Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 15.04.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 43 SJÓNVARPSÞÁTTUR RÚV Mannaveiðar bbbnn Leikstjóri: Björn B. Björnsson. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Gísli Örn Garð- arsson, Björn Thors, Charlotte Böving, Darri Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björns- dóttir, o.fl. Kvikmyndataka: Víðir Sigurðs- son. Klipping: Sævar Guðmundsson. Hljóðvinnsla og tónlist: Valgeir Sigurðs- son. 200 mín. Ísland. 2008. FYRSTU kynni okkar af Gunnari (Ólafi Darra Ólafssyni) og Hinriki (Gísla Erni Garðarssyni) í Manna- veiðum gefa tóninn fyrir þættina. Eins og flestir vita sem hafa fylgst með þáttunum eru þeir byggðir á skáldsögunni Aftureldingu (2005) eft- ir Viktor Arnar Ingólfsson. Nú er sjónvarp annars konar miðill en bók og maður skilur að ýmsu er breytt þó að sögugrindin haldi sér. Ein breyt- ing fannst mér ekki gera neitt fyrir þættina. Það var að láta Gunnar vera að byrja, þannig að hann og Hinrik eru nýir félagar sem eru algerar and- stæður. Mér fannst þetta ódýr kynn- ingarlausn og kjánaleg eftiröpun á bandarískum löggupörum.Vinskapur þeirra var mun áhugaverðari en rex um að geta ekki unnið saman. Sér- staklega þegar þeir héldu sömu kar- aktereinkennum og í bókinni, og Ólaf- ur Darri var hinn úfni Gunnar frá fyrstu mínútu. Á meðan var Gísli Örn hæfilega fráhrindandi sem hinn ómannblendni snyrtipinni Hinrik. Þessi breyting passaði líka svo illa inn í þáttaröðina af því að yfirbragð hennar var að mörgu leyti tilraun til að vera meira í anda breskra eða nor- rænna sakamálaþátta að því er virtist vera. Allt ívið þyngra, hægara og dempaðra heldur en hjá skyldmenn- um þeirra í Bandaríkjunum þar sem ráðandi litaskalinn virðist vera app- elsínugulur þessa dagana. Litirnir hér eru eins og búningur gæsaskyttu: grænn, drappaður, brúnn, svartur. Í Mannaveiðum er einnig frekar þungt yfir og skýjað eða rigning. Og Gunnar segist alltaf vera svangur þegar hann sér Borgarnes. Ekkert tryllt fjör en lúmskur húmor inn á milli. Í þáttaröðinni var sakamálið jafn- framt notað til að kíkja á ýmis mál sem tekist er á um í samfélaginu. Komið var inn á íslenska útrás, banka- og virkjunarmál, offitu, sér- trúarsöfnuði og samkynhneigð. Þannig eru þættirnir ákveðin sam- félagslýsing. Stikkprufa á tíðaranda, sem á kannski eftir að eldast ótrúlega illa. Eða verða klassík! Er framtíð fyrir Gunnar og Hinrik sem okkar Derrick og Klein í svona seríuformi? Anna Sveinbjarnardóttir Löggur á skjánum Mannaveiðar „Stikkprufa á tíðaranda, sem á kannski eftir að eldast ótrúlega illa. Eða verða klassík!“ Fréttir á SMS BRESKA leikkonan Keira Knight- ley og unnusti hennar, breski leikarinn Rupert Friend, hafa ákveðið að festa kaup á húsi sem kosta má um 2 milljónir punda, um 300 milljónir íslenskra króna. Þau vonast til þess að kaupin verði til þess að þau verji meiri tíma saman, en þau hafa bæði verið mjög upptekin að und- anförnu. Fregnir herma að hvort þeirra hafi nú þegar lagt 1 milljón punda til kaupanna og að þau séu að leita að rétta húsinu í Notting Hill hverfinu í Lundúnum. Parið kynntist við tökur á kvik- myndinni Pride and Prejudice ár- ið 2004. Kaupa sér hús Reuters Sæt Keira Knightley.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.