Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 16

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Aðalsteinsson Egilsstaðir | Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði verður á faralds- fæti nú um sumarmálin. Kórinn er lagstur í ferðalög með fjölbreytta söngskrá sína sem hann nefnir Út- rás, á vortónleikum. Tónleikaferðin hófst á Vopnafirði föstudaginn 11. apríl síðastliðinn, síðan var sungið í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 13. apríl. Á morgun, miðvikudaginn 16. apríl, heldur kór- inn tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík. Þeir tónleikar eru upp- hafið að eiginlegri útrás kórsins en 19. og 20. apríl heldur kórinn tvenna tónleika í Krakow í Póllandi. Vortón- leikaröðinni lýkur svo með árvissum tónleikum kórsins að Arnhólstöðum í Skriðdal sem hann heldur ásamt Kvenfélagi Skriðdæla til styrktar Örvari, íþróttafélagi fatlaðra. Þetta framtak Drífanda hefur meðal ann- ars gert Íþróttafélaginu Örvari kleift að senda keppanda á Ólympíuleika fatlaðra, þar sem hann vann til verð- launa. Félagar í kórnum koma flestir af Fljótsdalshéraði en dreifast annars á svæðið norðan frá Vopnafirði suður í Fáskrúðsfjörð. Karlakórinn hefur frumflutt mörg lög eftir heimamenn á Fljótsdalshéraði en kórfélagar leggja sig jafnan fram um að syngja lög sem eiga rætur sínar að rekja til Fljótsdalshéraðs og eða Austur- lands. Aðalverkefni kórsins á síðasta starfsári var verkefni undir yfir- skriftinni „Á heimaslóðum“. Þar var lögð áhersla á flutning verka eftir heimamenn á Austurlandi. Bæði var um að ræða þekkt verk eða verk sem sjaldan eða aldrei höfðu verið flutt áður. Stjórnandi kórsins hefur verið frá upphafi Drífa Sigurðardóttir, skóla- stjóri Tónlistarskólans í Fellum, og undirleikari er Zbigniew Zuchowicz, skólastjóri Tónlistarskóla Vopna- fjarðar. Drífandi karlar á faraldsfæti Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Söngvinir Félagar í Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði. Neskaupstaður | Uppstilling í Náttúrugripasafninu í Neskaupstað er með því besta sem gerist á nátt- úrugripasöfnum landsins. Nemendur í 1. bekk Nes- skóla voru að læra um hrafninn og brugðu á það ráð að heimsækja safnið til að geta skoðað krumma betur í ná- vígi. Meðal verkefna var að teikna fuglinn, en það er ólíkt þægilegra viðfangs með uppstoppaðan krumma, en lifandi krumma. Þessi litli listamaður, Hilmir Óm- arsson, var að minnsta kosti ánægður með viðfangs- efnið og leysti það með bros á vör. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Svartfjaðraður safnfugl teiknaður Fjarðabyggð | Á fimmtudag fer fram seinni umræða bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2007. Rekstrarniðurstaða án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda var já- kvæð sem nam 773.4 milljónum króna í samstæðuársreikningi, A og B hluta. Þar af var rekstrarniður- staða A hluta jákvæð um 589.6 m. kr. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda var rekstur samstæðu jákvæður sem nam 500.9 m. kr. og A hluta 507.8 m. kr. Rekstrartekjur námu 4.042.8 m. kr. og rekstrargjöld án afskrifta í samstæðu 2.997.7 m. kr. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 770.8 m. kr. Eignir sveitarfélagsins voru í lok árs 2007 8.596.5 m. kr. Langtíma- skuldir við lánastofnanir námu 4.827.3 m. kr. og skammtímaskuldir 6.3 m. kr. Tekjur hækkuðu í heild um 6,6% frá 2006. Mest hækkuðu útsvarstekj- ur eða um 16,6% og aðrar tekjur um 13,3%. Bygging álvers í Fjarða- byggð og umsvif vegna framkvæmda í sveitarfélaginu höfðu mikil áhrif á tekjumyndun og þá sér í lagi áhrif frá starfsmannaþorpi Bechtel á Haga. Fram kemur að framlag Jöfn- unarsjóðs til Fjarðabyggðar lækkaði um tæp 50% frá fyrra ári en með hækkandi tekjum sveitarsjóðs lækk- ar framlag jöfnunarsjóðsins umtals- vert. Forstöðukona fjármála Fjarða- byggðar er Jóna Árný Þórðardóttir. Góð afkoma í Fjarðabyggð MENNINGARRÁÐ Eyþings hefur úthlutað rúmlega 20 milljónum til margvíslegra menningarverkefna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Hæsta styrkinn, eina milljón, hlaut Akureyri International Music Festival, AIM festival, eins og hún er kölluð í daglegu tali. Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning. Aðrir sem fengu styrk að þessu sinni eru eftirtaldir: Hugrún Ívarsdóttir til að halda laufabrauðsdag á Akureyri; Ungmennafélagið Glói á Siglufirði til að halda Ljóðahátíðina Glóð í sam- starfi við Herhúsafélagið á Siglu- firði; Kristbjörg Sigurðardóttir sem hefur safnað hringingum sveitasíma á Vestur-Sléttu, í Núpasveit og Öx- arfirði í Norður-Þingeyjarsýslu; Rauðanesdagurinn sem verður hald- inn snemmsumars og Hrútadag- urinn sem hefur verið haldinn á Raufarhöfn; Dalvíkurbyggð vegna ljósmyndasamkeppni í tilefni 10 ára afmælis sveitarfélagsins; Kirkjukór Reykjahlíðar sem heldur upp á ald- arafmæli 4ra radda söngs; Gall- erívíð8tta601 til myndlistasýningar; Tónlistarfélag Akureyrar vegna tón- leikaraðarinnar „Föstudagsfreist- inga“; Langanesbyggð til að minnast síðasta starfandi vatnsberans á Ís- landi; Anna Richardsdóttir til verk- efnisins Alheimshreingjörningur; ættingjar Kristjáns frá Djúpalæk vegna undirbúnings minnisvarða um skáldið í Langanesbyggð; Minja- safnið á Akureyri og Amts- bókasafnið á Akureyri styrk til verk- efnisins Sumarlestur – Akureyri bærinn minn: Norræna félagið á Ak- ureyri til verkefnisins „Norrænt handverk norðan heiða“; Amts- mannssetrið vegna Leikhússins á Möðruvöllum; áhugahópur fólks úr Norðurþingi og Svalbarðshreppi til að heiðra minningu Jóns Trausta; Þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteins- sonar og Síldarminjasafnið á Siglu- firði til að gefa út fræðsluefni; Garð- arshólmur sem er upplifunar- og þekkingarsetur á Húsavík; Dans- félagið Vefarinn sem er þjóðdans- ahópur í Eyjafirði; Sumardagskrá byggðasafnsins Hvols á Dalvík; Ak- ureyrarstofa vegna verkefnisins Söguslóð: miðbær-innbær; verkefnið Norðan Garri 2008, hæfileikakeppni ungs fólks á Norðurlandi eystra; Langanesbyggð vegna merkingar á Skálum, eyðiþorpi á austanverðu Langanesi; Munkaþverárkirkja vegna gerðar söguskiltis; sýningin Staðfugl – Farfugl sem verður sett upp á víðavangi víðsvegar um Eyja- fjarðarsveit í vor; Safnasafnið á Svalbarðsströnd sem tekur nú í fyrsta skipti þátt í Listahátíð í Reykjavík; Flygilvinafélagið á Kópa- skeri vegna tónleikaraðar; Menning- ar- og fræðslunefnd Norðurþings vegna verkefnisins Hembrygden; Byggðasafnið á Grenjaðarstað og Hið þingeyska fornleifafélag vegna skipulagðrar göngudagskrár í Að- aldal; verkefnið Drauma Jói í Sauða- neshúsi sem er samstarfsverkefni Draumasetursins Skuggsjár og Sauðanesnefndar; ferðaþjónustan á Klængshóli í Skíðadal en þar er lögð áhersla á að styrkja tengsl ferða- mannsins við náttúruna og um leið sjálfan sig; Hollvinir Húna II og Matvælasetur Háskólans á Akureyri til verkefnisins „Frá öngli til maga“; Leikminjasafn Íslands í samstarfi við Þórarin Blöndal til að setja upp yfirlitssýningu um leiklistarfsemi á Akureyri, Eyjafjarðarsvæðinu og Norðurlandi eystra; verkefnið „Förumenn og flakkarar“ sem ætlað er að varpa ljósi á líf og störf föru- manna á árum áður; Skjálftafélagið sem er félag áhugafólks um jarð- skjálftasetur á Kópaskeri; „Siglir mitt fley“ sem er samstarfsverkefni Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Verkmenntaskólans á Akureyri og Nordnorsk Fartøvensenter í Gra- tangen í Noregi; Helga Bryndís Magnúsdóttir vegna píanótónleika á Norðurlandi; Helgi magri ehf. sem er nýstofnað fyrirtæki í menningar- tengdri ferðaþjónustu; Ferðaþjón- ustan Narfastöðum í Þingeyjarsveit vegna verkefnisins „Sögugönguleið- ir í Reykjadal“; Gásakaupstaður vegna merkinga á svæðinu; Kóra- stefna við Mývatn sem verður haldin í 6. sinn í byrjun júní; Eyfirski safn- adagurinn; Útgerðarminjasafnið á Grenivík en unnið er að opnun þess; Fuglasafnið í Mývatnssveit; Þing- eyskur sögugrunnur sem er nýsköp- unar- og þróunarverkefni sem unnið hefur verið að undanfarið; stutt- myndafestivalið Stulli sem verður haldið í annað skipti á haustdögum, og Verksmiðjan Hjalteyri sem er samstarfsverkefni 14 listamanna. 20 milljónir í menninguna Í HNOTSKURN »Áherslur við úthlutun þessaárs voru meðal annars verk- efni sem vekja athygli á sögu- stöðum og menningartengdum viðburðum – verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins, verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil. Menningin Styrkþegar eftir afhendinguna sem fram fór í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. FÉLAG eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbær hafa endurnýjað sam- komulag frá 2005 en það rennur út í árslok. Nýja samkomulagið tekur gildi 1. janúar nk. og er að mestu sam- bærilegt fyrra samkomulagi. Á heimasíðu Akureyrarbæjar kem- ur fram að samkomulagið eigi að stuðla að því sameiginlega markmiði bæjarins og félagsins að eldri borg- arar í bænum eigi kost á eins góðu fé- lags- og tómstundastarfi og þörf er á hverju sinni til að viðhalda færni sinni og njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Félagið fær til endurgjaldslausra afnota húsnæði í Félags- og þjónustu- miðstöðinni í Bugðusíðu 1 og auk þess árlegan rekstrarstyrk að upphæð 700.000 kr. Félagið sinnir marghátt- aðri starfsemi á eigin vegum og eykur þannig fjölbreytni þeirra tilboða sem eldri borgurum stendur til boða. Sam- komulagið gerir einnig ráð fyrir auknu samráði milli félagsins og bæj- arins um ýmislegt sem varðar þennan aldurshóp sérstaklega og hagsmuni hans. Félagar í Félagi eldri borgara á Akureyri eru ríflega 900 talsins. Samið við félag eldri borgara AUSTURLAND EYGLÓ Björnsdóttir lektor og Ing- ólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor flytja í dag erindi á málstofu kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri undir yfirskriftinni „Menntun til sjálfbærrar þróunar: þekking virð- ing, ábyrgð“. Málstofan hefst kl. 16:15 í stofu 16 við Þingvallastræti. Allir eru velkomnir. Í málstofu þess- ari verður kynnt rannsóknar- og þróunarverkefni nokkurra skóla, en markmið þess er að meta stöðu menntunar til sjálfbærrar þróunar í ljósi stefnumörkunar íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegra stofnana. Menntun og sjálfbær þróun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.