Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Amma Lilla. Það fylgdi því alltaf mikil tilhlökkun að koma í heimsókn á Barðaströndina til ömmu Lillu og afa Sigga. Amma tók á móti okkur eins og filmstjarna, frískleg, sólbrún, uppdressuð og hress meðan afi Siggi bar fram ap- peratíva á milli þess sem hann hrærði aðeins í pottunum í eldhúsinu og gantaðist í gleði sinni yfir að hafa fólkið sitt samankomið. Það var svo hátíðlegt að koma á fallega heimilið þeirra með stássstofunni fínu sem skartaði plussklæddum húsgögnum, póleruðum borðum með styttum og kristalvösum og auðvitað fína píanó- inu þar sem mamma spilaði oft fjör- lega fyrir okkur „La Paloma“ þegar gleðskapurinn í matarboðunum stóð hæst. Heimboðin til ömmu og afa voru oftast tengd afmælum eða tylli- dögum og mættum við fjölskyldan ætíð uppáklædd og vel til höfð á „Nesið“. Strax í forstofunni talaði amma hátt og mikið um það hversu falleg við öll værum og jós yfir mig óspart hrósi og aðdáun meðan hún fór höndum gegnum „fallega hárið mitt“, því hún amma elskaði fallegt hár. Amma Lilla var nefnilega mjög óvenjuleg amma – hún var alls engin ruggustóls amma prjónandi ullar- sokka heldur var hún íþróttakona mikil, sundkennari, íþróttakennari, prófdómari íþrótta hjá menntaskól- unum og hörkutól mikið. Ung lærði amma dans, ballett og Guðrún Lilja Halldórsdóttir ✝ Guðrún LiljaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 17. mars síðastlið- inn. Guðrún Lilja var jarðsungin frá Sel- tjarnarneskirkju 4. apríl sl. fimleika og kom fram í fimleika- og danssýn- ingum víða. Dansinn var ástríðan í lífi henn- ar. Í matarboðunum hjá ömmu og afa fékk ég, litla stelpan, að sitja á púða við borð- stofuborðið, ein með fullorðna fólkinu og drekka appelsín úr fínustu kristal- glösunum. „Nína brýt- ur aldrei neitt,“ sagði amma alltaf hátt og treysti mér fyrir öllu því fínasta á heimilinu. Þegar við vorum orðin fleiri barnabörnin í boð- unum var oft kátt á hjalla eftir mat- inn þegar við krakkarnir fengum að æfa handahlaup, höfuðstöður og fara í brú á fína stofugólfinu meðan amma sjálf gekk um stofuna á hönd- unum! Elsku amma Lilla, Eins og góðri ömmu sæmir varstu alltaf góð við mig, áhugasöm og svo einlægt hreykin af mér. Þú gafst mér óbilandi traust og trú á velgengni mína og trúin þín gaf mér mikinn styrk. Takk, elsku amma mín. Ég og Koby, Daníel og Keren Lilja munum sakna þín og fallega heimilisins á Barðaströndinni mikið í heimsókn- um okkar til Íslands í framtíðinni – alltaf hefur þú verið svo mikilvægur hluti af heimsóknum okkar. Svona er nú lífið og allt í einu verður barna- barnið að kveðja síðustu ömmuna sína og þar með deyr að hluta til barnið í hjartanu mínu þar sem nú eru ekki amma og afi eftir til þess að vera litla góða afa- og ömmustúlkan þeirra. Við munum hlýja okkur við góðar minningar, þakklæti og mynd- ir frá ljúfum samverustundum frá liðnum árum og áratugum. Elsku amma, dansaðu og svífðu í guðs friði – ég er hreykin af þér. Þín, Nína. ✝ Jón AlfreðÓlafsson fædd- ist á Búðum á Fá- skrúðsfirði 23. maí 1943. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 27. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Ólafur Eyjólfs- son sjómaður og verkamaður á Búð- um á Fáskrúðsfirði, f. 22. september 1914, d. 10. desem- ber 2000, og Helga Kjart- ansdóttir, f. 5. janúar 1922, d. 21. febrúar 1997, húsmóðir á heimili þeirra, Reynistað á Fáskrúðsfirði. Jón Alfreð var elst- ur fimm systkina og bjó í foreldrahúsum meðan foreldrar hans voru á lífi. Systkini hans eru Eyjólfur, f. 1944, Þorbjörg, f. 1950, Kjartan, f. 1953, og Elísabet, f. 1956, öll gift, og telur fjöl- skylda þeirra stóran hóp barna. Jón Alfreð fluttist til Reykjavíkur eftir andlát foreldra sinna og dvaldist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Jóns Alfreðs fór fram frá Fossvogskapellu 7. mars. Núna þegar þú ert farinn frá okk- ur leitar margt á hugann, Nonni minn. Þú áttir fljótt við vanheilsu að stríða, strax á unga aldri og er það meira en að segja það að takast á við þá hluti ævilangt, því margir ganga að því sem gefnu í lífinu að þeir hafi heilsuna í lagi. Oft langaði þig að fara út í lífið og gera þá hluti sem okkur hinum finnst svo sjálfsagt að við get- um, en heilsuleysi þitt kom í veg fyrir það. Alltaf var þér gert kleift að búa í foreldrahúsum og var það þér mikils virði. Ég held ég geti fullyrt að öllum systkinabörnum þínum þótti ákaf- lega vænt um þig, mín börn hlökkuðu alltaf jafn mikið til að koma í heim- sókn og finna fyrir þeirri einstöku góðmennsku og gjafmildi sem þér var búin. Þegar móðir okkar lést í byrjun árs 1997, flutti pabbi til okkar á Borgarfjörð, en Kjartan og fjöl- skylda tóku á móti þér, þar sem þau höfðu undirbúið dvöl þína á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem var að ég tel það besta sem fyrir þig gat komið, því þar eignaðist þú strax þína vini bæði meðal vistfólks og ekki síður starfsfólks, auk þess sem þú áttir þitt annað heimili hjá fjölskyld- unni að Bröttukinn 13. Þú varst nokkuð duglegur að heimsækja okkur austur á Borgar- fjörð fyrstu árin eftir að þú fluttir til Reykjavíkur, en smám saman fór að draga úr því, aðallega vegna versn- andi heilsu og ekki síður hvað þú varst fljótur að taka tryggð við þitt nýja heimili. Þar leið þér vel og fannst fyrir öryggi. Þegar þú fórst í mjaðmaaðgerð nú á haustdögum reyndist hún þér erfið og náðir þú þér ekki af þeim veik- indum sem fylgdu í kjölfar aðgerðar og versnaði þér til muna á milli jóla og nýárs. Þegar ég kom að heimsækja þig á Landspítalann í janúar, held ég að þú hafir ekki vitað mikið um veru mína, svo veikur varst þú. En þú náðir þér á strik aftur, að vissu marki, komst aftur heim á Grund og er ég kom aftur til þín í febrúar, sá ég hvað það var þér mik- ils virði að vera hjá þinni stórfjöl- skyldu, því að þá upplifði ég hvað fólkinu þar var annt um þig. Einnig var umhyggja Kjartans og fjölskyldu einstök þá eins og alltaf. Var það mikils virði fyrir þig að fá að kveðja á þessum góða stað. Þó að veraldleg gæði og tækifæri hafi ekki verið mikil í þínu lífi þá finnst mér þú hafa uppskorið það sem svo margir leiða ekki hugann að, en er þó öðrum svo dýrmætt, en það er vináttan, heiðarleikinn, gjafmildin og húmorinn, því það voru þínir eig- inleikar. Ég veit að þín er sárt saknað bæði af ættingjum og vinum, þá sérstak- lega af Einari vini þínum, sem þú varst svo heppinn að kynnast. Með ykkur tókst einlæg vinátta og ég held ég halli ekki á neinn, þó ég þakki honum af alhug fyrir hans vináttu í þinn garð. Alveg er ég með það á hreinu eins og ég sit hérna að það hafa verið miklir fagnaðarfundir þegar mamma og pabbi tóku á móti þér hinum meg- in, þegar þú kvaddir þetta jarðlíf. Bið ég fyrir góðar kveðjur til fólks- ins okkar í nýjum heimkynnum, elsku Nonni minn og þakka innilega fyrir vináttu þína í gegnum árin við mig og mína. Guð veri með þér. Þín systir Elísabet. Mig langar að minnast elskulegs mágs míns, Jóns Alfreðs, sem lést 27. febrúar sl. langt um aldur fram. Jón Alfreð, alltaf kallaður Nonni af sín- um nánustu ættingjum og vinum og stundum af mér „Nonnsi minn“. Það er sárt að þurfa að kveðja svo góðan dreng sem Nonni var. Blíðan, rólegheitin og glettnin voru hans ein- kenni. Oftast sá hann spaugilegu hliðarnar á erfiðum stundum, hvort sem það var í veikindum eða í dag- legu lífi, en allt frá unga aldri hafði hann átt við þau að stríða og aftraði það honum að takast á við vinnu, nema í litlum mæli. Í foreldrahúsum á Reynistað, Fá- skrúðsfirði bjó hann við gott atlæti foreldra sinna og systkina á meðan þau bjuggu heima en þegar móðir hans lést árið 1997 á Landspítalan- um í Reykjavík, brá faðir hans búi og flutti til dóttur sinnar Elísabetar um tíma á Borgarfjörð eystri en hann lést síðar á Dvalarheimilinu Uppsöl- um á Fáskrúðsfirði árið 2000. Nonni flutti eftir stutta veru á Borgarfirði til okkar fjölskyldunnar, hingað í Hafnarfjörð, á meðan hann var að bíða eftir plássi á Dvalarheimilinu Grund, þar sem hann dvaldi í tæp 11 ár. Nonni var hjá okkur fjölskyld- unni á öllum hátíðisdögum, þ.á.m. jólum, páskum og ýmsum uppákom- um. Ekki þóttu honum leiðinlegir bíl- túrarnir sem við fórum oft saman og þá ýmist lengra eða skemmra, t.d. bara í Kringluna og gott kaffi og „gúmmilaði“ eins og hann orðaði það á eftir á kaffihúsi. Nonni átti sína góðu fjölskyldu áfram fyrir austan og skrapp í smá leyfi af og til þegar hann hafði heilsu til. En Dvalarheimilið Grund var orð- ið hans heimili og þar fékk Nonni alla þá umönnun og alúð sem hann þurfti og fljótur var hann að eignast vini því að hjartagæska og glettni hans smit- aði út frá sér og vildi starfsfólk sem og vistmenn kynnast þessum manni sem átti slíka Guðsgjöf. Það er sama hvað í boði var Nonni reyndi að nýta sér alla þá þjónustu og skemmtun sem hann gat sótt á Grund og ófá skiptin urðum við maðurinn minn, Kjartan, þess aðnjótandi að vera með honum ýmist á aðstandenda- kaffi eða öðrum skemmtilegum upá- komum á Grund og það gladdi Nonna mikið að vita af því að mág- kona hans átti að syngja fyrir vist- menn en Kjartan bróður sinn hitti hann nánast á hverjum degi en hann er tónlistarmaður á Grund og sér um morgunstund og tónlistarflutning við messur þar og var Nonni fasta- gestur eins oft og hann gat hjá bróð- ur sínum við slíkar uppákomur. Að lokum vil ég bera fram alúðar- þakkir til heimilisins og alls þess yndislega starfsfólks sem annaðist Jón á meðan hann dvaldist á Dval- arheimilinu Grund og ekki síst eftir að hann komst heim aftur á Grund eins og hann sagði alltaf að spítala- vist sinni lokinni eftir jólin eftir erfið veikindi og rannsóknir en þar beið hans herbergið hans á sjúkradeild V2 og tóku á móti honum kærir vinir sem önnuðust hann þar allt til dauða- dags og ber sérstaklega að þakka þeim. Öllum hans systkinum og öðrum aðstandendum og vinum bið ég Guðs blessunar í þeirri sorg að missa ynd- islegan mann langt um aldur fram. Minning þín lifir, kæri mágur. Elín Ósk. Elsku Nonni minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Minningarnar streyma um huga minn frá því ég var lítill strákur, bæði þegar ég kom í heimsókn til ykkar á Reynistað og eins þegar þú komst til okkar á Borgarfjörð. Þær minningar lifa í hjarta mínu og gleymast aldrei. Minnist ég þess mest þegar þú varst að lauma að mér peningum til að kaupa körfubolta- myndir í bókabúðinni hér heima, svo að ég yrði alveg jafnflottur og hinir strákarnir eins og þú orðaðir það. Hlýjuna og umhyggjuna fann ég allt- af frá þér og eftir andlát þitt, Nonni minn, myndaðist tómarúm í hjarta mínu. Það er gott að þú fékkst hvíldina eftir erfið veikindi og fékkst loksins að hitta ömmu og afa á ný. Takk fyrir allt Nonni minn og Guð veri með þér. Þinn frændi Dagur Björns. Jón Alfreð Ólafsson Vertu sæll kæri vinur, ég kveð þig nú með sorg í hjarta og tár á kinn. Þótt fenni í sporin þín … (Hjálmar, Ferðasót 2007.) … já, þótt fenni í sporin þín kæri frændi gleymi ég þér aldrei. Heimir Þór. HINSTA KVEÐJA Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Faðir okkar, afi og langafi, STEFÁN B. KRISTMUNDSSON, Tunguvegi 3, Reykjavík, lést föstudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Magnús Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Rut Erla Magnúsdóttir, Þórarinn Líndal Steinþórsson, Stefán Magnússon, Rannveig Júníusdóttir, Unnur Erla Þóroddsdóttir, Gunnar Örn Hjálmarsson, Margrét Hrönn Þóroddsdóttir og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA EIRÍKSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis að Lynghaga 6, lést miðvikudaginn 2.apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að hennar ósk. Helga Hallbjörnsdóttir, Eyjólfur Magnússon Scheving, Dóra Hallbjörnsdóttir, Hálfdán Jónsson, Sigríður Hallbjörnsdóttir, Kristjón Kristjónsson, Erla Hallbjörnsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Lilja Hallbjörnsdóttir, Atli Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BERTA GUÐBJÖRG RAFNSDÓTTIR, til heimilis að Hvammsgötu 20, Vogum, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 31. mars. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. apríl kl. 15.00. Eggert N. Bjarnason, Haraldur Dean Nelson, Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.