Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR U m daginn skaust ég vestur á Malarrif í góð- um félagsskap fjöl- skyldu minnar. Þaðan á ég bjartar minningar frá þeim dögum, sem Ragnhildur og Víðir Herbertsson tengdasonur minn bjuggu þar. Malarrif er erfið jörð en falleg og þeim leið vel þar, en jörðin var ekki föl, af því að hún var innan marka hins væntanlega þjóðgarðs eins og hann var hugsaður. Og ekk- ert mátti hreyfa og engu mátti raska og ríkið varð að eiga sérhvern jarð- arskika inni í hinum heilaga reit, Snæfellsnesþjóðgarði. Svo að við hlökkuðum til endurfundanna, en brá illa við. Á jörðinni eru opnar malar- og grjótnámur frá túnjaðrinum vest- ur með bökkunum. Þessi sár verða aldrei grædd. Það er ónotahrollur í mér síðan ég var þarna, þegar ég hugsa vestur. Og svo fór ég að hugsa norður í land. Við höfum háð langa baráttu fyrir því að koma vegi niður að Detti- fossi. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hafði ekki skilning á mál- inu, sem vitaskuld tafði það. Síðan komu opinberar stofnanir til skjal- anna, Umhverfisstofnun og í skjóli hennar Skipulagsstofnun. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norður- landi, rak svo lestina. Í þrjú löng ár hefur stofnanamartröðin staðið. Og nú loksins sem betur fer tók vega- málastjóri af skarið og tilkynnti, að verkið skyldi boðið út. Enda ekki seinna vænna, ef nýta átti sumarið, þar sem verkið verður að bjóða út á hinu evrópska efnahagssvæði og það tekur sinn tíma. Að vísu er úrskurð- ur Úrskurðarnefndar skipulagsmála ekki fallinn, en hann er væntanlegur á næstu vikum. Enginn veit hvernig hann fer, en það er til mikils að vinna. Það er lærdómsríkt að bera saman þessi tvö mál. Malarrif er inni í þjóð- garðinum og aðeins snertispölur að Lóndröngum, Þúfubjargi og Þræla- vík. Þetta eru þrjú af mörgum furðu- verkum náttúrunnar undir Jökli, hvert öðru ólíkt. Á Þúfubjargi kvaðst Kolbeinn jöklaskáld á við Kölska. Helgu Bárðardóttur Snæfellsáss rak til Grænlands með ísjaka og þá vet- urvist hjá Eiríki rauða í Brattahlíð: „Þat var einn dag, at Helga stóð úti ok litaðist um ok kvað vísu: Sæl værak, ef sjá mættak Búrfell og Bala, báða Lóndranga …“ Í Þrælavík fórst Söröveren 1857, síðasta seglskipið sem annaðist póst- flutninga til Íslands. Hins vegar ligg- ur væntanlegur vegur niður að Detti- fossi um hrjóstruga mela. Ég hef tekið eftir því, að ýmsir telja sig af séra Sigvaldakyninu, ef þeir geta látið prenta á nafnspjaldið sitt, að þeir séu formenn eða for- stjórar náttúruverndarsamtaka. Og þeir eru gjarna vissir í sinni sök, þegar þeir taka til máls, og taka djúpt í árinni, eins og rétt er af þeim sem hefur rétt fyrir sér. En þeir mega gæta sín á því, að vera ekki of neikvæðir. Þá getur náttúruverndin snúist upp í andhverfu sína, eins og hún hefur gert á Mývatnsöræfum. Ís- lendingar vilja komast niður að Dettifossi án þess að eiga jeppa og ferðaþjónustan þarf á veginum að halda. Sómasamleg snyrting verður að vera við Dettifoss ekki síður og kannski enn fremur en við Gullfoss. Og gott væri göngumóðum að geta hresst sig á kaffi og einhverju smá- legu, meðan rifjuð eru upp Dettifoss- kvæði Einars, Matthíasar og Krist- jáns Fjallaskálds. Mér þætti fróðlegt að fá smápistil frá yfirvöldum umhverfismála og þjóðgarða, þar sem útskýrt yrði fyrir mér og öðrum fákunnandi í nátt- úruvernd, hvaða rök liggi að baki því PISTILL » Á jörðinni eru opnar malar- og grjótnámur frá túnjaðrinum vestur með bökkunum. Þessi sár verða aldrei grædd. Það er ónotahrollur í mér síð- an ég var þarna, þegar ég hugsa vestur. Halldór Blöndal Horft af Þúfubjargi náttúruverndar að leyfa umrótið á Malarrifi en amast við vegi niður að Dettifossi um hrjóstruga mela Mývatnsöræfa. En sérstaklega yrði þvílíkur pistill þó gagnlegur umhverfisyfirvöldunum sjálfum, sem væntanlega áttuðu sig á því við samningu hans, að þau eru svo sem hvergi stödd í náttúruvernd- inni, af því að þau skilja ekki hin raunverulegu gildi, sem venjuleg manneskja hefur í heiðri í umgengni sinni við landið, náttúru þess og sögu. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og minnihlutaflokkanna í borgarráði tókust á á fundi ráðsins sl. fimmtu- dag þegar drög að svari borgarráðs við fyrirspurn umboðsmanns Al- þingis um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirætlanir um sameiningu REI og Geysir Green voru tekin til afgreislu. Gagnrýni á báða bóga kemur fram í bókunum sem lagðar voru fram. Í fyrstu bókun borgarráðsfull- trúa VG, Samfylkingar og Fram- sóknarflokks segir m.a.: „Minnihlut- inn hefur í sérstökum athugasemdum til umboðsmanns Al- þingis rakið allnokkur dæmi um afar skýra framsetningu tiltekinna borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á því að borgarstjóri þáverandi hafi verið umboðslaus á fundinum í stjórn Orkuveitunnar 3. október sl. Þegar aðdragandi þess fundar er rakinn í drögum að svörum til umboðsmanns segir hins vegar aðeins: „Í ljósi þeirrar umræðu sem síðar fór fram má ætla að fundarmenn sem sátu meirihlutafundinn hafi upplifað það sem fram fór á fundinum með nokk- uð ólíkum hætti.“ Verður ekki hjá því komist að benda á hversu út- vatnað orðalagið er í svardrögunum og augljóst að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins tala ekki eins skýrt nú eins og þeir gerðu í ofannefndum dæmum.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks létu þá færa til bókar að það ylli miklum vonbrigðum með hvaða hætti borgarráðsfulltrúar minni- hlutans kjósi að bregðast við svarinu til umboðsmanns. „Ljóst má vera að tilgangur þeirra er einungis að reyna að draga athyglina frá aðal- atriðum málsins og nýta sér það til persónulegra skeytasendinga. Spurning umboðsmanns fjallar um það hvort fyrrverandi borgarstjóri hefði mátt ætla að hann hefði umboð meirihluta borgarstjórnar til þeirrar ákvörðunar sem hér um ræðir. Eins og kemur fram í svarinu til umboðs- manns komu ýmsar efasemdir fram á fundum meirihluta og minnihluta. Engin formleg atkvæðagreiðsla fór fram um málið og í svarinu segir að ,,í ljósi þeirrar umræðu sem síðar fór fram má ætla að fundarmenn sem sátu meirihlutafundinn hafi upplifað það sem fram fór á fund- inum með nokkuð ólíkum hætti.“ Þetta er í fullu samræmi við það sem allir fulltrúar þáverandi meirihluta hafa sagt og ekkert nýtt að einstakir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi kveðið fast að orði í REI-málinu og lýst efasemdum sínum með af- gerandi hætti.“ Rammvilltur flokkur Þessu svöruðu fulltrúar minni- hlutans um hæl með nýrri bókun: „Það sýnir hversu rammvilltur Sjálf- stæðisflokkurinn er í eigin pólitísku öngstræti þegar hann leitar skjóls á bak við meinta afstöðu minnihlutans til REI-málsins þegar umboð borg- arstjóra á stjórnar- og eigendafundi Orkuveitunnar 3. október 2007 er annars vegar. Hvorki fulltrúar Sam- fylkingar né Vinstri grænna gáfu upp afstöðu sína fyrirfram en studdu tillögu um frestun á fund- inum. Þessa er ekki getið í drögum að svari til umboðsmanns,“ sagði þar m.a. Sjálfstæðismenn svara og segja: „Allar upplýsingar þessa máls liggja fyrir og fulltrúar minnihlutans hafa ekki bent á neitt rangt í því svari sem hér er lagt fram til umboðs- manns Alþingis.[...] „Varðandi meirihluta borgarstjórnar, þá gefur minnihlutinn sér það í sinni bókun að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hefðu greitt atkvæði gegn mál- inu. Sú afstaða liggur hvergi fyrir, enda aldrei greitt atkvæði um málið, eins og fram kemur í svari umboðs- manns Alþingis. Málflutningur minnihlutans í þessu máli er því hvorki sannfærandi né sanngjarn, enda virðist tilgangurinn einungis vera sá að snúa út úr og dylgja með orð og afstöðu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins.“ Þessu varar minnihlutinn á ný með bókun: „Það er nýtt að ekki hafi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins nema Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson verið andsnúnir REI- málinu. Voru sexmenningarnir ekki sex?“ Í framhaldi af þessu voru síðan drög að svari borgarráðs samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Skeytasending- ar um REI-mál- ið í borgarráði „ÞAÐ vorar fyrir rest,“ sagði Ragnar Johnsen í Hörgs- landi en veiðimenn á hans vegum í Vatnamótunum við Skaftá hafa einungis getað kastað af Bökkunum, neðst á veiðisvæðinu. Skaftá er mikið til enn undir ís. „Menn hafa samt verið að reka í einhverja fiska,“ sagði Ragn- ar. Þetta hefur verið langharðasti vetur síðan hann tók veiðisvæðið á leigu. Þrátt fyrir kuldann gekk síðasta holli í Minnivallalæk vel. Níu fiskar af öllum stærðum veiddust á fyrstu vakt- inni og þar á meðal einn 81 cm langur hængur sem vó 15 pund og Ingólfur Gissurarson veiddi. Blæddi úr fisk- inum þannig að honum var ekki sleppt aftur í ána, en mun gleðja augu veiðimanna uppi á vegg veiðihússins. Á þriðja tug fiska hafa veiðst í læknum fyrstu dagana. Húseyjakvísl í Skagafirði fer heldur betur vel af stað en í kuldanum nyrðra veiddust um 50 fiskar í opn- uninni. Í Tungufljóti í Skaftártungum veiddust þrettán birt- ingar í fyrradag, á að giska þrjú til tíu pund á þyngd. Allir eru fiskarnir merktir áður en þeim er sleppt aftur, en stefnt er að því að afla sem bestra upplýsinga um hinn merka og stórvaxna stofn í fljótinu. Ánægður Ingólfur Gissurarson með 81 cm langan hæng sem hann veiddi í Minnivallalæk. Stórfiskur úr Minnivallalæk STANGVEIÐI Harare. AFP, AP. | Stjórnarandstaðan í Simbabve skoraði í gær á Samein- uðu þjóðirnar að gera þegar í stað ráðstafanir til að afstýra blóðsúthell- ingum í landinu vegna þess að hún óttast Robert Mugabe forseti og flokkur hans beiti ofbeldi til að halda völdunum. Forsætisnefnd stjórnarflokksins ZANU-PF hafði viðurkennt að Mu- gabe hefði ekki náð kjöri í fyrri um- ferð forsetakosninga um síðustu helgi og samþykkt að efnt yrði til annarrar umferðar. Kosið verður þá milli tveggja fylgismestu frambjóð- endanna, Mugabes og Morgans Tsvangirais sem óháðir eftirlits- menn telja að hafi fengið meira fylgi en forsetinn í fyrri umferðinni en ekki meirihluta atkvæða. Sagðir undirbúa árásir Nelson Chamisa, talsmaður Lýð- ræðishreyfingarinnar, flokks Tsvangirais, sagði að blikur væru á lofti um að Mugabe hygðist beita of- beldi til að halda völdunum. Chamisa sagði að vopnaðir hópar stuðningsmanna Mugabes væru að búa sig undir árásir á stjórnarand- stæðinga fyrir síðari umferð kosn- inganna. Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að koma í veg fyrir blóðsút- hellingar líkt og eftir að Mugabe beið ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum þegar tillaga hans um breytingar á stjórnarskránni var felld. Vopnaðir hópar bandamanna forsetans réðust þá á búgarða hvítra bænda sem þeir sökuðu um að hafa knúið vinnufólk sitt til að greiða at- kvæði gegn tillögunni. Tugir manna lágu í valnum eftir árásirnar og þús- undir bænda og starfsmanna þeirra flúðu búgarðana. Óttast blóðsúthellingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.