Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 6

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „BÆJARSTJÓRN Vestmanna- eyja hefur á öllum tímum verið al- veg samstiga um að 30 mínútna sigling milli lands og Eyja sé næst- besti kosturinn á eftir jarð- göngum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um afstöðu bæjarstjórnar til ferjusigl- ingar milli lands og Eyja og bygg- ingar hafnar á Landeyjarsandi. „Það var einróma niðurstaða okkar að jarðgöng væru langbesti kosturinn, en eftir að þau voru slegin út af borðinu, illu heilli, þá vildum við frekar horfa til þess að sigla í 30 mínútur frekar en 2 tíma og 45 mínútur.“ Elliði sagði að Vestmanna- eyingar væru orðnir mjög lang- þreyttir á stöðu samgöngumála. Hann sagðist að nokkru leyti líta á undirskriftasöfnun gegn Land- eyjahöfn sem mótmæli við hvernig haldið hefur verið á samgöngu- málum Eyja- manna. Þarna fyndi fólk far- veg fyrir óánægjuna. Jafnframt mætti líta á þetta sem stuðning- yfirlýsingu við jarðgöng. Rangfærslur hjá þeim sem mótmæla höfninni Elliði sagði að sér þætti miður að sjá þær rangfærslur sem kæmu fram hjá þeim sem stæðu fyrir söfnuninni og þær drægju að nokkuð úr trúverðugleika hennar. „Því er haldið fram að það taki 40 mínútur að sigla milli lands og Eyja, en það tekur 30 mínútur. Því er haldið fram að það verði ófært stóran hluta úr árinu, en niður- staða Siglingastofnunar er að frá- tafir í Landeyjarhöfn verði sam- bærilegar og í Þorlákshöfn. Svo er því haldið fram að Suðurlands- vegur að Selfossi sé með hættuleg- ustu vegum á Íslandi, en það er fjarri. Þetta er beinn og breiður vegur en fólk sleppur ekki við Hellisheiði og Þrengslin þó það fari um Þorlákshöfn.“ Hann sagði að í söfnunina væri blandað ósk um stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, sem væri óháð þessu máli. Hann sagðist sjálfur eindregið getað tekið undir þá kröfu. Ný höfn næstbesti kosturinn Bæjarstjórinn seg- ir að Eyjamenn hefðu viljað göng Morgunblaðið/Ásdís Höfn Siglingastofnun hefur rannsakað aðstæður á Langeyjarsandi. Elliði Vignisson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÁSTANDIÐ er hið sama, það er ekkert að gerast,“ segir Þórdís Borgþórsdóttir, trúnaðarmaður svæfingahjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við Hringbraut. 96 hjúkrunarfræðingar af gjör- gæslu-, skurð- og svæfingasviði hætta að óbreyttu 1. maí nk. Ein- hverjir eru þegar komnir með aðra vinnu. Þórdís segir fulla alvöru í uppsögnunum og að þær standi. Hún veit ekki til þess að neinir hjúkrunarfræðingar hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Engir fundir hafa verið milli hjúkrunarfræðinganna og yfir- stjórnenda LSH síðan 1. apríl sl. og engir fundir verið boðaðir á næst- unni. „Þetta er algjör pattstaða,“ segir Þórdís. Ekkert heyrist frá stjórnendum. „Þeir halda sínu til streitu líka,“ segir hún. Á síðasta fundi hafi stjórnendur lagt fram til- lögur sem Þórdís segir hjúkrunar- fræðinga ekki hafa getað sætt sig við. Fara í önnur störf Fundur sem fulltrúar geisla- fræðinga á myndgreiningadeild Landspítala áttu með yfirstjórn spítalans nýverið skilaði ekki held- ur árangri. Ætlar stjórn spítalans nú í vikunni að ræða einslega við hvern og einn geislafræðing. 30-40 geislafræðingar hafa sagt upp störfum, eða yfir 90% þeirra sem starfa á myndgreiningardeild LSH. Líta þeir svo á að uppsagn- irnar taki gildi 1. maí nk. en stjórn- endur spítalans telja hins vegar að þær muni ekki taka gildi fyrr en 1. júní nk. Katrín Sigurðardóttir geisla- fræðingur veit ekki til þess að nein- ar uppsagnir hafi verið dregnar til baka. „Geislafræðingar eru svo lágt launaðir að þeir munu ekki endi- lega fara í störf á sínu sviði hætti þeir hér störfum,“ segir Katrín. „Miðað við kjörin fara þeir annað, þeir fá hærri laun í ósérhæfðum störfum úti í bæ.“ Hún segir geislafræðingana sem sögðu upp þegar vera farna að leita sér að annarri vinnu. „Það er lítill tími til stefnu og lítið hefur gengið í viðræðum [við spítalann],“ segir Katrín. Geislafræðingar á LSH eru ósáttir við breytingu sem gerð var á þeirra vinnutíma nýverið. „Við höfum lægstu grunnlaun háskóla- menntaðra stétta sem var réttlætt með því að við hefðum kost á eft- irvinnu. En nú á að draga úr öllu slíku og þá duga þessi laun ekki lengur fyrir fólk. Það er í raun verið að biðja um meira vinnuframlag en að fólk fái minna fyrir sinn snúð.“ 96 hjúkrunarfræðingar og 30-40 geislafræðingar hætta 1. maí að öllu óbreyttu Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa Í HNOTSKURN »Breyta á dagvinnufyrir-komulagi hjá hjúkrunar- fræðingum á deildum Land- spítala og taka upp vakta- vinnufyrirkomulag. »Auk þess að skerða veru-lega heildarlaun telja hjúkrunarfræðingar að breyt- ingarnar muni gera mönnun erfiðari og vinnuskilyrði lak- ari. INNLENDUR bjór er stöðugt að auka markaðshlutdeild sína í samkeppni við innfluttan bjór. Á síðast ári var 66% af öllum bjór sem ÁTVR seldi inn- lendur, en þetta hlutfall var 64% árið 2006 og 52% árið 1998. Þetta kemur fram í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2007. Í fyrra seldi ÁTVR 19.555 lítra af áfengi sem er aukning um 5,9% milli ára. Þetta er haldur minni aukning en árin á undan þegar áfengissala jókst árlega um 7-8%. Bjór er um 78% af áfengissölu ÁTVR. Sterkt áfengi er tæplega 5% af sölunni, en sala á því jókst hins vegar mikið á síðasta ári og mun meira en sala á bjór og léttu áfengi. Tekjur ríkissjóðs af áfengi námu sam- tals 15,3 milljörðum í fyrra, sem er aukn- ing um tæplega einn milljarð milli ára. Áfengisgjaldið skilaði 6,5 milljörðum, virðisaukaskattur 4,7 milljörðum, magn- gjald tóbaks 3,9 milljörðum og arður í rík- issjóð nam 152 milljónum. Stöðugt meira selst af inn- lendum bjór „ÉG held að það hafi enginn áhuga á löngum samningi eins og staðan er í dag,“ segir Signý Jóhannesdóttir, for- maður samninga- nefndar Starfsgreina- sambandsins (SGS), sem semur við ríkið. Samn- ingur sambandsins við ríkið rann út um síðustu mánaðamót. Samninganefnd SGS á fund með samn- inganefnd ríkisins nk. fimmtudag. Samn- ingamenn ríkisins hafa undanfarna daga verið að taka á móti kröfum frá opinber- um starfsmönnum, en samningar þeirra renna út eftir tvær vikur. Að nokkru leyti eru félagsmenn í SGS að vinna sambærileg störf og hópur fé- lagsmanna í BSRB. Signý sagði að SGS vildi að sjálfsögðu fylgjast með því sem gerðist hjá BSRB, en ekki væri um neitt samráð milli aðila að ræða líkt og var þeg- ar landssamböndin innan ASÍ sömdu 17. febrúar sl. Signý sagði að í samningunum 17. febr- úar hefði verið lögð áhersla á að bæta hag þeirra sem væru eingöngu á töxtum og setið hefðu eftir. Félagsmenn SGS sem störfuðu hjá ríkinu væru nánast allir á töxtum og það væri því brýnt að bæta kjör þeirra. Enginn áhugi á löngum samningi Signý Jóhannesdóttir SIGURÐUR Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunar, segir reiknað með að fella þurfi niður ferðir Herjólfs 5-9 daga á ári vegna veðurs eftir að Landeyjarhöfn hafi verið tekin í notk- un. Truflun geti orðið á siglingum 10-15 daga á ári. Þetta sé svipað og er í dag þeg- ar siglt er til Þorlákshafnar. Sigurður segir að áður en rannsóknir á þessu hafnarstæði hófust hafi verið efa- semdir innan Siglingastofnunar um að hægt væri að gera höfn á Landeyjarsandi. Ítarlegar rannsóknir hafi hins leitt í ljós að þetta sé vel framkvæmanlegt. Varðandi áhyggjur af sandburði inn í höfnina bendir Sigurður á að Vestmannaeyjar veiti skjól af ríkjandi suðvestanöldu og því séu sand- flutningar á þessum stað í lágmarki. Hann viðurkennir að það kunni að þurfa að dæla sandi úr höfninni en það verði vel viðráð- anlegt. Sigurður vísar á bug fullyrðingum Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Eyjum, að annmarkar séu á rannsóknum á ölduhæð. Næstkomandi fimmtudag verða opnuð tilboð í smíði og rekstur ferju sem ætlað er að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyj- arhafnar. Ferðir falla niður í 5-9 daga á ári NETVARI Símans er ókeypis net- vörn sem Síminn hefur ákveðið að bjóða ADSL-viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði. Netvarinn er talinn geta varið börn og ung- linga gegn viðsjárverðu efni á netinu og þannig stuðlað að öruggri og jákvæðri netnotkun þeirra. SAFT, sem er netverkefni Heimilis og skóla, fagnar þessari auknu þjónustu Símans og telur að netvörn á borð við þessa sé stórt skref í átt til verndar barna og unglinga sem nota netið. Netvörn Símans er af gerðinni Websense og þykir ein besta net- vörn sem völ er á. Síminn mun setja Netvarann á allar ADSL- tengingar einstaklinga í við- skiptum við fyrirtækið þeim að kostnaðarlausu. Netvarinn verður einnig í boði fyrir fyrirtæki, en þá gegn gjaldi. Notendur Netvarans geta síðan stýrt því sjálfir hve mikið hann sí- ar út af efni. Það er gert með því að fara á þjónustusíður Símans 27% af ásettu ráði. Af þeim sem notuðu spjallrásir sögðust 41% hafa kynnst fólki á Netinu sem bað þau að hitta sig augliti til auglitis. Þar af höfðu 21% barna sem fara á spjallrásir hitt ein- hvern sem þau kynntust á Netinu. vinnu Símans og SAFT og með honum stigið skrefi lengra en áð- ur til að verja börn sem vafra um netheima. Samkvæmt nýlegri könnun SAFT á netnotkun barna og unglinga höfðu 49% barna heimsótt klámsíður af slysni og og merkja við lokunarmöguleika. Þannig er m.a. hægt að loka á síður sem innihalda klámfengið efni, síður með fjárhættuspilum eða spjallsíður sem þykja óæski- legar. Netvarinn er afrakstur sam- Netvari Símans getur varið börn og unglinga fyrir óæskilegu efni Morgunblaðið/Golli Afrakstur samvinnu Síminn og SAFT, netverkefni Heimilis og skóla, kynntu Netvarann. SAFT fagnar Net- varanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.