Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 52

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 52
52 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Biggi frændi er dáinn. Ég ætla að reyna að kveðja hann með nokkrum fátæklegum orðum. Hann var frændi eins og góðir frændur eru. Lét mann aldrei gleyma því að þar sem hann var þar átti maður góðan frænda sem gott var að leita til og njóta samveru með. Það var alveg sama hvar og hve- nær maður hitti þig, elsku Biggi minn, alltaf heilsaðir þú mér: „Sæl frænka“. Mér fannst þú alltaf vera stóri frændi minn þó ekki hafi mun- að nema 4 árum á okkur. Kannski leið mér svona af því hvernig þú varst. Alltaf stór, stórhuga, litríkur og sterkur. Allt fas þitt bar það með sér að þarna var sterkur maður á ferð, maður sem lætur ekki bugast. Gefst ekki upp. Heldur áfram. Tek- ur sér ný verk fyrir hendur þegar hin gömlu hafa klárast. Sjálfstæður sem stendur með sjálfum sér. Þann- ig kemur þú mér fyrir sjónir. Vá hvað ég er búin að vera rík á minni ævi að hafa fengið að alast upp með ykkur bræðrunum og kynnast ykkur svona vel. Það er stórt skarð hoggið í frændgarðinn þar sem þið eruð báðir kvaddir burtu með svo stuttu millibili, þú og Villi Rúnar. Villi Rúnar svo skemmtilegur strákur, oft var ég að hanga með þér fram yfir unglingsárin. Þú varst ekki ólíkur bræðrum þínum. Kátur, með húmorinn í lagi, stutt í hláturinn og glettnina. Minning um góða drengi lifir í hjörtum okkar. Elsku Dúna frænka, Birna, Sessa, Logi, Diddi og Heiðrún Brynja. Bræður og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur. Erla Sigrún. Þegar mér barst sú frétt að Birgir Vilhjálmsson hefði látist í vélsleða- slysi við Fardagafoss á Fjarðarheiði helltust yfir hrikalegar tilfinningar missis og tómleika. Lífið varð í einni svipan svo óumræðanlega fátæklegt. Biggi; jafnaldri, vinur og frændi. Frá því ég fyrst man eftir var Biggi nálægur, á svo sjálfsagðan hátt að aldrei hafði mér dottið annað í hug en svo yrði meðan ég lifði. Barnæsk- an og unglingsárin liðu þar sem ég naut verndar þessa öfluga vinar og frænda. Biggi fór að búa með Birnu sinni strax á skólaárununum, þau voru kóngurinn og drottningin í bekknum. Lífsbaráttan hófst snemma hjá Bigga og Birnu og börnin komu eitt af öðru. Þau héldu tryggð við æskuslóðirnar og bjuggu sinn búskap á Egilsstöðum. Þó svo að ég byggi á Djúpavogi og síðar í Reykjavík hélst okkar sjálfsagða samband frá æskuárunum. Þegar ég bjó í Reykjavík fór ég oft á flutningaafgreiðsluna hjá Aðal- flutningum til að fá Bigga til að flytja fyrir mig gersemar sem ég taldi engum treystandi fyrir nema honum og alltaf sagði Biggi: „Hafðu ekki áhyggur af þessu Maggi minn, þetta geymi ég inni í bíl hjá mér í kojunni.“ Stór þáttur í þessum ferð- um mínum á flutningaafgreiðsluna var að sækja styrk í jákvæðnina og kraftinn sem einkenndi Bigga. Þeg- ar ég flutti síðan aftur á Egilsstaði urðu samskipti okkar Bigga og fjöl- skydu mikil, ég hitti þau eða sá svo að segja daglega í flutningafyrir- tækinu þeirra þar sem greiðviknin og þjónustulundin var einstök. Stundum gafst smá tími til að spjalla, þá smitaðist maður af gleðinni sem einkenndi þeirra fyr- irtæki. Ég er sannfærður um að allir hafa haft hag af því að eiga viðskipti við Bigga og fjölskyldu enda blómstraði fyrirtækið þeirra á ein- stakan hátt. Ég trúi að allir sem kynntust Bigga hafi upplifað svipað í þeim samskiptum og ég, því er miss- irinn svo óumræðanlegur, því hafa Egilsstaðir misst einn af sínum bestu sonum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta ykkur Birnu, Sesselíu, Loga, Sigbirni, Heiðrúnu, Dúnu frænku og sonum mína dýpstu sam- úð. Magnús Sigurðsson. Birgir Vilhjálmsson Fríða, okkar kæra vinkona, nokkur kveðjuorð og þakklæti fyrir að hafa gengið með þér hluta af lífsgöngunni sem við vitum aldrei hversu löng verður. Eitt er víst að þú varst bara hálfnuð á þinni lífsleið þegar lífi þínu lauk. Það var aðdáunarvert og lær- dómsríkt að fylgjast með hvað þú varst ákveðin og ekkert annað í þín- um huga en að sigrast á krabba- meininu. Því eins og þú sagðir svo oft að þú færir ekki fram á meira en að fylgjast með barnabörnunum vaxa úr grasi. Þú barðist hetjulegri baráttu og við trúðum því að ef gerð- ist kraftaverk þá yrði það hjá þér. Það er margt sem kemur upp í huga okkar og margs að minnast, t.d. óvissuferða og boða með samstarfs- fólki okkar hjá SS. Einnig er að minnast jólahlaðborðs rétt fyrir síð- ustu jól þar sem þú komst glæsileg og brosandi að hitta okkur og annað samstarfsfólk. Ótrúlegt eins og þú varst orðin veik, en áttir með okkur góða stund. Öllum fannst svo góð nærvera þín, svo blíð en líka skemmtileg. Við vinkonurnar hittumst og hringdum oft hvor í aðra, spjölluðum um allt sem okkur datt í hug. Við minnumst ljóma og gleði í augum þínum og bross þegar þú varst að tala um syni þína, Gunnar þinn og gimsteinana tvo Róbert og Kol- brúnu. Gunnar, Davíð, Ásgeir og að- standendur, megi góður Guð veita ykkur styrk og blessun. Hvíli í friði, kæra vinkona. Guðný Elín og Sigríður. Þegar ég kveð mína kæru frænku og vinkonu rifjast upp öll þau góðu ár sem við áttum saman. Þær eru ómetanlegar minningarnar frá því að krakkarnir okkar voru litlir en þá vorum við duglegar að heimsækja hvor aðra og eiga góðar stundir sam- an. Þrátt fyrir að ferðunum hafi fækkað eftir því sem börnin urðu eldri þá urðum við frænkurnar þeim mun duglegri að halda sambandinu með því að hringja reglulega í hvor aðra. Þessi símtöl skiptu okkur báð- ar miklu máli þar sem við gáfum okkur tíma til að spjalla um það sem gekk á í okkar lífi. Mig óraði því ekki fyrir því þegar við kvöddumst eftir gott spjall á sunnudagskvöldinu að morguninn eftir væri hún Didda far- in og að símtölin yrðu ekki fleiri. En slysin gera víst ekki boð á undan sér. Hún Didda fór sínar eigin leiðir í lífinu og lét engan segja sér fyrir verkum. Eflaust hefur hún stundum gengið fram af fólki en þessi eig- inleiki hennar gerði hana að þeim mun áhrifaríkari persónuleika fyrir þá sem kynntust henni. Didda var mjög listræn og mikill fagurkeri. Það má glöggt sjá á heim- ili þeirra hjóna. Það voru líka alltaf höfðinglegar móttökur á Smára- grundinni enda var Didda mikill listakokkur sem naut þess að elda fyrir góða gesti og snaraði fram veislu á svipstundu. Hún lagði einnig mikið upp úr því að garðurinn á Smáragrundinni skartaði alltaf sínu fegursta. Frænka eyddi ómældum tíma í garðrækt og því ekki að furða að garðinn hafi hlotið athygli fyrir einstaka fegurð og verið verðlauna- garður. Didda og Bjössi misstu Þórð son sinn í bílslysi árið 1994 og var það þeim mikið áfall sem Didda komst aldrei yfir. Það er mér því nokkur Hólmfríður Þórðardóttir ✝ HólmfríðurÞórðardóttir fæddist á bænum Stóragerði í Skaga- firði 16. maí 1950. Hún lést á heimili sínu á Sauðárkróki 24. mars síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 29. mars. huggun að hugsa til þess að Doddi hafi tekið á móti mömmu sinni þegar hún kvaddi þennan heim. Bjössi, Halldór, Snæbjörn og fjöl- skyldur, þið eigið okk- ar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Guðrún Erla (Gunna frænka) og fjölskylda. Elsku Hólmfríður, það er margt sem rifjast upp á stundum sem þessum, við höfum átt margar góðar stundir, en eins og gengur þá höfum við ekki alltaf verið sammála. Veikindi þín og það að við bjuggum ekki í sama landshluta hafði líka þau áhrif að stundum var sambandið lítið. Eftir 12 ár skildi leiðir okkar Hall- dórs, en við eigum 3 yndislegar dæt- ur sem munu geyma minningar um Hólmfríði ömmu á Smáragrund, sambandið var því miður ekki alltaf mikið. En ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga yndislegt símtal við þig í rúma 3 klukkutíma um daginn. Við ræddum allt milli himins og jarðar, hlógum mikið og sögðum frá líðan okkar. Þér fannst svo leiðinlegt að þekkja ömmuskvísurnar þínar ekki meira og vorum við staðráðnar í því að laga það. Við tvær ætluðum að tala okkur saman og varst þú búin að biðja mig um að fá stóru stelpurnar eins og eina viku í vor til að hjálpa þér í garðinum, kannski fara þær bara í garðinn í vor með Bjössa afa. Elsku Hólmfríður, þín veikindi voru stundum erfið og tóku eflaust mest á þig sjálfa. Ég vona innilega að þú hafir það gott og ég veit að þú munt fylgja dætrum mínum eftir á öðrum stað, því jú, þú varst ákeðin í að fylgjast meira með þeim og veit ég að þú munt standa við það. Hvíldu í friði elsku vina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Elsku Bjössi, Halldór, Snæbjörn og aðrir aðstandendur, ég sendi ykk- ur innilegar samúðarkveðjur mínar. Elísabet Sóley Stefánsdóttir. Í dag er kvödd hinstu kveðju kær vinkona mín til margra ára. Er mér barst sú frétt að morgni þriðjudags að það hefði orðið alvar- legt slys og þú værir dáin, elsku Didda, varð mér mjög brugðið, eng- inn aðdragandi, bara allt búið, en svo skildi ég af hverju ég var með hug- ann hjá þér dagana á undan, öðru hvoru komstu svo sterkt upp í huga minn, og eftir á veit ég að þetta voru þessi ótrúlegu tengsl sem voru á milli okkar. Svo ótrúlega miklar vin- konur, svo ótrúlega ólíkar, þú svo ótrúlega mikið trippi ég svo ótrúlega lítið trippi en báðar ótrúlegar skellur saman. Eftir að við Didda stofnuðum heimili, eignuðumst okkar eigin fjöl- skyldur, bjuggum við alltaf hvor í sínum landshluta, það gátu liðið 2 og 3 ár að við hittumst ekki, en þeim mun oftar notuðum við síma og þá gátum við talað tímunum saman og þá gekk símtalið út á „manstu þetta?“ og „hvað varð um þennan?“ og svo hlógum við út í eitt. En lífið var ekki og er ekki alltaf dans á rós- um og var ekki dans á rósum hjá vin- konu minni síðustu árin, fyrir 12 ár- um missti hún son sinn í bílslysi, þá 18 ára gamlan, og var það henni og fjölskyldu mjög þungbært og fyrir mína kæru vinkonu var eins og það hefði gerst í gær, svo sárt og svo erf- itt. Elsku Bjössi og synir, innilegar samúðarkveðjur færi ég ykkur. Til þín, elsku Didda, verða þetta lokaorð mín til þín með þakklæti og virðingu. Hvíl í friði, elsku vinkona, þess óskar þín vinkona. Elsa. Þegar Bjössi hringdi snemma morguns annan dag páska og til- kynnti mér að hún Didda vinkona mín væri dáin, hélt ég að þetta væri aðeins vondur draumur. En snögg- lega dró fyrir sólu og ótrúleg sorg tók við, hvernig gat þetta verið satt að mín besta vinkona væri farin fyrir fullt og allt? Við sem ætluðum að hittast strax eftir páska og skipu- leggja sumarfrí saman. Ég kveð hana Diddu vínkonu mína með miklum söknuði og trega. Hún verður eftirminnileg þeim sem henni kynntust og voru það for- réttindi að fá að eiga jafn vandaða og góða vinkonu. Hún var stórglæsileg kona á allan hátt, var með sítt, ljóst hár, stór blá augu og persónuleikinn skein af henni, það var engu líkara en maður væri að horfa á fallegasta engil sem til væri, því myndarlegri og vandaðri konu er vant að finna. Hún var lista- kona mikil og allt sem hún tók sér til verka lék í höndum hennar. Hún var vinur vina sinn en ég kem meira inn á það á eftir. Hún var mjög orðhepp- in kona og alltaf var stutt í bros og gaman hjá henni. Ég ætla að segja ykkur sögu af henni Diddu minni sem lýsir henni mjög vel. En ég man eins og þetta hafði gerst í gær, við vinkonurnar fórum á ball í Höfðaborg á laugar- dagskvöldi, hún var stórglæsileg að vanda og fáar eða engar stúlkur myndarlegri en hún vinkona mín, en eftir skemmtunina bauð hún okkur heim í partý; er við komum í hús, þá byrjaði fólkið að tala um hungur, þá gerði hún sér lítið fyrir eins og henni er einni lagið og eldaði sunnudags- stórsteikina þarna um nóttina, en þetta var steikin sem Bjössi og börn- in áttu að borða daginn eftir. En eins og sést vel í þessari sögu var hún sko mikill vinur vina sinna og betri vin- konu er ekki hægt að hugsa sér. Elsku Didda mín, takk fyrir ynd- isleg kynni og gömlu, góðu stund- irnar, ótímabært andlát þitt er eitt- hvað sem er svo ósanngjarnt en við fáum þessu ekki breytt. Elsku Bjössi, Snæbjörn, Halldór og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi ykkur, elskurnar. Amý, Hafsteinn og strákarnir. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifinn á braut. Vakir vinur þér hjá, hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt, fyrir frelsara þinn fer þú vinurinn minn. Vafinn kærleika, Krist átt í komandi vist. Sofðu vært, sofðu rótt, hina síðustu nótt. (Sigurður Helgi Guðmundsson.) Hafðu kæra þökk fyrir góðan frændskap og vináttu. Elsku Bjössi, Dóri, Snæbjörn, Doddi, Tóta og fjölskyldur. Með hlýhug færum við ykkur okk- ar dýpstu samúðarkveðjur, kæru vinir. Leifur, Guðrún og fjölskylda Miklabæ. Elsku Didda okkar. Við trúum ekki enn að þú sért far- in þótt við höfum kvatt þig síðastlið- inn laugardag í Sauðárkrókskirkju. Að við heyrum ekki aftur svolítið hása röddina þína segja fóstri eða fóstra eftir því hvort okkar svaraði. Það voru orðin mörg og löng símtöl í gegnum árin. Þú varst 14 ára að fara í skóla þegar þú komst til okkar fyrst. Og kveiðst svo fyrir að fóstri kæmi heim af síldinni, þú nefndir það oft, en svo urðuð þið perluvinir. Ekki eins stjórnsamur og fóstra. Svo varstu hérna veturinn áður en Bangsi (Halldór) fæddist. Akurnes- ingurinn. Þú varst ótrúlega dugleg, vannst hjá H.B. í frystihúsinu alla meðgönguna tæplega nítján ára gömul. Krakkarnir okkar eiga margar og góðar minningar frá þessum árum, fannst allt flott sem þú gerðir. Já það er margs að minn- ast. Elsku stelpan okkar, við þökk- um fyrir að þú hafir verið hluti af lífi okkar öll þessi ár. Og þótt stundum hafi gefið á bátinn var tryggð þín einstök. Okkur finnst ósanngjarnt að þú hafir farið á undan okkur, kona á besta aldri, en svona er lífið. Enginn ræður sínum næturstað. Kæra fjölskylda og allir sem elsk- uðu Diddu innilegar samúðarkveðj- ur. Sævar og Gréta (fóstri og fóstra). Þú fórst eins og litfagurt fiðrildi um lífið og áttir þér þína eigin ver- öld. Þessi veröld þín var eins og garðurinn þinn; alltaf eitthvað nýtt að blómstra, nostrað við öll smáat- riði og lýsandi fyrir þinn innri mann. Garðurinn þinn var ójarðneskur og draumkenndur en þó á Sauðárkróki og þú varst í líkama eins og við hin og þó varstu ekki jarðnesk. Öll þín framkoma og klæðaburður og tal var einlægt, barnslegt, en þroskað og hrekklaust. Þú villtir aldrei á þér deili en komst til dyr- anna eins og þú varst. Þú hafðir miklar tilfinningar og gafst af þér en þú geymdir sorg frá sonarmissi sem var þér erfið. Þú átt- ir erfitt með að skilja að barn hefði verið tekið af þér því þú tókst aldrei frá neinum en varst alltaf að gefa sjálf. Mikið varstu alltaf hjálpsöm og vinföst. Þegar ég var að brasa við að koma Hótel Tindastól af stað komst þú og tókst öll rúmföt og þvoðir heima hjá þér og svo hengdum við stórþvottinn þinn til þerris saman og fylltum öll skot og horn á hót- elinu. Já, og fyrsta brúðkaupið sem þar var haldið skreyttir þú. Elsku dýrmæta vinkona, þú flaugst út í sumarið og barst til baka íslenska undurfagra náttúru til þess að um- lykja ungu brúðhjónin. Ég veit ekki hvað margir vissu hvernig demant- ur þú varst því þú gumaðir aldrei af sjálfri þér, til þess varst þú alltof upptekin af fegurðinni og kærleik- anum í kringum þig – garðinum þín- um. Það var svo gaman að fá þig í heimsókn, já og að heimsækja þig. Líf og fjör og sérstæðar skoðanir en aldrei talað illa um nokkurn mann og frásagnarmáti þinn einstakur, já og fjörið í frásögninni. Æi, það var svo gaman að þér. Það fallega mannlega fiðrildi sem þú varst flögraði hratt um bæði í lík- ama og huga. Þig bar alltaf hratt yf- ir, komst og fórst, en eins og með önnur falleg fiðrildi þá er þín saknað með þakklæti og blíðu. Það er sjón- arsviptir að vorgleðinni sem þú barst með þér ætíð. Handskrifuðu bréfin þín til mín eru svo skemmtileg. Skrýtnar sögur af skagfirskri tilveru. Ég hef lesið þau aftur og aftur og þá sé ég þig og er með þér. Það er svo gaman. Ég bið fyrir sálu þinni núna og styrk fyrir þína nánustu. Hafðu þökk fyrir elsku vinkona að hafa fæðst. Þú gladdir og auðgaðir mína tilveru. Megi sem flestir þínir af- komendur erfa þínar eigindir. Svanfríður Ingvadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.