Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 21 UMRÆÐAN Á TÍMUM víðtækra tækni- framfara og heimsvæðingar geta góðar hugmyndir einstaklings, jafnvel úr fámennasta skóla á Ís- landi verið meðal þeirra allra bestu, gulls ígildi. Verkefnið, Heima- byggðin mín, á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og ná- grenni, LBVRN, er samvinnuverkefni borgar og byggða. Í verkefninu fá ungling- ar, 13-17 ára, vítt og breitt um landið, tæki- færi til að koma fram með hugmyndir sínar að betri heimabyggð. Þátttakendur sl. haust komu úr eftirtöldum skól- um: Vesturland: Varmalandsskóla og Grunnskólanum Tjarnarlundi. Norðurland: Hrafnagilsskóla og Grunnskólanum í Hrísey. Austur- land: Grunnskóla Djúpavogs og Grunnskólanum Hofgarði. Suður- land: Hvolsskóla og Njarðvík- urskóla. Vestfirðir: Grunnskól- anum Drangsnesi og Grunnskólanum Hólmavík. Reykjavíkursvæðið: Víðistaðaskóli í Hafnarfirði. Markmið verkefnisins er að vekja áhuga unga fólksins á sinni heimabyggð, fá það til að líta hana jákvæðari augum og efla trú þess á að það geti haft jákvæð áhrif á lífið og tilveruna. Næsta ár er fyr- irhugað að Háskóli Íslands annist úttekt á, hvað kemur út úr verk- efninu. Verkefnið er tvískipt, fyrri hlut- anum lauk 11. febrúar sl. með verðlaunaafhendingu mennta- málaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hann fólst í ein- staklingsbundinni ritgerðarvinnu. Síðari hlutinn er hópvinna og felst í útfærslu á einhverri þeirra góðu hugmynda, sem fram komu í fyrri hlutanum og sátt næst um að vinna að. Síðari hlutinn reynir á aðra þætti en sá fyrri, þ. á m. að geta unnið með öðrum en það reynist oft auðveldara í orði en verki. Fyrstu verðlaun í ritgerðarhlut- anum hlaut Aron Daði Þórisson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Djúpavogs, fyrir ritgerð sína, Nýr og betri Djúpivogur. Aron segir m.a.: „Á þennan stað vantar eitt- hvað, sem grípur í og fólk man eftir.“ Hann telur að sjóstanga- veiði, lagning góðra gönguleiða með áletruðum upplýsingum á sérhönnuðum skiltum, geti laðað fólk að, sem og bygging nýs veit- ingahúss, mikið til úr gleri, „til að njóta sem hreinasta útsýnis yfir allt (hafnarsvæðið).“ Aron vekur athygli á merkilegu mýrlendi Djúpavogs, „tjarn- arsvæði við Fýluvog, sem í gamla daga var partur af Atlantshafinu“ og skip lögðust að. Núna byggi tjarnarsvæðið yfir einstöku fuglalífi. Að mati Arons Daða er ný atvinnu- sköpun undirstaða fyrir fjölgun íbúa og meiri peningum fyr- ir hreppinn. Loka- orð Arons Daða eru eftirtektarverð: „Ef þú ert ekki partur af lausninni, þá ertu partur af vanda- málinu.“ Önnur verðlaun hlaut Helga Hans- dóttir í 9. bekk í Hrafnagilsskóla. Hún segir: „Í þessari víðu þús- undmanna sveit er engin verslun sem selur matvörur. Það getur oft verið svekkjandi að þurfa að keyra um 20 km til þess að kaupa mjólk þegar megnið af mjólkinni sem við kaupum á Akureyri kemur úr okk- ar sveitarfélagi. Það bráðvantar þó ekki væri nema litla sjoppu sem seldi helstu nauðsynjar. Þriðju verðlaun fékk Lydía Angelíka Guðmundsdóttir í Grunnskólanum Hofgarði. Lydía vill láta endurreisa kirkju í Sand- felli í Öræfum í upprunalegum stíl og hafa þar lítið byggðasafn og kaffihús, Þorgerðarkaffi. „Þorgerður landnámskona nam land hér í Öræfum með því að ganga með kvíguna sína í gegnum sveitina. Á kaffihúsinu á helst allt sem verður selt að vera heima- gert, t.d. osturinn og smjörið, skyrið, brauðið og kökurnar, fisk- urinn á að vera heimaræktaður á fiskeldisbæjum hér í sveitinni og kjötið að vera héðan úr sveitinni líka og heimareykt og heimasalt- að, heimaræktaðar kartöflur og gulrætur, pönnukökur og vöfflur“. Þetta vill Lydía hafa á neðri hæð- inni, en á efri hæðinni „lifandi safn, t.d. karlar og konur að vinna ull og stoppa í sokka og setja bæt- ur á rassinn á buxum. Krakkar geta verið að leika sér á gólfinu með leggi og skeljar.“ Væri ekki gaman að sjá þessa hugmynd verða að veruleika? Nú bíðum við spennt eftir að fá að sjá hvað kemur út úr síðari hlutanum. Í apríl nk. mun dóm- nefnd heimsækja alla þátttöku- skólana og gera úttekt á, hvernig til hefur tekist með útfærsluþátt- inn. Æskilegt er að sveitarstjórnir og aðrir þeir, sem ákvarðanir taka verði viðstaddir þann atburð sem og foreldrar. Það teljum við geta stuðlað að því að góðar hugmyndir verði að veruleika. En til þess er leikurinn gerður! Ljóst er að sumar hugmyndir unglinganna geta ekki orðið að veruleika fyrr en löngu seinna, jafnvel eftir áratugi. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að fræjum nýrrar hugsunar hefur verið sáð. Til að verkefni af þessu tagi geti gengið upp þarf að hafa styrka bakhjarla. Sparisjóðirnir á Íslandi hafa verið okkar tryggi fjárhagslegi bakhjarl gegnum tíðna. Flugfélag Íslands og rútu- fyrirtæki um allt land hafa líka greitt götu okkar. Reykjavík- urborg, Landsnet, Alcan á Íslandi, Geysir Green Energy og VGK- hönnun styðja líka við bakið á okkur. Reyndar hefur VGK- hönnun ákveðið að veita okkur fjárstyrk næstu fimm árin. Er þetta afar jákvæð þróun. Að hverju vel unnu verkefni kemur hópur fólks og vinnan við verk- efnið hefur virkað sem hvatning til góðra verka fyrir alla aðila. Þar við bætist, að í verkefninu hefur gott samstarf borgar og byggða náð að blómstra. Eru hugmyndir unga fólksins um betri byggð mikilvægar? Fríða Vala Ásbjörnsdóttir segir frá hugmyndum unglinga um betri heimabyggð. » Lokaorð 1. verð- launahafans, Arons Daða Þórissonar, eru eftirtektarverð: „Ef þú ert ekki partur af lausn- inni, þá ertu partur af vandamálinu.“ Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landsbyggð- arvina í Reykjavík og nágrenni, hönn- uður verkefnisins og stjórnar því. Í Morgunblaðinu í gær birt- ist grein eftir Stefán Hjörleifs- son og Vilhjálm Árnason sem hafði verið birt áður. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Afsökunarbeiðni FYRIR fáeinum dögum birtust fyrstu tölur Hafró um vor- stofnmælingu botnfiska. Sjáv- arútvegsráðherra segir, að tölur gefi jákvæðar vísbendingar. Rit- ari leggur til, að ráðherrann skoði tölur betur, en neikvæðar vís- bendingar eru fleiri en jákvæðar. Miðað við sama kvóta fyrir þorsk á næsta fiskveiðiári og er nú, þá er eins víst að vísitalan verði lægri á næsta ári en nú. Eins árs ár- gangur er lélegur og tveggja ára mjög lélegur sem og fjögurra ára fiskur. Þetta er slæmt útlit væg- ast sagt. Hækkun vísitölu nú er innan skekkjumarka, en útlitið er vont, því miður. Eldri fiskur hefur stækkað eitthvað, en það eru einu jákvæðu breytingarnar og óþarft að gera úr því jákvæða umsögn. Ýsan hefur minnkað um fjórðung og heildarafli hefur dalað mikið. Lífmassi botnfiska virðist hafa dregist saman á mörgum und- anförnum árum, en það er alvar- leg vísbending. Jónas Bjarnason Skoðaðu tölur betur, ráðherra! Höfundur er efnaverkfræðingur dr.rer.nat. Fréttir í tölvupósti G O T T F Ó LK /Ö LG E R Ð IN TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2008-2009 Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar á tono.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.