Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 15 STOFNUÐ hefur verið Rann- sóknamiðstöð um alþjóðaviðskipti við Háskóla Íslands. Markmiðið með miðstöðinni er að formfesta þá rannsóknavirkni sem verið hefur á alþjóðaviðskiptum innan skólans og skapa grundvöll fyrir frekari rannsóknir á sviðinu. Mið- stöðinni er ætlað að verða vett- vangur rannsókna- og þróunar- starfs á sviði alþjóðaviðskipta, eins og fram kemur í tilkynningu frá háskólanum. Meðal hlutverka miðstöðvar- innar verður að stunda rann- sóknir á sviði alþjóðaviðskipta í sterkum tengslum við atvinnulífið og kynna þær, vera bakland kennslu í alþjóðaviðskiptum og eiga þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu. Þá er miðstöðinni einnig ætlað að sinna tengslum og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði alþjóða- viðskipta, svo og að standa að viðburðum er varða alþjóða- viðskipti. Rannsóknamiðstöð um alþjóðaviðskipti Rannsóknir Stjórnin saman komin, f.v. Hermann Ottósson, Útflutnings- ráði, Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við HÍ, Þórhallur Guðlaugsson, dósent við HÍ, Snjólfur Ólafsson, prófessor við HÍ, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest. TAP af rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 26,7 milljónum Bandaríkjadoll- ara, eða um 2,0 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta er aukning frá sama tímabili á síðasta ári en þá var tapið 22,6 milljónir doll- ara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tekjur deCode jukust milli ára, en þær námu 15,0 milljónum dollara í ár samanborið við 8,6 milljónum dollara í fyrra. Handbært fé félagsins í lok mars á þessu ári var 69,5 milljónir dollara en var á áramótum 94,1 millj- ón dollara og 135 milljónir dollara í lok mars í fyrra. Jafnhárri fjárhæð var varið til rannsóknar- og þróunarstarfsemi deCode á fyrsta fjórðungi þessa árs og á sama tímabili í fyrra, eða um 12,7 milljónum dollara. Haft er eftir Kára Stefánssyni for- stjóra deCODE í tilkynningunni að félagið hafi frá byrjun þessa árs skerpt áherslur á þá möguleika sem erfðagreining á DNA til að meta hættu á algengum sjúkdómum gef- ur, sem og á erfðagreiningarprófið deCODEme. Aukið tap hjá deCode STJÓRN Flaga Group fór í gær þess á leit við kauphöll Nasdaq OMX á Ís- landi að hlutir félagsins yrðu teknir úr viðskiptum af aðalmarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu kauphall- arinnar. Í kjölfarið hafa hlutabréf Flögu verið sett á athugunarlista kauphallarinnar. Með því yrði Flaga fimmta félagið til að fara út úr kauphöllinni á þessu ári. Þann 9. maí nk. mun stjórn FL Group leggja fyrir hluthafatillögu um afskráningu úr kauphöllinni. Vinnslustöðin verður skráð af mark- aði fyrir árslok, hluthafar Icelandic Group hafa samþykkt afskráningu og afskráning Skipta er væntanleg. Flaga verði afskráð VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum var rekin með 1.153 milljóna króna tapi á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra var 765 milljóna króna hagnaður, en skýr- inganna er skv. tilkynningu helst að leita í fjármagnsliðum félagins sem voru neikvæðir um 1.470 milljónir. Framlegð dróst saman um 37,5% frá fyrra ári, mest vegna minni loðnuveiða. Þá nam gengistap lang- tímaskulda 1,5 milljörðum. Heildar- skuldir félagsins í marslok voru tæp- ir 7,8 milljarðar króna. Í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar segir að rekstrarhorfur á árinu séu óvissar. Lítill loðnukvóti muni hafa mikil áhrif á afkomuna, sem og nið- urskurður á þorskheimildum. Fisk- verð á erlendum mörkuðum og lækk- andi gengi krónunnar séu þó jákvæð. Tapaði 1,15 milljörðum OLÍUFRAMLEIÐSLA Rússa nú í aprílmánuði var sú minnsta í átján mánuði. Undanfarið ár hefur fram- leiðslan minnkað um 9,7 milljónir tunna á dag, sem svarar til 0,8% samdráttar frá því í apríl á síðasta ári samkvæmt fréttavef Bloomberg. Milli mánaða minnkaði framleiðslan um 0,4%. Rússar eru annar stærsti olíuframleiðandi heims á eftir Sádi- Aröbum, en vaxandi áhyggjur eru af samdrætti í framleiðslu þar í landi. Verð á hráolíu er um 114 dollarar. Minni olía í Rússlandi ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ Allra ve›ra von Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi. Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.