Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 11

Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR ÞJÓÐIRNAR tvær eiga það sameig- inlegt að hafa nýtt sér menningararf sinn til að lifa af erfiða tíma,“ segir sendiherra Rúmeníu á Íslandi, Theo- dor Paleologu. „Ég hef líka sterkt á tilfinningunni að hér sé fólk, eins og við Rúmenar erum líka yfirleitt, síð- ur formfast en gengur og gerist í mörgum löndum og kann því vel.“ Paleologu er 34 ára og tók við embætti sínu í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum, þá langyngsti sendi- herrann í borginni og er reyndar enn. Ættarnafnið er grískt, forfeður hans fluttust til Rúmeníu frá eynni Lesbos á 19. öld. Hann segir að- spurður að umskiptin þegar komm- únisminn hrundi í Austur-Evrópu hafi veitt ungu fólki óvænt tækifæri til frama í stjórnkerfinu enda þurfti sums staðar að stokka upp stofnanir eins og utanríkisráðuneyti, byrja frá grunni. „Þetta hafði sína kosti en auðvitað ekki bara kosti!“ segir hann brosandi. Paleologu er menntaður í heim- speki og bókmenntum við háskóla í París. Hann er mjög áhugasamur um menningarleg tengsl þjóðanna enda hefur hann kynnt sér vel ís- lenskar bókmenntir og hefur m.a. notað íslenskar skáldsögur við kennslu í bókmenntafræði við há- skóla í Berlín. Vitnar hann í Laxness um mikilvægi skáldskaparins og segir bæði Heimsljós og Íslands- klukkuna hafa haft djúp áhrif á sig. Áhersla á aukin viðskipti Sendiherrann leggur í starfi sínu áherslu á að ýta undir viðskipti milli landanna enda eru þau í góðum far- vegi. Íslendingar hafa m.a. fjárfest í rúmenskum fasteignum. „Rúmenía er ekki í sjálfu sér fá- tækt land þótt enn sé þar til mikil fá- tækt,“ segir hann. „Möguleikarnir eru miklir, það ríkir veruleg hagsæld og uppgangur í sumum héruðum landsins. En ástandið er ákaflega misjafnt enda er þetta mjög flókið og fjölbreytt samfélag, þjóðarbrotin mörg. Höfuðborgin Búkarest er auð- ug og þar er mikill kraftur í efna- hagslífinu en í sumum sveitahéruð- um er ástandið alls ekki þannig. Það skipti miklu að þegar forseti Íslands heimsótti okkur í fyrra voru í fylgd með honum fjölmargir íslensk- ir kaupsýslumenn. Athyglinni var mjög beint að viðskiptum og þá ekki síst samstarfi á sviði jarðvarma en þar standið þið Íslendingar mjög framarlega. Það er talsverður jarð- varmi í Rúmeníu og við þurfum að læra að nýta hann betur. Og við ráð- um líka yfir mikilli vatnsorku, þess vegna stöndum við ágætlega að vígi varðandi fyrirheit Evrópusam- bandsins um minni losun koldíoxíðs. Við vorum eitt sinn með mikla ol- íuframleiðslu en nú eru lindirnar að miklu leyti búnar, a.m.k. er orðið of dýrt að nýta þær. En við eigum samt bæði olíu og gas og erum því ekki jafn-háð innflutningi og margar aðr- ar þjóðir. Hins vegar kemur sér vel fyrir okkur að við eigum mikið af olíuhreinsistöðvum. Við ráðum líka yfir þekkingu á því sviði sem við nýt- um til að hreinsa olíu frá ýmsum fjarlægum löndum.“ Baráttan gegn spillingu Evrópusambandið hefur kvartað mjög undan því að spilling sé þrösk- uldur á vegi framfara í sumum nýj- um aðildarríkjum og ekki síst Rúm- eníu. En hvernig gengur Rúmenum að bæta ástandið? „Lögreglan og réttarkerfið ein- beita sér gegn spillingu og þar hefur margt áunnist,“ svarar Paleologu. „Umskiptin frá sósíalisma yfir í kap- ítalisma, tíminn þegar eignarréttur- inn var oft óljós, var einstakur jarð- vegur fyrir spillingu. En allt slíkt tekur enda. Sumir segja að umskipt- unum sé lokið. Hvað merkir það? Auðvitað herjar hjá okkur spilling. En þegar við metum viðleitni rétt- arkerfisins og breytingarnar sem eru að verða á aðstæðum sem kalla fram spillingu er hægt að ala með sér nokkra bjartsýni. Nokkra bjartsýni en við verðum að vera vel á verði.“ Kraftur í Búkarest Nýr ræðismaður Theodor Paleologu, sendiherra Rúmeníu á Íslandi, ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur, starf- andi utanríkisráðherra, og Jafet S. Ólafssyni, nýskipuðum ræðismanni Rúmeníu hér á landi. Spilling enn vandamál í efnahagslífi Rúmena þótt margt hafi áunnist Ungur sendiherra Rúmeníu, Theodor Paleologo, segir vel hægt að auka viðskipti milli þjóðanna „VIÐ höfum ákveðið gildi og mótað framtíðarsýn Mosfellsbæjar og stefnu- áherslur með sömu aðferð- um og nútíma fyrirtæki. Þetta er að mínu mati fátítt eða jafnvel einstakt fyrir ís- lenskt sveitarfélag. Þessi gildi og framtíðarsýn ásamt stefnumótuninni í heild hafa nú verið samþykkt samhljóða í bæjarstjórn,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Capacent vann stefnumótunina í samstarfi við fulltrúa bæjarins en alls komu um 200 manns að verkefninu með einum eða öðrum hætti, starfsmenn bæjarins, íbúar og fulltrúar pólitísku flokkanna ásamt ráðgjöfum. Sam- kvæmt stefnumótuninni eru gildi bæjarins: Virðing, jákvæði, framsækni og umhyggja. Í framtíðarsýninni segir meðal annars að Mosfellsbær verði eftirsótt bæjarfélag til bú- setu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Bær- inn verði framsækið samfélag þar sem ábyrgð- arkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og sam- félagsleg ábyrgð verði ávallt hafðar að leið- arljósi. Haraldur segir að í ljósi þeirra miklu breyt- inga sem orðið hafi í sveitarfélaginu á und- anförnum árum hafi hann talið, að tími væri kominn til að fara í allsherjarnaflaskoðun þeg- ar hann tók við starfi bæjarstjóra 1. september síðastliðinn. Vinnan við stefnumótunina hófst formlega í október og tók um fimm mánuði. Verkefnin voru allt frá einföldum fram- kvæmdum til flókinna og viðkvæmra verkefna sem snerta tilfinningar og hag íbúa. Verkefnið hófst þannig að haldinn var grein- ingarfundur með fulltrúum Capacent og starfsfólki Mosfellsbæjar. Niðurstöður hans náðu til allra þátta í starfsemi bæjarins og í kjölfarið voru myndaðir fjórir framkvæmda- hópar: Um fræðslu, menningu og tómstundir; umhverfi og öryggi; bætta mannauðsstjórnun og ímynd og kynningarmál. Þessir hópar lögðu fram tillögur um aðgerðaáætlanir til úrbóta á því sem betur mátti fara samkvæmt nið- urstöðum greiningarfundarins. Auk þess var myndaður stýrihópur sem hafði yfirstjórn með breytingarferlinu og hann lagði m.a. til að fagsvið bæjarins yrðu fjögur; fræðslusvið, menningarsvið, fjölskyldusvið og umhverf- issvið. Stjórnsýslusvið yrði eina stoðsviðið en verkefni þess eru þvert á skipulag bæjarins. Samþykkt í bæjarstjórn „Nú þegar stefnumótunin hefur formlega verið samþykkt í bæjarstjórn verður farið að vinna eftir henni,“ segir Haraldur. „Fyrstu verkefnin verða að auglýsa eftir starfsfólki í þau nýju störf sem verða til, eins og mann- auðsstjóra, forstöðumanni kynningarmála og nýjum sviðsstjóra.“ Haraldur er bjartsýnn á að starfsemi bæj- arins muni eflast við breytingarnar sem verða með tilkomu stefnumótunarinnar. „Allt snýst þetta um það að gera gangverk bæjarins betra og til þess fallið að framkvæma það sem nefnd- ir, bæjarstjórn og bæjarráð ákveða. Auðvitað er þetta gert í þeim tilgangi að kerfið verði skilvirkara, fljótvirkara og betur í stakk búið til að framkvæma þær ákvarðanir sem eru teknar og koma til móts við þau sjónarmið sem bæjarbúar hafa um rekstur bæjarfélagsins. Stefnuáherslurnar eiga að vera til þess fallnar að geta staðist tímans tönn og eiga ekki að vera flokkspólitískar, heldur sýn sveitarfé- lagsins almennt séð til næstu ára,“ segir hann og bætir við að grundvöllur sé þá fenginn til að móta stefnu í hinum ýmsu málefnum sveitarfé- lagsins. „Það er þá næsta verkefni,“ segir Har- aldur „að endurskoða t.d. skólastefnu, gera nýja menningarstefnu, tómstundastefnu og svo framvegis.“ Þannig verður til heild- arstefna fyrir sveitarfélagið. Mosfellsbær mótar framtíðarsýn Haraldur Sverrisson Framtíðin Gildi Mosfellsbæjar eru virðing, jákvæði, framsækni og umhyggja. FYRIR ALLA FÉLAGA Í VILDARKLÚBBI ICELANDAIR Dagana 16.–18. apríl bjóðum við öllum okkar félögum 50% afslátt af Vildarferðum. Ferðatímabil er til og með 31. desember. Bókanir hefjast miðvikudaginn 16. apríl kl.09:00. Tilboðið bókast inn á www.vildarklubbur.is. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir. Flugvallarskattar ekki innifaldir. + Skilmálar og allar nánari upplýsingar inn á www.vildarklubbur.is. *Tilboðið gildir ekki til Barcelona, Mílanó og Madrid. – TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ HELMINGS AFSLÁTTUR AF VILDAR- FERÐUM* Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41980 04 /08 WWW.VILDARKLUBBUR .IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.