Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 14

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 14
14 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● VIÐSKIPTI með hlutabréf voru áfram í minna lagi í gær, veltan nam 4,4 milljörðum króna, þar af fyrir 1,9 milljarða með bréf Glitnis og 1,3 milljarða með Kaupþing. Skulda- bréfavelta nam 25,5 milljörðum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% í 5.171 stig, en í aprílmánuði hækk- aði hún um 3,4%. Kaupþing lækkaði mest vísitölufélaga, um 1,5% en FL Group hækkaði um 2,3%. 365 hf. lækkaði um 3,7% og Eik banki um 3,1%. Vísitalan 0,8% lægri ● JAN Petter Sissener, hinn lit- ríki fyrrverandi for- stjóri Kaupþings í Noregi, hefur stefnt bankanum og krefur hann að sögn norska við- skiptablaðsins Dagens Nærings- liv um meira en 10 milljónir norskra króna. Að sögn blaðsins er Sissener ósáttur við að kaupaukapottur sá sem skipt er á milli starfsmanna hafi verið minnkaður um 35 milljónir norskra króna án þess að neinn hafi verið látinn vita. Ástæða þess að potturinn dróst saman eru erfiðleikar á markaði. Sissener stefnir Kaupþingi Höfuðstöðvar Kaupþings. ● Í LOK fyrsta ársfjórðungs hafði Kaupþing lausafé til þess að tryggja rekstur bankans í 380 daga. Í apríl hefur lausaféð aukist. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í samtali við sænsku fréttastofuna Direkt í vikunni en bætti því við að þótt staðan á mark- aði hefði skánað væri Kaupþing búið undir áframhaldandi þrengingar. Í samtali við Reuters hefur Hreiðar Már sagt að stefnt sé á að fjár- mögnun ársins 2009 verði lokið í ágústmánuði og staðfestir hann þar með orð Sigurðar Einarssonar, starf- andi stjórnarformanns, í samtali við Finansavisen í apríl. Lausafé í 380 daga í lok mars INTERNET á Íslandi (ISNIC) hef- ur skrifað undir samning við The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers (ICANN) um hlutverk ISNIC sem rótarléns- rekstraraðila fyrir lénsendinguna .is. ICANN fer með hlutverk IANA, (http://iana.org/) sem kalla má stjórn netsins í heiminum. „Samningurinn tíundar réttindi og skyldur hvors aðila, sem fyrst og fremst fela í sér að tryggja rekstr- aröryggi .is léna á heimsvísu,“ segir Jens Pétur Jensen, framkvæmda- stjóri ISNIC. „Þá lofa aðilar báðir að viðhafa hlutlausa og réttláta skrán- ingu léna og koma eins fram við alla viðskiptavini,“ segir Jens. „ISNIC hefur eins og önnur fyrirtæki og stofnanir sem þessu sinna þessu hlutverki gert það án sérstaks samnings hingað til – enda var netið lengst af þróunarverkefni fremur en virðisaukandi þjónusta eins og nú. Þá var ICANN ekki til sem slíkt frekar en netið sjálft. Með samningnum er staða ISNIC hins vegar tryggð sem rekstraraðila rótarnafnaþjónanna fyrir .is lén.“ ISNIC er fertugasti aðilinn sem gerir slíkan samning við ICANN og segir Jens að í honum felist mikil við- urkenning á gæðum starfseminnar og sé hann um leið opinber trausts- yfirlýsing af hálfu þess aðila sem samræmir og stjórnar netinu. Í dag verður haldinn hluthafa- fundur ISNIC og Modernus um samruna félaganna tveggja, en gengið var frá samningi þess efnis í lok árs 2007. Stærsti hluthafi fyrir- tækisins verður Íslandspóstur. ISNIC skrifar undir mikil- vægan samning við ICANN Staða ISNIC tryggð sem rekstraraðili rótarnafnaþjóna fyrir .is lén viðtali við sjónvarp Bloomberg að „við værum nær endalokum þessa vanda heldur en upphafi hans“. Staðan markar viðsnúning frá því sem var fyrir nokkrum mánuðum, eins og greint er frá í grein New York Times. Þá virtist hinn almenni efnahagur tiltölulega heilbrigður en á Wall Street rak hvert húsnæðis- lánatapið annað. Ekki er óalgengt að Wall Street sé nokkuð á undan í þessum efnum, en tíminn mun þó leiða í ljós hvort um markaðurinn sé einfaldlega að „jafna sig“ eða hvort lausn sé í sjónmáli. Bjóða rýmri lánalín- ur í Bandaríkjadölum Hefur lægðinni verið varpað af Wall Street yfir á almenning? Reuters Wall Street Tæknivísitalan Nasdaq lækkaði í gær um 0,2%, öfugt við hinar tvær helstu viðmiðunarvísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor’s. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÞÓTT borgararnir séu farnir að hrukka ennið er ögn bjartara yfir Wall Street. Nýjustu tíðindin af fjár- málamörkuðum vestanhafs eru af aðgerðum seðlabankans, sem til- kynnti að hann hygðist veita bank- arískum bönkum allt að 150 millj- arða dala lán til eins mánaðar í maí. Þetta er helmingi hærri upphæð en sú sem áður bauðst, 100 milljarðar dala, og er meiningin að hleypa lífi í efnahaginn með auknu lausafé. Þá hafa seðlabankar Evrópu og Sviss rýmkað lánalínur sínar í Bandaríkjadölum um nær helming, upp í 50 milljarða dala og 20 millj- arða dala. Ráðamenn bandaríska seðlabankans telja hluta af vandræð- um dollarans endurspegla þrýsting frá evrópskum bönkum sem skorti lausafé í Bandaríkjadölum. Upp um 11% á þremur vikum Þrátt fyrir vátíðindi af fallandi húsnæðisverði og vaxandi atvinnu- leysi hafa hlutabréf á Wall Street hækkað. Vísitölur Dow Jones og Standard & Poor’s hafa t.a.m. hækk- að um 11% síðan þær náðu tíma- bundnu lágmarki fyrir þremur vik- um. Greina má jákvæðan tón í greinendum og framkvæmdastjór- um í fyrsta sinn svo mánuðum skipt- ir. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, Henry M. Paulson, sagði í Í HNOTSKURN »20.000 voru nýskráðir at-vinnulausir í Bandaríkjunum í apríl, mun færri en spáð hafði verið. Þetta er fjórði mánuður- inn í röð þar sem atvinnulausum fjölgar. Atvinnuleysi vestanhafs mælist nú 5%. » Í lausafjárvanda annarraleitar ríkasti maður heims, Warren Buffett að „nægilega stórri“ fjárfestingu, kaupverðið sé helst 40-60 milljarðar dala. OLÍUSKIP Olíudreifingar, Keilir, sem hefur ver- ið í siglingum við Íslandsstrendur í um fimm ár, hefur verið sett í sölumeðferð. Hörður Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að ástæðan sé sú að dregið hafi verulega úr verk- efnum skipsins hér við land. Strandsiglingar fé- lagsins muni þó ekki breytast verði Keilir seldur, því skip verði þá leigð til flutninganna. Hörður segir að Keilir hafi á sínum tíma leyst tvö eldri skip af hólmi og þá hafi verið verkefni fyrir skipið við Íslandsstrendur í um 260 til 270 daga á ári. „Það hefur fjarað undan flutningunum hægt og rólega og nú höfum við ekki vinnu fyrir skipið hér nema í um 120 daga á ári. Við þurfum því að leita að vinnu fyrir skipið erlendis í um tvo þriðju hluta af árinu.“ Segir hann að þessi staða sé mjög ótrygg, mörg skip keppi um hituna á þessum markaði og útkoman geti verið sú að engin verkefni sé að fá í marga daga á ári, sem geri reksturinn mjög erf- iðan. „Þetta hefur versnað mikið með hverju árinu. Það gekk til að mynda mun betur að fá vinnu fyr- ir skipið erlendis í fyrra en í ár. Þar fyrir utan eru kröfur á skip í eldsneytisflutningum stöðugt að aukast, sem gerir rekstur á einu skipi erfiða. Til viðbótar skiptir einnig máli að Keilir flytur ekki svartolíu, en hún er að aukast mikið hjá bræðslunum og skiptaflotanum. Önnur skip sinna þeim flutningum og það dregur úr flutningunum hjá okkur.“ Samtals eru 11 menn um borð í Keili hverju sinni og er um helmingur þeirra Íslendingar, sem eru í yfirmannastöðum. Hinir skipverjarnir komi víða að úr heiminum. „Strandsiglingar okkar munu ekkert breytast þó Keilir verði seldur, því við munum þá leigja skip til flutninganna. Við erum með um 30 birgðastöðvar um landið og langflestar þeirra eru þjónustaðar af sjó og það breytist ekki. En ég legg áherslu á að þetta er ekki frágengið þó skip- ið hafi verið sett í söluferli,“ segir Hörður. Keilir kominn í sölumeðferð Fjarað hefur undan verkefnum olíuskipsins við Íslandsstrendur með hverju árinu Morgunblaðið/Sverrir Í stað tveggja Keilir leysti tvö eldri skip af hólmi þegar það kom til landsins fyrir um fimm árum. NÁNASTA framtíð karlmanna- fataverslunarkeðjunnar Moss Bros ræðst að öllum líkindum um helgina,“ segir í frétt á vef breska blaðsins Times í gær. Get- gátur um hvort Baugur ætli að gera formlegt 40 milljóna punda, tæpra sex milljarða króna, yf- irtökutilboð í keðjuna fari vax- andi. Heimildarmenn Times kváð- ust vænta ákvörðunar eða „samskipta af einhverju tagi“ í gær, þó að enginn vissi hvernig þau myndu hljóða. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að verið væri að vinna að málinu með það fyrir augum að gera tilboð í Moss Bros. Ekki lægi fyrir hvenær ákvörðun yrði tekin um slíkt til- boð. Baugur hefði á sínum tíma haft samband við stjórn Moss Bros og fengið að skoða bókhald- ið til að kanna stöðu félagsins. Í síðustu viku rann út sam- komulag félaganna tveggja um einskorðaðan tilboðsrétt Baugs í Moss Bros. Vænta svara um framtíð Moss Bros Baugur Breskir fjölmiðlar hafa sýnt tilboðinu mikinn áhuga. Morgunblaðið/Kristinn    !" #   !$ %&'(  )*+                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2    !  345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -   "#$!%  ;# 1         -/  &'                                                                      : -   0 -< = $ ' >?@@A4B >5@3C5>C 3435>BCB> ?C@AB33@ ?C??@C5C3B 4@454B5 ?B5?BD5@ ?BA4BCD?3A ?4DC4@D45 B4AB@@@ D5>D?C4D >>5DAB5DB ?A5@@@@ 3334CD ?35>53C @ @ ?DD5D33 ?5CB?33 >B@@@ 3DC3DA@ , , ??AA?CC> , , BDC>B@@@@ , , DEB4 35EA5 ??EC5 4E4B ?DE@5 B?EB5 B?ED@ A3CE@@ BCE4@ ACE>@ >EC@ ?BE4C 3E4C C4E5@ ?E3? 4E4C B3AE@@ ?>??E@@ 3>?E@@ @EA> ?>AE@@ , , , , , 5B4@E@@ ?@E@@ , DE3> 34E?@ ?BE@3 4E4> ?DE?@ B?E55 B?EA@ A>@E@@ BCEA@ C@E3@ >EC5 ?BEDB 3ED3 CDE@@ ?E33 4ED3 B>?E5@ ?>BCE@@ 35@E@@ @EA5 ?5BE@@ , B?EC5 , , , 53B@E@@ , 4E@@ /   - 5 ?3 5C ?C 4D > 4 ?>4 B4 ? >B >D 3 ? > , , 3 3 ? D , , ? , , ?C , , F#   -#- B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A BC>B@@A 3@>B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A B5B@@A ?@3B@@A ?D>B@@A 3@>B@@A 4?BB@@D BBAB@@D B5B@@A BC>B@@A D3B@@A *&G *&G   H H *&G ,G     H H F6I# +    H H 0' F       H H *&G-?5 *&G">@     H H ● DANSKA fríblaðið Nyhedsavisen hefur fengið 117 milljónir danskra króna, um 1,8 milljarða íslenskra króna, til rekstrarfjár frá helsta eig- anda sínum, Morten Lund. Þetta kemur fram á vef Börsen. Þá hefur Hermann Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- félagsins Bröndby, tekið sæti í stjórn Dagsbrun Media. Hermann segir ljóst að rúm sé fyrir blað eins og Ny- hedsavisen á dagblaðamarkaðnum. Aukið rekstrarfé og nýr stjórnarmeðlimur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.