Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 41 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Á TÓNLEIKUNUM, sem bera yf- irskriftina Bláu augun þín, verða höfundarverk tónskáldanna þriggja flutt af einvalaliði hljómlistarmanna sem verður stýrt af Eyþóri Gunn- arssyni. Eyþór verður með alla fjölskylduna á sviðinu, þ.e. konu sína Ellenu Krist- jánsdóttur, dæt- urnar Sigríði, El- ínu og Elísabetu og svo soninn Ey- þór. Þá verður tengdasonur hans, Þorsteinn „Steini Hjálmur“ Einarsson einnig á sviðinu og þau Lay Low, Stefán Hilmarsson, Högni „Hjaltalín“ Egilsson og Svavar Knútur einnig. Að tónleikunum loknum mun forseti Íslands sæma umrædda þrjá höfunda heið- ursfélaganafnbót FTT. Bara tíu ára Eyþór Gunnarsson var í óðaönn að pakka fyrir ferðalag norður vegna tónleika Þursa þegar blaðamaður heyrði í honum. „FTT á einnig 25 ára afmæli í ár og því verður og fagnað á þessum tónleikum,“ útskýrir Eyþór. „FTT og FÍH hafa undanfarið staðið að svokölluðum söngvaskáldakvöld- um á Domo og er þetta þannig séð meiður af því – en vegna tilefnisins og heiðrunarinnar var ákveðið að færa þetta í stærra hús.“ Eyþór segir að Jakob Frímann, formaður FTT, hafi farið þess á leit við hann að hann tæki þetta að sér. Í hljómsveitinni, auk Eyþórs, verða þeir Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Þórður Árnason og Jó- hann Ásmundsson „bössuður“ eins og fram kemur á vefsíðu FTT. „Að- alvandamálið var nú bara að velja efni úr þessu mikla safni tónskáld- anna,“ segir Eyþór. „Sá hausverkur er að baki og nú erum við að æfa þetta og útsetja.“ Eins og sjá má flæðir mikil tónlist um fjölskyldubönd Eyþórs og yngsti meðlimurinn, sonurinn Eyþór, er þegar farinn að láta til sín taka. „Við erum að reyna að véla hann í þetta. Ætlum að fá hann til að spila á trommur. Hann er pínu stressaður, enda ekki nema tíu ára,“ segir Ey- þór. „Hann er afar hæfileikaríkur og á efalaust eftir að láta til sína taka í framtíðinni.“ Þrír þungavigtarmenn Hátíðartónleikar í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöldið til heiðurs Gunnari Þórðarsyni, Ólafi Hauki og Ólafi Gauki Morgunblaðið/Kristinn IngvarssonGunnar Þórðarson Ólafur Haukur Símonarson Eyþór Gunnarsson Ólafur Gaukur Tónleikarnir verða í Íslensku óp- erunni á fimmtudagskvöldið kl. 20. Miðasala er í Íslensku óp- erunni. Nánar á www.ftt.is. TVEIR ljósmyndarar hafa verið sakaðir um að útvega Heath heitn- um Ledger kókaín til þess að geta tekið myndband af honum að sjúga það upp í nefið. Mál hefur verið höfðað gegn fyrirtækinu Splash News & Picture Agency fyrir að greiða fyrir kókaínið sem tveir ljós- myndarar, svokallaðir „pap- arazzar“, eru sagðir hafa notað og gefið Ledger af árið 2006. Mynd- band sem tekið var af Ledger við neyslu kókaíns var svo selt ýmsum fjölmiðlafyrirtækjum skömmu eftir að hann dó í janúar sl. Talið er að sölugróði af mynd- bandinu nemi einni milljón dollara í það minnsta. Fyrrum lausapenni fyrir tímaritið People mun hafa lögsótt Splash News & Picture Agency en hún er fyrrverandi kærasta annars ljósmyndaranna. Hún hefur ekki verið nefnd á nafn og er því kölluð Jane Doe í fjölmiðlum, eða Jóna Jóns. Jóna segist hafa hitt Ledger í anddyri hótels í Los Angeles ásamt unnusta sínum þá, Darren Banks, og kollega hans Eric Munn. Þau hafi boðið Ledger upp í herbergi hennar og Banks og þar hafi þau fært honum innpakkað kókaín. Annar ljósmyndaranna hafi svo tekið upp myndband af Ledger við neyslu. Færðu Ledger kókaín Heath Ledger 12.04.2008 1 7 16 26 35 8 4 4 9 9 7 9 6 6 5 29 09.04.2008 1 8 24 27 34 43 306 48 Ráðhús Reykjavíkur Miðvikudag 16. apríl. kl. 20:30 Aðgangur ókeypis Ný tónlist HILMAR JENSSON Stórsveit Reykjavíkur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn VANTAGE POINT kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 B.i. 10 ára THE EYE kl. 10:10 B.i. 16 ára VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL ,,Þessi glimrandi stemmning sem skapast á tjaldinu er betri en ég hef upplifað á tónlei- kum hérlendis." SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL SHINE A LIGHT kl. 5:30D - 8D- 10:30D LEYFÐ DIGITAL FOOL'S GOLD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára JUNO kl. 6 B.i. 7 ára SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 LEYFÐ SHUTTER kl. 10:10 B.i. 16 ára eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee - S.U.S. X-ið 97.7 SÝND Í KRINGLUNNI 21 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára FOOL'S GOLD kl. 8 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 10 B.i. 10 ára SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI Á SELFOSSI J E S S I C A A L B A SÝND Í KEFLAVÍK eeee EMPIRE eeee NEWSDAY eeee OK! - G.H.J POPPLAND eeee "Shine a Light skal njóta í bíó, þar sem að hljóðrásin nýtur sín í botn! Dúndur upplifun fyrir sanna Stones-menn." BÍÓTAL KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.