Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nú er minn tími sannarlega kominn.
VEÐUR
Sífellt gefst tilefni til að undrast afhversu mikilli reisn og hugrekki
fólk tekst á við erfitt hlutskipti.
Þannig er maðurinn síendurtekið að
sigrast á aðstæðum sínum.
Ólafur JóhannÓlafsson
fjallaði um æðru-
leysi Ólafs Ragn-
arssonar í glím-
unni við MND í
minningargrein á
föstudag. „Hann
kepptist við
skriftir frá
morgni til kvölds
því hann vildi ljúka bókum sem hann
var með í smíðum – fyrrnefndri bók
um Laxness og kvæðabók sem kem-
ur út á næstu dögum. Það síðasta
skrifaði hann með litla fingri hægri
handar því aðrir fingur voru hættir
að gagnast honum. Hann kvartaði
ekki en skrifaði fallega um litla
putta sem hann kunni miklar þakk-
ir.“
Ólöf Péturs-dóttir dóm-
stjóri Héraðs-
dóms Reykjaness
lést í liðnum mán-
uði eftir að hafa
slasast alvarlega
og lamast frá
hálsi í september
2006. En uppgjöf
var ekki henni að skapi. Hún fékk
því komið til leiðar að Ísland varð
fyrsta land í Evrópu sem reyndi
bandaríska aðferð við raförvun
þindar í stað öndunarvélar og sú nýj-
ung hefur nú hlotið viðurkenningu í
öðrum Evrópulöndum. Ólöf tókst á
við fötlun sína með mikilli reisn. Hún
hafði um árabil lært myndlist og
málað í frístundum. Á Grensási hélt
hún því áfram, málaði með munn-
inum og náði á skömmum tíma af-
bragðs færni, eins og sýning á verk-
um hennar sem haldin var í
Ráðhúsinu í Reykjavík bar vott um.
Svona afrekssögur bera merki umreisn mannsandans og eru öðr-
um hvatning í mótstreymi.
STAKSTEINAR
Ólafur Ragnarsson
Reisn mannsandans
Ólöf Pétursdóttir
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
# $
%#%
&% &
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
&"
&
'& &"
& &
&
*$BCD %%
!" #
!
$
%
&"
'
(
"
$
&" *!
$$
B *!
(#)
*
%
%)
%
! $+
<2
<! <2
<! <2
(!* %, -%. /
$
)
* &
$
+ ,
-
.&
,
6
2
/0' * $
!"
!
%
'
1
"
B
%
.&
!+
%
$
"
01 %#%22 %$ #%3
$%, %4 &%
% &%'& Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Níels A. Ársælsson. | 5. apríl 2008
Karfinn bestur
Nú á tímum versnandi
lífskjara, streitu, fjár-
málakreppu, hraða og
síaukinnar neyslu á
óhollum skyndibita þá
vil ég leggja mitt af
mörkum og ráðleggja
fólki að kaupa karfa til eldunar.
Karfinn er sá fiskur sem er hvað
bestur, hollastur og ríkastur af
Omega-3 fitusýrum. Um þessar
mundir er karfinn mjög ódýr fiskur í
samanburði við nánast allan annan
fisk og er lágt verð á honum komið til
vegna markaðsaðstæðna erlendis.
Meira: nilli.blog.is
Birgitta Jónsdóttir | 5. apríl 2008
Að vera aðgerðasinni
Stundum spyr fólk mig
af hverju ertu ekki að
mótmæla hinu eða
þessu í stað þess sem
ég er að gera. Ég gleymi
alltaf að segja það sem
er augljósast: „Af hverju
ert þú ekki að því?“ Það að gera eitt-
hvað krefst ekki prófgráðu í aðgerð-
um. Það að gera eitthvað til að breyta
því sem manni finnst að mætti betur
fara er jafn einfalt og að taka ákvörð-
un um að fara að stunda meiri hreyf-
ingu. Maður þarf ekkert að hafa náð-
argáfu til að gera eitthvað.
Meira: birgitta.blog.is
Baldur Kristjánsson | 5. apríl 2008
Stofnanarasismi
Enn eru þeldökkir menn undirmáls í
Bandaríkjunum þó þeir
hafi formlega séð sömu
réttindi og þeir hvítu.
Stofnanarasismi, sem
við getum kallað svo, er
innbyggður í þjóðfélagið
og ívilnar þeim hvítu í
einhverjum mæli.
Þessi stofnanarasismi er til staðar
í öllum þjóðfélögum. Hjá okkur ívilnar
hann þeim sem eru af íslensku bergi
brotnir. Þess vegna verða stjórnvöld
að tryggja rétt aðfluttra ætli þau að
stuðla að réttlátu samfélagi.
Meira: baldurkr.blog.is
Ómar Ragnarsson | 5. apríl 2008
Hesturinn ber ekki
það sem ég ber
Þekkt er þjóðsagan af
karlinum sem sat á
hesti og bar þungan
poka á baki sér í stað
þess að hafa hann fyrir
aftan sig á hestinum.
Þegar hann var spurður
að því hvers vegna hann gerði þetta
svona svaraði hann: „Hesturinn ber
ekki það sem ég ber.“ Ríkið hefur í
raun lækkað megin álögur sínar á
eldsneyti undanfarin ár með því að
hafa þær í fastri krónutölu. Tekjuauki
vegna virðisaukaskatts hefur verið
sáralítill.
Ríkið leggur minna á eldsneyti hér
en í nágrannalöndunum og verðið er
lægra hér. En margir virðast gæla við
þá hugsun að stórhækkun verðs er-
lendis frá sé hægt að losna við á svip-
aðan hátt og karlinn á hestinum taldi
sig gera.
Í tilfelli eldsneytiskostnaðarins
samsvarar hesturinn þjóðfélaginu í
heild, karlinn samsvarar ríkissjóði og
pokinn samsvarar hækkandi verði
eldsneytis sem borga þarf erlendum
aðilum. Nú halda menn að hægt sé
að láta ríkissjóð taka pokann og að
þá beri hesturinn (þjóðfélagið) ekki
lengur byrðina.
Hið rétta er að það er ekki hægt að
láta þessa hækkun gufa upp rétt si
svona. Einhver verður að borga hana.
Ef tekjur ríkissjóðs verða minnkaðar
til þess að bera hækkunina hefur rík-
issjóður minna fjármagn til spítala og
skóla. Það þýðir með öðrum orðum
að spítalar og skólar eiga að borga
hækkunina fyrir þá sem nota elds-
neytið.
Um 2010 er áætlað að olíu-
framleiðsla nái hámarki. Eftir það
verða þær olíulindir, sem taka þurfa
við þeim lindum sem þá byrja að
þverra, æ dýrari og erfiðari í vinnslu.
Verðið á þverrandi olíu getur ekkert
nema hækkað og við því er ekki hægt
að finna nein hókus pókus ráð. Hest-
urinn mun þurfa að bera vaxandi
byrði, sama hvað hlaðið verður á bak-
ið á karlinum sem situr á honum.
Að auki er augljóst að kostnaður af
afleiðingum olíunotkunarinnar, lofts-
lagsbreytinganna, verður margfalt
meiri en nokkur „sparnaður“ sem
menn þykjast ætla að finna með því
að „láta einhvern annan“ borga brús-
ann af olíuverðshækkunum.
Meira: omarragnarsson.blog.is
BLOG.IS
Málstofa á vegum verkfræðideildar HÍ
miðvikudaginn 9. apríl, kl. 16:00–18:00,
stofu HT-104, Háskólatorgi.
Eignarhald íslenskra
orkuauðlinda og orkukerfa
í virku markaðsumhverfi
VERKFRÆÐIDEILD www.verk.hi.is
Dagskrá:
» Dr. Bjarni Bessason, prófessor, varadeildarforseti verkfræðideildar:
Ávarp/setning
» Dr. Ragnar Árnason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild:
Orkuauðlindir: Hagkvæmt eignarhald.
» Eyvindur G. Gunnarsson, lektor í lagadeild Háskóla Íslands:
Eignarhald á náttúruauðlindum.
» Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræðideild:
Íslenskar orkuauðlindir: Eignarhald – verðmæti – markaður.
» Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja:
Frumvarp um orkuauðlindir og veitustarfsemi; áhrif
lagasetningar á rekstrarform veitufyrirtækja.
» Fyrirspurnir og pallborðsumræður með frummælendum.
Allir velkomnir ÍSLE
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
18
68
0
4/
08