Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 4

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ er vilji Póstsins og okkar skilningur á ábyrgð Póstsins að þeir beri ábyrgð á því að póstur sé í vörslu póstrekanda þar til hann er borinn út til viðtakanda, “ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), en Friðrik Pétursson, lögfræðingur hjá PFS, átti í gær fund með Tryggva Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Póstsins, þar sem farið var yfir fréttir síðustu daga og verklag póstsins. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag kom fram að algengt vinnulag virðist vera hjá Póstinum að póstburðar- pokar séu keyrðir út og skildir eftir án eftirlits utandyra eða í ólæstum stigagöngum fjölbýlishúsa, þar til póstburðarmaður á hverjum stað nær í pokann. Að sögn Hrafnkels var á fundinum farið sérstaklega yfir þau atriði er lúta að því í hvaða tilvikum pósturinn er skilinn eftir án eftirlits og hvaða aðgerða Pósturinn ætli að grípa til nú þegar til að koma í veg fyrir slíkt. Að sögn Hrafnkels er það aðeins í undantekningartilvikum sem töskur hafa verið skildar eftir með þessum hætti. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að póstburðartaska sé skilin eftir í einn til tvo klukkutíma án eftirlits eftir að hún er afhent á einhverjum stað þangað til póstburð- armaðurinn nær í hana. Um það er enginn ágreiningur og alveg ljóst að fyrir það þarf að taka nú þegar,“ seg- ir Hrafnkell og bendir á að meðal þeirra úrræða sem hægt sé að grípa til sé að koma upp læstum geymslum á afhendingarstað líkt og gert hafi verið í Ísafjarðardjúpi. Að sögn Hrafnkels hyggjast forsvarsmenn PFS og Póstsins funda fljótlega um málið aftur og fara yfir þær ráðstaf- anir sem Pósturinn hafi þá þegar gripið til vegna málsins. Óásættanlegt að skilja töskur eftir SIÐANEFND Læknafélags Ís- lands hefur sýknað Vilhjálm Rafnsson, fyrrv. ritstjóra Lækna- blaðsins, af kæru Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar. Kærði Kári þá ákvörðun Vilhjálms að birta í blaðinu grein eftir Jóhann Tóm- asson lækni, en fullyrðingar í greininni taldi Kári að brytu gegn siðareglum lækna og einnig gegn ákvæðum hegningarlaga um meiðyrði. Taldi Kári að Vil- hjálmur hefði brotið siðareglur með því að birta greinina. Ekki fór á milli mála hver hinn brotlegi var Siðanefndin hefur áður komist að þeirri niðurstöðu í desember, að ummæli í greininni brytu gegn siðareglum lækna. Greinin var merkt höfundi sín- um með nafni og mynd. Því hafi ekki farið á milli mála hver hinn brotlegi sé. Samkvæmt lögum beri höf- undur refsi- og fébótaábyrgð á efni rits, hafi hann nafngreint sig. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna Vilhjálm af kærunni. Ritstjórinn sýknaður Meistaranám í þroskaþjálfafræði Tækifæri til að öðlast framúrskarandi sérfræðiþekkingu og hæfni til að leiða umbóta- og þróunarstarf í málefnum fatlaðra MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl / Skráning og upplýsingar á www.khi.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráð- herra Nýfundnalands og Labrador, undirrituðu samkomulag um tvíhliða samstarf í St. John’s, höfuðborg fylkisins, í gær. Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir samráði og upplýsingaskiptum, greiningu á sameiginlegum hagsmunum og leit að hagnýtum samstarfsverkefnum. Hafa áhuga á Íslendingum Með samkomulaginu er sér- staklega stefnt að samstarfi á sviði menningar, mennta og lista, en hvað fleira sér Geir fyrir sér? „Það eru ótal möguleikar á sviði viðskipta, í tengslum við ferðamennsku og fleira. Ég tel að fríverslunarsamn- ingurinn milli EFTA og Kanada komi að gagni í því sambandi og sömuleiðis loftferðasamningurinn við Kanada,“ segir hann. „Við eigum mikla og góða vini á þessum slóðum. Þeir hafa áhuga á samskiptum við Íslendinga og telja sig geta ýmislegt af okkur lært.“ Þar vísar Geir ekki síst til sjávarútvegsmála, en Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, er með honum í för og hitta þeir þarlendan starfsbróður Jóhanns að máli í ferðinni. Í kvöld ávarpar Geir kennara og nemendur Memorial-háskóla í St. John’s. Efni fyrirlestrarins verður „Lítið land, mikill árangur: Dæmið af Íslandi.“ Þar lýsir hann vegferð Íslendinga til bjargálna. Þá heimsótti Geir Brandeis- háskóla í Massachusettsríki Banda- ríkjanna sl. föstudag og flutti þar há- tíðarræðu. Geir nam sjálfur við skól- ann á sínum tíma á svonefndum Wien-námsstyrk, en verið var að fagna hálfrar aldar afmæli þeirrar stofnunar. Alls hafa tólf Íslendingar hlotið þann styrk en einnig voru á staðnum styrkþegarnir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, Guðrún Edda Gunnarsdóttir tölvunarfræð- ingur og dr. Ásta Sveinsdóttir. Samstarf við Kanadabúa Ljósmynd/Forsætisráðuneytið Vinaþjóðir Danny Williams og Geir H. Haarde skrifa undir. Geir flytur ávarp við háskóla í St. John’s í dag. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ er reynt að brugga úr hverju sem er. Það er jafnvel drukkin skó- sverta,“ segir Jón Sigurðsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni. Tveir fangar voru í Héraðsdómi Suður- lands í síðustu viku dæmdir til refs- ingar vegna hrottafenginnar lík- amsárásar á samfanga í júlí í fyrra. Í framburði ákærðu og vitna kom fram að árásin átti sér stað í kjölfar þess að nokkrir fangar sátu saman að drykkju í klefa eins þeirra. Fram kemur í dóminum að ákærði í málinu hafi hafið áfengisneysluna einn en síðan farið inn til með- ákærða „og hefðu þeir setið saman að drykkju í klefa meðákærða“. Jón bendir á að föngunum sé heimilt að fara milli klefa frá klukk- an átta á morgnana og fram til klukkan 22 á kvöldin. Jón segir að í málinu sem dæmt var í virðist sem mennirnir hafi komið af stað bruggi úr svonefndu hraðgeri, sem gerjast á skömmum tíma. Slík mál komi afar sjaldan upp. Hann segir að yfirleitt sé það svo að lykt af brugginu finnist und- ireins og það sé þá gert upptækt. Oftast sé framleiðslan þannig að menn verði veikir af því að neyta hennar. Þrír verðir og 55 fangar Tveir fíkniefnaleitarhundar eru á Litla-Hrauni og kom sá fyrri í fang- elsið fyrir rúmu ári. Eftir það hafi staðan í fíkniefnamálum batnað, en um leið hafi viss hópur manna reynt að sækja í aðra vímugjafa. Að sögn Jóns hafa mjög margir fanganna verið í neyslu áður en þeir komu til afplánunar á Litla- Hrauni. „En stór hluti þessa hóps hér í fangelsinu tekur sig á,“ segir hann. Dagleg eða vikuleg vandræði vegna vímuefnaneyslu eigi við um um það bil 10% fanganna.“ Mikið vinnuálag sé á fangavörð- um á Litla-Hrauni. „Við erum með þrjá menn þar sem eru 55 fangar á fimm mismunandi deildum,“ segir Jón. Ekki liggi fyrir fjárveiting til þess að hafa fleiri fangaverði við störf. „Reynt að brugga úr hverju sem er“ Morgunblaðið/RAX KARL og kona, sem voru í sum- arbústað í Þingvallasveit, þar sem eldur kom upp aðfaranótt sunnudags, voru handtekin eftir að þau voru útskrifuð af sjúkra- húsi en talið var að þau hefðu fengið reykeitrun. Karlmaðurinn er jafnframt tal- inn hafa ráðist á konuna og veitt henni áverka. Bústaðurinn er í Miðfellslandi í Þingvallasveit. Tæknideild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang og segir lögreglan á Selfossi að grunur leiki á að karl- maðurinn hafi borið eld að hús- inu sem konan mun hafa haft að- gang að. Málið er í rannsókn og munu frekari yfirheyrslur fara fram næstu daga en bæði karlinn og konan hafa verið látin laus, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Grunur um íkveikju og líkamsárás ÚTGÁFU fríblaðsins BostonNOW sem, eins og nafnið gefur til kynna, kemur út í Boston-borg í Bandaríkj- unum hefur verið hætt. Í Boston Business Journal er því haldið fram að aðaleigandi blaðsins, Baugur Group, standi frammi fyrir fjárhags- vanda og hafi því ákveðið að selja all- ar eignir sem ekki lúta að smásölu. Í tilkynningu frá BostonNOW segir að heilbrigðum rekstri sé skyndilega hætt vegna efnahagsaðstæðna á Ís- landi. Lokunin kom á óvart Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær- kvöldi, að sl. föstudag hafi verið gengið frá samningi um að selja framkvæmdastjórn bandaríska frí- blaðsins BostonNOW hlut Stoða In- vest í blaðinu. Lengi hafi staðið yfir viðræður um að sameina Bost- onNOW og önnur fríblöð í borginni með það fyrir augum að styrkja rekstrargrundvöllinn. Þegar eignarhlutur Baugs Group í fjölmiðlum og fjarskiptafélögum var seldur til Stoða Invest fyrir skemmstu, hafi verið ákveðið að end- urskoða blaðaútgáfuna í Boston. Sl. föstudag var Dagsbrun Media USA Inc. selt til framkvæmdastjórnar blaðsins með það að markmiði, að framkvæmdastjórnin leiddi samein- ingarviðræður við önnur blöð til lykta og Stoðir Invest myndu e.t.v. eiga lít- inn hlut í sameinuðu útgáfufélagi. Þórdís segir, að það hafi því komið mönnum í opna skjöldu þegar fréttist í gær að blaðinu hefði verið lokað. Þá séu skýringar Russells Pergaments, framkvæmdastjóra blaðsins, að um sé að kenna versnandi efnahags- ástandi á Íslandi, út í hött. Dagsbrun Media USA Inc. sem stóð fyrir útgáfu BostonNOW, var stofnað af Dagsbrun Media í Dan- mörku, sem gefur út Nyhedsavisen. Stoðir Invest eiga 49% hlut í danska félaginu. BostonNOW kom fyrst út 17. apríl á síðasta ári og hafði vaxið ört síðan en því var dreift um al- menningssamgöngukerfi borg- arinnar. Upplagið var upphaflega 59 þúsund eintök á dag en var orðið 119 þúsund eintök undir það síðasta. BostonNOW hættir útgáfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.