Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 64

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 64
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 1°C | Kaldast -5 °C  Norðan og norð- vestan 3-8 m/s. Hæg- viðri norðvestanlands. Léttskýjað sunnan til á landinu. » 8 ÞETTA HELST» Vantar aðstöðu  Talsmaður atvinnubílstjóra segir að hvíldaraðstöðu með snyrtingum skorti við þjóðvegina svo bílstjórar geti farið að reglum um hvíld- artíma. » 2 Borgarráð svarar  Borgarráð hefur svarað fyr- irspurnum umboðsmanns Alþingis vegna REI-málsins. Þar kemur fram að kjörnir fulltrúar svöruðu ekki fyrra erindi umboðsmanns. » 46 Óttast blóðsúthellingar  Stjórnarandstaðan í Simbabve sagði í gær að Robert Mugabe for- seti og stuðningsmenn hans hygð- ust beita ofbeldi til að halda völd- unum. Hún skoraði á Sameinuðu þjóðirnar að gera þegar í stað ráð- stafanir til að afstýra blóðsúthell- ingum í landinu. » 6 Vill nýja matvælalöggjöf  Ósoðið innflutt kjöt mun sjást í búðum hérlendis ef frumvarp Ein- ars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gengur eft- ir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að taka algerlega upp matvælalöggjöf Evr- ópusambandsins og væntir ráðherra þess að hún muni auka samkeppni á kjötmarkaði. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Reisn mannsandans Forystugreinar: Reykjavíkurbréf Er ekki komið nóg? Ljósvaki: Íslenskan er alltaf …málið UMRÆÐAN» Áhyggjur af gengi krónunnar Nýr formaður VM Álver í Helguvík 2010 Alcan fær góðar einkunnir Góð tíðindi á fjarskiptamarkaði Fjárhagsaðstoð í slæmu árferði Opið bréf til umboðsmanns barna Stóriðja á ábyrgð ríkisstjórnar ATVINNA » TÍSKA» Naomi Campbell aftur í kast við lögin. » 56 Upprennandi lista- menn láta ljós sitt skína í Cosi fan tutte eftir Mozart í Óp- erustúdíói Íslensku óperunnar. » 57 TÓNLIST» Kærastar og kærustur KVIKMYNDIR» Leikarar Clooneys velt- ast um í leðjubaði. » 59 KVIKMYNDIR» Handrit klárt að mynd upp úr Gauragangi. » 60 Höfundur vefsíðu gerir grín að hvítu fólki með kórréttar skoðanir og viðhorf. Í bígerð er bók byggð á síðunni. » 63 Eftirlæti bleiknefja VEFSÍÐUR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlát: Hanna Frímannsdóttir 2. Sviðsetur morð sem hún framdi 3. Íslensku bankarnir að koma inn … 4. Óþarfi að drekka átta vatnsglös … WOLFGANG Pomorin, staðarhaldari á Reyn- isvatni í Reykjavík, var í gær að undirbúa slepp- ingu á 500 silungum, 2-15 punda þungum. Nokk- ur ísskán hafði myndast á vatninu og þurfti að brjóta hana áður en fiskunum var sleppt. Á hverjum laugardegi er haldin veiðikeppni í Reynisvatni og sagði Wolfgang að ef ísinn bráðn- aði ekki í gær yrði keppnin haldin í dag. Nú er hægt að veiða í Reynisvatni allan ársins hring. Morgunblaðið/Kristinn Ísinn var brotinn á Reynisvatni í gær til að sleppa þar fiskum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BANDARÍSKI tónlistarmaður- inn Paul Simon heldur tónleika í Laugardalshöll þriðjudagskvöld- ið 1. júlí í sumar. Simon er hvað þekktastur sem annar helmingur dúettsins Simon og Garfunkel sem hann stofnaði ásamt Art Garfunkel árið 1957, en þeir félagar sendu frá sér ódauðleg lög á borð við „Mrs. Robinson“ og „Bridge over Troubled Water“. Simon hefur einnig átt gifturíkan sólóferil og þekkja eflaust margir lagið „50 Ways to Leave Your Lover“ frá árinu 1975. Simon hefur hlotið fjölmörg Grammy-verðlaun, fyrir samstarfið við Garfunkel og sólóferil sinn. | 61 Paul Simon með tónleika á Íslandi Paul Simon VERKAMENN eru að reisa rúm- lega 30 metra háan turn úr still- ansaefni við Austurá, sem rennur til hafs milli Manhattan-eyju og hverfanna The Bronx og Queens í New York. Þetta er fyrsti stall- urinn af fjórum sem fossar lista- mannsins Ólafs Elíassonar munu falla fram af í Austurá í sumar. Þessi fyrsti foss er nokkuð fyrir ofan Brooklyn-brúna, sem er eitt af kennileitum borgarinnar, en annar mun flæða undir brúnni. Fossarnir verða knúðir vistvænni orku og lýstir upp eftir sólsetur. Public Art-sjóðurinn, sem fjár- magnar verkið, hefur unnið með yfir 500 listamönnum á þremur áratugum en stjórnendur sjóðsins segja þetta metnaðarfyllsta og dýrasta verkefnið til þessa. „Þetta fær fólk niður að vatn- inu. Verkið dregur að þúsundir gesta, milljónir dollara og spennu,“ sagði aðstoðarborg- arstjórinn í New York, Patricia Harris. „Þetta mun höfða til fólks á öllum aldri,“ bætti hún við í samtali við sjónvarpsstöðina NY1. Fossarnir byrja að falla um miðjan júlí og renna fram í októ- ber. Vinna hafin við Fossa Ólafs Elíassonar í New York Ljósmynd/Birna Anna Björnsdóttir Hár Sá fyrsti af fjórum stöllum, sem fossar Ólafs Elíassonar munu falla fram af í Austurá í New York í sumar, er að rísa við ána.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.