Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 66

Morgunblaðið - 05.04.2008, Side 66
66 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SKJALDBORG – hátíð íslenskra heimildarmynda, verður haldin á Pat- reksfirði öðru sinni dagana 9.-12. maí. Heiðursgestur hátíðarinnar er eng- inn annar en Albert Maysles, bróðir Davids heitins Maysles, en þeir bræður þykja hafa gjörbreytt heim- ildarmyndagerð fyrir allnokkrum áratugum með „cinema verite“, heim- ildarmyndagerð þar sem kvikmynda- gerðarmaðurinn nálgast viðfangsefni sitt án handrits og hefur sem allra minnst afskipti af því, svokallaðri „flugu á vegg“-nálgun. Maysles-bræður gerðu heimild- armyndir um marga fræga ein- staklinga 20. aldarinnar, m.a. Marlon Brando, Truman Capote, Bítlana og Rolling Stones. Bræðurnir voru til- nefndir til Óskarsverðlauna 1974 fyr- ir myndina Christo’s Valley Curtain þar sem fjallað var um gerð eins þekkt- asta verks mynd- listarmannsins Christos. Þrjár þekktustu heim- ildarmyndir þeirra bræðra; Salesman, Gimme Shelter og Grey Gardens, verða sýndar á Skjaldborg- arhátíðinni auk heimildarmynd- arinnar The Gates sem Albert gerði með Antonio Ferrera og fjallar um gerð risavaxins útilistaverks Christos og Jeanne Claude í Central Park í New York árið 2005. „Það er hægt að kenna það við hann hvernig heimildarmyndir eru búnar til í dag,“ segir Geir Gestsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgar, um Albert Maysles. „Þarna kemur allt í einu fram á sjónarsviðið maður sem lofar hlutnum án þess að skipta sér af honum og tekur bara myndir af því.“ Geir segir engan áhugamann um heimildarmyndagerð mega missa af spjalli Maysles og tækifærinu til að spyrja hann spjörunum úr. Umræðu- og sýningavettvangur Í fyrra voru 20 íslenskar heimild- armyndir sýndar á Skjaldborg og er útlit fyrir að álíka margar verði sýnd- ar í ár. Hátíðin á að vera vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk til að ræða saman um kvikmyndagerð auk þess að frumsýna nýjar, íslenskar heimildarmyndir. Þá verður einnig sýnt úr mörgum íslenskum heimildarmyndum sem enn eru í vinnslu, m.a. Sólskinsdreng Friðriks Þórs Friðrikssonar sem fjallar um einhverfu. Af myndum sem verða frumsýndar má nefna Kjötborg eftir Helgu Rakel og Huldu Rós sem fjallar um líf og starf kaupmannsins á horninu; Gufan – Ber er kverúlant að baki eftir Ara Eldjárn þar sem óvæntu ljósi er brugðið á samfélagið í heitu pott- unum og The Great Northern Docu- mentary eftir Heimi Sverrisson, þar sem fylgst er með hljómsveitinni Mínus við tökur á plötunni The Great Northern Whalekill í Los Angeles. „Þetta er það sem við erum að hugsa með þessari hátíð, að hún sé umræðu- og sýningarvettvangur og þá mikið fyrir þessi verkefni sem myndu líklega ekki sjást annars,“ segir Geir. Á næstu dögum verður hægt að nálgast frekari upplýsingar og dag- skrá hátíðarinnar í ár á vefsíðunni www.skjaldborgfilmfest.com. Hátíðin heitir eftir gömlu 175 sæta bíói á Pat- reksfirði, Skjaldborg. Maysles verður heiðursgestur á Skjaldborg 2008 Steinar Bræðurnir Albert og David Maysles ásamt Mick Jagger og Charlie Watts við tökur á myndinni Gimme Shelter árið 1970. Útlagar Í heimildarmyndinni Grey Gardens eftir Maysles-bræður er fylgst með útlögunum Edith Bouv- ier og Little Edie. Albert Maysles AP The Gates Heimildar- myndin fjallar um Hliðin, um- hverfislistaverk hjónanna Christo og Jeanne-Claude sem sett var upp í Central Park árið 2005. Einn virtasti heimildarmynda- gerðarmaður samtímans ræðir verk sín og situr fyrir svörum * Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI J E S S I C A A L B A Frábær spennutryllir sem svíkur engan! l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee„Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - H.J., MBL eeee „Vel gerð ævintýra- og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL eeee * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 550 KRÓNUR Í BÍÓ Vantage Point kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Spiderwick Chronicles kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6 The Eye kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Definately maby kl. 1 - 5:30 - 8 - 10:30 Definately maby kl. 1 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Vantage Point kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára The other Boleyn girl kl. 8 B.i. 10 ára Shutter kl. 8 - 10 B.i. 16 ára ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI - Empire eeee - L.I.B. Topp5.is/FBL eeee - ÓHT, Rás 2 eee eeee - E.E, D.V. - S.V., MBL eeee The air I breathe kl. 3 - 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Vantage Point kl. 3 - 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára In Bruges kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Horton m/ensku tali kl. 3 The Orphanage kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Spiderwick chronicles kl. 1 - 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára Horton enskt tal kl. 1 - 3:30 Horton m/ísl. tali kl. 1 - 4 - 6 Semi-Pro kl. 10:30 B.i. 12 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.