Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 8

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÓPUR skólastarfsfólks af erlend- um uppruna útskrifaðist nýlega úr starfstengdu íslenskunámi. Þetta eru starfsmenn leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila borg- arinnar. Þeir hafa í vetur verið á námskeiðum á vinnutíma, tvo daga í viku í eina og hálfa klukkustund í senn. Kennslan var á vegum Al- þjóðahúss. Allir náðu þeir góðum árangri og ríkti gleði í hópnum yfir að hafa náð þessum áfanga, segir í tilkynn- ingu. Við útskriftina hélt sérhver nemandi stutta ræðu á íslensku og var borgaryfirvöldum þakkað fyrir að auðvelda fólki af erlendum upp- runa að stunda námið á vinnutíma. Í fréttatilkynningu kemur fram að nemendur sem rætt var við voru sammála um að forsenda þess að ná árangri í íslenskunámi væri að geta stundað það í tengslum við störf og daglegt líf. Fleiri námskeið eru á döfinni fyrir skólastarfsfólk af er- lendu bergi brotið, í maí verður t.d. boðið upp á lestrar- og framburð- arnámskeið. Starfshópur á vegum borg- arinnar vinnur að tillögum um hvernig megi betur standa að ís- lenskukennslu fyrir þá starfsmenn borgarinnar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Hópurinn mun skila tillögum sínum til mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar nú í byrjun maí. Námskeið Stoltur hópur skólastarfsfólks af erlendum uppruna útskrifað- ist í dag úr starfstengdu íslenskunámi. Kennslan var á vegum Alþjóðahúss. Erlendir skólastarfsmenn héldu ræðu á íslensku við skólaslitin ALÞJÓÐLEGI hláturdagurinn verður samkvæmt venju haldinn hátíðlegur um allan heim fyrsta sunnudaginn í maí, hinn 4. maí. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í sjötta sinn sem haldið verður upp á hláturdaginn á Ís- landi. Upphafsmaður hláturjóga- aðferðarinnar, indverski læknirinn dr. Madan Kataria, stofnaði sinn fyrsta hláturklúbb árið 1995 eftir að hafa rannsakað heilsubætandi áhrif þess að hlæja. Í Reykjavík verður haldið upp á daginn með hláturgöngu um Laug- ardalinn. Farið verður frá gömlu þvottalaugunum kl. 13 og gengið inn í dalinn. Hláturjógaæfingar verða teknar á leiðinni og allir komi með nestisböggul. Ásta Valdi- marsdóttir hláturjógakennari og Kristján Helgason hláturjógaleið- beinandi stjórna. Hláturdagurinn verður haldinn í fyrsta sinn á Suðurnesjum í Reykja- neshöllinni kl. 14. Hlátur Þessi glaðlegi bangsi verður tæpast í Laugardalnum á sunnudag. Hláturganga í Laugardal ACTAVIS í Bandaríkjunum hefur innkallað hjarta- lyfið Digitek (Digoxin) þar í landi. Þetta er gert í ör- yggisskyni. Lyfið er eingöngu selt undir merkjum Bertek sem er félag í eigu Mylan Pharmaceuticals Inc. og undir merkjum UDL Laboratories. Ein af verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum framleiðir lyf- ið fyrir þessi fyrirtæki. Innköllunin er að frumkvæði Actavis og er í fullu samstarfi við bandarísku Matvæla- og lyfjastofn- unina. Ástæðan er sú að við gæðaeftirlit félagsins fannst ein tafla af tvöfaldri þykkt. Þar sem ekki var hægt að staðfesta með fullri vissu að engin slík tafla hefði farið í umferð var talið öruggast að innkalla lyf- ið. Lyfið getur valdið veikindum eða jafnvel dauða sé það tekið í of stórum skömmtum. Actavis í Bandaríkj- unum fékk 11 tilkynningar um aukaverkanir af völd- um lyfsins á seinasta ári. Verið er að fara yfir þær all- ar en ekki er talið að þær tengist innkölluninni nú. Actavis innkallar hjartalyf Úr lyfjaverslun. STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is TAKMARKAÐ framboð á lánsfé kemur illa við bílasölur og hefur ásamt hækkandi verði vegna geng- isbreytinga valdið samdráttarskeiði sem ekki sér fyrir endann á. Aðeins eitt bílaumboð jók sölu sína á nýjum bílum í aprílmánuði miðað við sama mánuð á síðasta ári. Forsvarsmenn þeirra bílaumboða sem Morgunblað- ið ræddi við voru þó bjartsýnir, enda vanir sveiflum á markaði. „Árið í ár verður þrátt fyrir allt ekki jafnslæmt og árið 2001. Við vit- um hvað þarf til, hvernig við eigum að vinna í þessu árferði,“ segir Andr- és Jónsson, kynningarstjóri B&L. Hjá B&L líkt og annars staðar var reiknað með að salan drægist saman. „Við byrjuðum að bregðast við með því að draga úr pöntunum strax í janúar. Við erum því vel undir þetta búin þó að auðvitað sé skemmtilegra þegar meira er að gera.“ Sammála um orsökina Viðmælendur voru sammála þeg- ar kom að orsökum samdráttar. Framboð á lánsfé hefur verið tak- markað og einstaklingum oftar neit- að um lán. „Það er hvað erfiðast í þessu öllu saman, að fólk fær ekki lán til bílakaupa. Sá utanaðkomandi þáttur spilar gríðarmikla rullu,“ seg- ir Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins. Ekki er lengur í boði að taka bíla- lán í erlendri mynt og hámarkslán 80% af kaupverði, en algengast er að fólk taki 70% lán. Þá gengið út frá svonefndri sjö ára reglu, það er að aldur bíls og lánstími fari ekki yfir sjö ár. „Þegar bílarnir hækkuðu minnk- aði salan ekki. Það var ekki fyrr en það kom algjört stopp í lánum í er- lendri mynt. Salan stoppaði þegar lánin gerðu það,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, en fyrir- tæki hans brá á það ráð að lækka verð nýverið. „Þar erum við í sam- starfi við Lýsingu um allt að 80% lán, og þá er þetta raunhæft að nýju.“ Hann segir meira hafa verið að gera í gær en í marga daga á undan. 30-40% samdráttur í ár? Búið er að selja rúmlega 4.600 nýj- ar bifreiðar það sem af er ári en á sama tíma í fyrra höfðu rúmlega 5.000 bílar selst. Ef bornir eru sam- an apríl í ár og í fyrra kemur í ljós að sala nýrra bíla dróst saman um 44%. „Ég yrði ekki hissa ef sala drægist saman um 30-40% í ár miðað við síðasta ár,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og stjórnarfor- maður Bílgreinasambandsins. „Ef- laust sjáum við svona samdráttartöl- ur í maí og júní og ég tel að það verði svipuð sala í ár og á því næsta.“ Egill telur jafnframt að verulega muni draga úr innflutningi bíla. „Í fyrra voru það um sextán þúsund bílar, þ.e. nýir bílar, en þeir verða líklega um ellefu þúsund í ár.“ Það eru tíu þúsund færri bílar en árið 2005, sem var metár. Brimborg var eina bílaumboðið sem jók sölu sína á nýjum bílum í aprílmánuði, en þar eru þó þegar hafnar aðgerðir gegn samdrættin- um. „Við vorum byrjaðir að draga verulega úr pöntunum þannig að lag- erinn hjá okkur er þokkalegur. En við þurfum samt að draga meira úr.“ Bílasalar berjast nú við að laða til sín viðskiptavini. Hafa ýmis tilboð verið sett fram og verðlækkanir og eiga viðmælendur von á slíkt haldi áfram. „Við eigum von á spennandi tímum. Sum umboðanna eru með stóran lager sem þau verða að losna við. Ég tel að flestir muni svara með tilboðum,“ segir Andrés Jónsson. Takmörkun lánsfjár olli samdrætti í bílasölu Bílaumboðin laða til sín viðskiptavini með tilboðum Morgunblaðið/G. Rúnar Framboð Mikið framboð er af bílum og bjóða bílasölur ýmis tilboð.                     

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.