Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VARNARBÚNAÐUR LÖGREGLUMANNA Það liggur í augum uppi, eins ogþjóðfélagsgerðin er orðin hér áÍslandi, að lögreglumenn eru í lífshættu við störf sín dag hvern. Það kom skýrt í ljós fyrr í vetur þegar skipulögð árás var gerð á óeinkenn- isklædda fíkniefnalögreglumenn á Laugavegi. Í því máli féll dómur sem bendir til þess að lögreglumönnum sé lítil vörn í núgildandi lagaákvæðum því væntanlega ætlar enginn dómur- um að hafa ekki skilning á lögunum – eða hvað? Það kom líka í ljós í óeirðum við Rauðavatn þegar grjót byrjaði að fljúga með þeim afleiðingum að flytja varð lögreglumann á sjúkrahús. Fjöldamörg dæmi má nefna um að hart sé gengið að lögreglumönnum við skyldustörf. Þeir eru ekki há- launastétt. Þeir eiga fjölskyldur, maka og börn og í hópi þeirra hefur grafið um sig ótti um líf eiginmanns eða eiginkonu, föður eða móður eftir því sem ástandið á götunum verður harðara. Það dugar ekki lengur fyrir þessa menn að grípa í gamaldags lög- reglukylfur. Það getur dugað þeim eitthvað að hafa undir höndum úða- brúsa en krafa þeirra um rafstuð- byssur er þess eðlis að taka verður hana alvarlega. Auðvitað vildum við helzt að lög- reglumenn okkar þyrftu ekki að vera búnir slíkum vopnum en hvaða aðrar aðferðir eru til þess að tryggja líf þeirra sjálfra við gjörbreyttar að- stæður á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar? Krafa lögreglumanna í þessum efn- um var ítrekuð á þingi Landssam- bands lögreglumanna fyrir skömmu. Þeir benda á að ólíðandi sé að slysa- tíðni meðal lögreglumanna sé meiri en gengur og gerist í nágrannalönd- um. Auðvitað er það ólíðandi. Það er mál út af fyrir sig hvers vegna þjóðfélagsástandið er orðið með þeim hætti sem við blasir. Lík- legasta skýringin eru fíkniefni sem um allan heim kalla fram glæpafar- aldur sem verður stöðugt ógeðslegri ef yfirleitt er hægt að tala um mis- munandi stig í þeim efnum. Eftir því sem fíkniefnaneyzlan eykst fjölgar glæpum. Það er íhugunarefni út af fyrir sig hvort við og aðrar þjóðir tök- um nægilega skynsamlega á þessum vanda. En vafalaust eru margar aðrar ástæður fyrir því að ofbeldi eykst í samfélagi okkar. Fólk getur ekki lengur farið ferða sinna með nægilega öruggum hætti að næturlagi í þétt- býli. Börn og unglingar eru í hættu hvar sem er fyrir ofbeldismönnum. Eina ráðið sem við kunnum enn sem komið er felst í því að efla lög- gæzlu. Og þá verður ekki hjá því kom- izt að lögreglumenn séu þannig búnir að þeir geti varið sig. Það geta þeir ekki í dag og fari fram sem horfir fást menn ekki lengur til að gegna þessum mikilvægu störfum. BATNANDI HORFUR? Tónninn í fjármálablöðum á Vest-urlöndum er að byrja að breyt- ast. Nú snúast umræður þeirra ekki lengur um að lýsa hverju áfallinu á fætur öðru heldur er spurt spurninga um, hvort hið versta sé afstaðið og bjartari tímar framundan. Eftir sem áður eru skiptar skoðanir um hvort svo sé. Sumir eru bjartsýnir og aðrir svartsýnir eins og gengur og gerist. Meginástæðan fyrir því að sumir sérfræðingar telja að batnandi horf- ur séu framundan eru aðgerðir seðla- banka beggja vegna Atlantshafsins til þess að tryggja bönkunum aðgengi að fé. Til viðbótar kemur að fækkun starfa í Bandaríkjunum varð mun minni í apríl en gert hafði verið ráð fyrir. Það hefur svo aftur vakið spurningar um, hvort hinn efnahags- legi samdráttur, sem Bandaríkja- menn standa frammi fyrir, sé ekki eins alvarlegur og talið hefur verið síðustu vikur. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir okkur Íslendinga ef ástandið er að batna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það gefur vonir um að aðgengi að fé batni og að bank- arnir íslenzku eigi auðveldara með að endurfjármagna skuldbindingar sín- ar. Hins vegar er ástæða til að ganga nú hægt um gleðinnar dyr. Reynist trú hinna bjartsýnni á rökum reist má gera ráð fyrir að lánsfjármark- aðir opnist smátt og smátt þannig að stóru bankarnir úti í heimi komist fyrst inn á markaðina en litlu bank- arnar í alþjóðlegu samhengi, eins og íslenzku bankarnir eru, verði aftar- lega í röðinni. Þess vegna er ekki hægt að útiloka að vandamál komi upp hjá íslenzku bönkunum, jafnvel þótt fari að rofa til. Vel má vera að sá bjartari tónn, sem finna má á alþjóðavettvangi, verði skammvinnur. Þrátt fyrir ljós- glætu hér og þar hafa stóru bankarn- ir tapað miklu fé og afskrifað mikið af skuldum. Þeir hafa sagt upp fólki og eru að segja upp fólki, alveg eins og bankarnir hér, þótt það fari ekki hátt. Þess vegna er of snemmt að fagna. Það hafa engin þáttaskil orðið enn sem komið er, einungis meiri bjart- sýni en áður. Eftir sem áður er ástæða fyrir fólk til að draga úr neyzlu og fara varlega í fjárfestingar. Eftir sem áður er nauðsynlegt fyrir Seðlabankann að standa fast á því að veita verðbólg- unni það aðhald, sem hann getur. Og jafnframt er nauðsynlegt að ríkisstjórnin upplýsi, hvernig hún ætlar að bregðast við breyttum efna- hagsaðstæðum af sinni hálfu. En hvað sem þessum varnaðarorð- um líður er samt betra að umræður á alþjóðavettvangi einkennist af var- færinni bjartsýni en sterkri bölsýni. Er hægt að búast við að landsmenn haldi ró sinni eða fer allt á fleygiferð áður en hendi er veifað? Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is H ækkandi heimsmark- aðsverð á olíu og vaxandi þörf fyrir innflutt eldsneyti hafa ýtt undir et- anólvinnslu í Bandaríkjunum á síð- ustu árum. George W. Bush forseti hefur lagt mikla áherslu á etanólið og sett stefnuna á að vinnsla þess úr sellúlósa verði orðin samkeppn- ishæf árið 2012. Stjórn hans hefur síðustu misserin varið sem svarar tugum milljarða króna í þróun et- anóltækni og umfang vinnslunnar aukist ár frá ári. Því var því ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar hið útbreidda fréttatímarit Time birti nýverið fréttaskýringuna „Hreina orku- svindlið“ (e. The Clean Energy Scam), eftir Michael Grunwald, sem hefst á myndrænni og nokkuð dramatískri lýsingu á því hvernig Amazon-frumskógurinn í Brasilíu er í auknum mæli ruddur fyrir land sem er tekið undir ræktun fyrir vinnslu lífræns eldsneytis. Stöldrum við greinina en lítum svo á helstu mótrök bandaríska orkumálaráðuneytisins. Í grein Grunwald segir að fjár- festing í lífrænu eldsneyti í heim- inum hafi vaxið úr að jafnvirði 373 milljarða kóna að núvirði í 2.833 milljarða króna árið 2005 og að ráð- gert sé að hún muni vaxa í 7.460 milljarða króna árið 2010. Það er gríðarmikið fé hvernig sem á það er litið og má nefna að nýlegt yf- irtökutilboð Microsoft í Yahoo var um 3.057 milljarðar íslenskra króna. Góðar fréttir frá sjónarhóli um- hverfisins gætu sumir ályktað en ekki að mati Grunwald sem segir etanólvinnsluna á villigötum. Nýjar rannsóknir sýni að sprengingin í vinnslu lífræns elds- neytis hafi haft þveröfugar afleið- ingar við það sem formælendur þess ætluðu. Herferðin sem ætlað sé að bjarga jörðinni ógni lífríkinu. Allt bendi til að etanólvinnsla úr maís hafi skelfilegar afleiðingar og að jafnvel vinnsla þess úr sellúlósa úr uppskerumiklum grösum (switchgras) sýnist verri m.t.t. um- hverfisins en bensín. Leiðir til eyðingar skóga og votlendis Áherslan á etanólið hafi dregið lítillega úr þörfinni fyrir innflutta olíu og skapað störf í landbúnaði. Vandamálið sé hins vegar augljóst. Notkun lands til að rækta hráefni til vinnslu lífræns eldsneytis leiði til eyðingar skóga, votlendis og gróinna svæða, sem þegar að er gáð bindi gríðarlegt magn kolefnis. Segir þar einnig að Indónesar hafi rutt og brennt villtum gróðri í svo miklum mæli vegna pálma- olíuvinnslu fyrir líf-dísil að landið hafi stokkið úr 21. sæti í það þriðja á lista yfir helstu losunarríki kol- díoxíðs í heiminum, að því er fram komi í skýrslu votlendissamtak- anna Wetlands International. Á Malasíu séu skógar ruddir svo hratt vegna samskonar vinnslu að landið sé að verða uppiskroppa með óræktað land. Grunwald dregur upp dökka mynd af ástandinu í Amazon- frumskóginum og segir að svæði á stærð við fylkið Rhode Island hafi verið rutt á síðari helmingi ársins 2007 og að jafnvel stærri hluti skógarins skemmst í eldi. Í nýlegri grein í vísindatímarit- inu Science, sem Tim Searchinger, fræðimaður við Princeton-háskóla, fór fyrir sé komist að þeirri nið- urstöðu að sé skógareyðing tekin með í reikninginn leiði bæði etanól sem er unnið úr maís og líf-dísil úr sojabaunum til helmingi meiri los- unar koldíoxíðs en bensín. Vill að allar bensínstöðvar selji etanól Þróunin sé á góðri leið með að hafa gífurleg áhrif í Bandaríkj- unum. Nú bjóði innan við tvær af hverjum hundrað bensínstöðvum þar í landi upp á etanól, vinnslan nemi 26,5 milljörðum lítra og kosti bandaríska skattgreiðendur sem svarar rétt tæpa 600 milljarða ís- lenskra króna í formi nið- urgreiðslna. Það sé hins vegar að- eins byrjunin. Forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton hafi á kosningafundi í Iowa síðastliðið haust kynnt áætlun sem muni skylda allar bensínstöðvar til að bjóða upp á etanól á árinu 2017, ásamt því að stefna á 227 milljarða lítra vinnslu fyrir 2030. Málaflokkurinn gengur þvert á flokkslínur og segir þar að John McCain, forsetaframbjóðandi repú- blikana, hafi haft miklar efasemdir um etanólið árið 2000 en hafi á þingkosningaárinu 2006 skipt um skoðun. Þingmenn veigri sér við að stugga við hagsmunavörðum land- búnaðarins, sem séu öflugustu fylg- ismenn etanólsins í Washington. Vísa fullyrðingunum alfarið á bug Eins og fyrr segir hefur banda- ríska orkumálaráðuneytið ekki tek- ið þessum ásökunum þegjandi og hljóðalaust og er áðurnefnd vís- indagrein Searchinger og félaga hrakin. Rannsóknin byggi á líka breytta landnotkun sem ge fyrir verstu mögulegu útko sjónarhóli umhverfisins og þess ráð fyrir að vandamál landnotkunar og skógarey muni á árinu 2015 endursp unina á síðasta áratug. Rau hins vegar að hægt hafi á h skógareyðingarinnar í Bra öðrum ríkjum fyrir tilstilli setningar og að Kína og Ba in séu á meðal þeirra 22 rík sem skóglendi fari stækka un Brasilíumanna á tækni anólvinnslu úr sellulósa gæ faldað vinnsluna á sama ræktarlandi. Einnig sé ekki hugað að staðreynd þegar rætt sé um ig áherslan á etanólið auki irspurn eftir ræktarlandi, búnaður þar í landi keppi v margar iðngreinar og að h verð á ræktarlandi geti dre uppbyggingu borga sem ta sig gróið land sem ella myn kolefni. Í einni atburðarásinni se uð sé í rannsókn Searching ranglega ályktað að rækta fyrir maís muni víkja fyrir uppskerumikilla grasa (sem eru henta til etanólvinnslu tíðinni) enda muni maísver vera hærra en verð á upps sem ekki er hægt að nýta t vælaframleiðslu. Tekist ha draga úr jarðvegseyðingu un niturs við maísræktun á áratugum (nitur getur vald mengun í lífríkinu) og að o etanólvinnslu úr maís hafi mikið. Sú spá að draga mu Bandaríska orkum neytið verst ásökun hendur etanóliðnað Við dæluna Starfsmaður brasilískrar bensínstöðvar dælir etanó bendir á að skóglendi þessa helsta etanólvinnsluríkis heims fari s Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRIÐAÐA landið sem vísað er til í deilunni hér til hliðar er hluti friðunarverkefnis bandarísku land- græðslunnar, sem á ensku nefnist Conservation Reserve Program. Verkefnið varð til með lögunum Food Security Act, sem samþykkt voru árið 1985, og hefur síðan verið talið flaggskip bandarísku landgræðslunnar. Dagblaðið The New York Times fjallaði nýlega (9. apríl) ásókn í friðað land í Bandaríkjunum (samtals 35 milljónir ekra eða átta af hundraði ræktarlands í landinu, samkvæmt sömu frétt), með þeim orðum að þúsundir bænda hafi kosið að verða af árlegum greiðslum fyrir að yrkja e vegna h og anna koma ú um, fra aðinum hafa át heimsb talning áhrif í b etanólá misseru Flaggskip landgr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.