Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 28

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 28
Með sársauka í brjósti sest ég niður og skrifa nokkur minning- arorð um Flosa bróður minn. Af hverju þurfti þessi hæfileikaríki maður að kveðja svona fljótt? Trú- lega fæ ég aldrei svör við því. Við Flosi ferðuðumst mikið á hestum um landið með föður okkar. Hugurinn reikar aftur til fermingarársins míns. Við í hestaferðalagi um Horn- strandir. Það var gaman að sjá hvað hann naut sín í faðmi fjalla úti í náttúrunni fjarri öllum nútímaþægindum – ekk- ert bað, ekkert klósett og ekkert raf- magn. Þarna var náttúrubarnið Flosi í essinu sínu. Hann benti kannski upp í fjallshlíð og sagði: ,,Sjáðu kvikindið“, en eng- Flosi Ólafsson ✝ Flosi Ólafssonfæddist í Reykja- vík 13. mars 1956. Hann lést af slysför- um 2. apríl síðastlið- inn. Flosi var jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju 14. apríl sl. inn sá tófuna nema hann. Hann las fjöllin og skýin og fór nokk- uð nærri með hvernig veðrið yrði næsta dag. Við lögðum upp í þetta ferðalag frá Bæjum í Ísafjarðar- djúpi. Þegar ábúand- inn þar kvaddi okkur spurði hann hvort ekki væri öruggt að öflug byssa væri með í för. Við tjáðum hon- um að svo væri, ef hestur myndi til að mynda fótbrotna væri nauðsynlegt að lóga honum. Hann sagði að það væri ekki útilokað að ísbjörn yrði á vegi okkar, ég óttaðist það en ég held að Flosi hafi vonað það. Ekki hefði honum þótt verra að ná kauða með Sakó-rifflinum sínum. Þess ber að geta að þarna var Flosi aðeins 19 ára gamall. Það er ekki skrítið að pabbi heitinn hafi verið stoltur af Flosa sínum. Vonandi hittast þeir núna, það yrðu fagnaðarfundir. Að sjálfsögðu þurftum við að hafa klyfjahesta með nestið okkar en stundum náði Flosi í fugl í matinn. Sumum finnst það vera öfugmæli að þessi mikli veiðimaður hafi verið dýravinur. Hann bar virðingu fyrir bráð sinni og ekki vildi hann skilja sært dýr eftir úti í náttúrunni. Það var með ólíkindum hvað hann var næmur að skilja hegðun og atferli dýranna, jafnvel betur en hegðun og atferli mannanna. Valgeir og Hólm- geir hafa bæði misst góðan föður og vin. Ég vona að Guð gefi þeim styrk til að takast á við sorgina á jákvæðan hátt. Ekki veit ég hvað bíður okkar eftir þessa jarðvist en ég vona að þar líði Flosa vel. Hvíldu í friði kæri bróðir. Vörður Ólafsson. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningargreinar um þá fóst- urfeðga Flosa Ólafsson og Einar Guðlaugsson með svona stuttu milli- bili. Flosi og Einar lögðu saman af stað að kvöldi með það markmið að vinna tófu. Þetta var þeirra hinsta för. Óskiljanlegt slys henti þessar kempur. Flosa kynntumst við fljótlega eftir að við fluttum að Akri. Hann var maðurinn sem lagaði tröppurnar. Fljótlega komumst við að því að hann var gull af manni. Mikið karl- menni, hreystin uppmáluð, síbros- andi, heiðarlegur og traustur. Slíkir eru vandfundnir. Eitt sinn kom hann galvaskur að vanda og voru heims- málin rædd og ýmislegt annað. Sögðum við honum að til stæði að steypa gólfið í hlöðunni við fjárhúsin. Þá hallaði hann sér fram og spurði: „Væri ykkur sama þó ég geri það“. Við héldum það nú, ekki væri hægt að fá betri mann. Launin voru að fá að skjóta gæs. Þegar kom að því að steypa í hlöðuna kom Flosi glaðbeitt- ur og sagðist hafa tekið meistarann með sér enda var Einar með í för ásamt fleirum. Öðruvísi gæti hann ekki gert þetta. Þessi litla saga lýsir Flosa vel. Þetta var ekki hans eina verk hér því hann var allaf boðinn og búinn að leggja hönd á plóginn. Áður hafði hann eytt verslunarmanna- helgi við að laga þakið á húsinu. Ræktarsemi Flosa var einstök við Immu og Einar. Sagði Imma oft við mig að enginn óskyldur þeim væri jafngóður við Einar eins og Flosi. Oft ræddum við Flosi um það hvað við værum heppin að teljast fóstur- börn þeirra Immu og Einars. Maður getur alltaf á sig góðu bætt. Hin síðari ár leitaði hann hingað norður, fyrst með föður sínum og síðar þegar hann eignaðist jörðina Hamrakot sem var honum mjög kær. Stundum var hringt og spjallað og stundum var kappinn mættur hér á hlaðið með Valla syni sínum, á leið í veiði eða eitthvað annað sýsl. Flosi var með endemum athafnasamur og teljum við að það hafi ekki átt við hann að sitja með hendur í skauti. Fyrir eyrum mér hljómar hlátur- inn og mér finnst sem ég sjái bros- andi andlitið, augabrúnirnar dans- andi er hann talar um tófuna, gæsina eða hvað þetta var nú sem hann veiddi. Allar sögurnar sem þeir Ein- ar sögðu voru óborganlegar og eft- irtektarverður var endalaus þorsti Flosa í að læra allt af þeim reyndari. Þetta gladdi Einar því hann leit á Flosa sem arftaka sinn. Þessar sög- ur verða aldrei sagðar aftur. Þessi reynsla þeirra er farin, þessar stund- ir eru líka farnar og koma aldrei aft- ur. Við sem fengum að njóta þeirra, geymum þær í hjarta okkar. Flosi var mikill fjölskyldumaður. Það var sjaldan að hann kom hér án þess að vera með syni sína með. Gaman var að hlusta á hann tala um hve stoltur hann var af strákunum sínum og hvað honum þótti innilega vænt um þá. Síðan liðu árin og eitt sinn er Flosi kom hér sagði hann mér að Sigga væri komin inn í líf sitt. Hann var ekki mikið fyrir að tala um svona hluti en andlitið lýstist upp af hamingju. Ég samgladdist honum innilega því þau áttu sannarlega hvort annað skilið. Kæra fjölskylda. Stórt skarð er höggvið og alltof snemma. Við biðj- um guð að veita ykkur styrk til að takast á við lífið án Flosa. Við Gunn- ar, börnin okkar og foreldrar þökk- um Flosa einstaka vináttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Jóhanna á Akri. 28 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Tóta frænka og guðmóðir. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur, sársaukinn er óbærilegur þegar ég hugsa til þess að ég sjái þig ekki framar. Ég svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Þú varst mér svo miklu meira en frænka, þú varst vinkona mín sem ég gat alltaf leitað til. Þau voru ófá skiptin sem ég kíkti í einn bolla og smáspjall. Það endaði alltaf með nokkrum því við gátum endalaust spjallað. Það var svo gott að leita til þín. Þú hafðir svör við öllu, sama hvað það var. Þú ✝ Þóranna Guð-björg Rögn- valdsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1958. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Hafnarfirði 29. mars síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 8. apríl. áttir þátt í mörgum ákvörðunum sem ég tók í lífinu og er ég svo þakklát fyrir það. Þú varst svo falleg og yndisleg manneskja, móðir, systir og frænka og þú munt ávallt eiga stað í hjarta mér. Nú ert þú kvödd í anda blíðum af öllum þeim sem kynntust þér, með ljúfa þökk frá liðnum tíðum, sem lengi er vert að minnst sé hér; og þó að gröfin hylji hold, þitt hrós skal vaka yfir mold. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifi andi þinn, og eigi völ á á unaðsgæðum, sem ekki þekkir heimurinn. Og allt sem gott hér gjörðir þú hjá guði launað verði nú. (Jón Þórðarson) Fanney Ásta Ágústs- dóttir (Fannsan þín). Þóranna Guðbjörg Rögnvaldsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, GUÐBJÖRG MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Eyrarvegi 8, Flateyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 11. apríl. Útförin fer fram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Valgeir Jóhannes Ólafsson, Gunnar Magnús Ólafsson, Vigfús Birgir Valgeirsson, Ásgeir Örn Valgeirsson, Guðbjörn Már Valgeirsson, Jóhann Haukur Gunnarsson, Sandra Halldórsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN S. FRANKLÍN, áður til heimilis í Eskihlíð 20, lést að Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 11. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Jens Valur Franklín, Erna G. Franklín, Örn Steinsen, Esther Franklín, Stefán D. Franklín, Vilhelmína Þorvarðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVERRIR ARNGRÍMSSON kennari, Kópavogsbraut 51, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.00. Áslaug Jóelsdóttir, Guðný Sverrisdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Guðmundur H. Friðgeirsson, Guðrún Vigdís Sverrisdóttir, Trausti Aðalsteinn Egilsson, Jóel Sverrisson, Guðfinna Guðnadóttir, Sveinn Áki Sverrisson, Ragnhildur Pála Tómasdóttir, Arngrímur Sverrisson, Steinþór Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL KRISTINN VALDIMARSSON, áður til heimilis að Brekkustíg 16, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 13. apríl. Útförin verður auglýst síðar. María Karlsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Valdimar Karlsson, Björg Björgvinsdóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Ásgeir N. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, DR. MED. HANS SVANE yfirlæknir, f. 29. apríl 1922, lést laugardaginn 12. apríl í Frederiksværk í Danmörku. Útför hans fer fram frá Frederiksværk Kirke fimmtudaginn 17. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður í Marstal á Ærø laugardaginn 19. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Brynja, Frida og Ellen Svane. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, ÓLAFS BRANDSSONAR fv. húsvarðar Sólvangi Hafnarfirði, sem lést að Sólvangi á páskadag, sunnudaginn 23. mars. Sérstakir þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sólvangs. Fanney Magnúsdóttir, Anna Magnea Ólafsdóttir, Þórarinn Sigvaldi Magnússon, Tryggvi Ólafsson, Theodóra Gunnlaugsdóttir, Lára Ólafsdóttir, Sveinn Andri Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS SVERRIS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun á hjúkrunarheimili Hrafnistu, H2, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Valdís Sigurlaug Daníelsdóttir, Bragi Guðjónsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Herdís Guðjónsdóttir, Bjarni Magnús Jóhannesson, Sigríður Birna Guðjónsdóttir, Guðmundur Gíslason, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.