Morgunblaðið - 15.04.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.04.2008, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELAND Express mun fjölga ferð- um til London næsta vetur og kynn- ir nú þá nýbreytni að fljúga til tveggja flugvalla í borginni. Jafn- framt verður Varsjá í Póllandi nýr vetraráfangastaður félagsins. Aðrir vetraráfangastaðir verða Kaup- mannahöfn, Alicante, Berlín og Friedrichshafen. Í vetur hefur Iceland Express flogið 11 sinnum í viku til London en fjölgar ferðum í tólf. Þá flýgur flug- félagið í fyrsta skipti til tveggja flugvalla í London; Stansted og Gat- wick. Stansted og Gatwick eru tveir af þremur stærstu flugvöllum Bret- lands og eru í innan við 50 km fjar- lægð frá London. Flugið milli Kefla- víkur og Stansted verður morgunflug sjö sinnum í viku en Gatwick-flugið verður fimm kvöld í viku. Þannig kemur Iceland Ex- press sérstaklega til móts við þá fjölmörgu viðskiptamenn sem fljúga á þessari leið og geta með þessu móti flogið út að morgni og komið aftur heim að kvöldi alla virka daga, segir í tilkynningu frá félaginu. Varsjá bætist við sem vetr- aráfangastaður en Iceland Express flýgur í fyrsta sinn í beinu áætl- unarflugi milli Íslands og Póllands í sumar. Viðtökurnar hafa verið góð- ar og því hefur verið ákveðið að halda fluginu áfram yfir vetrartím- ann. Á flugi Vélar Iceland Express munu fljúga til tveggja flugvalla í London næsta vetur og jafnframt bætist Varsjá við sem vetraráfangastaður. Iceland Express ætlar að fjölga ferðum næsta vetur SAMKEPPNI um nafn á nýju tóm- stunda- og menningarmiðstöðinni fyrir ungt fólk í Kópavogi stendur sem hæst og síðustu forvöð að skila inn tillögum til fræðslu-, tóm- stunda- og menningarsviðs Kópa- vogsbæjar er til 18. apríl nk. Veg- legum verðlaunum er heitið. Menningar- og tómstunda- miðstöð ungs fólks í Kópavogi verð- ur rekin á þriðju hæð hússins sem er risið við Hábraut við rætur Borgarholtsins gegnt öðrum menn- ingarstofnunum bæjarins. Með stofnun miðstöðvarinnar er ungu fólki 16 ára og eldri búin vímulaus félags- og tómstundaaðstaða sem er sérsniðin að þeirra óskum. Að- staðan býður upp á ýmsa mögu- leika. Ungt fólk getur komið menn- ingu sinni og listum á framfæri með tónleikahaldi, sýningum eða öðrum gjörningum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður veitt ráðgjöf í sam- starfi við fagaðila og samtök. Stefnt er að því að opna ung- mennamiðstöðina þann 3. maí nk. Ungmennahús Hin nýja aðstaða ungs fólks í Kópavogi. Nafn óskast á ungmennahús Í DAG, þriðjudag, kl. 12.05 mun Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur ganga með gestum um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og skoða gripi sem vitna um opinber- ar refsingar á Íslandi. Í safninu eru nokkrir slíkir gripir; öxi og höggstokkur, gapastokkur og svarthol. Árni mun kynna munina og setur þá í sögulegt samhengi. Opinberar refsingar þekktust ekki á Íslandi fyrr en landsmenn urðu þegnar Noregskonungs enda ekkert framkvæmdavald í landinu. Samt eru ekki ýkja mörg dæmi um refsingar fyrr en kemur fram yfir siðaskiptin á 16. öld. Ástæðan kann að vera sú að dómabækur hafi ekki verið færðar eða þær glatast. Töluverðar heimildir eru hinsvegar til um refsingar á 16., 17. og 18. öld. Dauðarefsingar voru henging, hálshöggning, drekking, brenna og kvik- setning. Aðrar refsingar voru einkum húðstrýking, brennimerking, gapa- stokkur og hegningarvinna. Leiðsögn um refsingasýningu Árni Björnsson HÁDEGISFUNDUR um heilsuefl- ingu á vinnustöðum fer fram á morgun, miðvikudag, í Háskól- anum í Reykjavík, í stofu 101 frá kl. 12-14. Erindi flytja; Ása G. Ásgeirs- dóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlit- inu, Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, Þórólfur Þór- lindsson, forstjóri Lýðheilsustöðv- ar, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur, Gígja Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og Elva Gísladótt- ir næringarfræðingur. Umræður og fyrirspurnir í lokin. Hádegisfundur um heilsueflingu HVALFJARÐARGÖNG verða lok- uð að nóttu til á næstunni vegna viðhalds. Lokunin hófst sl. nótt og verða göngin lokuð á nóttinni til og með aðfaranótt föstudagsins 18. apríl. Í næstu viku verður lokunin aðfara- nótt þriðjudagsins 22. apríl og að- faranótt miðvikudagsins 23. apríl frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Göngin lokuð vegna viðhalds MÁLÞING um netnotkun unglinga verður haldið í Hásölum Hafnar- fjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 15. apríl, og hefst kl. 20:00. Frummælendur verða Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlög- reglumaður og Björn Harðarson sálfræðingur. María Kristín Gylfa- dóttir, formaður Heimilis og skóla, segir frá SAFT-verkefninu. Eftir kaffihlé verða pallborðsumræður. Málþing um net- notkun unglinga STUTT ÞRÓUNARSTYRKIR fyrir alls um 42 milljónir króna til þróunarstarfs í grunn- og tónlistarskólum borgarinnar voru veittir fyrir helgi. Styrkirnir runnu til 19 grunn- skóla og 11 tónlistarskóla. Sá hæsti kom í hlut Myndlist- arskólans í Reykjavík, 1,5 milljónir króna. Peningana á að nota til þess að setja á laggirnar listbúðir fyrir grunn- skólanema. Þá fá Norðlingaskóli og Ingunnarskóli 1.350 þúsundir króna til þriggja ára móðurskólaverkefnis. Verkefnið miðar að því að þróa einstaklingsmiðað námsmat. Fimm skólar fá rúma milljón. Þar af fær Selásskóli styrk til umhverfismenntunar og Álftamýrarskóli styrk til að styðja erlend börn í aðlögun í grunnskóla. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að við styrkveitinguna hafi verið reynt að „horfa út fyrir þröngan ramma og veita styrki í spennandi þróunarverkefni í grunnskólum og tónlistarskólum. Hæstu þróunarstyrkjunum til tónlistar- skóla verður varið til margvíslegra verkefna. M.a. stend- ur til að gera íslensk sönglög aðgengileg fyrir nemendur blásturshljóðfæra og færa dýralög í leikrænan búning með flutningi blásara. Styrkir til þróunarstarfs í tónlist- arkennslu námu rösklega sjö milljónum króna. „Samþætting verka og listgreina var höfð að leið- arljósi,“ segir Júlíus Vífill. Verið sé að styrkja mörg verkefni sem séu í vinnslu hjá skólanum en falli ekki inn í þann ramma sem skólastarfi er settur. „Við viljum ýta undir nýsköpun og frumlega hugsun,“ segir Júlíus. Hann bendir á að aldrei hafi styrkir til þróunarstarfs í tónlist- arkennslu verið jafn-háir. Styrkir veittir til þróunarstarfs í grunn- og tónlistarskólum Morgunblaðið/Frikki Þróunarstarf Hluti styrkþeganna við styrkveitinguna, en hún fór fram í Ásmundarsal á föstudag. Listbúðir grunnskólanema fengu hæsta styrkinn ÚR VERINU )& "  3 % $ 3 )   "   *"  3 % $ 3 )  "   + " 3 % $ 3 )  "    ," 3 % $ 3 )  "    7 . ,-8 7 *00 * - / ,* , +07 9 - + +. / ++7 9 / * +0 - +-, +  !      "    *9- *7- *,- *-- ,0- ,9- ,7- ,,- ,-- : ,,- ,-- +0- +9- +7- +,- +-- 0- 9- +0- +9- +7- +,- +-- 0- 9- 7- ,- +9- +7- +,- +-- 0- 9- 7- ,- -                8-- 78- 7-- *8- *-- ,8- ,-- +8- +-- 8- - !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"! !"!   ;  <  =  )-"  ./     "    ,0 +      > +8   3    4      / $ .1 "23&  "    9/, .    &  > +8   3    4      !"! !"! !"! !"! !"! !"! <  =     ? %  %! .. / 7/7 0 ,. , ,7 / . * 9 + 5   : 4 5 5 65 4 % 46 ;    @$?  , 9 +* - +, 7 %%  ! 5   :  #   # "     #    $#  FRÁ því vetrarvertíðin hófst hefur Bárður SH verið óhaggaður í efsta sæti báta undir 50 tonnum. Þessum lista er haldið úti á heimasíðu Gísla Reynissonar, aflafrettir.com Hann heldur reyndar yfirlit yfir alla ver- tíðarbáta, stóra og smáa, og skiptir þeim í flokka undir og yfir 50 tonn að stærð. Samkvæmt nýjasta lista Gísla eru tveir stórir bátar rétt skriðnir yfir 1.000 tonnin. Það eru Hvanney og Erling. Bárður er langhæstur minni bátanna, kominn með 509 tonn, en næsti bátur er með 290 tonn. „Og var spurning hvort báturinn væri í vitlausum flokki. Því afli bátsins er vægast sagt búinn að vera hálfgert ævintýri. Þeir hafa líka róið mjög stíft,“ segir Gísli á heimasíðunni. Og hann heldur áfram: „Núna fyrir hrygningastoppið var báturinn kominn í 509,9 tonn miðað við 10. apríl, í 88 sjóferðum. Þeir sögðust vera í nokkurs konar keppni við bát- inn Magnús SH sem er ansi mikið stærri heldur en Bárður SH. Bárð- ur SH er 23 brúttótonn á meðan Magnús SH er 231 bt. Að smábátur sé í keppni við stóran aflamarksbát lýsir kanski vel hversu mikla yf- irburði Bárður SH er með gagnvart bátum í sínum stærðarflokki. Magn- ús SH er reyndar einu sæti ofar en Bárður SH með 525 tonn í 64 ferðum.Á vertíðinni í fyrra náði Bárður SH rétt yfir 600 tonn, og því er spurning núna hvort báturinn nái að fiska meira núna en í fyrra,“ seg- ir Gísli. Það virðist vera svo að mokfisk- iríið frá í fyrra sé að endurtaka sig og jafnvel gott betur. Menn eru alls staðar að fiska vel í netin, þrátt fyr- ir að vera með fá og léleg net í sjó og sömuleiðis er gott á línuna. Bárður SH mokfiskar á vertíðinni ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrir- tækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands. GR er komið með ráðandi hlut í fyr- irtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf. sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga. Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ en fiskmarkaðurinn er nú að lang- stærstum hluta í eigu aðila á Snæ- fellsnesi. Næststærsti hluturinn í fé- laginu er innan við 8%. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., segir í samtali við Skessuhorn.is að kaupin á bréfum Rjúkanda séu góð fjárfesting en kaupverðið sé trúnaðarmál. Um 60% af þeim fiski sem fer á markað hér á landi fer í gegnum FÍ, að sögn Guð- mundar. Kaupa í fiskmarkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.