Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.04.2008, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hrefna Magn-úsdóttir fæddist í Litla-Dal í Djúpa- dal í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði 3. mars 1920. Hún lést á heimili sínu í Fremri-Hundadal í Dalasýslu 25. mars síðastliðinn. Hrefna var dóttir Snæ- bjargar Sigríðar Aðalmundardóttur húsfreyju í Litla- Dal, síðar í Lund- argötu 2 á Ak- ureyri, f. 26. apríl 1896, d. 27. mars 1989, og Magnúsar Jóns Árnasonar járnsmíðameistara og bónda í Litla-Dal, síðar á Lund- argötu 2 á Akureyri, f. 18. júní 1891, d. 24. mars 1959. Alsystkini Hrefnu eru fjögur og eru öll á lífi, þau eru: 1) Þorgerður, f. 1922, maki Ingólfur Sigurðsson, f. 1922, búa á Akureyri; 2) Guðný, f. 1923, maki Sigurgeir Hall- dórsson, f. 1921, búa á Öng- ulsstöðum í Eyjafjarðarsveit; 3) Guðrún, f. 1924, maki Bragi Jóns- son, f. 1926, d. 2006, hún býr í Reykjavík; 4) Aðalmundur Jón, f. 1925, maki Hilke Jakob, f. 1941, búa í Reykjavík. Hálfsystkini Hrefnu sem voru börn Magnúsar Jóns og Helgu Árnadóttur, f. 1890, d. 1975, eru öll látin. Þau voru 1) Hildigunnur, f. 1915, d. 1994, maki Helgi Hálfdánarson, f. 1901, d. 1980 ; 2) Ragnheiður, f. 1917, d. 1941; 3) Árni, f. 1918, d. 1983, fyrri kona var Inga Dóra Jónsdóttir, f. 1920, og seinni kona var Aldís Björnsdóttir, f. 1934; 4) Aðalsteinn, f. 1920, d. 1990, fyrri kona hans var Árný Bjarnadóttir, fræðingur, f. 1947, maki er Hall- dóra Guðmundsdóttir sjúkraliði, f. 1950, þau búa á Seltjarnarnesi. Synir þeirra eru a) Bjartmar, f. 1977, maki Jóna Erlendsdóttir, f. 1975, sonur þeirra er Kristján Helgi, f. 2007. Sonur Jónu og Pét- urs Magnússonar, f. 1968, er Magnús Pétursson, f. 1999; og b) Grétar, f. 1980, maki Maria Laura Doru, f. 1985. 3) Jónína Þórdís vagnstjóri í Reykjavík, f. 1948. Dætur Jónínu og fyrrverandi manns hennar, Jóhannesar Jó- hannssonar bónda á Silfrastöðum í Skagafirði, f. 1949, eru a) Helga Fanney, f. 1970, maki Karl Johan Hårberg, f. 1969; og b) Hrefna, f. 1975, maki er Johan Vilhelm Holst, f. 1973, börn þeirra eru Jan Eskil, f. 2005, og Iðunn, f. 2007. 4) Benjamín Garðar heimilislæknir, f. 1950, maki Ólöf Anna Stein- grímsdóttir sjúkraþjálfari og vís- indamaður, f. 1957. Dætur þeirra eru María, f. 1989, og Sigrún, f. 1992. Þau búa í Noregi. 5) Fanney Hildur geðsjúkraliði, f. 1953, maki er Bert Y. Sjögren starfs- maður við Háskólann í Lundi, f. 1949, og búa þau í Lundi í Sví- þjóð. a) Bjartmar Freyr, f. 1973, er sonur Fanneyjar af fyrra hjónabandi með Arnari Geirdal málarameistara í Mosfellsbæ, f. 1951. Synir Fanneyjar og Berts eru: b) Benjamín Hrafn, f. 1985, c) Símon Yngve, f. 1986, og d) Lúkas Fannar, f. 1991. 6) Hrefna Sigríð- ur þjóðfræðingur og kennari, f. 1958, maki er Aðalsteinn Jónsson kerfisfræðingur, f. 1959. Þau búa á Kjalarnesi. Börn þeirra eru a) Magnús Jón, f. 1984, unnusta Lovísa Lára Halldórsdóttir, f. 1987; b) Jökull Sindri, f. 1988, unnusta María Dögg Arnars- dóttir, f. 1991; c) Sunnefa Hildur, f. 1992, unnusti hennar er Róbert Magnússon, f. 1990; og d) Jón Bjartmar, f. 1994. Barnabörn Hrefnu og Bjartmars eru 18 en barnabarnabörn eru sex og eitt á leiðinni (í ágúst). Hrefna gekk í barnaskóla á Hrafnagili og stundaði nám við húsmæðraskólann á Syðra- Laugalandi veturinn 1937-1938, fyrsta starfsár skólans. Hrefna kenndi handavinnu við barna- skólann á Steinsstöðum í Skaga- firði og síðar við barnaskólann á Syðra-Laugalandi. Hún var sím- stöðvarstjóri á Mælifelli um ára- bil og var í stjórn kvenfélags Lýt- ingsstaðahrepps og formaður þess um skeið. Einnig tók hún virkan þátt í starfi kvenfélagsins í Öngulsstaðahreppi. Hrefna var mikil áhugamanneskja um skóg- rækt og hvers kyns garðrækt. Handverk ýmiskonar og lestur góðra bóka var hennar hjartans áhugamál. Hrefna hefur einnig unnið mikið og gott starf í gegn- um tíðina sem prestsfrú og hús- freyja, á gestkvæmum heimilum þeirra prestshjóna. Hrefna og Bjartmar hófu búskap sinn á Mælifelli í Skagafirði en þangað vígðist Bjartmar sem prestur árið 1946. Hrefna og Bjartmar fluttu árið 1968 að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði þar sem Bjartmar þjón- aði sem prestur í 18 ár eða til árs- ins 1986 þegar hann lét af störf- um. Árið 1986 byggðu þau hjónin sér hús, í landi Hóls í sömu sveit, í félagi við Jónínu dóttur sína og nefndu bæinn Álfabrekku. Eftir að sr. Bjartmar lést bjuggu Hrefna og Jónína í Álfabrekku til ársins 1993 en fluttu þá til Reykjavíkur. Frá árinu 1996 bjó Hrefna hjá Snæbjörgu dóttur sinni til dánardægurs. Hrefna verður jarðsungin frá Munkaþverárkirku í Eyjafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 1923, d. 1957, en seinni kona hans var Sveinbjörg Páls- dóttir, f. 1918, d. 1987; 5) Freygerður, f. 1933, d. 2007, maki Jóhann Bjarmi Sím- onarson, f. 1931, d. 1996. Hrefna giftist hinn 9. október 1943 sr. Bjartmari Kristjáns- syni frá Ytri- Tjörnum i Öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði, f. 14. apríl 1915, d. 20. september 1990. Hann var sonur hjónanna Fann- eyjar Friðriksdóttur húsfreyju, f. 6. janúar 1881, d. 13. ágúst 1955, og Kristjáns Helga Benjamíns- sonar bónda og hreppstjóra á Ytri-Tjörnum, f. 24. október 1866, d. 10. janúar 1956. Börn, tengda- börn, barnabörn og barna- barnabörn Hrefnu og Bjartmars eru: 1) Snæbjörg Rósa bóndi og handverkskona, f. 1945, maki Ólafur Ragnarsson bóndi, f. 1938, og búa þau í Fremri-Hundadal í Dalasýslu. Dætur Snæbjargar með fyrri manni sínum, Gunnari Thorsteinsyni vagnstjóra í Reykjavík, f. 1944, eru: a) Hrefna, f. 1968, maki Pétur Viðarsson, f. 1967, þau eiga tvær dætur, Ás- laugu, f. 1997, og Snæbjörgu 1999; og b) Sigríður Perla, f. 1970. Börn Snæbjargar og Ólafs eru: c) Málfríður Kristín, f. 1974, maki Jóhannes Guðjónsson, f. 1962. dóttir þeirra er Snæfríður Lára, f. 2005; og d) Ragnar Gísli, f. 1976, maki Sigurdís Elísa Lilja Sigursteinsdóttir, f. 1979. 2) Kristján Helgi fjarskiptaverk- Elsku fallega mamma mín! Ég veit vart hvar ég á að byrja en það er svo ótal margt sem ég á þér að þakka. Ég hef lengi kviðið þessari kveðju- stund, margoft dreymt hana en svo vaknað að morgni við mikinn létti að þetta var bara draumur. En núna verður það ekki svo. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér og nú get ég ekki lengur beðið þig ráða ef ég þarf. Þú varst alltaf reiðubúin að gera þitt besta til að hjálpa til. Þrátt fyrir slæma liðagigt lék allt í höndunum á þér og ekkert handverk né önnur verkefni skyldi frá þér fara nema þú værir fullkomlega sátt. Allt sem þú gerðir hvort sem það var handavinn- an, blómaræktin eða ást þín og um- hyggja fyrir fólkinu þínu, allt var það gert af einlægni, þolinmæði og óbil- andi ást. Þú hafðir unun af fagurri tónlist og ferðalögum. Þú varst mjög fróðleiksfús, varst sífellt með bók eða blað í hönd, allavega fróðleikur um menn og málefni, þjóðfræði og sögu, svo eitthvað sé nefnt, allt vakti áhuga þinn. Frá þér og pabba hef ég eflaust þennan óbilandi áhuga minn á þjóð- fræðináminu og fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Elsku mamma og pabbi, nú hafið þið hist á ný eftir langan aðskilnað, allar sjúkdómþrautir að baki og til- veran björt. Þetta var það sem þú þráðir lengi, mamma, að fá að fara. Óskin þín rættist eftir stutta sjúk- dómslegu heima í rúminu þínu um- vafin fjölskyldunni. Það hjálpar okk- ur í sorginni. Hafið hjartans þökk fyrir allt. Hrefna Sigríður. „Svo vel var hann af guði gerður að úr honum hefði mátt gera marga menn.“ Þessi mannlýsing á Jóni Ög- mundssyni biskupi var réttilega heimfærð á föðurbróður minn látinn og gæti einnig hæglega átt við tengdamóður mína. Hrefna ólst upp í glöðum hópi, þar sem leikir voru hafðir í hávegum. Mest hélt hún upp á að spila fótbolta með heimagerðum belg af skinni og heyi. Í þá daga var algengt að börn færu ung að heiman og Hrefna minntist sorgar samfara því að fara tíu ára í sína fyrstu vist. Vistirnar urðu margar, því draumurinn var að vinna sér fyrir æðra námi. Meðal annars réð hún sig, unglingurinn, í vinnu sunnan heiða og hjólaði innst úr Eyjafirði til Borgarfjarðar. Þetta var erfitt ferðalag, en í hennar huga var launaójafnræðið verra, því hún þurfti að sætta sig við að fá mun lægri laun en karlar sem unnu svipuð störf. Áform um langskólanám stöðvuðust því miður af lágum launum, heims- styrjöld og öðrum ytri aðstæðum. Hrefna var þó vel menntuð kona, sem sótti þekkingu og fróðleik með ötulli sjálfsmenntun. Hæst stóð kunnátta hennar á sviði náttúrufræða. Hún var einnig ljóðelsk og leitaði oft gleði þangað. Á heimili þeirra Bjartmars var fjölbreytt lesefni innan fagurbók- mennta, heimspeki, og ýmissa ann- arra fræða. Bækur þessar voru ítrek- að teknar fram og þaullesnar, og stöku sinnum læddi Hrefna að mér bók til eignar. Meðal annars gaf hún mér bækur um Helen Keller og Ólaf- íu Jóhannsdóttur með þeim orðum að þetta væru baráttukonur sem hún hefði dáðst að. Gjafir hennar tengd- ust umræðum okkar um jafnréttis- mál, og hlutskipti þeirra sem verða undir í samfélaginu. Hrefna lifði heilbrigðu lífi og reykti aldrei. Hún hlaut þó þau örlög að fá liðagigt á sínum yngri árum, sem stórskemmdi liði og líffærakerfi. Þrátt fyrir verki og hreyfihömlun hélt hún þó jákvæðni sinni, styrk og framsýni til æviloka. Atorkuseminni hélt hún líka og var sjaldan iðjulaus. Nær níræðu og búin að missa báða fætur bað hún okkur um að færa sér handavinnu því hún gæti ennþá nýtt sér sjónina. Að hendurnar væru bæði krepptar og máttvana var aukaatriði í því sambandi. Hrefna naut þess að ferðast. Átt- ræð kom hún ein með flugi til Parísar og Nice, til að ferðast með okkur um Evrópu og upplifa drauma sína um að sjá Sigurbogann, Eiffelturninn og fara í parísarhjól á bakka Signu. „Í þennan vil ég fara,“ sagði hún þegar hún sá glæsilegan rússíbana, og skellihló síðan alla ferð rússíbanans. Glaðværðin, sem svo oft fylgdi henni, var líka til staðar þar. Við fyrstu kynni laðaðist ég að ró- semi og þolgæði Hrefnu. Síðar kynnt- ist ég kjarki hennar, dugnaði og glað- værð. Hún var okkur Benjamín góður félagi, og dætrum okkar vinur og leiðbeinandi. Hún kenndi þeim á spil og klukku. Hún kenndi þeim að lesa, teikna, sauma og mála. Hún kenndi þeim bænir og góða siði. Hrefna var sátt við að kveðja. Hún var fullviss um að hitta Bjartmar á ný, en hún saknaði hans sárt. Hún kvaddi okkur á heimili sínu, með að- standendur við hlið sér. Þannig hafði hún óskað sér þess. Við minnumst hennar með aðdáun og virðingu. Ólöf Anna Steingrímsdóttir. Tengdamóðir mín, Hrefna Magn- úsdóttir, var stórkostleg manneskja. Því geta aðrir sagt nánar frá, en ég vil hafa nokkur orð. Það fyrsta sem kemur til hugar er baráttugleðin, lífsgleðin, þar sem hún þurfti að berjast við margt á efri ár- um, án þess að hafa orð á því eða láta það trufla verulega það sem hún tók sér fyrir hendur. Við nánari umhugsun finnst mér standa upp úr hvað hún var einstak- lega ljúf, það er leitun að slíkri gæsku. Það endurspeglast í afkom- endum hennar, sem eru afskaplega gott fólk. Hrefna var barn Eyjafjarðar, þótt Skagafjörður væri henni ákaflega hugleikinn eftir margra ára dvöl hennar og séra Bjartmars Kristjáns- sonar á Mælifelli, þar sem börn þeirra ólust upp. Af því tilefni vil ég fara hér með vísu góðs vinar, Brynj- ólfs Ingvarssonar, sem Hrefna og Bjartmar gætu tekið undir: Sitt af hverju séð hef ég, sit og hugsa um farinn veg. Alltaf finnst mér yndisleg eyfirzk dýrð að vori. Sunnangola sér og mér sætan ilm að vitum ber. Vinir koma. Vetur fer. Von í hverju spori. (Brynjólfur Ingvarsson) Aðalsteinn Jónsson. Hún amma mín er ein merkileg- asta manneskja sem ég hef þekkt. Aldrei sá ég hana öðruvísi en rólega og yfirvegaða. Ef hún skipti skapi þá varð þess enginn var, enda hefði hún aldrei látið það bitna á nokkrum manni þó eitthvað bjátaði á hjá henni og hún hugsaði alltaf um aðra á und- an sjálfri sér. Hún hafði svo góða nærveru, allstaðar þar sem amma var, myndaðist notalegt andrúmsloft. Þolinmæði hennar og æðruleysi virtist mér stundum takmarkalaust. Ævi hennar var ekki alltaf auðveld en hún kvartaði aldrei yfir nokkrum hlut, ekki einu sinni veikindum sínum sem með tíð og tíma tóku af henni meiri toll en margir hefðu getað horfst í augu við. Hún hélt alltaf áfram og gafst aldrei upp. Það er eitt mitt mesta lán í lífinu að hafa fengið að vera hjá ömmu í upp- vextinum sem og á fullorðinsárum. Amma gaf sér tíma fyrir okkur barnabörnin sem hún hafði kannski ekki alltaf fyrir sín eigin börn vegna annríkis og var það henni alltaf mikil eftirsjá. Á þeim árum var hún venju- lega síðust í háttinn og fyrst á fætur. Stundum vann hún allar nætur því þá fannst henni tíminn nýtast sér best og þar að auki fannst henni alveg yndislegt að fylgjast með þegar sólin kom upp í Skagafirðinum og fuglarn- ir hófu upp raust sína. Það var eitt af fjölmörgu sem amma kenndi mér; að meta litina og fjölbreytnina í landslaginu, gróðurinn og dýralífið, allt þetta fagra sem er í kringum okkur á hverjum degi en við tökum ekki endilega eftir. Af henni lærði ég líka að vinna verk mín vel og samviskusamlega. Hún setti okkur barnabörnunum fyrir ákveðin verk sem við áttum að sinna og ég heyri enn í eyrum mér þegar hún sagði okkur að „margar hendur vinna létt verk“ og „illu er best aflokið“. Hjá ömmu var ég umvafin ást og öryggi sem byggði mig meira upp en margir fá skilið. Alltaf beið amma með eitthvað gott í gogginn þegar við systurnar komum heim úr skólanum og settist hjá okkur og spjallaði við okkur. Við gátum talað tímunum saman og eftir því sem ég eltist skildi ég æ betur margt af því sem amma hafði þurft að takast á við um ævina. Eitt af því sem hana tók sárast var þegar hún þurfti að yfirgefa sinn ást- kæra Litla-Dal og fjölskylduna sína þar þegar hún var ekki nema 10 ára gömul. Eldri dóttir mín er nú jafn- gömul og amma var þá og ég tárast alltaf þegar ég hugsa um ömmu sem litla telpu sem í einu vetfangi missti heimilisöryggið og nánast allt sem henni þótti vænt um og þurfti að byrja að vinna fyrir sér hjá ókunnug- um. Lengi vel gat hún ekki talað um þetta, minningin var of sár. Hún átti aldrei eftir að búa með foreldrum sín- um og systkinum í Litla-Dal framar. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér, endalausa ást þína og umhyggju, þú varst alltaf mín aðalfyrirmynd í lífinu. Heil mannsævi er nú liðin hjá og þú ert komin þangað sem þig var farið að dreyma um. Fyrir okkur sem eftir er- um er veröldin tómlegri staður en ég veit að ég hitti þig aftur þegar mín eigin ferð tekur enda. Ég elska þig, amma mín. Þín Hrefna G. Ég vil heiðra minningu ömmu minnar Hrefnu með mínum bestu minningum af henni. Það var áður en langvinn veikindi byrjuðu að há henni og hún varð bundin við hjólastól. Það var þegar ég var um 6 ára aldurinn og var mikið í Álfabrekku, þar sem hún og Bjartmar afi áttu heima. Man ég best eftir því þegar ég vaknaði á morgnana og morgunsólin skein inn um eldhúsgluggann þar sem útvarpið sem var fast stillt á Rás 1 var í gluggakistunni. Amma hafði mikinn áhuga á garð- yrkju og stundaði hana í Álfabrekku meðan heilsa hennar leyfði. Einnig bakaði hún frábærar bollur og fátt var betra en þær með kakói. Þó sorg- legt sé um þessar mundir getum við þó þakkað fyrir það að hún dó á frið- sælan máta heima hjá sér í faðmi fjöl- skyldunnar. Ég þakka þér elsku amma fyrir samverustundirnar okk- ar. Magnús Jón. Elsku amma. Mikið er tómlegt núna þegar engin amma er. Ég er samt svo ánægð fyrir þína hönd, loksins orðin frjáls, verkjalaus og farin að hlaupa um á ný við hlið afa. Ég, Hrefna systir og Helga frænka dvöldum oft hjá ykkur afa þegar við vorum yngri en minnisstæðastur er mér tíminn þegar við vorum á aldr- inum 10-12 ára og höfðum okkar hlut- verki að gegna í heimilisstörfunum. Eitt þeirra var að vaska upp eftir kvöldmat og það leiðinlegasta var að þurrka enda mátti iðulega heyra kall- að: „pant’ ekki þurrka“ og strax á eft- ir kom „pant’ ekki sópa“, „pant’ ganga frá“ en í augum okkar stelpn- anna voru þetta óskráð lög sem ekki var hróflað við. Eins þrifum við fyrir þig og sentumst hitt og þetta. Fyrir 10 ára krakka eru heimilisstörf ekki það skemmtilegasta en við komumst ekki upp með neitt múður (sem að- allega kom frá mér) og þegar ég hugsa til baka þá kenndir þú okkur að vinna verkin vel og síðast en ekki síst ábyrgðartilfinningu og fyrir það hef ég alltaf verið þér óendanlega þakk- lát. Þú varst alla tíð svo sterk og æðru- laus. Tókst öllu með jafnaðargeði og kvartaðir aldrei. Ég gleymi því ekki þegar þú misstir annan fótinn. Í stað þess að kalla á hjúkrunarfræðinga til hjálpar, þá reyndirðu að koma þér á öðrum fæti inn á klósett aðeins um 4 dögum eftir aðgerð. Þær fengu sjokk þegar þær komu að þér en þú svar- aðir bara því til að þú yrðir að læra að bjarga þér sjálf. Þetta lýsti þér mjög vel. Þú hafðir unun af að ferðast og meðan heilsan leyfði fórstu stundum til Fanneyjar frænku í Svíþjóð og Hrefna Magnúsdóttir til elskulegrar föðursystur Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) (Höf. ókunnur) Með þökk fyrir allt. Auður, Sævar og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.