Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 33

Morgunblaðið - 15.04.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 33 Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Slökunarnudd, sími 535-2760, hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, vefnaður, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg- isverður, línudans, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra frá 9-12, framsögn kl. 14, leiðb/ Guðný, félagsvist kl. 14. Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13 og félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlaskóla kl. 15.15. Engar mætingakvaðir. Félagsheimilið Gjábakki | Almenn leikfimi, jóga og gler- og postulíns- málun fyrir hádegi, handavinnustof- an opin, leiðbeinandi við til kl. 17, tré- skurður og róleg leikfimi kl. 13 og alkort kl. 13.30, kaffi kl. 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga, myndl.hópur kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg- isverður. Bútasaumur kl. 13 og jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, spil- að þar kl. 13, línudans kl. 12, tré- smíði/tréskurður kl. 13.30, Ath. frí í málun, vatnsleikfimi kl. 14. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Lagt af stað frá Hlaðhömr- um kl. 13 til Reykjanesbæjar. Þar verður hægt að skoða m.a. bátasafn, glerblástur, kertagerð og ýmsa aðra listmuni. Skráning í síma 692-0814. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur, létt ganga um ná- grennið kl. 10.30, postulínsnámskeið kl. 13. Alla föstud. kl. 10.30 er fjöl- breytt leikfimi (frítt) í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, kennari Júlíus Arnarsson, á eftir er kaffi og spjall. Hraunbær 105 | Handavinna, gler- skurður og hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia, kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg- ismatur, Bónusbíllinn kl. 12.15, Þurr- burstun á keramik kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, gler- skurður kl. 10 og 13, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14, Ólafur Jóhannsson. Hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | „Afró“-dansar í Kópavogsskóla kl. 14.20-15.20. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er gaman saman á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi, vísnaklúbbur – Sigurrós kl. 9, boccia, kvennahópur kl. 10.15, hand- verksstofa opin kl. 11, opið hús, vist/ brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, hárgreiðslustofa á staðnum, sími 552-2488. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin, leiðb/Daníel kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin, leiðb/ Halldóra frá kl. 13-16. Myndlistarnámskeið, leiðb/ Hafdís kl. 9-12. Þrykk og postulín, leiðb/Hafdís kl. 13-16, leikfimi leiðb/ Janick kl. 13. Sjálfsbjörg | Bingó kl. 19.30 í félags- heimili Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir frá kl. 9-16. Myndmennt kl. 10.15, enska kl. 11.45, hádegisverður, leshópur kl. 13, spurt og spjallað, myndbandasýning og bútasaumur kl. 13-16, spilað kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofa, morg- unstund, leikfimi, glervinnsla, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofa opn- ar allan daginn, upplestur kl. 12.30, félagsvist kl. 14. Uppl. í síma 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, verslunarferð/ Bónusbíllinn kl. 12, salurinn opinn og spilað kl. 13, kaffiveitingar. Bókabíll- inn kl. 16.45. Hjúkrunarfræðingur er fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 9. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 10, föndur og spjall. Bænastund í umsjá sókn- arprests kl. 12. Léttur hádegisverður eftir bænastundina. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 17.30. Digraneskirkja | Kirkjustarf aldr- aðra. Mæting kl. 10 og verður farið að Gvendarbrunnum og Hellisheið- arvirkjun skoðuð. Verð 1.200 kr. 10- 12 ára starf kl. 17-18.15. Æskulýðs- starf Meme fyrir 9.,10. bekk kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Fríkirkjan Kefas | Baldvin Þ. Bald- vinsson verður með fræðslu kl. 19.30 úr bók sinni Réttlæti, helgun og end- urlausn, boðið er upp á léttan ókeyp- is kvöldverð kl. 19 og því þarf að skrá sig í síma 564-1124 eða á kefas@ke- fas.is Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjallað, kaffi- veitingar. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16-17 í Engjaskóla og kl. 17-18 í Borgaskóla. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Stutt helgisund með altarisgöngu og bæn fyrir bænaefnum. Á eftir gefst kostur á léttum málsverði á vægu verði. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er kl. 9.15-10.30 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðs- prests. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Hláturhópur kl. 13. Opið kl. 9-16. Uppl. 568-3132. KFUM og KFUK á Íslandi | Fundur AD KFUK fellur niður í dag. Vorferð KFUM og KFUK verður farin í Ölver fimmtudaginn 17. apríl kl. 18, frá Holtavegi 28. Skráning í síma 588- 8899 til hádegi 16. apríl. Laugarneskirkja | TTT- hópurinn kl. 16, kvöldsöngur með Þorvaldi Hall- dórssyni og Gunnari Gunnarssyni kl. 20. Sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Sr. Bjarni býður upp á trú- fræðslu í safnaðarheimilinu kl. 20.30, á sama tíma og tólf spora hópar ganga til sinna verka. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrð- arstund kl. 12, tónlist leikin og ritn- ingartextar lesnir, súpa og brauð kl. 12.30, opið hús kl. 13-16, vist, brids og púttgræjur á staðnum, kaffi. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. sími 895-0169. Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Tónlist Karlakórinn Fóstbræður | Vortónleikar Karlakórsins verða haldnir sem hér segir: Í Langholtskirkju þriðjud. 15. og miðvikud. 16. apríl kl. 20 og laugard. 19. apríl kl. 16. Í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. apríl kl. 20. Fyrirlestrar og fundir Seðlabanki Íslands | Málstofa kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Máls- hefjandi er dr. Ásgeir Daníelsson, hag- fræðingur á Hagfræðisviði Seðlabankans, og ber erindi hans heitið Breytileiki í þjóðhagsstærðum og skekkjur í þjóðhags- spám. Fréttir og tilkynningar Rannsóknasetur í barna- og fjöl- skylduvernd | Á málstofu RBF og fé- lagsráðgjafarskorar kl. 12 í Odda, stofu 101, mun Halldór Hauksson fjalla um fjöl- þáttameðferð (MST) sem er meðferð fjöl- skyldna barna á aldrinum 12-18 ára, sem stríða við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin fer fram á heimaslóðum fjöl- skyldunnar. Nánari uppl. á www.rbf.is                       ! " #$%&' %()   %"*+, #,)#$% - &.*+,/ 0),##, &%1 #2 % . '%"# '"* $"-&"3', %      4 %"#.1 )*5" ,)#$% - ($% , %"#"#6, % 7       .*+,/ 0)"# % . 8$% -' !66- %"#6 %"-&*./ 0) ) (9).-&'8* &.*+, "##, 6 %"-,&' :7;7< $%='" 9).-&'8* 56 $%='" /% ,- %#+. 6 %"-, 4 %"##" 6 %"-&*. > *5,? 6@,*++,6, A @,#2, B .-%##" )*5&"#& >  5 +"C =C(,#6% C%*,#+ () %   : B 56  :7D:      5 +"C =C(,#6% C%*,#+ () 1.# ',, &.*+,/ 0)"# '"* $"-&"3', E,## :7 ,3 4* F 1&@8# 1%- &9*. &.*+,/ 0),##, 56 '9. '"* $"-&"3', >  5 +"C =C(,#6% C%*,#+ () (%). *"'#" /,#" () ; " @.&,#+" ; :77 %!@,$4 G&"#6 $%6#, '9. &.*+,/ 0),##, '"* $"-&"3', $% -. /" ' 4 +,6; :7 ,3 4* F G&"#6.#, 56 9##. 696# &%1 $"'#,- % '"* 4 (%##" % (H6' ,- #>*6,&' (@> ! " #$%&' %() ; 8*,$9 -.&'46 :A; :: %!@,$4 56 > (%"1,&4-. ! "& #$%&' %() III %! " "& ) ,1 '"* *5,+,6& &.*+,/ 0),##, %!@,$4; :7 ,3 4* F *"'#" /,#" () árnað heilla ritstjorn@mbl.is 95ára afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. apríl, er Inga Dagmar Karlsdóttir, Lönguhlíð 3, níutíu og fimm ára. Hún tekur á móti gestum í Danshöllinni, Drafnarfelli 2, laugardaginn 19. apríl milli kl. 3 og 6. dagbók Í dag er þriðjudagur 15. apríl, 106. dagur ársins 2008 Viðskipta- og hagfræðideild HÍefnir til morgunverðarfundará morgun í samstarfi viðStjórnvísi. Yfirskrift fundarins er Er þjón- ustustefna galdurinn á bak við fram- úrskarandi þjónustu? Verður fundurinn haldinn í fundarsal 301 á annarri hæð Háskólatorgs og stendur frá 8.30 til 10. Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við HÍ, er einn fyrirlesara: „Þjónustustefna er hugtak sem tvinnar saman fræðin um þjónustu og þjón- ustustjórnun og fræðin um stefnumið- aða stjórnun fyrirtækja, og samsvarar að mörgu leyti hugtakinu viðskipta- stefna,“ segir Runólfur sem mun flytja erindið Þjónusta – ávinningur við- skiptavinarins og samkeppnisforskot fyrirtækisins. „Þjónustustefna tengir saman og segir í raun fyrir um hvaða þjónusta er í boði og hvernig þjónustan er veitt. Þjónustustefnan byggist á lög- un fyrirtækisins að markaðnum og dregur fram sérstöðu þess í atvinnu- greininni. Þjónustustefnan er síðan veg- vísir í fyrirtækinu að því hvernig það ráðstafar sínum auðlindum og fram- leiðsluþáttum við þjónustuveitinguna. Þetta sérstaka samval og samstilling framleiðsluþáttanna sem og öll útfærsla á þjónustuumgjörðinni samhliða fyr- irliggjandi hugmyndum um það hvernig viðskiptavinurinn er þátttakandi í þjón- ustuveitingunni gefur svo fyrirtækinu samkeppnisforskot.“ Aðrir fyrirlesarar á morgunverð- arfundinum eru Þórhallur Arnar Guð- laugsson dósent og Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Byr: „Þórhallur mun fjalla um vænt- ingar, skilgreind viðmið og staðla í þjón- ustustjórnun. Hann mun fara dýpra inn í galdurinn á bak við árangursríka þjón- ustu og undirstrika að þekking á vænt- ingum viðskiptavina er grundvall- aratriði í árangursríkri þjónustustjórnun,“ segir Runólfur. „Magnús Pálsson mun svo í sínu erindi segja frá raunverulegu dæmi um mik- ilvægi þjónustustefnu, staðla og skipu- lags við þjónustuveitinguna. Hann bend- ir á að það sé stefnan sem leggi línurnar og svo skipulagið sem stuðli að mark- vissri ákvarðanatöku en jafnframt að þjónustukerfið þurfi að falla að þörfum starfsfólks og viðskiptavina.“ Upplýsingar um dagkrá og skráningu má finna á www.stjornvisi.is. Viðskipti | Morgunverðarfundur Stjórnvísi og viðskiptadeildar HÍ Þjónustustefna er galdurinn  Dr. Runólfur Smári Stein- þórsson fæddist 17. apríl 1959 og ólst upp á Hellu á Rangárvöllum. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1978, cand. oecon-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1986, MSc-prófi 1990 og Ph.D-prófi 1995 í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Runólfur varð lektor í stjórnun og stefnumótun í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1993, síðar dósent og prófessor. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla,Mounblaðinu, Hádegismóum 2110 Reykjavík. FRÉTTIR TRAPISTAMUNKURINN William Meninger frá klaustri heilags Bene- dikts í Snowmass, Colorado gistir Ís- land í þessum mánuði og kynnir hug- leiðslu- og íhugunaraðferð sem hann hefur þróað og nefnir á ensku cent- ering prayer. Hún byggir á ein- beittri bæn og íhugun í þögn. William Meninger flytur kynning- arfyrirlestur á Torgi Háskóla Ís- lands, HT 103, kl. 12 fimmtudaginn 17. apríl. Laugardaginn 19. apríl leiðir hann kyrrðardag í Neskirkju kl. 10-16. Dagskrá Williams Meningers á Ís- landi að þessu sinni hefur verið skipulögð af bænahópi sem heim- sótti klaustrið í Snowmass og tók þátt í kyrrðardögum undir hand- leiðslu hans og Thomasar Keating. Pétur Pétursson prófessor hefur verið hópnum til aðstoðar. Allir eru velkomnir. Nánari upp- lýsingar má nálgast á vefsíðunni www.neskirkja.is Klassísk, kristin bæna- og íhugunarhefð FRÆÐSLUNEFND Félagsráð- gjafafélags Íslands stendur fyrir opnum fundi á Grand hóteli, Hvammi, fimmtudaginn 17. apríl kl. 8.15-10. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir frá reynslu sinni af þunglyndi, Anna Rós Jóhannesdóttir, MSW og félagsráðgjafi á geðdeild Landspít- alans, kynnir þverfaglegt þróunar- verkefni á geðsviði LSH, Auður Ax- elsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsu – Eftir- fylgd, segir frá miðstöðinni sem hef- ur verið þróuð út í samfélaginu í samstarfi við geðfatlaða og aðstand- endur, segir í tilkynningu. Umræður og fyrirspurnir verða eftir flutning erindanna. Fundar- stjóri verður Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og félagsráðgjafi. Skráning á fundinn er á netfang- inu oktavia@fef.is Þátttökugjald er 2.500 kr. og 1000 kr. fyrir nema og lífeyrisþega. Opinn fundur um þunglyndi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.