Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 34

Morgunblaðið - 15.04.2008, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG MUNDI EKKI BORÐA SÚKKULAÐIÐ Á KODDANUM ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞIÐ SÉUÐ VEÐURTEPPT... ÞIÐ VERÐIÐ AÐ GISTA HÉRNA Í NÓTT ÞJÓNNINN MINN, TRÚGLÓ, VÍSAR YKKUR AÐ DÝFLISSUNUM YKKAR... ÉG MEINA HERBERGJ- UNUM... YKKAR ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞÚ ERT MIKILL KJÁNI! JÁ, KJÁNASKAPURINN Í MÉR ER ALVEG EINSTAKUR! ÉG ÆTLA AFTUR HEIM. ÉG ER EKKI Í KULDASKÓM ÉG GLEYMDI LÍKA AÐ FARA Í VETTLINGA OG SETJA Á MIG HÚFU KALVIN, VILT ÞÚ EKKI BYRJA LESTURINN Í DAG? NEI HVAÐ SEGIR HÆSTIRÉTTUR UM ÞETTA? ÞARF EKKI AÐ HANDTAKA MIG FYRST? ÞAÐ MÁ EKKI NEYÐA MIG TIL AÐ GERA ÞETTA ÁN ÞESS AÐ HAFA ÁSTÆÐU! ÉG KEM BARA HINGAÐ VEGNA ÞESS AÐ FORELDRAR MÍNIR NEYÐA MIG TIL ÞESS! ÉG VIL EKKI ÞURFA AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSARI VITLEYSU! ÞÚ VERÐUR AÐ BIÐJA EINHVERN ANNAN UM ÞETTA KALVIN? ANSANS! KLUKKAN ER EKKI EINU SINNI ORÐIN NÍU... TAKK FYRIR AÐ BJÓÐA MÉR Í MAT, HRÓLFUR... EN VERÐUR HELGA EKKI REIÐ EF ÞÚ KEMUR SEINT HEIM Í MAT? BARA EF HÚN ÞARF AÐ BÍÐA ÞAÐ LENGI AÐ HÚN BRENNIR MATINN EEE... HVAÐ SEGIR ÞÚ UM AÐ VIÐ FÖRUM ÚT AÐ BORÐA? AF HVERJU SEGIR ÞÚ AÐ ÞETTA SÉ KVENNA- BRUNAHANI? LALLI, MÉR FINNST ÞÚ VINNA ALLT OF MIKIÐ! ÉG REK MITT EIGIÐ FYRIRTÆKI! ÞAÐ ER MJÖG TÍMAFREKT! MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVERSU KREFJANDI ÞAÐ ER, ÞÁ FINNST MÉR ÉG LIFA FREKAR EÐLILEGU LÍFI ÉG VAR TIL DÆMIS HEIMA Í HEILA TVO TÍMA NÚNA! OG ÞÚ EYDDIR ÖÐRUM ÞEIRRA Í AÐ FARA Í STURTU, RAKA ÞIG OG SKIPTA UM FÖT! ÉG SKEMMTI MÉR VEL Í KVÖLD JÁ, JONAH JAMESON Á EKKI Í VANDRÆÐUM MEÐ AÐ HAFA OFAN AF FYRIR DÖMU... ...AUK ÞESS SEM... SEM... dagbók|velvakandi Upplýsingaskylda Ríkisútvarpsins UPPLÝSINGASKYLDA rík- isútvarpsins finnst mér vera fyrir borð borin. Ég hélt í einfeldni minni að þetta væri hlutlaus miðill, sem ætti að koma sem réttustu upplýs- ingum til landsmanna. Fyrir mér þýða æsifréttir eitthvað ýkt og upptrekkt, sem hittir fólk burtséð frá sannleiksgildi eða hlut- leysi. Tvö atvik virðast mér benda til að Sjónvarpið sé að verða æsifrétta- miðill. Fyrst er birt viðtal við Björgvin Halldórson, þjóðkunnan mann, vegna umferðarslyss á Reykjanes- braut. Ég tek undir ummæli Björg- vins um starfsfólk á spítalanum, en ummæli hans um starfsmenn Vega- gerðarinnar eru gjörsamlega út í hött og lýsa fádæma vanþekkingu á hlutunum. Þeim má líkja við að kenna starfs- fólki spítalans um öll dauðsföll, sem hafa orsakast af niðurskurði í heil- brigðiskerfinu. Orsök umferðarslysa er oftast nær sú að ekki er farið eftir hinni gullnu reglu, að haga akstri eftir að- stæðum. Seinna atvikið gerðist svo 10. maí, þegar samgönguráðherra sat fyrir svörum í Kastljósi og reyndi að út- skýra fyrir hlustendum ýmsar stað- reyndir, sem höfðu af öðrum aðilum verið rangtúlkaðar í þessum miðli. Ég dáðist að samgönguráðherranum fyrir það, hvað hann kom miklum upplýsingum til skila, þrátt fyrir að spyrillinn gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að koma í veg fyrir að nokk- ur nothæf svör kæmu frá svarand- anum. Þórhallur Hróðmarsson. Um dagskrárlok Útvarpsins ÉG get ekki lengur orða bundist vegna dagskrárloka útvarpsins. Þó að það sé nú gott og blessað að hafa klassíska næturtónlist eftir mið- nætti og fram til morguns, þá finnst mér fullmikið þegar þulirnir eru hættir að bjóða manni góða nótt við dagskrárlok. En ennþá verra þótti mér að þjóðsöngnum væri sleppt sl. sunnudagskvöld sem alltaf hefur komið í dagskrárlok á hverju einasta sunnudagskvöldi fram til þessa. Þetta er nokkuð sem hver einasta þjóð í heiminum hefur í lok sinnar útvarps- og sjónvarpsdagskrár á sunnudagskvöldum, að leika þjóð- söng landsins. Þessi liður hefur verið í útvarpi og sjónvarpi Íslendinga allt frá upphafi. Hvers vegna í ósköp- unum á að fara brjóta þá hefð allt í einu núna? Og allt út af þessu klass- íska næturútvarpi. Hvers vegna líka að hafa það næturútvarp alltaf í beinu framhaldi af dagskrá útvarps- ins yfir daginn? Það eru trúlega fleiri en ég, sem sakna þeirrar kveðju þularins í dag- skrárlok þegar hann hefur boðið góða nótt, og vafalaust geta fleiri tekið undir það með mér að þjóð- söngnum megi alls ekki sleppa í dag- skrárlok sunnudagskvöldanna. Því skora ég á yfirstjórn Útvarps- ins að breyta þessu hið snarasta og leyfa þjóðsöngnum a.m.k. að hald- ast, enda myndum við Íslendingar verða eina þjóðin í heiminum sem ekki léki þjóðsönginn þá líkt og aðra helgidaga. Það má alls ekki gerast. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÓÐUM hækkar sólin og snjórinn hopar undan hlýjum geislum hennar en trén eru farin að bruma og fuglasöngur að óma. Við bíðum þó örlítið leng- ur eftir vorinu sem muna þó koma von bráðar. Morgunblaðið/hag Þetta er allt að koma BS og diplóma nám í viðskiptafræði samhliða starfi VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Næsta haust fer Háskóli Íslands af stað með BS og diplóma nám í viðskiptafræði. Kynning á náminu fer fram miðvikudaginn 16. apríl kl. 17:00 í hringstofu á Háskólatorgi. Allir velkomnir! Umsóknarfrestur er til 5. júní. vidskipti.hi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.