Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Mig langaði að
setja nokkrar línur á
blað til að minnast elskulegrar
frænku minnar og vinkonu Ágústu
Jónsdóttur sem hefði orðið 85 ára í
dag en hún fæddist 6. apríl 1923 að
Efri-Holtum undir Eyjafjöllum
dóttir hjónanna Guðbjargar Jóns-
dóttur og Jóns Jónassonar móð-
urbróður míns.
Ágústa lést 1. janúar sl á Víf-
ilstöðum eftir langvarandi veik-
indi. Margs er að minnast og
þakka við andlát Gústu frænku.
Allar eru minningarnar einkar
ljúfar og góðar.
Ófáar voru ferðirnar gegnum
tíðina sem ég fór á Langholtsveg
18 til Gústu og fjölskyldu. Ýmist
ég ein eða þá með börnum mínum
Hauki, Katrínu og Jóhönnu, sem
minnast mikillar hlýju og góðvild-
ar í þeirra garð. Já alltaf mætti
okkur einstök elskusemi og fá-
Ágústa Jónsdóttir
✝ Ágústa Jóns-dóttir fæddist á
Efri-Holtum undir
Eyjafjöllum í Rang-
árvallasýslu 6. apríl
1923. Hún lést á Víf-
ilsstöðum aðfar-
arnótt 1. janúar síð-
astliðins.
Ágústa var jarð-
sungin í kyrrþey 9.
janúar 2008.
dæma gestrisni sem
einkenndi Gústu
frænku mína, þá
sama hver í hlut átti.
Enda var oft gest-
kvæmt á Langholts-
vegi 18.
Lífið var nú ekki
alltaf dans á rósum
hjá Gústu frænku
frekar en hjá mörg-
um en hún bugaðist
ekki, held ég að hún
hafi eflst við hverja
raun enda bjó hún
yfir miklu jafnaðar-
geði. Með Gústu frænku er gengin
góð kona sem ekki mátti vamm
sitt vita í neinu. Ég sakna Gústu
enda höfðum við þekkst svo lengi
og bundumst traustum tryggðar-
böndum sem aldrei rofnuðu. Ég
bið guð að blessa minningu þess-
arar mætu konu og óska henni vel-
farnaðar á nýrri vegferð. Ég votta
aðstandendum öllum mína dýpstu
samúð.
Þig faðmi lítinn friðar guðs
og fái verðug verðlaun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
(Jón Trausti.)
Þuríður J. Árnadóttir.
Seinast þegar við
Ólafur Ragnarsson
hittumst hafði hann
misst málið, en þegar ég yfirgaf hús
hans í Bjarmalandi fylgdi hann mér
og sagði við mig fáein orð á talandi
tölvu sem hann hafði komið sér upp
af dæmigerðri útsjónarsemi. Þau orð
festust í minninu. Ólafur gat tjáð sig
býsna vel þó að hann gæti ekki leng-
ur talað.
Ég veit að Ólafur áleit sig gæfu-
mann og það var hann sannarlega.
Starfsævi hans var ævintýri líkust,
hann tók þátt í upphafi íslenska sjón-
varpsins, ritstýrði Vísi þegar hann
var umdeildastur íslenskra blaða og
stofnaði svo eigin bókaútgáfu sem á
tveimur áratugum óx og dafnaði svo
undrum sætti. En mesta gæfa hans
var þó í einkalífinu. Ólafur og Elín
kona hans voru sannir félagar og
samherjar alla tíð og af þeim hefur
sprottið myndarlegur ættbogi sem
hver maður myndi óska sér slíkan.
Ólafur var sérdeilis jákvæður
maður, í öllum merkingum orðsins.
Hann fór brosandi í gegnum lífið,
fullur eldmóðs og áhuga. Í kringum
hann var jafnan líf og fjör og glað-
værð, hann mæddist í mörgu og undi
sér best þegar mikið var á seyði. Þó
kunni hann ekki síður að njóta lífsins
með fjölskyldu sinni og vinum.
Útgáfa var Ólafi bæði hugsjón og
viðskipti. Hann helgaði drjúgan
hluta starfsævinnar því að liðsinna
listinni á þann hátt sem hann best
kunni. Þegar ég var ellefu ára var ég
aðdáandi Gunnars Thoroddsens og
las metsölubók Ólafs um Gunnar upp
til agna. Í fyrra, mörgum árum síðar,
hlotnaðist mér sú ánægja að lesa
seinni bók Ólafs um Halldór Laxness
sem líklega er hans merkasta bók.
Ólafur taldi sig lánsaman að hafa
kynnst Halldóri Laxness og naut
samvistanna við skáldið innilega en
bækurnar nutu á hinn bóginn hins
mikla og einlæga áhuga hans á
manninum og skáldinu Halldóri. Þær
eru samdar af þeirri alúð sem ein-
kenndi allt starf Ólafs að útgáfumál-
um.
Á milli þessara bóka var löng ævi í
námunda við Ólaf og fólk hans, síðan
ég kynntist fjölskyldunni fyrst um
tvítugt. Ólafur var vinur í raun og
þótti sælla að gefa en þiggja. Það var
ávallt gleði og ylur umhverfis hann
og lengi mun stafa birtu af minning-
unni um góðan dreng.
Ármann Jakobsson.
Framkvæmdamaðurinn Ólafur
Ragnarsson er allur. Ótrúlegt að
ekki séu nema rétt tíu ár liðin síðan
þessi vaski drengur lagði á sig æv-
intýralegt, krassandi ferðalag um-
hverfis jörðina til þess að fylgja öld-
ungnum, vini sínum og föður mínum,
síðasta spölinn.
Ólafi barst dánarfregn Halldórs,
pabba míns, alla leið til einhverra
Jómfrúareyja sem ég hef ekki hug-
mynd um hvar eru á hnattlíkaninu.
Held við hliðina á standinum sem lík-
anið trónir á. Ísland lengst frá stand-
inum.
Á köldum og hvössum febr-
úarmorgni sátum við fjölskyldan í
Gljúfrasteini, hnípin og sorgmædd
og veltum fyrir okkur því sem fram-
undan væri. Og hvernig við gætum
komið boðum til hans Ólafs? Í þeim
orðum töluðum, hringir dyrabjallan,
svo opnar einhver kunnuglega fyrir
sjálfum sér og hljómmikil rödd segir
„Komiði blessuð“. Á gólfinu stóð
glæsimennið Ólafur, sólbrúnn í
svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu.
Alltaf óaðfinnanlegur. Því verður
varla lýst hversu óskaplega stemn-
ingin lyftist hjá hnípnu samkomunni.
Ólafur Ragnarsson
✝ Ólafur Ragn-arsson fæddist á
Siglufirði 8. sept-
ember 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 27. mars
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 4. apríl.
Ferðasaga Ólafs var
með þvílíkum endem-
um, að ungir sem aldn-
ir sátu opinmynntir og
hlustuðu. Hvernig Óli
stakk sér til sunds af
báti þarna á Suður-
hafseyjum, synti að
næstu flugstöð, fékk
þar far, og svo aftur
far, og svo bátsfar og
svo far. Allt á sund-
brókinni, þar til hann
komst í flugvallarbúð í
New York, þar fékk
hann sér dressið sem
hann var hér með í og var sem sagt
kominn upp í Mosfellsdal í hríðar-
andstyggð. „Þetta er einsog að horfa
á gamla James Bond-mynd,“ sagði
Gagga, dóttir mín, lágt. Eftir þessa
góðu morgunstund með Ólafi var
hann aldrei kallaður annað en James
Bond hjá krökkunum okkar Dunu
systur.
Ólafur Ragnarsson var ekki ein-
göngu forleggjari föður míns. Hann
varð tryggur fjölskylduvinur og leið
ekki á löngu þar til henni mömmu fór
að þykja sem hún ætti eitthvað í hon-
um. Hann var einstaklega hlýr og
greiðvikinn maður og nutu foreldrar
mínir ríkulega af mannkostum hans.
Fyrir hönd Gljúfrasteinsfjöl-
skyldu kveð ég okkar kæra vin í
hinsta sinn.
Ég votta Elínu, vinkonu okkar,
sonum þeirra hjóna og fjölskyldunni
allri dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Ólafs Ragn-
arssonar.
Sigríður Halldórsdóttir.
Einhvers staðar segir að silfurker-
in sökkvi í sjó og soðbollarnir fljóti.
Einhvern veginn kemur þetta í hug-
ann nú, við andlát Ólafs Ragnarsson-
ar. Við höfðum ekki þekkt Ólaf ýkja-
lengi, en hins vegar þekkt til hans
mun lengur, eins og reyndar flestir
Íslendingar. Við kynntumst honum
fyrst vegna veru annars okkar með
honum í Rótarýklúbbi. Best kynnt-
umst við honum þó er við unnum
saman að málefnum sumarhúsaeig-
enda í Skorradal. Þau kynni leiddu til
einlægrar vináttu. Þar komu margir
af bestu eiginleikum Ólafs berlega í
ljós, sterk réttlætiskennd og rétt-
sýni, mikil þekking, skipulagshæfi-
leikar og einbeitni, skerpa og
skemmtilegheit, mannhlýja og kar-
isma. Ólafur var bæði menningar-
maður og menntaður maður, en það
fer ekki alltaf saman.
Ólafur fékk alvarlegan ólæknandi
sjúkdóm sem dró hann til dauða á ör-
fáum árum. Enginn sér fyrir eigin
viðbrögð við sjúkdómi af því tagi, en
víst er að Ólafur skildi mörg okkar
eftir orðs vant. Slíkt var aflið og
æðruleysið. Ólafur fór mikinn í lífs-
hlaupi sínu, eins og annars staðar er
eflaust rakið. Við fréttirnar af sjúk-
dómi sínum virtist hann hins vegar
heldur færast í aukana. Hann lauk
samtalsbók sinni við Halldór Lax-
ness og kom hún út fyrir síðustu jól.
Síðan bætti hann um betur með
ljóðabók sem út kemur um þessar
mundir. Flestum reynist slíkt um
megn, þótt heilir séu.
Við vottum Elínu, sonunum tveim-
ur og fjölskyldum djúpa samúð okk-
ar. Missir okkar sem Ólaf þekktum
er mikill, þeirra þó miklu meiri.
Sigríður Snæbjörnsdóttir og
Sigurður Guðmundsson.
Kæri vinur.
Nú er komið að kveðjustund, þú
fórst allt of fljótt. Í rúm tvö ár hefur
þú barist við illvígan taugasjúkdóm
og nú orðið að lúta í lægra haldi.
Margs er að minnast nú á kveðju-
stundinni.
Við kynntumst í Verslunarskólan-
um. Þú komst inn í 3. bekk norðan frá
Siglufirði.
Þú varst hress stákur sem færðir
nýtt líf inn í bekkinn. Þú hafðir mörg
áhugamál, ber þar hæst ljósmyndun
og kvikmyndagerð og varst þá þegar
búinn að gera nokkrar kvikmyndir á
8 mm kvikmyndavél. Þú áttir einnig
auðvelt með að setja saman texta
bæði í bundnu og óbundnu máli. Allt
þetta heillaði mig og við urðum mikl-
ir vinir.
Þú varðst síðar heimagangur
heima hjá mér og varðst eins og hluti
af fjölskyldunni og vinátta varð milli
fjölskyldna okkar. Þú hafðir mikil
áhrif bæði á mig og systkini mín,
einkum á bræður mína og val þeirra
á lífsstarfi. Allt þetta viljum við þér
þakka.
Seinna þegar þú varst ráðinn til að
undirbúa stofnun sjónvarps fylgd-
umst við með þér. Öll þín störf
vannst þú af miklum áhuga og smit-
aðir samstarfsmenn þína af eldmóði
þínum og fjöri. Þú áttir glæstan feril
hjá sjónvarpinu og áttir stóran þátt í
hversu vel gekk á fyrstu árum sjón-
varpsins. Nokkrum árum eftir að þú
hættir hjá sjónvarpinu stofnaðir þú
bókaútgáfuna Vöku sem síðar varð
Vaka-Helgafell.
Samhliða bókaútgáfunni starfaðir
þú við ritstörf og skrifaðir fjölmargar
bækur.
Ég og fjölskylda mín viljum þakka
þér samfylgdina og við sendum eft-
irlifandi eiginkonu þinni Elínu
Bergs, sonum ykkar og barnabörn-
um innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að blessa ykkur
öll.
Einar Hjaltason.
Ferða
langur
af stað
lagður héðan í burt.
Verk
hagur
maður
brosir hugur við jurt.
Dagar
eru
bækur
lesnar í öðrum geimi.
Unnir
best
sínum
hag ávallt skrifandi.
Lætur
fara
vel
um sig í nýjum heimi.
Tekur
orð
úr
lofti setur á blað.
Dagur
rís
fagur
tilvera hér hugsandi.
Hugur
unnir
vel
verki á nýjum stað.
Eiginkonu Ólafs, sonum og nánum
ættingjum færi ég mínar hugheilar
samúðarkveðjur.
Valur Höskuldsson.
Þegar mér bárust þau tíðindi að
Ólafur Ragnarsson væri allur var
eins og dofnaði yfir litum lífsins.
Ólafur hafði á undanförnum misser-
um háð harða og hetjulega baráttu
við illskeyttan sjúkdóm þannig að
þessar fregnir komu ekki á óvart. En
höggið var engu að síður fast og
þungt.
Ólafur var gæddur einstökum per-
sónutöfrum sem stór hluti þjóðarinn-
ar man enn frá þeim tímum er hann
var fréttamaður hjá Sjónvarpinu. En
að baki þessari heillandi framkomu
bjó bæði frjó og skörp hugsun og
hlýtt og stórt hjarta. Ég var svo
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Alltaf glaður með glamp-
ann í augunum.
Tilbúinn að hlusta, hlæja
og hughreysta.
Ég vildi að það væru fleiri
eins og Óli. Við mættum öll
taka okkur hann til fyrir-
myndar.
Með virðingu og söknuði.
Jón Gunnar Bergs.
HINSTA KVEÐJA
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkur, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNÍNU HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR
Austurbyggð 17,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða ummönnun.
Guðrún Sigríður Stefánsdóttir,
Sigurjón Eðvaldsdóttir,
Guðmundur A. Stefánsson, Anna Lilja Valdemarsdóttir,
Kristín Helga Stefánsdóttir,
Kolbrún Stefánsdóttir,
Friðrik Adolfsson,
Ómar Þór Stefánsson,
Hulda Vigfúsdóttir,
Stefán Heimir Stefánsson, Anna Halldórsdóttir,
ömmu og langömmubörn.
✝
Hugheilar þakkir færi ég öllum fyrir samúð og
vináttu mér sýnda vegna andláts og útfarar bróður
míns,
JÓNS ÓLAFS TÓMASSONAR
frá Uppsölum í Hvolshreppi.
Sérstakar þakkir færi ég Ísólfi Gylfa Pálmasyni og
fjölskyldu hans fyrir ómetanlega hjálp og vináttu,
sem og Ragnheiði Guðmundsdóttur, fjölskyldu
hennar og gömlum nágrönnum innilegar þakkir fyrir
áralanga vinsemd og aðstoð.
Þá vil ég þakka öllu starfsfólki á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli fyrir ómetanlega umönnun, alla vináttu og hlýhug í garð okkar
bræðranna.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Óskar Tómasson,
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli.