Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Lengi vel var talað um REMsem þá hljómsveit semhefði aldrei stigið feilsporá ferlinum. Í kringum út- gáfuna á Automatic for the People árið 1992, sem stendur enn í dag sem eitt af þeirra allra bestu verk- um, litu menn til baka með hálf- gerðri furðu þar sem meistarar- stykkjunum hafði verið dælt út ár eftir ár, allt frá því að Murmur kom út árið 1983, en leitun er að jafn- mögnuðum frumburði í rokksög- unni. Af jaðrinum Eftir Murmur hóf REM að stað- setja sig sem fremstu neðanjarðar- rokksveit Bandaríkjanna og á end- anum heimsins. Hún átti mikinn þátt í að færa þá strauma sem kraumuðu utan við meginstrauminn nær honum og fyrr en varði var það sem var kirfilega álitið jaðarrokk ekki svo kirfilega úti á kantinum lengur heldur bara melódískt „rokk“ sem útvarpsstöðvar tóku fagnandi. Gullöld REM var þegar sveitin var á mála hjá óháða fyrirtækinu IRS. Þar blandaði hún klassísku, melódísku popprokki að hætti Byrds saman við hráa bílskúrstóna síðpönksins. Tónlistin var því fram- sækin, en nikkaði um leið til fortíð- arinnar, þegar margt af því ending- arbesta í dægurtónlistarsögunni var að fæðast. Þessi samsláttur hefðar og framsækni átti eftir að reynast áhrifaríkur og samferðamenn horfðu opinmynntir upp til fereyk- isins sem hljómsveitina skipaði, það virtist ósnertanlegt um miðbik ní- unda áratugarins en þá komu út plöturnar Reckoning (1984), Fables of the Reconstruction (1985), Life’s Rich Pageant (1986) og svo Docu- ment (1987), allt saman stórkostleg- ar plötur. Document, sem var síð- asta plata sveitarinnar fyrir IRS, var sú sem kynnti hana fyrir al- menningi og sló lagið „The One I Love“ nokkurn veginn í gegn. Næsta plata REM, Green, kom út undir hatti Warner Bros. árið 1988. Þetta var á þeim tíma sem skörp skil voru á milli risanna og hina óháðu, fólk dró umsvifalaust þá ályktun að ef þú gæfir út hjá stóru útgáfufyrirtæki væri tónlistin að sama skapi léleg. Margt hefur breyst síðan þá, Nirvana átti eftir að umbylta þessu 1991 með Nevermind og margir risanna hafa slakað á kröfum og leyft „flippuðu“ lista- mönnunum að gera sitt (en bara af því að þeir vita að þeir græða á því). Fylgismenn REM voru því við það að fara á límingunum við þessar fréttir, yrði hæfileikaríkustu rokk- tónlistarmönnum sinnar tíðar slátr- að á altari Mammons? Fyrsta smá- skífan velgdi þeim líka talsvert undir uggum, hið mjög svo poppaða „Stand“ gaf ekki sérstaklega fögur fyrirheit en svo virtist sem REM- liðar væru viljandi að pota svolítið í hina strangtrúuðu með yfirdrifnu, sykurhúðuðu laginu. Næsta smá- skífa, „Orange Crush“, var hins veg- ar allt annars eðlis og platan í heild sinni nokkuð myrk ef eitthvað er. REM ætlaði greinilega ekki að láta segja sér fyrir verkum, þó að flæði fjármagns til hennar hefði aukist. Næstu plötur, Out of Time (1991) og áðurnefnd Automatic for the People (1992), gerðu REM svo að einni af „stærstu“ hljómsveit heims. Fyrstu merkin um að REM gæti nú brennt af eins og aðrar sveitir, meðlimir væru mannlegir með öðr- um orðum, er Monster (1994), sem telst nú fyrsta tilraun sveitarinnar til að rokka sig upp. Ýlfrandi og bjagaður gítarleikur Peters Bucks er lítt sannfærandi en það var eins og fólk hreinlega tryði því ekki að REM hefði gert plötu sem var undir meðallagi góð. Áhangendur sem gagnrýnendur kepptust við að sann- færa sjálfa sig og hver annan um að þetta væri í rauninni frábær plata. Merkilegt í ljósi þess að tveimur ár- um síðar kom út vanmetnasta plata hljómsveitarinnar, New Adventures in Hi-Fi, plata sem var tekið fálega á sínum tíma en hefur fengið upp- reisn æru á undanförnum árum. Björgunaraðgerðir Árið 1997 gekk trymbillinn Bill Berry úr bandinu og með því hófst löng niðursveifla sem REM er að reyna að brjótast frá á plötunni nýju. Eitt af því sem var talið lykill- inn að farsæld REM var hversu þétt sveitin var á allan hátt, þetta var ekki bara hljómsveit heldur voru hér greinilega á ferðinni fjórir vinir umfram allt. Brotthvarf Berrys breytti sveitinni og hún týndi áttum í kjölfarið, nokkuð sem verður æ Nýjasti ópus REM, Accelerate, ber með sér afturhvarf til rokkaðri tíma. Sveitin fer heilhring, bítur fast í skottið á sér í tilraun til að bjarga andlitinu eftir lakar plötur að undanförnu. En er það nóg? TÓNLIST» REM rokk- ar hringinn » Í fjármálaheiminum erenginn annars bróðir í leik og það er ekki spurt um heið- ur eða sóma heldur auð og áhrif. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir , utanrík- isráðherra og formaður Samfylking- arinnar, í ræðu á f lokksstjórnarfundi. » Það sem olli því að égkyssti básúnuna í hinsta sinn var það hvað mig fór að kitla ofboðslega í varirnar eftir smástund af þessum svakalegu varaæfingum. Norman Bolter , básúnuleikari Boston Symphony Orchestra og Boston Pops, sem staddur var hér á landi t i l að leið- beina íslensku tónlistarfólki og halda tónleika með básúnukór. » Það má velta því fyrir sérað sjúklingurinn sé á röng- um meðulum og vaxtaokrið auki sótthitann. Guðni Ágústsson , formaður Framsókn- arflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi um efnahagsástandið. » Ég kynnti bæði Al Goreog John Kerry á fundum þeirra. Þeir vissu allt um stefnumálin en náðu ekki sam- bandi við fólk. Enginn verður forseti ef almenningi líkar ekki við hann. Jay Rockefeller , öldungadeild- arþingmaður frá Vestur-Virginíu, þegar hann kynnti Barack Obama, forseta- frambjóðanda Demókrataflokksins, á fundi. » Það er ekki einn einasti fótur fyrir því að sífellt sé verið að hlaða einhverju lofi á okkur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtal i í Morg- unblaðinu í kjölfar viðtals blaðsins við Stefán Hjörleifsson, lækni og heimspek- ing, þar sem hann fullyrðir að íslenskir fjölmiðlar séu vi lhall ir ÍE í fréttaflutn- ingi sínum af erfðarannsóknum. » Hér ríkir forræðishyggja,alltaf einhver andandi ofan í hálsmálið á þér. Sturla Jónsson , vörubílstjóri og verk- taki í Reykjavík, einn helsti leiðtogi vörubílstjóra, sem berjast gegn hækk- andi eldsneytisverði með því að stöðva umferð á mikilvægum umferðaræðum. » En að láta ekki eitt heldur tvö tryggingafélög teyma sig á asnaeyrunum dag eftir dag í sex daga samfleytt er ófyrirgefanlegt. Úr aðsendri grein Antons Bjarnasonar íþróttakennara, sem axlar- og mjaðma- grindarbrotnaði á skíðum á Ítal íu, um viðskipti s ín við TM og Visa í kjölfar slyssins. » Það er ekki farið úrfötunum hjá mér. Davíð Steingrímsson , e igandi veit inga- hússins Vegas við Laugaveg, sem sótt hefur um undanþágu frá banni við nekt- arsýningum. » Ég varði til dæmis mann, sem skaut lík, sem hann hélt að væri lifandi. Spurningin var hvort hægt væri að ákæra hann fyrir tilraun til morðs. Alan Dershowitz, einn þekktasti mál- f lutningsmaður Bandaríkjanna, sem varið hefur jafnt fræga einstaklinga sem l ít i lmagna. Ummæli vikunnar Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Til þess var tekið, hvað JohnF. Kennedy Bandaríkja-forseti var fljótur að lesa.Honum gramdist svo hvað samstarfsmennirnir í Hvíta húsinu lásu hægt að hann sendi þá alla á hraðlestrarnámskeið á vegum Eve- lyn Wood, sem hann hafði lært hjá, en hún var frumkvöðull í hraðlestr- artækni í Bandaríkjunum. Víkkun sjónsviðsins Þess var oft getið í fjölmiðlaum- fjöllun um Kennedy, hvernig hann hagræddi sér í ruggustólnum, renndi svo augunum niður hverja síðumiðjuna á fætur annarri og las þannig skýrslur, blöð og bækur á undraverðum hraða. Nokkur hraðlestrarprógrömm eru til fyrir menn og tölvur. Jón Vig- fús Bjarnason, skólastjóri Hrað- lestrarskólans, segir að hraðlestur byggist á markvissri notkun augn- anna og að láta fingur stjórna ferð- inni framan af. Þegar verulegri leikni er náð má fingurinn missa sig. Flest lesum við eitt, tvö orð í einu en hraðlestrarþjálfunin gengur út á að víkka sjónsviðið og fjölga orðunum sem lesin eru saman upp í fjögur, fimm og síðan er farið yfir í að lesa niður miðja síðuna, eða skjáinn, þannig að öll orð í línunni eru lesin saman. Jón Vigfús sagði að á fimmta ára- tug tuttugustu aldarinnar hefði verið farið að kenna hraðlestrartækni eins og hún er í dag en því væri ekki að neita að framganga Kennedys for- seta hefði hleypt nýju blóði í hrað- lestrarnám. Fleiri Bandaríkjaforsetar voru orðlagðir fyrir hraðlestur; Theodor Roosevelt og Jimmy Carter, og fleiri forystumenn innan Bandaríkjanna og utan eru framúrskarandi lestrar- hestar. 25.000 orð á mínútu Sögum ber ekki saman um orða- fjölda eða síðufjölda sem sérstakir lestrarhestar ráða við án þess að missa úr í skilningi. Þeir sem að hraðlestrarnámskeiðum standa aug- lýsa að þátttakendur geti margfald- að lestrarhraða sinn, sumir segja tvöfaldað eða þrefaldað lestrarhrað- ann og aðrir segja lágmarksárangur vera 10.000 orð á mínútu. Menn greinir líka á um hvar mörk skiln- ingsins liggja; þegar lestrarhraðinn er kominn yfir einhver mörk hraki skilningi lesandans á efninu unz hann skilur ekki orð af því sem hann les. Flestir hallast að því að meðal- lestrarhraði með fullum skilningi sé á bilinu 250-350 orð á mínútu og að 500-700 orð á mínútu með fullum skilningi megi teljast harla gott, en lestur á 1000-2000 orðum á mínútu skili aðeins skilningi á helmingi efn- isins. Það á svo við um lestur sem annað að æfinginn skapar meistar- ann. Howard Stephen Berg heitir sá sem gerir kröfu til þess að kallast hraðlæsasti maður heims og státar af því að geta lesið 25.000 orð á mín- útu. Hann hefur margsýnt fram á af- bragðsminni á því efni sem hann les á þessum hraða. Berg rekur hrað- lestrarskóla í Bandaríkjunum og kennir þar auðvitað sína eigin að- ferð. Stafavíxl skiptir engu Margskonar rannsóknir hafa ver- ið framkvæmdar á lestri og lesskiln- ingi. Rannsóknir við nokkra háskóla í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa sýnt að engu skipti þótt stöfum í orð- um sé víxlað ef aðeins fyrsti og síð- asti stafurinn eru réttir. Þetta sýnir að við stöfum okkur ekki í gegnum orðin heldur lesum hvert orð sem heild. Svmkmaæt rnsanókn við Cma- brigde-hkóásla stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stí- asði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið txtanen aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled. Að lesa hraðar og meira, meir’í dag Hraðlestraráhuginn tók kipp þegar John F. Kennedy varð Bandaríkjaforseti og sögur fóru að berast af hraðlæsi hans Sá hraðlæsasti Howard Berg les 25.000 orð á mínútu og komst í Heimsmetabók Guinnes fyrir vikið. HRAÐLESTUR» Sá vinsælasti John F. Kennedy jók áhuga manna á hraðlestri. Reuters Simbabve Stuðningskonur Muga- bes glaðbeittar þótt frambjóðandi þeirra hafi tapað í kosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.