Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 51 við bræður að skella okkur á vél- sleða sem við höfðum oft talað um að gera saman. Við höfðum átt yndis- lega tvo tíma við leik þegar ósköpin dundu yfir, og að horfa á eftir þér elsku bróðir og geta ekkert gert er það versta sem ég hef á ævinni upp- lifað. Ég reyndi allt sem ég gat en það var ekkert hægt að gera. Þú varst okkur ekki bara bróðir og mágur heldur einn af okkar bestu vinum og synir okkar dýrkuðu þig. Það var alltaf tilhlökkun ef vitað var af ykkur Birnu í bænum á leiðinni til okkar. Við höfum brallað ýmislegt saman og okkar bestu minningar eru frá öllum ferðalögunum okkar saman með börnunum okkar, um verslun- armannahelgar, þegar við héldum svokallaða froskahátíð, og á tónleik- unum á Borgarfirði eystra og allar ferðirnar okkar út í Þórsnes að veiða og á skyttirí, og okkur þótti skemmtilegast ef nógu mikið bras fylgdi ferðum okkar. Við Fjóla og strákarnir gleymum heldur aldrei deginum þegar við ákváðum að fara í dagsferð upp í Snæfell og til að fá Fjólu með urðum við að plata hana til að koma með okkur í stuttan bíl- túr. Við vorum búnir að lauma kuldagöllum í skottið á bílnum og koma okkur upp nesti. Við áttum þarna yndislegan dag í sól og blíðu. Þið Birna voruð alltaf búin að skipuleggja eitthvað skemmtilegt þegar við komum til Egilsstaða og við hlógum alltaf mjög mikið saman því þú varst einn skemmtilegasti sögumaður sem við höfum kynnst. Í janúar sl. héldum við upp á 80 ára afmæli móður okkar og þá var svo sannarlega glatt á hjalla hjá okk- ur, mikið hlegið og sprellað, sá dag- ur er svo dýrmætur fyrir mömmu sem er að missa svo mikið, fyrst Villa og svo þig viku síðar. Áður hafði hún misst Jonna bróður okkar af slysförum, andvana fæddan son og elskulegan eiginmann. Konurnar okkar voru svo yndis- legar að gefa okkur í jólagjöf ferðina sem við höfðum talað svo mikið um að fara í, það var hestaferð á vegum Íshesta sem við fórum í í fyrrasumar tveir saman og áttum yndislegar stundir. Okkur fannst þetta nú held- ur stór jólagjöf en í dag er þetta það dýrmætasta sem ég hef fengið því við áttum svo góða tíma þarna sam- an. Þú sást ekki sólina fyrir henni Ragnheiði Birnu þinni, fyrsta barna- barninu þínu, og hafðir gaman af því að segja okkur sögur af henni. Það verður mjög tómlegt að koma til Egilsstaða eftir þetta, enginn Biggi. Við eigum eftir að sakna þín mikið, okkur þótti svo vænt um þig. Elsku Birna, börn, tengdabörn, Ragnheiður Birna, Sakarías Nói, Dúna amma, Sigbjörn afi og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Magnús Már, Fjóla, Arnar Már og Einar Már. Elsku Biggi. Við þökkum þér allar þær nota- legu samverustundir sem við höfum átt í gegnum tíðina. Það hefur verið afar dýrmætt að eiga þig að og höf- um við átt margar ómetanlegar gleðistundir með þér og fjölskyldu þinni. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Brot úr ljóði Bubba Morthens) Elsku Birna og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Sigurður Klausen bróðir og fjölskylda. Orð fá ekki lýst því hversu tóm- legt er hér án þín. En alltaf ertu hjá mér að segja mér að rétta úr bakinu og sætta mig við það sem ég get ekki breytt og gera hlutina eins og mað- ur. Ég sit fyrir utan hjá mömmu okkar sem þú hefur ávallt verið svo yndislegur við og vindurinn blæs. Ég skil ekki vind, ég skil ekki sól- skin, ský, snjókomu eða neitt. Ég skil ekki að þú sért ekki að koma til mömmu og heilsa uppá okkur. Mig langar til að labba eins og þú, tala eins og þú, spila körfubolta eins og þú, faðma konuna mína eins og þú, vera jafn barngóður og þú og fá sama háralit og þú, því það er allt fal- legt við þig. Þú hefur verið, ert og verður fyrirmynd mín og það er svo gott að finna fyrir þér í hjartanu og réttsýnin algjör á lífið og náttúruna. Nú finn ég huggun í börnunum þín- um því ég sé þig þar og stoltið fyllir brjóstið mitt að vera nálægt þeim og að sjá að bróðir minn skuli hafa skapað svo yndislegar mannverur. Alltaf beið ég eftir sprengjufjöl- skyldunni á jólunum sem drengur og jafnvel enn í dag bíð ég eftir ykkur, en nú er ég kominn sjálfur með sprengjufjölskyldu og lætin og gleðin skulu sko verða rosaleg. Það eru svo yndislegar myndirnar í hug- anum sem ég á af þér og þú varst sá aðili sem litli bróðir gat alltaf leitað til ef vantaði eitthvað, hvort sem það var fjör eða hvernig ég ætti að bera mig að við erfiðar aðstæður. En sú gjöf sem þú hefur gefið öllum sem kynntust þér er meira virði en allar eigur heimsins. Sú manngæska og fegurð sem þú gafst lífinu skulu aldr- ei gleymast og ég veit að ég mun lifa eftir dygðum þínum og reyna að vera betri maður á hverjum degi. Ekkert þrái ég heitar en að eiga þig sem stoltan bróður af mér og ætla ég að gefa af mér allt það góða sem ég hef og elska konu mína og börn af öllum mætti eins og þú. Alla brandara sem ég ætla að segja skal ég reyna að segja eins og þú og hjálpaðu mér að segja sögur sem lifnuðu svo mikið við þegar þú sagðir þær. Þó þú sért enn að kenna mér að elska lífið, elsku Biggi bróðir minn, skal það alveg viðurkennast að ég hlakka til endur- funda okkar en fyrst ætla ég að njóta lífsins og hugsa hlýtt og vel um Birnu og börnin þín í minningu þinni. Ég þakka þér, Biggi, fyrir að hreinsa burtu grámann og þokuna sem byrg- ir mér stundum sýn á lífsleiðinni og takk fyrir styrkinn í að brosa og gráta við réttu vörðurnar á leið minni til þín aftur. Elsku Birna, Ses- selía, Jónatan Logi, Sigbjörn Þór, Heiðrún Brynja og Ragnheiður Birna og fjölskyldan ykkar öll, megi allur kraftur lífsins koma til ykkar því missir og harmur ykkar er mikill. Jónatan Fjalar Vilhjálmsson. Biggi er dáinn. Laugardagurinn 29. mars var runninn upp, ég vaknaði ekkert sér- staklega snemma þennan morgun- inn en fyrir hádegi samt. Ég leit út um gluggann og sá að það var snjó- fjúk úti og hugsaði með mér, æ, það er ekki gott sleðaveður í dag, en Þór- arinn sonur minn var búinn að panta kvöldið áður að fara á sleða ef gott veður yrði á laugardeginum. Þannig að í stað þess að fara á sleðann ákváðum við Helga að taka til hend- inni og mála smávegis. Við vorum nýbúin að klára máln- ingarvinnuna, enda klukkan eitthvað gengin í sjö og vorum við að taka saman dótið. Þórlaug og Ingvar, tengdasonur okkar, voru byrjuð að hita grillið þegar síminn hringdi. Birna systir var í símanum. Gunni minn, segir hún, hann Biggi var að deyja. Hann dó í snjósleðaslysi rétt áðan. Viltu láta systkini okkar vita Gunni minn og farðu til pabba fyrir mig. Tíminn stóð í stað, ég fraus gjörsamlega, svo kom brotið. Ég kvaddi Birnu og æddi af stað til hinna. Erfitt er að lýsa í orðum þeim missi sem orðinn er við fráfall Bigga. Sársaukinn er mikill, reiði og sorg blandast þar saman við. Ég var barn að aldri þegar Biggi fór að heimsækja systur mína og mín yngri ár mótuðust því talsvert af Bigga. Hann var mjög duglegur að taka mig með á skíði, í veiði, í fót- bolta og fleira og fleira þó svo að ég hafi verið talsvert yngri en hann. Á unglingsárum mínum vorum við mikið saman og fékk ég oftar en ekki góð ráð hjá honum. Biggi var mér mikil fyrirmynd og hlustaði ég oft á hann þegar hann sagði mér frá reynslu sinni. Eitt sinn sagði Biggi mér frá því þegar hann var á vertíð í Hornafirði ásamt Birnu systir en þar komst hann í kynni við sjómennsku, ungur að árum. Biggi sagði mér að þetta yrði ég að prófa einhvern tím- ann því það hefðu allir gott af því að vinna í fiski og míga í saltan sjó eins og hann orðaði það. Viti menn, einu ári seinna var ég búinn að fá vinnu í frystihúsinu á Djúpavogi. Já, nú skyldi tekið frí í skólanum og haldið til sjós, en Biggi sagði að þetta gerði manni gott. Í stuttu máli þá hafði Biggi lög að mæla, ég hafði mjög gott af veru minni á Djúpavogi og má ég þakka Bigga það allt, og í ofanálag þá fann ég Helgu mína þar og sennilega vær- um við Helga ekki saman í dag ef Biggi hefði ekki selt mér þá löngun að verða farandverkamaður að hætti Bubba. Þetta er dæmi um hvað Biggi var mikill mótandi í mínu lífi. Elsku Biggi, ég og fjölskylda mín söknum þín svo mikið, en þú hefur verið okkur mjög góður vinur og gott var að leita til þín með öll mál, eins og pallasmíðina í fyrrasumar. Þar gafst þú okkur Helgu góð ráð. Núna ætlaði ég að fá þig til að gefa mér ráð varðandi nýja snjósleðann minn og ræddum við aðeins þau mál daginn fyrir slysið sem tók þig frá okkur. Elsku Biggi. Núna ert þú farinn og samleið okkar í þessu lífi verður ekki lengri, en ég mun áfram leita til þín Biggi, bara á annan hátt. Minnumst við þín, elsku Biggi, með virðingu og þakklæti. Fjölskyldan Laugavöllum 2. Hann Biggi mágur okkar, tengda- sonur og kær vinur, var skyndilega og allt of snemma frá okkur tekinn, er hann lést af slysförum laugardag- inn 29. mars. sl. Stórt skarð hefur myndast í okkar fjölskyldu, sem erfitt verður að fylla, þar sem Biggi var gjarnan hrókur alls fagnaðar og mikill þátttakandi í leik og starfi allrar fjölskyldunnar. Í raun var Biggi ekkert síður upp- eldisbróðir okkar en mágur, þar sem hann og Birna hófu sambúð mjög ung að árum. Lífsgleði hans setti svip á uppvaxtarárin okkar. Hann hafði skemmtilegan húmor og sá mjög gjarnan spaugilegu hliðarnar á málunum, var aðdráttarafl og gleði- gjafi í öllum okkar samverustundum. Hugmyndirnar að fjölskyldusam- komunum, hvort sem það var árlega útileguferðin okkar, ferðir erlendis, eða bara grill í garðinum hjá foreldr- um okkar, urðu oftar en ekki til í eld- húsinu hjá Birnu og Bigga ef einhver okkar systkina skrapp þangað í kaffi. Var hann svo mættur fyrstur þegar farið var að skipuleggja, kom- inn með landakortið og spáð og spek- úlerað hvert væri gaman að fara og hvað ætti að gera. Skellti svo brúnu töskunni með græna hústjaldinu á toppinn og klár. Þvílík stemming sem myndaðist þegar var verið að raða saman tjald- súlunum og mikið var strokið um höfuð sér fyrstu árin. Urðu menn svolítið trekktir þegar búið var að sturta úr súlupokanum enda flókin húsasmíð framundan. Í raun mynd- aðist útilegustemmingin við þetta, mikið hlegið og gert grín. Var þetta tjald gjarnan miðpunktur stemming- ar og mikið spjallað, hlegið og sung- ið. Það er sama á hvaða hátt við minnumst hans, alltaf koma upp skemmtilegu atriðin og uppákom- urnar sem mynduðust í kringum hann. Biggi hafði mikla unun af allri úti- vist og sporti og við þá iðju myndaði hann mjög sterk tengsl innan sem utan fjölskyldu, enda vinahópurinn stór. Hann hvatti börnin sín til íþróttaiðkunar og studdi þau vel í því en hann fylgdist líka með hvað hin börnin í fjölskyldunni voru að gera og hvatti þau. Hann var mikill barna- karl og stutt í „strákinn í honum“,al- ltaf til í leiki og fjör jafnt með okkur þegar við vorum krakkar og síðar börnum okkar, enda á hann stórt pláss í hjörtum þeirra allra. Okkur þótti líka alltaf gaman að sjá hversu stoltur hann var af sínum eigin börn- um og barnabarni. Gott var að eiga Bigga að þegar framkvæma átti eitthvað, enda dug- legur, verklaginn og greiðvikinn með endemum. Studdi og aðstoðaði for- eldra okkar jafnt sem sína. Við getum lengi haldið áfram að rifja upp góða tíma og komum til með að gera það áfram svo lengi sem við lifum. Við minnumst þín elsku Biggi okkar með virðingu og þakk- læti. Biðjum góðan Guð að styðja og styrkja Birnu, börnin og fjölskyldur þeirra, Dúnu, bræður hans og fjöl- skyldur. Mikill söknuður er í hjörtum okk- ar allra. Tengdafjölskyldan þín frá Hvassafelli. Það voru hörmulegar fréttir sem mér bárust laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Biggi, minn kæri vinur og mágur, hafði látist af slysförum. Það voru margar minningar sem runnu í gegnum huga minn á þessari mínútu. Biggi hafði alltaf haft mig sem sinn litla bróður að mér fannst og því var ég oft tekinn með í hinar ýmsu aðgerðir. Skíðaferðirnar, báts- ferðirnar, útilegurnar og fleira sem Biggi stóð alltaf fyrir voru margar og var hann alltaf í essinu sínu þegar við vorum sem flest með honum í þessu. Var ég oftar en ekki hafður með þegar þau hjúin fóru í útilegu á mínum yngri árum og eru það ómet- anlegar minningar. Þvílíkt gaman alltaf var. Þar sem Biggi var einstak- lega barngóður hændust öll börn mjög að honum og voru mín börn þar engin undantekning. Að fara til Birnu „frænku“ og Bigga var alltaf gaman og mikil kátína. Birna og börn þeirra voru honum allt. Þvílíkt sem hann var stoltur af fjölskyldu sinni og talaði mikið um hana. Elsku Biggi minn, við áttum eftir að gera mikið saman en við gerum þetta allt seinna. Ég veit að þú ert á fullu núna að reyna hugga þína nán- ustu og veit ég að þú verður alltaf hjá okkur öllum. Vil ég að lokum, elsku Biggi minn, þakka þér fyrir allan þann stuðning sem þú hefur veitt mér öll mín lifandi ár og ekki síst þegar þú sast með mér í veikindum mömmu. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. (Hannes Hafstein.) Vil ég kveðja þig, Biggi minn, með þessu fáu orðum en margt er ósagt. Þinn, Sigurður Steinar. Manni verður orða vant, og fer að spá í tilgang lífsins þegar maður fær fréttir eins og við öll fengum á laug- ardaginn 29. mars. Góður maður í blóma lífsins, Birg- ir Vilhjálmsson, tekinn frá henni Birnu okkar, börnunum og allri fjöl- skyldunni. Elsku Birna og fjöl- skylda, þið eigið alla mína samúð og bið ég guð að vera með ykkur á þess- ari sorgarstundu og um ókomna tíð. Ég vil bara fá að segja eitt að lok- um: „Biggi minn, við steikjum saman kótilettur seinna með bros á vör.“ Allt er í heimi hverfult, hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt (Ómar Þ. Ragnarsson.) Sunneva Flosadóttir. Biggi mágur minn er fallinn frá. Það er enn svo óraunverulegt því hann var eitthvað svo ósnertanlegur og eilífur fannst manni. Maður sem alltaf var jákvæður, hjartagóður og laus við óþarfa leiðindi. Ekkert var vesen í hans huga, spurningin var bara að kýla á hlutina og þannig reif hann mann með sér í jákvæðnina. Mér fannst ég lítil stelpa þegar ég fyrir 13 árum fór fyrst og hitti tengdafjölskyldu mína á Egilsstöð- um með son minn tveggja ára. Með þeim fyrstu sem ég hitti fyrir utan tengdaforeldrana var bróðir Jonna, Biggi, og yndislega fjölskyldan hans. Biggi var ekki lengi að bjóða okkur velkomin í fjölskylduna með því að segja við son minn: „Komdu til Bigga „frænda“,“ og þar með var ís- inn brotinn. Svona var Biggi. Með eindæmum góður við fólk og þá sér- staklega börn. Í kringum hann var alltaf gleði og fjör enda er hann fyr- irmynd okkar Jonna um hvernig við viljum lifa lífinu sem fjölskylda. Þótt lífið haldi áfram verður það aldrei eins og áður. Mikill maður er fallinn frá og skarðið sem hann skil- ur eftir er stórt og verður aldrei uppfyllt. Engin svör eru við því hvers vegna hann er ekki lengur meðal okkar en það sem ég veit er að við munum lifa í hans anda og hafa gaman af lífinu eins og hann vildi hafa það. Elsku Biggi, ég bið Guð að geyma þig þar sem þú ert án efa að brasa eitthvað með Villa bróður þínum og föður og bið hann um að styrkja og hugga Birnu, Sessu, Loga, Didda, Heiðrúnu og Ragnheiði Birnu og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Þín mágkona, Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir. Hann Biggi er dáinn. Ég á mjög bágt með að trúa því, og finnst mér eins og ég eigi eftir að heyra hann koma, glamra í lyklakippunni sem hann var með á sér, og glaðlega röddina. Þetta hlýtur að vera slæmur draumur, hvenær vakna ég? Hlýjan og gleðin í augum þínum eru fágaður steinn í lófa mínum. Ég mun aldrei láta neinn taka steininn minn frá mér. (Caroline Krook.) Ég vil þakka þér, elsku Biggi, fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman. Þær eru ómetanlegar og mun ég aldrei gleyma þeim. Geisl- aðir af kærleik í garð okkar systkina og fjölskyldu minnar og tókst vel ut- an um mig þegar mamma dó. Þú varst mjög mikill fjölskyldumaður og elskaðir þína fjölskyldu meira en nokkuð annað í veröldinni, og varst duglegur að sýna það bæði í verki og orðum. Rosalega stórt er skarðið, og verður það aldrei fyllt, en sagt er að tíminn muni deyfa sársaukann og maður reynir að lifa með þessu, þótt maður verði aldrei sáttur að horfa á eftir þér, elsku mágur og vinur. En þér var ætlað annað mikilvægt verk og bið ég Guð að blessa og styrkja fjölskylduna hans Bigga og styðja hana í gegn um alla þessa miklu sorg. Guð veri með okkur öllum. Margrét Kristín Sigbjörns- dóttir og fjölskylda. Elsku Biggi frændi. Mikið óskaplega munum við öll sakna þín. Þú hefur alltaf verið hrókur alls fagnaðar hvar og hve- nær sem er. Lífsgleðin og ævintýra- mennskan geislaði af þér. Með þér eigum við okkar bestu minningar. Þín nærvera var alltaf notaleg og hlý. Þegar við vorum yngri varstu óþreytandi við að gera eitthvað skemmtilegt með okkur krökkun- um. Hvort sem var skíðaferðir, sund í Eiða eða útilegur. Þú heillaðir alla krakka upp úr skónum og tókst þátt í öllum uppátækjum með þeim, hvort sem var teboð eða trampól- ínkeppni. Það var dásamlegt er þú sveifst um Fjarðarheiðina á sleðanum þín- um og með okkur krakkana í eft- irdragi á skíðum í langri halarófu. Það var svo mikið frelsi að svífa um á sleðanum alveg eins og þú lýstir svo flott er við hittumst fyrir páskana. Þá var eins og alltaf gaman að hitta ykkur Birnu og ríkti mikil tilhlökkun hjá ykkur báðum að fara út til Danmerkur og Svíþjóðar að hitta börnin ykkar og ekki síst litlu afastelpuna. Það er eftirtektarvert hversu samheldin fjölskyldan að Reynivöll- um 12 hefur ætíð verið. Það er held- ur ekki að ástæðulausu að fjölskyld- an hefur alltaf verið kölluð sprengjufjölskyldan. Aldrei logn- molla í kringum þau, alltaf glaumur og gleði. Elsku Birna, Sessa, Logi, Diddi, Heiðrún, amma Dúna og afastelpan Ragnheiður Birna, megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Elva Rún Klausen og fjölskylda. SJÁ SÍÐU 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.