Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 50

Morgunblaðið - 05.04.2008, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir Vil-hjálmsson fædd- ist á sjúkrahúsi Eg- ilsstaða 1. mars 1960. Hann lést af slysförum 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Vil- hjálmur Magn- ússon, f. 31. júlí 1937, d. 18. janúar 1998, frá Jórvík- urhjáleigu, og Odd- rún Valborg Sig- urðardóttir, f. 3. janúar 1928, frá Vallanesi. Birgir er einn af níu bræðrum sem eru upp taldir hér í aldursröð: Sigurður Klausen, f. 24. nóvember 1950, búsettur á Egilsstöðum, Jónatan Klausen, f. 10. júní 1953, d. 6. desember 1967, Emil Thoroddsen, f. 26. desember 1957, búsettur í Reykjavík, Magn- ús Már Vilhjálmsson, f. 11. nóv- ember 1958, búsettur í Kópavogi, drengur f. 11. nóvember 1958, dá- inn sama dag, Snæbjörn Ómar Vilhjálmsson, f. 1. mars 1961, bú- settur á Djúpavogi, Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson, f. 31. desem- ber 1966, d. 22. mars 2008, Jón- atan Fjalar Vilhjálmsson, f. 10. október 1971, búsettur í Hafna- firði. Þann 25. maí 1976 hóf Birg- ir sambúð með Jóhönnu Birnu virkjun. Eftir það vann hann hjá Jóni Hlíðdal ehf., en árið 2000 hóf Birgir að vinna sjálfstætt við vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Árið 2004 eignaðist hann, ásamt Birnu konu sinni, vöruflutningafyrirtækið Að- alflutninga og með dugnaði og elju byggðu þau upp fyrirtækið. Um mitt ár 2007 seldu Birgir og Birna Aðalflutninga. Birgir var mikill fjölskyldumaður, ein- staklega barngóður og eignaðist stóran og traustan vinahóp í gegnum leik og starf. Birgir sótti mikið í náttúruna og félagsstörf hans tengdust oftar en ekki úti- vist og ferðalögum. Veiði- mennska, björgunarsveitarstörf, fjalla-, hesta-, göngu- og sjóferðir eru dæmi það. Birgir var mikill keppnis- og íþróttamaður og spil- aði körfubolta með ÚÍA og Hetti í fjölda ára. Hann var virkur í fé- lagsmálum og stoltur AA félagi og vann óeigingjarnt starf fyrir SÁÁ samtökin. Birgir og Birna voru ávallt búsett á Egilsstöðum og er heimili þeirra að Reynivöll- um 12. Birgir var alltaf ein- staklega stoltur af heimabyggð sinni og studdi rausnarlega við íþrótta- og menningarstarf á Austurlandi þar á meðal má nefna hestaíþróttir, knattspyrnu, hand- knattleik, torfæru, golf og tón- leikahald. Birgir verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 12. Sigbjörnsdóttur, f. 15. september 1960, foreldrar hennar eru Sigbjörn Sigurðsson, f. 20. október 1931, frá Fögruhlíð, og Þórlaug Jónsdóttir, f. 21. desember 1934, d. 17. febrúar 2008, frá Möðrudal. Börn Birgis og Birnu eru: 1) Sesselía, f. 9. októ- ber 1976, í sambúð með Ragnari Fjalari Sævarssyni, búsett í Svíþjóð, og eiga þau eina dóttur, Ragnheiði Birnu, og hann soninn Sakarías Nóa Fjalar, 2) Jónatan Logi, f. 10. júní 1981, í sambúð með Valdísi Valgeirs- dóttur, búsett í Danmörku, 3) Sig- björn Þór, f. 14. október 1983, bú- settur í Danmörku, 4) Heiðrún Brynja, f. 6. desember 1986, í sambúð með Örvari Ásmundssyni, búsett í Reykjanesbæ. Birgir fór snemma að vinna og aðeins 13 ára gamall var hann farinn að vinna við sorphirðu á Egilsstöðum og í framhaldi sem fjósamaður á sveitabýlinu Búbót. 16 ára gamall fór hann að vinna hjá Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans. Þá vann Birgir hjá Raf- magnsveitu Ríkisins í 17 ár og á þeim tíma lærði hann rafveitu- Elsku pabbi. Ég trúi því varla að ég sitji hér og skrifi þessar línur. Mér finnst þetta svo ósanngjarnt og við hafa átt eftir að gera svo ótrúlega margt saman. Nú síðast um páskahelgina áttum við saman öll fjölskyldan svo ynd- islega helgi þar sem þú varst alltaf að segja okkur hvað þú værir stoltur af okkur og elskaðir mikið. Það er svo ótrúlegt og svo sárt til þessa að hugsa að þetta hafi verið okkar síð- ustu samverustundir. Elsku pabbi, þú varst alltaf svo hlýr og glaðlegur. Ég vissi alltaf að ég gæti komið í traust faðmlag þitt pabbi minn og staðfesta þín myndi leiða og styrkja. Það var alltaf gleði og fjör pabbi þar sem þú varst að brasa. Ófáar minningar á ég þar sem þú tókst okkur öll fjögur með þér og við héldum út í náttúruna á vit ótrúlegra ævintýra hvort sem það var á snjósleða, skíðum, jepp- um, bátum eða í útilegur. Þú varst með ótrúlega útgeislun, orku og svo rosalega duglegur. Þú ljómaðir í hvert skiptið sem við fórum í fót- bolta, körfubolta, tennis eða annað sem krafðist mikillar orku en gaf samt svo mikla gleði. Elsku pabbi, þú hafðir alltaf svo gaman af lífinu og elskaðir að leika þér, bæði með mömmu, okkur fjölskyldunni og vin- um. Við breyttum heilu útilegunum í (froska)hátíðir einungis með því að njóta þess að vera saman, leika okk- ur, syngja og gera pínu grín að okk- ur sjálfum. Þú gast alltaf hlegið að sjálfum þér og gast breytt smásög- um í ævintýri með frásögnum. Við hlökkuðum alltaf til þess að hitta ykkur mömmu því það eina sem við gátum gengið út frá sem vísu var að hjá okkur yrði gaman. Elsku pabbi, þú og mamma eruð okkur svo endalaust miklir gleði- gjafar í lífinu, styrkur og stolt. Þið hafið alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég gleymi ekki þegar ég hringdi í ykkur og sagði að nú væri litla barnabarnið á leiðinni. Nokkrum klukkutímum síðar voruð þið búin að keyra þvert yfir landið og þið sát- uð fyrir framan hurðina hjá okkur þegar litla barnabarnið kom í heim- inn. Strax og við lögðum litlu Ragn- heiði Birnu í fang þitt og kölluðum þig afa sáum við að þið myndum ávallt eiga ótrúlega sérstakt og kær- leiksríkt samband. Ykkar samband var svo sérstakt að stundum þurftuð þið ekki að tala ykkar á milli heldur brösuðu bara saman í hljóði í bíl- unum úti á plani eða slóguð grasið í garðinum. Elsku pabbi, við sitjum hér öll svo sorgmædd á fallega heimili ykkar mömmu sem alltaf var umvafið ást og hlýju. Okkar missir er stór og ég sakna þín svo mikið elsku pabbi minn. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim yndislegu stundum sem við áttum saman og þakka þér fyrir að vera besti pabbi og afi sem hægt er að hugsa sér. Hvíl í friði elsku pabbi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín dóttir, Sesselía. Elsku pabbi minn. Ég sakna þín alveg ólýsanlega mikið og nú verðum við að bíta í það mjög svo súra epli að þú ert farinn úr þessum heimi og er hann fátækur af gleði og hlýju fyrir vikið, því alltaf varst það þú sem komst með grínið á góðum tímum og styrkinn á erf- iðum til okkar hinna. Ég mun sakna allra ævintýranna okkar, „þú varst alltaf til í allt“, hvort sem það var að fara í einsöng og fíflast með okkur hérna heima eða fara í einhverja svaðilför sem voru oftar en ekki tengdar náttúru og að sjálfsögðu tækjum og tólum sem ætluð voru til að skemmta börnunum þínum. Það var svo gam- an að fara með þér á sjóinn, snjó- sleðann, í bústaðinn eða ferðast með fellihýsið. Þetta eru allt saman ynd- islegar minningar sem ég gleymi aldrei. Ég hafði svo gaman af morgun- bollanum og rettunni með þér, þá gátum við rætt vinnuna, skólann og lífið. Þú varst alltaf sá sem skildir mig best í þessum málum enda bún- ir að smíða og leika mikið saman og duglegari mann hef ég ekki hitt. Svona var það í Svíþjóð síðastliðna páska, ég fór á fætur og ef þú varst ekki vaknaður tautaði ég „Hvað, er pabbi ekki vaknaður, sefur gamli“ nógu hátt þannig að þú heyrðir og reifst þig á fætur. Nú var gaman, pabbi kominn í öllu sínu veldi og hvað segir hann? „Byrjum daginn, förum í borðtennis“. Þetta lýsir pabba svo vel. Þú varst driffjöður í mínu lífi. Allt sem ég er þakka ég þér og mömmu, þú kenndir mér á lífið allt frá vinnu til leiks. Það er ótrúlegt hvað þú gast gefið mikið af þér, umhyggja og hlýja var þitt stóra tromp. Takk fyrir allar yndislegu minn- ingarnar, þú átt stóran stað í mínu hjarta og mun ég ávallt láta minn- ingu þína lifa. Með sárri saknaðarkveðju, þinn sonur, Sigbjörn Þór Birgisson. Elsku pabbi. Á þessari stundu er erfitt að sætta sig við staðreyndir lífsins og því erf- iðara að hugsa til þess að þú varst ekki bara pabbi heldur líka okkar besti vinur. Það eru ófáar minning- arnar sem fljúga í gegnum hugann, aftur og aftur, og þær minningar munu vera í hjarta okkar og huga um ókomna tíð. Það er sárt að hugsa til framtíðarinnar, vitandi það að þú munt ekki upplifa mikilvægar stund- ir með okkur, þó vitum við að andi þinn mun alltaf vera hjá okkur og vaka yfir okkur. Alltaf varst þú tilbúinn að hlusta og tilbúinn til að gefa okkur huggun eða hvatningu. Þar sem þú varst lýsti andi þinn og jákvæðni alltaf upp umhverfið, já ekkert mál, við reddum þessu, ger- um það, voru þín orð þegar eitthvað átti að gera eða taka ákvarðanir. Hugarfar þitt er, og mun ávallt vera okkar fyrirmynd, og við vonum að við getum miðlað þínum anda og þrótti til fjölskyldu og vina. Elsku pabbi og tengdapabbi, við munum halda áfram að leita til þín. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku pabbi, hvíldu í friði : Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín.Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson.) Elsku pabbi og tengdapabbi, mundu leyndarmálið sem við sögð- um þér. Þín börn, Jónatan Logi og Valdís. Elsku pabbi minn. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að við komum heim frá yndislegri ferð okkar í Svíþjóð. Þú varst hrókur alls fagnaðar í þessu ferðalagi. Okkur fannst öllum svo erfitt að þessi ógleymanlega helgi væri búin og við þurftum að kveðja hvort annað og halda okkar venjulega lífi áfram. Ég talaði við þig í símann á föstudaginn og við hlæjum og gerum grín eins og okkur var líkast. Seinni partinn á laugardag þarf Örvar að færa mér þær hræðilegu fréttir að þú hafir lát- ist í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði og mér líður eins og allur máttur hafi verið soginn úr mér. Ég er svo van- máttug pabbi. Á svona stundum þarf ég á styrkri hendi þinni að halda. Svo oft sátum við hlið við hlið og horfðum á sjónvarpið saman og þegjandi réttir þú út höndina til mín án þess að horfa á mig. Ósjálfrátt tek ég í hana og við leiðumst. Þannig fannst okkur best að vera. Það eru svo mörg orð sem tjáð eru með þögninni einni saman. Ég finn að þú heldur í höndina á mér núna. Þú gerðir allt sem þú gast fyrir alla og hjálpaðir öllum sem þú mögulega gast hjálpað. Þess vegna er svo erf- itt að missa þig pabbi minn. Þú pass- aðir svo vel upp á að við, börnin þín, hefðum það gott og að okkur liði vel, sama hvað það myndi kosta þig. Ef þú áttir ekki peninga til að kaupa það sem okkur langaði í þá bjóstu það til. Okkur langaði í heitan pott og þú, elsku pabbi, minn reddaðir sko heitum potti. Þú komst með fiskikar, grófst holu í garðinum, bjóst til niðurfall og græjaðir lagn- irnar. Okkur fannst þetta flottasti heiti pottur sem við höfðum á ævi okkar séð. Þú gladdir okkur alltaf svo mikið. Þetta ert þú í hnotskurn. Svo ólýsanlega mikill dugnaður. Þú varst svo einstaklega blíður og elskulegur faðir. Núna þegar er búið að höggva svona stórt skarð í fjöl- skylduna sem aldrei verður hægt að fylla upp í, þá þakka ég fyrir að þið mamma kennduð okkur alltaf að standa saman. Ef við hrösuðum, þá kenndir þú okkur að standa upp með reisn. Það er bara svo erfitt að standa með reisn núna pabbi minn. Missirinn er svo mikill og söknuður- inn er svo sár. Það verður ekkert eins án þín. Við áttum okkur einstakt sam- band sem ég mun aldrei gleyma. Við gátum pexað, stundum slegist og tuðað hvort í öðru daginn út og dag- inn inn en það var okkur líffræðilega jafn nauðsynlegt og vatn. Við kom- umst varla í gegnum daginn án þess. Við létum allt flakka og allt mátti segja, enda vissum við alltaf að í lok- in myndum við enda hlæjandi. Þess á ég eftir að sakna mikið. Þú kallaðir mig alltaf leiðindaskjóðu og skvetti- brók sem er bara prýðis viðurnefni. Elsku pabbi, ég gæti skrifað í heil- an Mogga um þig en það er margt sem hægt er að segja þó að fá orð séu notuð. Ég elska þig og sakna þín. Ég missi máttinn, ég er eins og fótalaus. Nota alla mína krafta í að reyna að halda haus. Missir er sár og það brennur við skinn, en ég stend upp aftur og segi með stolti: Birgir Vilhjálmsson, hann er faðir minn. Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Þín dóttir, Heiðrún Brynja. Elsku besti tengdapabbi minn er fallinn frá. Leiðir okkar lágu saman fyrst fyr- ir tæpum sjö árum og síðan þá hefur þú verið mér að mörgu leyti sem fað- ir, en ekki aðeins faðir heldur líka sem náinn vinur. Ég komst strax að því að þú varst einstakur maður sem áttir yndislega fjölskyldu og gríðar- stóran vinahóp. Þú varst alltaf óeig- ingjarn og fyrstur til að hjálpa öðr- um og ég gleymi því aldrei þegar þið Birna komuð með okkur til Boston þegar við fórum með Ragnheiði Birnu í aðgerðina. Það var ómetan- legt. Stórbrotnum persónuleika þín- um, fjölhæfni, gleði og góðvild er ekki hægt að gera skil hér, til þess þyrfti mörg bindi og ég veit að kaflar úr þeim bindum eru í dag vel geymd- ir hjá þeim sem þig þekktu og elsk- uðu. Hver á sína einstöku bók sem geymd er á sérstökum stað því þú áttir einstakt samband með öllum þeim sem þú þekktir. Missir okkar er mikill, óskiljan- legur og óréttlátur. Fyrir augnabliki vorum við fjölskyldan saman og lék- um okkur eins og börn, í dag ertu farinn. Elsku besti tengdapabbi minn, ég skal passa upp á elsku stelpurnar þínar og elsku strákana eins og ég get og ég veit að þú hjálpar mér með það. Ég læt fylgja með brot af texta sem ég veit að var þér sérstaklega kær. Ekki gráta elskan mín ég bið engla að gæta þín. Þó margar vilji þér vinna mein mundu að þú ert aldrei ein Það voru sérstök forréttindi að eiga samleið með þér þennan tíma og allar þessar minningar sem við eigum, elsku tengdapabbi, eru ómet- anlegar. Ég kveð þig að sinni. Þinn elskandi tengdasonur, Ragnar Fjalar. Kæri tengdapabbi, nú er komið að kveðjustund, miklu fyrr en mig hefði grunað. Það er svo stutt síðan við áttum yndislega páska öll saman í Svíþjóð þar sem mikið var hlegið, leikið og stundaðar íþróttir. Þegar Raggi tók okkur með í fótboltann og það átti að fara að skipta í lið stóð ekki á svör- um hjá þér, þú sagðir án þess að hika „Ég, synir mínir og tengdasynir á móti rest“ og það var alveg lýsandi fyrir þig, þú settir fjölskylduna alltaf í 1. sæti, enda sá hver maður það langar leiðir hvað þú varst stoltur af henni Birnu þinni og öllum börnun- um. Þótt að tími okkar saman hafi verið mun styttri en mig hefði getað órað fyrir þá náðum við að gera ótrú- lega marga hluti saman, og minning- arnar sem ég á um góðan mann eru margar, enda stóð aldrei á að fram- kvæma hlutina þegar Birgir var annars vegar. Kæri Birgir, ég kveð þig með trega í hjarta. Kæra fjöl- skylda, megi Guð styrkja okkur í þessari sorg okkar. Kallið er komið kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Örvar Ásmundsson. Við erum svo buguð af sorg að engin orð fá því lýst hvernig okkur líður þessa dagana. Við fórum til Eg- ilsstaða á föstudaginn með það í huga að vera við útför Villa bróður og til að dreifa huganum ákváðum Birgir Vilhjálmsson Elsku sonur. Eins og laufin á trjánum, svo er líf mannsins. (Hómer) Margar eru minningar frá fæðingu þinni til þessa dags. Þær geymi ég þar til við hitt- umst. Þú varst orkubolti, gleðigjafi og hvers manns hugljúfi og alltaf gott að vera í návist þinni. Megi ljósið lýsa þinn veg. Ég elska þig Birgir, jafnt lífs sem liðinn. Mamma. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.