Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 27

Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 27 LANDSPÍTALI- háskólasjúkrahús (LSH) er aðalmeðferð- arspítali landsins og flestir treysta því að þar fái þeir meðferð byggða á nýjustu þekk- ingu þegar heilsan bil- ar eða slys verða. Færri gera sér senni- lega grein fyrir umfangsmiklu kennslu- og vísindahlutverki LSH en spítalinn tekur þátt í starfsmenntun rúmlega 30 heilbrigðisstarfsstétta og á hverju ári eru um 1100 nemendur í starfsnámi við LSH. Landspítalinn er því ein stærsta menntastofnun lands- ins. Löng hefð er fyrir því að háskóla- menntaðir starfsmenn spítalans leggi stund á vísindarannsóknir. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi af hverju starfsmenn spítalans skuli eyða dýrmætum tíma frá þjón- ustu við sjúklinga til vísindarann- sókna. Er ekki nóg fyrir okkur Ís- lendinga að fylgjast með því sem aðrir eru að gera í stóru nágranna- löndunum? Svo er reyndar ekki, og flest virtustu sjúkrahús á Vesturlönd- um leggja mikla áherslu á eigin vís- indarannsóknir og verja miklu fé til þeirra. Ekki er óalgengt að fé til vís- indarannsókna nemi um og yfir 10% af rekstrarfé erlendra sjúkrahúsa og gildir þá einu hvort um er að ræða ríkisrekna háskólaspítala eða einka- rekna. Það hefur nefnilega verið sýnt fram á að á sjúkrahúsum þar sem lögð er áhersla á vísindarannsóknir næst betri árangur í meðferð flókinna sjúkdóma. Ástæðan er ekki einungis sú að nýjustu meðferðartækni er beitt, heldur koma fram víðtækari áhrif. Þetta á til dæmis við þegar ný þekking, sem verður til við rannsókn- ir, leiðir til lausna á flóknum klínísk- um vandamálum hversdagsins. Með öðrum orðum, vísindavinnan býr stöðugt til nýja þekkingu sem nýtt er til meðferðar sjúkra. Vísindastarfinu fylgir einnig heilmikil sköpunargleði og tækifæri til þróunar og framgangs í starfi. Árangur vísindarannsókna á Landspítala Vísindarannsóknir á LSH hafa vaxið að magni og gæðum á síðustu áratugum. Hægt er að mæla þetta á ýmsan hátt, til dæmis með árlegum fjölda birtra vísindagreina í alþjóð- legum vísindatímaritum. Meðfylgj- andi súlurit sýnir fjölda birtra vís- indagreina og bókakafla sem starfs- menn Landspítalans og samstarfs- menn stóðu að á árunum 2001-2007. Árlegur fjöldi greina í erlendum, rit- rýndum vísindatímaritum jókst úr 107 í 186 á tímabilinu. Töluleg sam- antekt hefur sýnt að starfsmenn LSH standa að ríflega fjórðungi allra vísindagreina frá Íslandi og tveimur þriðju þeirra vísindagreina sem koma frá Háskóla Íslands. Margar rann- sóknanna hafa verið gerðar í náinni samvinnu við Háskóla Íslands en einnig við Hjartavernd, Íslenska erfðagreiningu og aðrar innlendar og erlendar vísindastofnanir. Samstarfs- stofnunum á sviði vísinda hefur fjölg- að mikið. Samvinna er nú við 20 inn- lendar stofnanir og fyrirtæki og yfir 70 erlenda háskóla og stofnanir í 20 löndum og öllum heimsálfum. Fjöldi doktors- og meistaranema á LSH hefur einnig vaxið hratt á síðustu ár- um og eru þessir nemendur mikil- vægir hlekkir í vísindastarfinu. Vísindastarfið er ekki ókeypis Samanber góða vísindavirkni starfsmanna spítalans á undanförn- um árum, er ekki skortur á hæfum vísindamönnum, þótt alltaf sé pláss fyrir afburðafólk. Það sem einkum vantar er bætt aðstaða til vísinda- starfa og aðgangur að digrum, inn- lendum sjóðum. Þetta er nauðsynlegt til uppbyggingar öflugra vísindahópa sem geta sótt um stóra, alþjóðlega vísindastyrki sem gerir þá sam- keppnishæfa við hina bestu á alþjóða- vísu. Á undanförnum árum hefur ár- legur kostnaður LSH vegna vísinda- rannsókna numið um það bil 1,5% af heildarveltu spítalans. Tíundi hluti þeirrar upphæðar (0,15%) hefur runnið til Vísindasjóðs LSH. Til við- miðunar fær Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi upphæð til vísindarann- sókna sem svarar til 12% af árlegri veltu þess. Þar af kemur tæpur helm- ingur eða 5% beint frá sjúkrahúsinu sjálfu og heilbrigðisyfirvöldum. Það er því ljóst að mikið vantar upp á að LSH sé samkeppnisfært við bestu sjúkrahús í nágrannalöndunum hvað varðar fjármagn til vísindarann- sókna. Þeir styrkir sem starfsmenn afla eru nýttir til kaupa á rannsókn- artækjum, til greiðslu launa aðstoðar- fólks og doktorsnema. Spítalinn legg- ur til aðstöðu og þar er að finna rann- sóknarefniviðinn, sjúklingana, sýni og heilsufarsupplýsingar svo að eitt- hvað sé nefnt. Í gegnum tíðina hefur vísindavinnan verið stunduð samhliða öðrum verkum eða í frítíma starfs- manna. Vaxandi vinnuálag rýrir þann tíma sem hægt er að nýta á þennan hátt. Til þess að viðhalda fyrri virkni er nauðsynlegt að leita nýrra leiða til fjármögnunar vísindastarfsins. Ný vísindastefna LSH Á síðastliðnu ári samþykkti stjórn Landspítala nýja og framsækna vís- indastefnu, sem gefur fyrirheit um betri tíma. Hin nýja vísindastefna miðar að tvöföldun á beinu fjárfram- lagi til vísindaverkefna við spítalann á árinu 2012. Það ár er gert ráð fyrir að 3% af heildarrekstrarkostnaði spítal- ans renni til vísindaverkefna þar sem áhersla er lögð á samkeppni um allt rannsóknarfé. Í ljósi þessa setur Landspítali háskólasjúkrahús sér það markmið að vera eitt af fimm bestu háskólasjúkrahúsum á Norðurlönd- um árið 2012 hvað varðar árangur og afköst í vísindarannsóknum. Vísindastarf á Landspítala háskólasjúkrahúsi Gísli H. Sigurðsson og Sigurlaug Svein- björnsdóttir skrifa um þá starfsemi sem fram fer á LSH Gísli H. Sigurðsson Gísli H. er yfirlæknir og prófessor, formaður vísindaráðs LSH. Sigurlaug er yfirlæknir, sviðsstjóri vísinda- og rannsóknarþjónustu LSH. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir » Landspítalinn er ein stærsta menntastofnun lands- ins. Löng hefð er fyrir því að háskólamennt- aðir starfsmenn spít- alans leggi stund á vís- indarannsóknir. www.alcoa.is Við ætlum að fjölga fólki ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 20 94 0 4. 20 08 Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa á Austurlandi: www.austurat.is Framtíðarstörf í framleiðslu Við ætlum að ráða fleiri starfsmenn á vaktir í framleiðslu. Fjarðaál framleiðir verðmætar afurðir úr áli og álblöndum, þar á meðal álvíra í háspennustrengi. Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða reynslu umsækjenda. Í fjölbreyttum hópi framleiðslustarfs- manna eru konur og karlar á öllum aldri. Mikið er lagt upp úr þjálfun og starfsþróun. Launin eru góð og Fjarðaál veitir starfs- mönnum margvíslega þjónustu, svo sem heilsuvernd, frítt fæði og akstur til og frá vinnu. Í fjölbreyttum hópi starfsmanna eru konur og karlar á öllum aldri sem njóta góðra launa, starfsþjálfunar og ýmissa fríðinda. Núna viljum við bæta í þennan blómlega hóp og ætlum að fjölga starfsmönnum á næstunni. Kynntu þér traust og spennandi atvinnutækifæri. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði er einn öflugasti vinnustaður heims á sínu sviði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.