Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 24

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 24
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Írúm fjögur ár hafa hjónin Guð-rún og Bjarni og tvítugur son-ur þeirra, búið í tveggja hæðaraðhúsi í Ásahverfi í Garðabæ. Húsið keyptu þau ófrágengið að inn- an og fengu því í lið með sér Björn Skaftason arkitekt sem hannaði þar allt sem hanna þurfti. Auk þess hefur Björn meira að segja málað nokkur málverkanna sem prýða veggi heim- ilisins. „Áður en við keyptum þetta 188 fermetra raðhús bjuggum við í Ásbúð í Garðabæ,“ segir Guðrún Sverris- dóttir hárgreiðslukona sem rekur hárgreiðslustofuna Cleo á Garða- torgi. Hún er sannur Garðbæingur enda hefur hún búið í Garðabænum allt frá því hún var 12 ára, með smá- undantekningum þó. „Við vorum mjög ánægð með húsið í Ásbúðinni og þar fengum við hönnuðinn Þorkel Gunnar Guðmundsson til að hanna það í samræmi við óskir okkar og smekk. Við ákváðum þó að breyta til og keyptum þetta raðhús. Í Ásbúð- inni bar meira á gráum litum, beyki og hvítu, en hér er hins vegar allt hvít og svart, í litunum okkar.“ Langar að komast nær sjónum Á neðri hæð hússins er forstofa, hol, risastórt herbergi fyrir soninn auk baðherbergis. Svo er þar líka bíl- skúrinn sem rúmar tvo bíla. Sonurinn er mikill Jet Ski maður, en það far- artæki er víst kallað sjóþota á ís- lensku og kannski er það vegna áhuga hans á að skemmta sér og þjóta yfir hafflötinn á þessu töfratæki að fjölskyldan er að undirbúa að færa sig um set. Stefna hefur verið sett á Nýhöfnina í Sjálandshverfi sem er reyndar skammt undan. Guðrún og Bjarni segja að Björn Skaftason arki- tekt sé kominn í startholurnar, tilbú- inn að hanna íbúðina sem fjölskyldan hefur augastað á. Aðeins er beðið eft- ir að einhver komi og undirriti kaup- samning fyrir Ásahverfishúsið. Það fer ekki milli mála að hvítt og svart eru litir húsráðenda. Á gólfum eru svartgráar mústangskífur, allir veggir eru hvítmálaðir og loftin að hluta til líka. Sums staðar eru eins konar innfelldir kassar í loftunum sem eru þó málaðir í gráum lit. Slíkir kassar eða hólf eru víðar í húsinu og þá innbyggðir í veggi og jafnvel hurð- ir og bæði í hvítum lit og svörtum. Þeir „hýsa“ margvísleg falleg lista- verk. Í holinu á neðri hæðinni er gott dæmi um það hvernig þessi hólf eru notuð á óvenjulegan hátt. Þar sýnist vera svartur viðarveggur undir stig- anum sem liggur upp á loftið. Í veggnum eru tvö upplýst hólf og í þeim standa tvær hvítar styttur. Guð- rún ljóstrar upp leyndarmáli. Þetta er ekki venjulegur veggur heldur hurð, svona snilldarlega hönnuð. Hún þrýstir á hurðina sem opnast og bak við hana, undir stiganum leynist geymslurými. „Mér þykja hurðir undir stigum svo leiðinlegar,“ segir hún „og því var þessi leið farin til að loka geymslunni.“ Arkitekt og listmálari Á efri hæðinni er aðeins eitt svefn- herbergi, auk baðherbergis og síðan rennur þar saman í eitt stofa, borð- stofa, sjónvarpsherbergi og eldhús sem segja má að sé sannkölluð stofu- prýði! Hvítt leðursófasett er í stof- Síðustu eintökin T.v. við eldhúsgluggann er Síðustu eintökin, verk Þorkels Gunnars Guðmunds- sonar, sem sýnir þurrkaða og gifsaða þorskhausa, tákn þess að þorskurinn sé að klárast í sjónum. Á svölunum Hjónin Guðrún Sverrisdóttir og Bjarni Geirsson á svölunum þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera úti í góða veðrinu hvenær sem tækifæri býðst. Óvenjuleg hurð Í holinu á neðri hæðinni eru tveir stólar, hönnun Þorkels Gunnars Guðmundssonar, smíðaðir af Sverri föður Guðrúnar. Hún lét yf- irdekkja þá með svörtu leðri. Hér sést líka hin mjög svo óvenjulega geymsluhurð með upplýstum hófum og listaverkum. Hönnunin í samræmi við þarfir fjölskyldunnar lifun 24 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sk ór C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Sonia Rykiel, Roberto del Carlo, Maloles, Prairies de Paris, Pepe            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.