Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 1

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 102. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HVERNIG ER ÁLFUR? HVAÐ GEKK PHILIPP BERGMEISTER TIL MEÐ ÞVÍ AÐ VARPA MYNDUM Á HALLGRÍMSKIRKJU? >> 36                         !   "    #  $   %  $&  ' ( %   )  *+   ,--. ,/   ,--0                               1 FRÉTTASKÝRING Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is VIÐ þurfum að leita langt aftur í tímann til að sjá viðlíka vexti. Ef einhvern tímann er hagstætt að spara er það við þessar að- stæður,“ segir Tómas Möller, for- stöðumaður verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans. Vextir á innlánsreikningum banka og sparisjóða, sem voru ákvarðaðir 11. apríl sl., hafa vart verið hærri í nær tvo áratugi. Kjörin taka mið af stýrivöxtum Seðlabankans, sem eru nú 15,5% en voru síðast 15% um mitt ár 1989. Flestir bankar og sparisjóðir bjóða upp á tvær megingerðir sparireikninga. Annars vegar óverðtryggða reikninga með litlum eða engum binditíma og háum vöxtum, hins vegar verðtryggða reikninga með nokkurra ára binditíma og lægri vöxtum. Vaxtamun- urinn tekur mið af verðbólgustiginu, sem síðast mældist 8,7%. Hærri innistæða gefur hærri vexti Hæstu vextir á óverðtryggðum spari- reikningum eru iðulega á svonefndum markaðs- eða vaxtareikningum. Þeir eru ýmist á bilinu 11,5-15,5% eða 14,5-16,8% eftir því hvaða banka eða sparisjóð skipt er við. Ef innistæðan er t.a.m. ein milljón, bera markaðsreikningar þessir almennt yfir 14% vexti. Yfir 16% vextir fást ekki nema með 40-60 milljóna innistæðu. Þessir reikningar eru yfirleitt ekki bundnir nema til tíu daga í mesta lagi, en stundum miðast vextirnir við hversu lengi upphæðin hefur staðið inni. Svokallaðir peningamarkaðssjóðir eru einnig í boði, þar sem sjóðstjóri fjárfestir í öruggum skammtímabréfum fyrir hönd viðskiptavina. Tómas segir vaxtastig slíkra sjóða hreyfast í takt við stýrivexti, líkt og markaðsreikninganna. Ávöxtunin sé oft svipuð ef um minni upphæðir er að ræða. Vextir verðtryggðra reikninga eru nú á bilinu 6,9-7,7%. Þeir eru yfirleitt bundnir í þrjú til fimm ár og geta að sögn Tómasar reynst vel þegar verðbólga er mikil. Loks eru í boði höfuðstólstryggðir reikn- ingar, þar má fjárfesta á verðbréfa- og gjaldeyrismörkuðum. „Ávöxtun þeirra tekur mið af verðbreyt- ingu á vöru eða vísitölu, svo sem gengi á gulli eða úrvalsvísitölu,“ segir Þórdís Páls- dóttir hjá viðskiptabankasviði Kaupþings. Bestu kjör á sparnaði í áraraðir Óverðtryggðir vextir allt að því 16,8% „ÞAÐ ERU erfiðir mánuðir fram undan sem munu krefjast mikils styrks,“ sagði Silvio Ber- lusconi, næsti forsætisráðherra Ítalíu, sigurreif- ur eftir að hægri menn fóru með sigur af hólmi í nýafstöðnum þingkosningum. Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, sem mun fara fyrir hinni nýju stjórn ásamt Frelsisflokknum, bandalagi nokkurra hægri- flokka undir forystu Berlusconis, sagðist í gær myndu virða sameiginlegar áætlanir þeirra. Hann myndi ekki halda Berlusconi í „gíslingu“. Hægrimanna á Ítalíu bíður það erfiða verkefni að blása í glæður efnahags landsins, en útlit er fyrir lítinn hagvöxt í ár. | Miðopna Silvio Berlusconi Berlusconi boðar erfiða tíma á Ítalíu Fló á skinni >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is Hringdi á undan sér  Maður sem grunaður er um aðild að hrottalegu morði í heimalandi sínu, Póllandi, gaf sig fram við lögreglu um sjöleytið í gærkvöldi  Gæsluvarðhalds krafist í dag Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Önund Pál Ragnarsson ALÞJÓÐADEILD ríkislögreglustjóra barst í gær handtökubeiðni frá skrifstofu alþjóðalög- reglunnar Interpol í Varsjá í Póllandi vegna Pól- verjans sem dvelst hér á landi og er grunaður um aðild að hrottalegu morði í heimalandi sínu. Þetta staðfestir Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá alþjóðadeild. Eftir að þetta var kunngert hringdi maðurinn í lögreglu og lét vita af því að hann myndi gefa sig fram á lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu. Þangað mætti hann svo rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi, þar sem hann var handtekinn. Tekin var af honum skýrsla og hann því næst vistaður í fangageymslu. Í dag breytingar í samræmi við hana. Svo verði samn- ingurinn lagður fram til fullgildingar. Björn telur þó ekki að hér á landi sé að finna sérstakt skjól fyrir erlenda afbrotamenn á Evrópska efnahags- svæðinu, þar sem í stjórnkerfinu sé tekið með skjótum hætti á þeim framsalsbeiðnum sem stjórnvöldum berast að utan. „Þetta er ekki rétt þegar litið er á hversu fljótt er brugðist við ef til- mæli koma. Það getur vel verið að einhver hafi talið þessum mönnum trú um að þeir hafi meira skjól hér, en ég vil alls ekki að íslensk löggjöf sé þannig eða sé túlkuð þannig,“ segir Björn. verður krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom nafn mannsins fyrst til skoðunar þegar hann var talinn hafa verið í hópi manna sem ruddust inn í íbúð í Reykjavík og ógnuðu íbúum. Íbúarnir vildu ekki kæra, en farið var að spyrjast fyrir um manninn í kjölfar þessa. Pólsk stjórnvöld biðja um framsal Framsalsbeiðni frá pólskum stjórnvöldum barst dómsmálaráðuneytinu strax í gær, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins. Björn segir þar að Ísland hafi samið við ESB um aðild að evrópsku handtökutilskipuninni. Ver- ið sé að semja frumvarp um nauðsynlegar laga- Reglur um framsal einfaldaðar mbl.is | Sjónvarp LÍF og fjör var á generalprufu nemenda Ball- ettskóla Eddu Scheving í Borgarleikhúsinu í gær. Hópar ungra og upprennandi dansara æfðu þar sporin fyrir aðalsýninguna sem hald- in verður í dag fyrir ættingjahópinn sem auð- vitað horfir á fullur stolts og aðdáunar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ballettskór, tútú og fullt af brosum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.