Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 8

Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVÖFÖLD Reykjanesbraut verður opnuð öll fyrir almennri umferð 16. október næstkom- andi. Þá verður ólokið ýmsum frágangi en vinna við hann á ekki að tefja umferð. Sem kunnugt er sagði fyrri verktaki sig frá breikkun Reykjanesbrautar og var það sem eftir er boðið aftur út. Tilboð voru opnuð 8. apr- íl síðastliðinn. Áætlaður verktakakostnaður er 770 milljónir og barst eitt tilboð sem var lægra en sex tilboð sem voru hærri. Samkvæmt útboðslýsingu er ólokið tvöföld- un frá Strandarheiði að Njarðvík ásamt vega- gerð við vegamót við Vogaveg, Grindavíkur- veg, Stapahverfi og Njarðvíkurveg. Verkið er talsvert langt á veg komið. Ýmist er búið að ljúka jarðvegsfyllingum, leggja neðra eða efra burðarlag eða leggja eitt eða tvö malbikslög. Ljúka skal við nýja syðri akbraut, ljúka fyll- ingum að brúm ásamt nauðsynlegri landmótun til að ljúka verkinu. Þessum framkvæmdum er áfangaskipt og tímasett hvenær hleypa á um- ferð á hvern kafla. Á útboðskaflanum eru tíu brýr og er eftir að byggja tvær þeirra, við Stapahverfi og Njarðvíkurveg. Eykt, sem var undirverktaki við brúarsmíðina, mun ljúka við brýrnar. Tvöföldun Suðurlandsvegar Ekki er ljóst hvenær framkvæmdir munu hefjast við breikkun Suðurlandsvegar að öðru leyti en því að þær eiga að hefjast á fyrri hluta næsta árs. Samgönguráðherra kynnti ákvörð- un um tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofunni að Hveragerði fyrir rúmum mán- uði. Þessi vegargerð er hluti þeirra fram- kvæmda sem felast í viðauka við samgöngu- áætlun 2007-2010. Breikkun Suðurlandsvegar er liður í mótvægisaðgerðum sem gripið var til vegna niðurskurðar þorskkvótans. Ákveðið hefur verið að þessi vegargerð verði í einka- framkvæmd. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnið að undirbúningi tvöföldunar Suður- landsvegar frá Reykjavík og austur á Selfoss. Tvöföld Reykjanesbraut verður ökufær í nokkrum áföngum  Eftir er að byggja tvær nýjar brýr á Reykjanesbraut og ganga frá nýjum gatnamótum auk þess að ljúka framkvæmdum við breikkun akbrautarinnar  Vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar hefst 2009 ' % 2                      3 & 34   5 6 !                                                           ! "#$  ! %&$ !   !      "        '    !"# $%&' ()    *+ % * ,-. &&   / & ' ) 0 ( & &     && 12&) )0&& ( $   "$&               Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Opinber heimsókn forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og frú Dorrit Moussaieff til Skagafjarðar hófst í gærmorgun, þegar sýslumaður Skagfirð- inga og fulltrúar sveitarfélaganna í Skagafirði tóku á móti forsetahjónunum og fylgdarliði á Alexand- ersflugvelli við Sauð- árkrók. Að loknum morg- unverði í Minjahúsinu fóru forseti og fylgd- arlið í heimsókn í Náttúrustofu Norður- lands vestra þar sem forstöðumaður, Þor- steinn Sæmundsson, tók á móti gestunum og sagði frá starfsemi stofnunarinnar. Síðan lá leiðin suður í Sauð- ármýrar þar sem fjöldi fólks ásamt leikskólabörnum á Sauð- árkróki tók á móti forsetahjón- unum. Þar tók frú Dorrit Moussa- ieff fyrstu skóflustunguna að stórum og glæsilegum leikskóla, ásamt hópi leikskólanemenda sem ekki töldu eftir sér að aðstoða við þessa merku athöfn. Því næst lá leiðin á Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki, þar sem forsetahjónin heilsuðu upp á starfsfólk og vistmenn sem þar dveljast um lengri eða skemmri tíma. Eftir að hafa hitt nemendur og starfsfólk Árskóla, svo og heim- sókn í Iðjuhæfingu, heimsótti for- setinn hafnarsvæðið og kynnti sér starfsemi Fisk Seafood, Verið vís- inda-garða og ávarpaði ráðstefnu, Stefnumót við atvinnulífið, sem þar er haldin. Til að efla bjartsýni og trú Í ávarpi sínu sagði forsetinn að oft væri spurt um tilgang slíkra heimsókna embættisins sem þeirr- ar sem nú stæði yfir, og sagði hann að í sínum huga bæri það efst að efla bjartsýni og trú fólks hvar sem væri á þeim tækifærum og möguleikum sem hvarvetna leyndust og með allri þeirri tækni sem menn hefðu nú yfir að ráða og væri flestum tiltæk. Benti hann á að á síðustu árum hefðu opnast þeir möguleikar að nú þyrftu menn frekar að horfa til allra þeirra möguleika og leiða sem opnar stæðu og gæfu tækifæri til að spinna hugmyndir sínar og þræði til allra átta heldur en horfa einatt til þeirra hindrana sem bú- seta skapaði og fjarlægð frá ein- hverjum tilteknum miðjureit. Eftir heimsókn í dælustöð Skagafjarðarveitna, en Hitaveita Sauðárkróks er með elstu hitaveit- um á landinu, var fjölskyldu- skemmtun í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem fjölmenni fagnaði komu hinna ágætu gesta í héraðið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff eru í opinberri heimsókn í Skagafirði Forsetafrúin tók fyrstu skóflustunguna Morgunblaðið/Björn Björnson Gestur Leikskólabörnin kunnu vel að meta nálægð frú Dorrit Moussaieff, sem fékk sér sæti hjá þeim í blíðunni. Morgunblaðið/Björn Björnsson Ávarp Ólafur Ragnar flytur ávarp í Verinu. Í fiski Dorrit Moussaieff handleikur vænan þorsk í fiskvinnslunni. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.