Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Harare. AFP, AP. | Stjórnarandstaðan í Simbabve ákvað í gær að halda fast við fyrri ákvörðun sína um að boða allsherjarverkfall í dag, þriðjudag, ef ekki yrðu umsvifalaust birt úrslit í forsetakosningum sem fram fóru 29. mars. Hæstiréttur landsins hafnaði í gær kröfu um að niðurstöðurnar yrðu birtar strax. Hæstiréttur féllst á þá útskýringu yfirkjörstjórnar að verið væri að rannsaka hvort kosningalög hefðu verið brotin í allmörgum kjördæm- um. Ekki væri hægt að taka undir þau rök stjórnarandstæðinga að um óeðlilega töf á birtingu úrslita væri að ræða. „Við hvetjum almenning til að mótmæla yfirkjörstjórninni fyrir að birta ekki úrslitin,“ sagði einn tals- mönnum stjórnarandstöðuflokksins Lýðræðishreyfingarinnar (MDC), Thokhozani Khupe. Sagðist hann vona að aragrúi fólks tæki þátt í að- gerðunum sem myndu standa yfir þar til úrslitin yrðu birt. Stjórnarandstaðan fullyrðir, að Morgan Tsvangirai, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi fengið rétt rúmlega 50% atkvæða en því neitar Robert Mugabe, forseti lands- ins undanfarin 28 ár. Álítur stjórn- arandstaðan að töfin stafi af því að verið sé að hagræða niðurstöðum með því að falsa kjörgögn. Þótt hæstiréttur sé að mestu skipaður dómurum sem Mugabe hefur skipað og styðja hann hafði MDC gert sér vonir um að rétturinn myndi þvinga yfirkjörstjórn til að birta úrslitin. Reuters Til taks Lögreglumenn við húsa- kynni hæstaréttar í Harare, höf- uðborg Simbabve, í gær. Verkfall gegn Mugabe ANDERS Eklund, sem hefur játað á sig morð á 10 ára sænskri stúlku, Englu Juncosa-Höglund, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær að það hefði verið tilviljun að hann rændi litlu stúlkunni og myrti hana. Morðinginn sagði að ekki hefði verið um kynferðisbrot að ræða og engu vopni beitt. „Hann rakst á hana fyrir tilviljun, hann hafði ekki skipulagt þetta,“ sagði lögfræðingur Eklunds, Jan Kyrö. Það hefði verið léttir fyrir skjólstæðing sinn að segja allt af létta. Sænska lögreglan virðist í nóvem- ber sl. hafa fengið nafnlausa ábend- ingu um að Eklund kynni að hafa myrt 31 árs konu, Pernillu Hellgren árið 2000. Þessum upplýsingum var ekki fylgt eftir og verður málið nú rannsakað en Eklund hefur játað á sig morðið. „Myndi litla stúlkan vera á lífi ef við hefðum brugðist við [ábendingunni]? Þetta er spurning sem við verðum að spyrja okkur núna,“ sagði talsmaður sænsku lög- reglunnar, Sven-Åke Petters og bætti við að lögreglan yrði að búa sig undir harða gagnrýni vegna málsins. Norska blaðið Aftenposten segir auk þess á vef sínum að verið sé að rannsaka hvort Eklund kunni að hafa myrt Trude Espås og Kristin Juel Johannessen, tvær ungar stúlk- ur í Noregi. Mál þeirra hafa aldrei verið upplýst. Espås, sem var 19 ára, var myrt í Geiranger 1996 en hin 12 ára gamla Johannessen í Larvik árið 1999. Er verið að bera DNA-erfða- efni þeirra saman við lífsýni úr Ekl- und og kanna hvort hann geti hafa verið á ferð á umræddum stöðum þegar stúlkurnar dóu. Juncosa-Höglund hvarf í Stjärn- sund í sænsku Dölunum fyrir rúmri viku og vísaði Eklund lögreglu á staðinn þar sem hann gróf hana, í Gästrikland, um 45 km frá Stjärn- sund. Eklund býr í Gästrikland. Hann er 42 ára gamall flutningabíl- stjóri og var handtekinn af því að rauður Saab-bíll hans sást á mynd- um, sem teknar voru af litlu stúlk- unni sama dag og hún hvarf. Eklund hefur hlotið marga dóma fyrir of- beldisbrot af ýmsu tagi, alltaf gegn ungum konum. Einnig grunaður um tvö morð í Noregi Eklund játar morðið á Englu og 31 árs konu árið 2000 JÁRNBRAUTARLESTIN Maitree (Vinátta) Express í indversku borginni Kolkata í gær. Því var ákaft fagnað í Indlandi og Bangladess í gær að loksins voru, eftir langar samningaviðræður, teknar á ný upp lestarferðir fyrir farþega milli ríkjanna eftir 43 ára hlé, Maitree Express varð fyrst til að aka yfir landamærin. Indland og Pakistan, sem þá náði einnig yfir núverandi Bangla- dess, háðu styrjöld árið 1965 og í kjölfarið lauk ferð- unum. Íbúar Bangladess eru múslímar eins og milljónir þjóðbræðra þeirra í nálægum héruðum Indlands. Reuters Lestarferðir á ný eftir 43 ár GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir stjórn sína gera allt sem í hennar valdi standi til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og vísar hann á bug gagnrýni á for- ystuhæfileika sína. Brown naut á sínum tíma mikils trausts almenn- ings er hann var fjármálaráð- herra. En ný könnun sem birt- ist í blaðinu Fin- ancial Times gef- ur til kynna að traust Breta á Brown sé afar lítið. Þar kemur fram að 68% þeirra hafi „enga trú“ á því að stjórnvöld hafi getu til að takast á efnahagsvandann sem nú steðjar að. Í Þýskalandi var hlutfallið 52%, 51% í Bandaríkjun- um, 50% í Frakklandi, 43% á Ítalíu og 36% Spáni. Vantreysta Brown Gordon Brown HART er nú lagt að ráðherrum landbúnaðarmála í ríkjum Evrópu- sambandsins að efla framleiðsluna í ljósi þess að ört hækkandi mat- vælaverð geti á næstu árum ýtt enn fleira fólki í þróunarlöndunum út í örbirgð. Frakkar styðja ákaft þessar til- lögur en þeir eru mesta landbún- aðarþjóð ESB. Hafa þeir lengi haft forystu um að tryggja áfram mik- inn fjárstuðning sambandsins við landbúnað. Bretar óttast hins vegar að Frakkar noti nú tækifærið til að stöðva fyrirhugaðar breytingar sem miða að lækkun styrkjanna. Vilja auka framleiðslu ÁÆTLUN rússneskra vísinda- manna um mannaða ferð til Mars hefst á næsta ári en ólíklegt er að sjálf ferðin hefjist fyrr en eftir a.m.k. tíu ár, að sögn BBC. Ferða- lagið fram og aftur mun taka rösk- lega 500 daga. Fljótlega verður byrjað að velja 40 macaque-apa sem nota á við tilraunir þar sem m.a. verður kannað hvernig aparn- ir þola geislun á leið til Mars. Ef til vill verða apar sendir á undan mönnum. Rússar hafa oft notað dýr í geimrannsóknum sínum en dýra- verndarsinnar segja að um ómann- úðlegar tilraunir sé að ræða. Verða apar fyrstir til Mars? A Ð A L F U N D U R S A 1 8 . A P R Í L - H A F N A R H Ú S I N U 16:00 ÚT ÚR UMRÓTINU - INN Í FRAMTÍÐINA Ræ›a Ingimundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræ›a Geirs H. Haarde, forsætisrá›herra Inn í framtí›ina: Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums Edda Rós Karlsdóttir, forstö›uma›ur greiningardeildar Landsbanka Íslands Ólöf Nordal, alflingisma›ur Brug›i› ver›ur upp svipmyndum af íslenskum vinnumarka›i 17:15 Lokaorð: N‡r forma›ur SA - móttaka hefst Fundarstjóri er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fundarmenn fá n‡tt rit SA um alfljó›avæ›ingu vinnumarka›arins English translation ÚT ÚR UMRÓT INU - I N N Í F R A M T Í Ð I N A O P I N D A G S K R Á          Skráning á vef SA – w w w . s a . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.