Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 13
Í bók sinni Holdafar – hagfræðileg
greining, sem út kom í fyrra, mælir
dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir með
eftirfarandi atriðum:
Gagnasöfnun um heilsu, heil-
brigði og lífsstíl verði efld til
muna og hún samræmd yfir
lengra tímabil.
Í kjölfar stórefldrar gagnasöfn-
unar verði leitað leiða til að
styðja við bakið á rannsakendum,
t.d. með aðgengi að umræddum
gögnum.
Stuðlað verði að því að öll börn
og unglingar hafi auðvelt að-
gengi að hollu mataræði á skóla-
tíma.
Settar verði takmarkanir á mark-
aðssetningu hitaeiningaríkrar
fæðu sem beint er að börnum.
Tryggt verði að öll börn og ung-
lingar hafi auðvelt aðgengi að að-
stöðu til hreyfingar.
Ákveðnar matvörur, s.s. drykkir
sem innihalda viðbættan sykur,
verði skattlagðar í samræmi við
almenna skattheimtu í landinu.
Umhverfis- og skipulagsmál miði
að því að gera fólki kleift að
stunda útiveru við ferðir á milli
staða sem og í leik.
TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA
4
,. 6784977+7
:;50
(7(..73000<3005
2@
2A
23
20
B
@
A
3
0
geirsdóttir hefur fjallað um. Hún
birti til dæmis niðurstöður rann-
sókna sinna nýlega í bók sem nefnist
Lifestyle Economics: a Health and
Labor-market Analysis of Iceland og
kom út í janúar á þessu ári. Þar er
fjallað um áhrif offitu á íslenskan
vinnumarkað og sjónum meðal ann-
ars beint að stöðu kvenna á vinnu-
markaðnum.
Enn annar þáttur sem Grossman
og félagar kynntu sér var verð á síg-
arettum en það hefur hækkað jafnt
og þétt undanfarna áratugi, meðal
annars vegna forvarnarsjónarmiða.
„Margar rannsóknir benda til þess
að fólk dragi úr reykingum þegar
verð á sígarettum og skattar hækka.
Þegar fólk lætur af reykingum hætt-
ir því til að þyngjast. Þetta köllum
við í hagfræðinni ómeðvitaða afleið-
ingu. Hér er okkur aftur vandi á
höndum. Eigum við að lækka verð á
tóbaki til að draga úr offitu?“
Að byrgja brunninn
Sumar rannsóknir á offitu beinast
eingöngu að börnum enda oftast best
að byrgja brunninn áður en barnið er
dottið ofan í hann. Grossman segir
heilsuhagfræðina í þessu sambandi
hafa mestan áhuga á áhrifum auglýs-
inga frá skyndibitakeðjum á offitu
barna. „Við söfnuðum afar áhuga-
verðum upplýsingum um auglýs-
ingar skyndibitakeðja í sjónvarpi
sem hafa aukist mjög á síðari árum.
Margt bendir til þess að samhengi sé
þarna á milli en við áttum ekki gott
með að sanna það þar sem gögn um
auglýsingar skyndibitakeðja eru
ekki til langt aftur í tímann.“
Grossman segir heilsuhagfræð-
inga hafa áhuga á að rannsaka a.m.k.
tvo þætti til viðbótar en skortur á
upplýsingum er þeim Þrándur í
Götu. Annars vegar nefnir hann
hreyfingarhegðun fólks, þ.e. hvort
það leggi stund á líkamsrækt af ein-
hverju tagi. „Það er mjög erfitt að
festa hendur á þessu enda þótt það
hafi verið reynt. Niðurstöður eru
misvísandi.“
Hins vegar nefnir Grossman tölvu-
notkun en ýmsar rannsóknir benda
til þess að ungmenni verji upp til
hópa umtalsverðum tíma fyrir fram-
an tölvuskjáinn og hreyfi sig fyrir
vikið minna. „Menn hafa gælt við
þetta en ég hef enn ekki séð neina
rannsókn sýna fram á orsaka-
samband með óyggjandi hætti.“
Flestir deyja af
völdum reykinga
Þá segir Grossman matarvenjur
og eldunaraðferðir fólks stöðuga
uppsprettu vangaveltna í þessum
efnum. Nefnir hann sem dæmi til-
komu örbylgjuofnsins sem hafi
breytt matarvenjum sumra á seinni
árum enda sé matur misjafnlega ör-
bylgjutækur. „Örbylgjuofn gerir
matseldina einfaldari en eykur vænt-
anlega um leið líkurnar á því að fólk
leggi sér kaloríuríkari mat til munns.
Ég ítreka þó að hér skortir okkur
beinharðar sannanir.“
Rannsóknir sýna að reykingar eru
stærsta orsök ótímabærra dauðsfalla
í Bandaríkjunum. Að sögn Grossm-
ans deyja í kringum 400.000 manns á
ári hverju af þeirra völdum. Þar til
fyrir tveimur árum var talið að sjúk-
dómar tengdir offitu drægju um
300.000 Bandaríkjamenn til dauða á
ári hverju. Nýjar rannsóknir benda,
að sögn Grossmans, hins vegar til
þess að líklega séu þessi dauðsföll
nær því að vera 100.000. „Það breytir
þó ekki því að offita er verulegt heil-
brigðisvandamál í Bandaríkjunum.“
Hvað varðar áhrifin á hagkerfið
bendir Grossman á þekktar stærðir
eins og vaxandi heilbrigðiskostnað
vegna fylgikvilla offitu og aukna
lyfjanotkun en ekki síður skert
starfsþrek og þarf af leiðandi tíðari
fjarveru frá vinnu. „Ég er hagfræð-
ingur og hef því tilhneigingu til að al-
hæfa ekki. Fyrir liggur að offita er
persónulegt vandamál margra, and-
legt og líkamlegt, en erfiðara er að
átta sig á því í hvaða mæli hún hefur
áhrif á samfélagið og hvort skil-
greina má hana sem félagslegt
vandamál og vandamál fyrir hið op-
inbera. Þó má með góðum rökum
halda því fram að ef svo sé standi fólk
ekki sjálft straum af kostnaði vegna
gjörða sinna. Þá kemur til kasta
» Örbylgjuofngerir matseld-
ina einfaldari en
eykur væntanlega
um leið líkurnar á
því að fólk leggi
sér kaloríuríkari
mat til munns. Ég
ítreka þó að hér
skortir okkur
beinharðar sann-
anir.
> Þú finnur ýtarlegar
upplýsingar á
www.tr.is
> Þjónustufulltrúar
svara þér í síma
560 4460
> Sendu okkur
fyrirspurn á
netfangið tr@tr.is
> Þjónustumiðstöð
á Laugavegi 114,
sími 560 4400
> Netsamtal – beint
samband í gegnum
www.tr.is
> Umboðsmenn TR
á landsbyggðinni
veita upplýsingar
Veldu þá leið sem hentar best – fyrir þig!
• Greiðslur eru ekki lengur skertar vegna tekna maka
• Frítekjumark vegna fjármagnstekna verður 90.000 kr. á ári
• Vasapeningar til einstaklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækka
• Skerðing ellilífeyris vegna tekna lækkar úr 30% í 25% og frítekjumark hækkar
• Allir greiðsluflokkar lífeyristrygginga hækka um 4% frá 1. febrúar 2008.
Inneign vegna hækkunarinnar var greidd út 1. apríl 2008
Hafðu samband
Bættur hagur lífeyrisþega er leiðarljósið við breytingar á lögum um almannatryggingar.
Frá og með 1. apríl 2008 eru áhrifin eftirfarandi:
Misjafnt er hversu miklar breytingar verða á kjörum hvers og eins enda eru aðstæður lífeyris-
þega mjög mismunandi. Framundan eru frekari breytingar 1. júlí 2008 og 1. janúar 2009.
Hvað berð þú úr býtum?
16