökkunum gaf Dísa okkur spenvolga
nýmjólk og hafrakex. Svo fengum við
heita vatnsflösku í ullarsokk til að
hafa með út í kofa til að ylja okkur á
undir sænginni meðan við vorum að
sofna. Elsku Dísa. Við vitum að þú
hlakkaðir til að hitta Stebba aftur og
trúðir því að svo yrði. Megi ómurinn
af röddum ykkar halda áfram að
hljóma saman yfir Brennigerði.
Björn Már Ólafsson, Ólafur Már
Björnsson, Hjalti Már Björnsson
og fjölskyldur.
Á annan áratug er liðið síðan Her-
dís og Stefán í Brennigerði voru á
ferð í bænum, þá um áttrætt, og komu
í heimsókn. Stefán heilsaði með orð-
unum: Eins og stendur er ég rúinn
öllum fjöðrum og lifi eins og lús á öðr-
um. Tónninn var sleginn, íbúðin lýst-
ist upp og þau Herdís fylltu hana af
hlýju og stemmningu. Við hjón böð-
uðum okkur í birtunni og nutum
hvers andartaks. Fáa ef nokkurn hef
ég þekkt sem kunnu þessa list betur
en þau.
Herdísi og Stefán, mér er ómögu-
legt að tala um þau nema bæði í einu,
þekkti ég nánast frá því ég man eftir
mér, fyrst í Reykjavík og síðan í
Brennigerði, þó að samfundir væru
fáir lengi vel. Þegar ég og fjölskylda
mín flutti í Skagafjörðinn árið 1971
var fyrsta tækifæri notað til að fara í
Brennigerði og móttökurnar voru lík-
astar því að týndi sonurinn væri kom-
inn heim (með fjölskyldu).
Utanfrá séð var Brennigerði venju-
leg bújörð, með kýr, hesta og kindur,
þar sem þess var sýnilega gætt að
skepnunum liði vel. Innanstokks ríkti
svo eitthvert það andrúmsloft sem
laðaði gesti og gangandi að heimilinu;
jákvæðni, rausnarskapur og upplífg-
andi samræður. Þar var Herdís í ess-
inu sínu. Með tímanum gerðist það að
yngri hjónin, Margrét og Álfur,
byggðu við íbúðarhúsið þannig að
hreint augnayndi var að. Fegrun
þeirra utanstokks var ekki síðri, auk
þess sem Álfur hefur lagt grunn að
mikilli skógrækt á jörðinni.
Þarna voru þau Herdís og Stefán
borin á örmum Margrétar og Álfs og
barna þeirra og nutu þess að sjá
hvernig lífsstarf þeirra hélt áfram að
bera ríkulegan ávöxt en með nýjum
áherslum í takt við nýja tíma. Mætti
sem flestum hlotnast slíkt hlutskipti.
Herdís og Stefán í Brennigerði
sóttust ekki eftir athygli. Þau skiluðu
hins vegar ævistarfi sínu með þeim
hætti að ljóma stafar af. Þegar að er
gáð eru engir þeir kvarðar til sem
unnt er að bera heimilið við, einungis
tilfinning þeirra sem hafa kynnst því.
Ég flyt aðstandendum Herdísar
innilegar þakkar- og samúðarkveðjur
okkar hjóna.
Matthías Eggertsson.
Við andlát Dísu í Brennigerði fyllist
hugurinn af minningum og myndum
frá löngu liðnum tíma er við áttum
saman heimili við Hjallaveg í Reykja-
vík. Hún ung kona í blóma lífsins en
ég strákpatti á árunum 7-11 ára.
Þessi ár bjuggum við í sama húsinu,
nánast sömu íbúð, en Dísa var gift
föðurbróður mínum Stefáni. Í húsinu
okkar voru tvær tveggja herbergja
u.þ.b. 40 m² íbúðir með sameiginleg-
um inngangi, þvottahúsi og snyrt-
ingu. Um tíma vorum við alls tíu í
þessu húsi, nú er mér sagt að búi
þarna ein kona. Samvera okkar þenn-
an tíma var afar góð og nákomin og
finnst mér eins og eldhúsið hennar
hafi verið jafn tíður viðkomustaður
minn og okkar eldhús. Oft og iðulega
bjuggu hjá henni næturgestir, fólk að
norðan, frændur, sveitungar og vinir.
Alla tíð var Dísa hin hressa og káta
húsmóðir sem fagnaði gestum sínum
af einstökum innileik og undi með
þeim löngum stundum við söng og
spilavist í stofunni sinni sem alltaf var
hrein og fín og vel pússuð. Dísa var
grannvaxin og í meðallagi á hæð með
slétt skollitað hár, hún var létt á fæti,
kvik og snögg í hreyfingum, lengst af
við góða heilsu en þó kom í ljós löngu
síðar að annar fótur hennar var veru-
lega styttri en hinn og gæti hafa or-
sakað skekkju í baki sem hún varð að
búa við mörg hin síðari árin og hefur
það efalaust háð henni við vinnu þótt
ekki væri hún að kvarta. Hressileiki
og glaðværð voru ríkir þættir í henn-
ar eðli, hún bjó yfir þessari tæru og
innilegu lífsgleði sem virtist eins og
hafin yfir allan tíma, og smitaði svo
ríkulega til þeirra er nærri voru.
Hlátur hennar, hár og bjartur, gat
svo sannarlega hrifið nærstadda upp
úr hversdagsleikanum. Er þau Dísa
og Stebbi fluttu aftur til Skagafjarð-
ar, eftir að hafa dvalist, að mestu, í
Reykjavík rúman áratug, hófst nýr
kafli í lífi hennar, þá tók við að reisa
heimili á nýjum slóðum og gerast
landnemar í Brennigerði. Fá ár liðu
þar til þau gátu flutt í bráðabirgða-
húshluta en reistu síðan vandað og
gott íbúðarhús ásamt útihúsum. Dísa
var vinnusöm, sívakandi yfir velferð
heimilisins og dró ekki af sér, gat ver-
ið áhlaupamanneskja til vinnu, meðan
þrek og heilsa leyfði, þótt mörg væru
verkin þung á höndum. Hún var rík af
jákvæðu hugarfari og unni sveit sinni
og héraði, gladdist innilega yfir al-
mennum framförum svo og velgengni
annarra. Sönggleði var henni í blóð
borin, hún hafði háa og bjarta rödd og
yndi af að syngja. Oft settu þau Stef-
án upp konsert í Brennigerði þegar
gesti bar að garði og voru ósínk á tíma
sinn ef svo bar undir, hefur það efa-
laust glatt hennar góða hjarta þegar
ömmustelpan hún Herdís yngri fór að
stunda söngnám. Dísa hafði jafnan
bjartsýni að leiðarljósi og gerði mikl-
ar kröfur til sjálfrar sín. Gestrisni
hennar og þeirra hjóna var með af-
brigðum og verður mér orða vant að
lýsa henni til hlítar. Margar voru
ferðirnar í Brennigerði gegnum árin
og jafnan fannst mér viðtökurnar eins
og húsráðendum fyndist ég úr helju
heimtur. Nokkur síðustu árin dvaldi
Dísa á Heilbrigðisstofnun Skaga-
fjarðar og lenti oft í slæmum hremm-
ingum vegna sýkinga sem lyf virtust
illa vinna á, en þótt hún sýndist einn
daginn rétt vera á förum var hún
næsta dag komin á fætur og farin að
taka í spil með hinu fólkinu, hlæjandi
að vanda.
Að leiðarlokum kveðjum við, ég og
fjölskylda mín, Dísu í Brennigerði
með þakklæti. Minning hennar mun
lengi lifa í huga okkar.
Sigurður Sigurðsson.