Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Full búð af fallegum sumar- vörum Str. 36 - 56 10% afsláttur af Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 heimakjólum M bl . 98 91 43 Ný sending Vorjakkar, kr. 11.900.- Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi ,,Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 21. apríl og lýkur 19. júní 2008. Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestrinum. Kennt er hálftíma á dag, fjórum sinnum í viku. Hópar eru fimm, kl. 8.00, 8.30, 9.00, 16.00 og 16.30. Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Að kenna lestur Námskeið í lestrarkennslu verður haldið laugardaginn 19. apríl kl. 10.00-15.00. Það hentar bæði leikum og lærðum. Verð kr. 15.000. Námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. Síðumúla 3 · Sími 553 7355 Hæðasmára 4 · Sími 555 7355 undirföt A-FF skálar Verð: Bh 5.500 kr. Boxer 3.100 kr. LITHÁÍSKA verktakafyrirtækið, Adakris uab., sem átti í samvinnu við Toppverktaka ehf. lægsta boð í tvö- földun Reykjanesbrautar, er rótgró- ið verktakafyrirtæki í Litháen en hefur ekki unnið verk á Íslandi, skv. upplýsingum Ágústs Alfreðs Snæ- björnssonar, framkvæmdastjóra Toppverktaka. Adakris er aðalverk- taki skv. tilboðinu en Toppverktakar eru fulltrúar þess hér á landi og bjóða í verkið fyrir hönd þess hér að sögn Ágústs. Eins og fram hefur komið buðu Adakris og Toppverktakar tæpar 699 milljónir í verkið, og var það eina tilboðið sem var undir kostnaðar- áætlun eða 90,8% af áætluðum kostnaði. Íslenskir aðalverktakar áttu næstlægsta boð, rúmar 807 milljónir. Ágúst segir Toppverktaka þjón- ustuaðila fyrir litháíska verktakann, sem er að fullu í eigu Litháa. Um sé að ræða nokkuð stórt verktakafyr- irtæki bæði í mannvirkjagerð og vegagerð. Búist við ákvörðun Vegagerð- arinnar eftir 2 til 3 vikur Vegagerðin fékk 8 tilboð í tvöföld- un Reykjanesbrautar til að ljúka verkefninu sem hefur tafist um nokkra mánuði eftir að fyrri verktaki Jarðvélar sagði sig frá verkinu, sem varð gjaldþrota. Það þarf stóran og sterkan verk- taka, eins og þeir eru, í þetta verk, því það þarf að framkvæma það hratt og vel þegar litið er til þess sem hefur gengið á [við tvöföldun Reykjanesbrautar],“ segir hann. ,,Fyrirtækið er þekkt og rótgróið verktakafyrirtæki í Litháen og hefur verið í verktöku stórra framkvæmda í um 20 ár. Þeir taka að sér stór verk- efni og eru að byggja heilu hverfin með öllu sem því fylgir.“ Búist er við ákvörðun vegagerð- arinnar um hvaða tilboði verður tek- ið í verkið eftir 2 til 3 vikur. Ágúst segir enga spurningu um að breikk- un Reykjanesbrautarinnar þurfi að ganga vel fyrir sig og standast allar tímaáætlanir. Einhverjir velti því kannski fyrir sér hvaða fyrirtæki þetta er sem bjóði lægst í verkið þar sem það er óþekkt hér á landi. „Þetta fyrirtæki er það stórt að það er ekk- ert mál fyrir það að koma og fram- kvæma svona verkefni. Vegir á Ís- landi eru í eðli sínu ekkert öðruvísi en vegir í öðrum löndum á EES.“ „Þarf stóran og sterkan verktaka í þetta verk“ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn REYKJAVIK Energy Invest, dótt- urfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið frá samkomulagi við ríkisstjórn Djibútí um gerð hag- kvæmniathugunar á nýtingu jarð- hita í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá REI í gær. Samkomulagið felur í sér að bor- aðar verða rannsóknarborholur, en sú vinna verður fjármögnuð með fé frá fjármögnunarsjóði Alþjóðabank- ans og af Evrópska fjárfestinga- bankanum. Einnig kveður samkomulagið á um tilhögun leyfisveitinga, raforku- sölu og tolla- og skattamál, reynist nýting jarðhitans hagkvæm. Spyr um stefnu meirihlutans Óskar Bergsson borgarfulltrúi hefur óskað eftir umræðum á fundi borgarstjórnar í dag, þar sem fjallað verður um stefnu borgarstjórnar- meirihluta í orkuútrásarverkefnum. „Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vegna deilna um verkefni Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Óskar. „Sjálf- stæðismenn lýstu því þá yfir að það samræmdist ekki þeirra grundvall- ar-hugmyndafræði að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri.“ REI hefur rannsóknir í Djíbútí AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.