Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 23
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „HUGMYNDIN er að gefa fólki möguleika á að kaupa falleg og vönduð föt, sem framleidd eru samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar,“ segir Theresa Vilstrup Olesen, sem nýlega hefur opnað netverslunina HappyGreenKids.is. Netverslunin býður upp á fatnað úr lífrænt ræktaðri bómull fyrir börn frá fæðingu til fimm ára. Fatnaðinn flytur Theresa inn frá nokkrum löndum, en sjálf er hún dönsk að ætt og uppruna. Hún hefur verið búsett á bænum Brúarlandi á Mýrum þar sem hún býr með svín og kindur ásamt eiginmanninum Brynjólfi Guðbrandssyni, tæplega ársgamalli dóttur Dóru Karol- ínu og tengdaforeldrum. Það má því segja að netversl- unin sé viðbót í sveitaflóruna þar sem hún er nú með aðstöðu og birgðaskemmu fyrir fatnaðinn, sem fólk kann að panta í gegnum netið. Vön að nota sér netverslanir „Ég var vön að versla í gegnum netið á meðan ég bjó í Danmörku. Mér fannst vanta góða netverslun á Ís- landi og ákvað því að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd þegar ég var sjálf komin með barn enda fer ég sveitakonan ekki svo glatt í bæinn til að versla og það með ungt barn.“ Theresa segir að með vali á vistvænum fatnaði séu menn ekki aðeins að gera náttúrunni greiða heldur líka börnunum, sem eigi að klæðast fatnaðinum. Vistvæn bómullarræktun hafi það umfram hefðbundna bómull- arræktun að vera ræktuð án tilbúins áburðar og skor- dýraeiturs. Að auki byggist ræktunin og framleiðslan á ábyrgum og sjálfbærum langtímaaðferðum með tilliti til umhverfis og manna. Vistvæn netverslun í sveitinni Kátir krakkar Mjúkur og þægilegur bómullarfatnaður hentar vel uppátækja- sömum krökkum. Viðbót við sveita- flóruna Theresa var sjálf vön að versla á netinu á meðan hún bjó í Danmörku. www.happygreenkids.is Vistvænt Bóndakonan Theresa Vilstrup Olesen versl- ar með barnaföt úr lífrænt ræktaðri bómull. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 23 Ágæt kona, séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir, sem í nokkur ár þjónaði við Landakirkju í Vestmannaeyjum, sagði eitt sinn að í Eyjum gerðist allt í hrotum eða vertíðum. Tók hún sem dæmi kirkjulegar athafnir eins og giftingar, brúðkaup, skírnir og útfar- ir. Þetta má heimfæra upp á menn- ingarlífið í Vestmannaeyjum sem eft- ir langan og viðburðasnauðan vetur hefur tekið kipp svo um munar. Hafa menningarviðburðir af ýmsum toga verið í boði og hefur aðsókn verið góð og stundum farið fram úr björtustu vonum.    Allt byrjaði þetta þegar þess var minnst að 80 ár eru frá fæðingu Guðna Hermansen, myndlistar- manns og djassleikara. Guðni var einn af meisturum myndlistarinnar sem Eyjarnar hafa alið ásamt því hafa verið feiknagóður saxófónleikari og lék með fjölmörgum danslaga- og djasshljómsveitum í Vestmanna- eyjum. Á þessum tímamótum var Guðna minnst með myndarlegum hætti. Opnuð var myndlistarsýning á verkum Guðna í Akóges og um kvöldið voru jazztónleikar þar sem Kvartettinn Q kom fram ásamt söng- konunni Ragnheiði Gröndal. Sýn- ingin gaf góða mynd af ferli Guðna sem málara og tónleikarnir voru hreint frábærir.    Næst skal nefna að Bæjarlistamaður Vestmannaeyja var tilnefndur eins og venja er á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni varð Berglind Kristjáns- dóttir glerlistarkona fyrir valinu. Berglind hefur unnið að glerlist und- anfarin ár og haldið sýningar sem hafa vakið mikla athygli. „Ég er stolt og þetta er mikill heiður fyrir mig,“ sagði Berglind við þetta tækifæri.    Lítið hefur farið fyrir Eyjasveitinni Foreign Monkies, sigurvegurum Músíktilrauna 2006, undanfarið en á dögunum héldu þeir tónleika í Höll- inni í Vestmannaeyjum. „Með tón- leikunum erum við að skila af okkur sem Bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2007. Þarna fluttum við allt okkar efni sem allt er frumsamið,“ sagði Gísli Stefánsson, gítarleikari sveit- arinnar. Tónleikarnir voru skemmti- legir enda hörku rokkarar á ferð. Auk Gísla eru í sveitinni Bogi Rún- arsson bassaleikari og Víðir Heiðdal Nenonen trommari.    Það var skemmtileg blanda í tónlist sem í boði var þegar Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit verka- lýðsins tóku höndum saman við poppsveitina Tríkot á tónleikum í Höllinni í Vestmannaeyjum um næstsíðustu helgi. Aðalsprauturnar eru Sæþór Vídó söngvari og gítar- leikari Tríkót og Ósvaldur Guð- jónsson, stjórnandi lúðrasveitanna. Lagavalið var fjölbreytt en flest voru lögin sótt til áranna í kringum 1970 og þar er af nógu að taka. Eyjamenn kunnu að meta framtakið og voru gestir ekki færri en 400. Það er ekki oft sem poppsveit og lúðrasveit hafa leitt saman hesta sína en þetta tókst og uppskar listafólkið mikið og inni- legt klapp fyrir framtakið og var því ekki sleppt fyrr en eftir fjögur auka- lög.    Með skemmtilegri tónleikum í Eyj- um síðustu dagana voru tónleikar um 20 söngnema við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Þeir hafa und- anfarin tvö ár notið leiðsagnar An- niku Tonuri sem kemur frá Eist- landi. Þeir sem þarna komu fram voru á öllum aldri og í heild voru tón- leikarnir mjög skemmtilegir og út- koman var notaleg kvöldstund. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lagið tekið Guðjón Pálsson flutti ljúfa tóna á flygilinn við opnun afmælissýningarinnar á verkum Guðna Hermansen. úr bæjarlífinu gosdrykk minna en hálfur lítri af sama drykk? Hvern er verið að plata? Er þessi verðlagning vísbending um að verzl- un og framleiðandi selji þessa vöru með tapi eða er óhófleg álagning á hálfum lítra af við- komandi gosdrykk? Getur verið að al- menn álagning á mat- vörum og kannski ann- ars konar vörum í öðrum verzlunum sé hærri til þess að standa undir þessum verð- lækkunum á einstökum vörutegundum í nokkra daga? Og að þar af leiðandi standi við- skiptavinurinn undir öllum þessum verðlækkunum með því að greiða hærra verð fyrir aðrar vörur en eðli- legt getur talizt? Viðskiptaráðherra hefur lofað margvíslegum rannsóknum á vöru- verði á Íslandi. Það hlýtur að vera orðið tímabært að rannsaka þessa verðlagningu, sem hér hefur verið lýst ofan í kjölinn. Þetta fyrirbæri viðgengst í öllum matvörubúðum. Vegir þeirra semverðleggja vörur eru órannsakanlegir. Fyrir skömmu kom Víkverji í eina af Krónu-búðum höf- uðborgarsvæðisins og festi þar kaup á boxi af jarðarberjum sem kostaði 299 krónur. Daginn eftir kom Víkverji í eina af verzl- unum Nóatúns og keypti þar box af sömu jarðarberjum á 339 kr. krónur. Nokkrum dögum síðar kom Víkverji á ný í eina af verzlunum Krónunnar en þá kom í ljós að jarð- arberjaboxið var orðið dýrara en í Nóatúni og kostaði nú í Krónunni 344 krónur. Sömu vörur eru að jafnaði dýrari í Nóatúni, svo að hærra verð þar en í Krónunni kom ekki á óvart. Hins vegar kom það Víkverja óneitanlega á óvart, að Krónan var allt í einu orð- in dýrari en Nóatún! Hvernig eiga fastir viðskiptavinir þessara verzlana að skilja þessa verðlagningu? Svarið er vafalaust að fyrst hafi verið tilboðsverð á jarð- arberjum í Krónunni og svo hafi ver- ið tilboðsverð í Nóatúni. En er það eitthvert svar? Er þetta ekki bara tómt rugl í verðlagningu og er ekki betra fyrir bæði verzl- unina og viðskiptavini að það sé meiri stöðugleiki í verðlagningu? Verðbreytingar af þessu tagi vekja tortryggni hjá viðskiptavinum og þeim finnst illa með sig farið. Það eru fjölmörg dæmi um svona rugl í verðlagningu í matvöruverzl- unum á höfuðborgarsvæðinu og sjálfsagt víðar. Verðlagning á drykkjarvörum er kapítuli út af fyrir sig eins og allir neytendur vita. Hvernig má það vera, að stundum kosti 2 lítrar af      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ós m yn d: A gn es G ei rd al

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.