Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 03.05.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er til fólk sem hefur gaman af bílum. Ég er ekki ein af þeim. Í mín- um huga eru bílar upp til hópa ljótir og asnalegir, plássfrekir, eit- urspúandi og hættu- legir. Ég hef nú búið í allmörg ár í Stokk- hólmi, borg þar sem góðar og skilvirkar al- menningssamgöngur gera fólki kleift að lifa góðu lífi án þess að eiga bíl. Frábært neðanjarð- arlestarkerfi stutt strætisvagnaleiðum kemur mönnum milli sérhverra tveggja punkta í borginni á inn- an við hálftíma. Í draumsýn sé ég fyrir mér svipað sam- gönguundur í Reykjavík. Drauma- veröld þar sem fólk ferðast milli staða án þess að hver einstaklingur sé sér- pakkaður í tonn af reykspúandi stáli. Þróunin í Reykjavík hefur hins vegar verið í þveröfuga átt, með sífellt fleiri og stærri bílum, sífellt stærri og ófrýnilegri umferðarmannvirkjum. Á undanförnum mánuðum hafa heyrst raddir um lestarsamgöngur innan Reykjavíkur. Þetta gleður mig mjög. Ég er þó hrædd um að hefð- bundið lestarkerfi gangi illa upp í þessari fámennu, dreifðu og einka- bílavæddu borg. Almennings- samgöngur verða nefnilega að virka fullkomlega ef fólk á að kjósa þær fram yfir bílinn og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að hægt sé að byggja fullkomið lestarkerfi á einu bretti. En kæru Reykvíkingar, nú er ég með góðar fréttir: Eftir lauslega heimildaöflun á netinu sé ég að ýmsir aðilar um heim allan eru að hanna nýjar lausnir í borgarsamgöngum – kerfi sem sameina kosti einkabílsins og almenningssamgangna. Sem dæmi má nefna danska upp- finningamanninn Palle R. Jensen sem hefur síðastliðin 18 ár unnið að því að hanna hið svokallaða RUF- kerfi (Rapid Urban Flexible). Um er að ræða upphækkaðan einteinung sem flytur bæði strætisvagna og einkabíla með rafkrafti og er ætlaður til að taka hluta af um- ferðarþunga á stórum umferðaræðum. Menn keyra sérbúinn einkabíl sinn inn á spor- ið og þá tekur sjálfvirkt, tölvustýrt kerfi við stjórninni og ekur bíln- um eftir teini á fyr- irfram valinn áfanga- stað. Sjálfvirknin skilar fólki frá A til B á skil- virkari og skjótari hátt, án streitu, slysahættu og mengunar. Á áfangastað tekur ökumaður aftur við stjórninni og getur því bæði sótt barnið sitt í leikskólann og komið við í Bónus áður en hann ekur upp á Garðabæjarsporið til að skila garð- sláttuvél til systur sinnar. Hér býðst hraði og sparneytni lestarkerfis án þess að þægindum einkabílsins sé fórnað. Strætisvagnar ferðast eftir sporunum á sama hátt, geta ekið á teini eða götu eftir því sem leiðakerf- inu hentar. Þetta er kerfi sem getur vaxið eðli- lega. Byggja mætti teina eftir helstu umferðaræðum borgarinnar og byrja að keyra rafstrætó á þessum leiðum. Þær nýjungagjörnu manneskjur sem kaupa sér teinabíl komast hraðar og auðveldlegar leiðar sinnar og þegar fram líða stundir mun teinakerfið bera dágóðan hluta af umferðarþung- anum. Teinarnir geta verið neð- anjarðar þar sem þurfa þykir. Ein- hverjum kann að þykja þetta fjarlæg framtíðarsýn en danska RUF-kerfið er það langt komið í þróunarvinnu að nú er í bígerð að leggja prufuteina í Næstved í Danmörku þar sem hægt verður að sýna tæknina hugsanlegum kaupendum þegar á næsta ári. Auk þessa kerfis eru margir með á teikniborðinu ökumannslaus hylki sem einnig ferðast á teinum, taka 1-4 farþega í senn og virka með svip- uðum hætti og lyfta. Farþeginn kall- ar hylkið til sín með því að ýta á takka á stoppistöðinni og velur svo fyr- irfram áfangastaðinn. Á stoppistöðv- um keyra hylkin inn á hliðarspor þannig að stoppið tefur ekki aðra um- ferð á sporinu. Ekki veit ég hvort það er tæknilega mögulegt að keyra slík hylki á RUF-spori en mér virðist þetta vera sniðugt kerfi til hraðra samganga innan miðbæjarkjarna. Ég er algjör leikmaður á þessu sviði en mér sýnast þessar útfærslur vera raunhæfari en hefðbundið lest- arkerfi og tvímælalaust skilvirkari, umhverfisvænni, hljóðlátari og flott- ari lausnir en að byggja sífellt ljótari og brussulegri götur á mörgum hæð- um. Það er von mín að þegar hag- kvæmni lestarsamgangna á höf- uðborgarsvæðinu verður könnuð verði ekki einblínt á aldargamla tækni, heldur horft til framtíðar. Auk þess er það sannfæring mín að það sé ekki skynsamlegt að eyða stórfé í stórar og klunnalegar, mislægar og misviturlegar umferðarslaufur þegar ný og spennandi samgöngutækni er rétt handan við hornið. Heimildir: www.ruf.dk. Einkabílar á teinum – framtíðarlausn? Eyrún Edda Hjörleifsdóttir fjallar um samgöngur í Reykjavík og nýjungar sem uppi eru víða erlendis » Ýmsir aðilar um heim allan eru að hanna nýjar lausnir í borgarsamgöngum, kerfi sem sameina kosti einkabílsins og almenn- ingssamgangna. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Höfundur er Stokkhólmsbúi og doktorsnemi í sameindalíffræði. AFRÍKA er auðug álfa en einræð- isherrar og hermannaklíkur hafa mergsogið efnahag margra landa þar svo að við íbúum blasir auðn og eymd. Nauðganir hafa alltaf fylgt hernaði en nú eru ýmis ríki í Afríku farin að nota nauðganir kerfisbundið til að níðast á varn- arlausum konum og börnum. Þessir hermenn hegða sér sem algerir villimenn og nota nauðgun sem vopn í baráttunni við að kúga þjóðir og þjóðarbrot. Svona hegðun kallast varla hermennska held- ur er markviss nauðung og ofbeldi gagnvart vopnlausum konum og börnum af hendi manna sem eiga að vita betur. Þessa valdbeitingu í nafni hernaðar verður að stöðva. Þremur milljónum nauðgað í einni borg Það er talið að um 90% allra kvenna og stúlkna í Kinshasa í Aust- ur-Kongó hafi verið nauðgað eða þær beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Gerum við okkur grein fyrir því hví- líkur fjöldi þetta er? Íbúar Kinshasa eru um sjö milljónir manna. Ef við teljum konur vera helming íbúanna þá hafa um þrjár milljónir kvenna og stúlkna orðið fyrir kynbundnu of- beldi. Og þetta er aðeins í einni borg í Afríku. Það má gera ráð fyrir að ástandið sé ekki mikið betra annars staðar í álfunni þar sem einræðisherrar eru studdir af villihermennsku. Þeir sem nauðga smábörnum í skjóli hernaðar eru í raun og veru óalandi og óferj- andi. Margir nauðgarar eru eig- inmenn og feður og allir eiga þeir mæður og margir systur. Hvaða karl- maður getur horft framan í konu sína, börn og ættmenni eftir nauðg- unarárás í næsta þorp? Ætli þessum hermönnum fyndist í lagi að dætrum þeirra, mæðrum og systrum væri nauðgað á sama hátt og þeir gera? Sið- ferðisvitund þessara manna er engin. Þetta athæfi er þjóð- arskömm fyrir Afr- íkubúa. Nauðganir á saklausu fólki í skjóli vopna eru heiguls- háttur. Slíkt framferði er þjóðarhneisa fyrir þær þjóðir sem láta hermenn sína komast upp með svona villimennsku. Við eig- um ekki að hafa nein samskipti við þær þjóðir þar sem hermenn láta ekki að stjórn. Hvað gerir kirkjan og Íslendingar? Flestir íbúar Austur-Kongó eru rómversk-kaþólskir og kirkjan ætti því að grípa þar inn í með eins konar krossferð gegn þessu ofboðslega of- beldi sem konur og börn verða fyrir. Það mætti senda nokkra kardínála þangað til að bannfæra yfirvöld sem líða svona framferði hermanna sinna. Vesturveldin verða að bregðast við þessum nauðgunum þar sem mörg Afríkuríki eru að brjóta alþjóðleg lög eins og mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. En þar segir meðal annars: „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og rétt- indum.“ Hvað getum við gert? Við getum ekki haldið að okkur höndum. Við, Ís- lendingar, verðum að reyna að binda enda á þessa skálmöld sem beinist aðallega gegn konum og börnum. Og þetta á ekki aðeins við um Afríku. Er fólk búið að gleyma ofbeldisverk- unum gegn konum og börnum í borg- arastyrjöldinni í fyrrverandi Júgó- slavíu eða þjóðarmorðunum í Rúanda-Búrúndí? Sameinuðu þjóðirnar verða að taka á málefnum kvenna og barna á stríðs- tímum. Við erum þar aðilar og viljum meira að segja komast í öryggisráðið. Það er skylda SÞ að koma fólki til að- stoðar þegar brotið er á því. Það þarf alþjóðlegan dómstól sem fjallar ein- göngu um málefni kvenna og barna. Konum og börnum er rænt og þau gerð að kynlífsþrælum og seld man- sali land úr landi um allan heim, líka hérlendis. Alþjóðasamfélagið verður að láta til skarar skríða og hindra þetta óhefta ofbeldi. Getum við sem þjóð látið svona framkomu óátalda? Sameinuðu þjóðirnar verða að taka á málefnum kvenna og barna á stríðstímum segir Kolbrún S. Ingólfsdóttir »Konum og börnum er rænt og þau gerð að kynlífsþrælum og seld mansali land úr landi um allan heim, líka hérlendis. Kolbrún S. Ingólfsdóttir Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Villimennska í Afríku Í STAKSTEINUM 30. apríl er fjallað um skrif Halldórs Blöndal, Jóns Baldvins og Ragnars Arnalds og spurt hvort um sé að ræða svanasöng þeirra eða upphaf á nýju ævintýri. Ég held að hvorki sé um að ræða endi á gömlu né upphaf á nýju heldur séu skrif þeirra tilvistareinkenni fyrir Morgunblaðið. Þeir eins og margir aðrir hafa ástríðukenndar skoð- anir á þjóðmálum og nýta sér þá leið (oft einu leið) að kynna þær fyrir öðrum með greinaskrifum. Í Morgunblaðinu 30. apr. eru 13 erindi frá lesendum þar af 11 efn- ismiklar greinar um pólitík, áfeng- ismál, bókmenntir, vegagerð og Evrópumál, stjórnsýslu og heil- brigðismál. – (Glæsilegt) Morgunblaðið er miðja þjóð- málaumræðu og skoðanaskipta, sem eru hornsteinn alls lýðræðis. Í stað þess að vera á litlum fund- um og rabba við vini og kunningja um sín áhugamál þá mæta þeir Halldór, Jón og Ragnar og margir aðrir á málþingi þjóðarinnar í Mogganum og láta í sér heyra þar. Skrif þeirra eru því hvorki endir né upphaf eins eða neins, þau eru bara afurð af tilvist Moggans. Með bestu þökkum fyrir Morg- unblaðið. Birgir Dýrfjörð Vangaveltur Höfundur er rafvirki og í flokks- stjórn Samfylkingarinnar. Ágætu samborgarar. Í dag heimsækir borgarstjór- inn í Reykjavík þrjá veigamikla staði í höfuðborginni þeirra er- inda að hitta Reykvíkinga augliti til auglitis og ræða við þá um það sem brýnast er að bæta úr í við- komandi hverfum. Heimsóknirnar tengjast sam- ráðsverkefninu 1,2 og Reykjavík sem mælst hefur afar vel fyrir og hefur þegar skilað hátt í 1700 af- gerandi ábendingum og tillögum til úrbóta gegnum vefinn okkar. Það er einstaklega gefandi og ánægjulegt fyrir borgarstjóra að fá tækifæri til að ræða við íbúa borgarinnar í þeim fjölmörgu hverfum sem þegar hafa verið heimsótt. Á hverjum stað hefur verið skipst á skoðunum á op- inskáan og hreinskilinn hátt og hefur borgarstjóri gefið a.m.k. eitt loforð um tilteknar úrbætur í sérhverjum borgarhluta. Í dag ætlum við að heimsækja Háteigsskóla í Hlíðahverfi kl.11:00, Laugalækjarskóla í Laugardal kl. 13:00 og loks sal Menntasviðs við Fríkirkjuna í miðborginni kl. 14:00. Auk þess að ræða brýnustu mál hverfanna munum við slá á létta strengi og njóta tónlistar og veitinga. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og ræða það sem þeim liggur á hjarta. Okkar verkefni er að bregðast við sem flestum ábendingum og hrinda af stað aðgerðum til úrbóta. Það er einlæg von mín að 1, 2 og Reykjavík megi verða borginni okkar áþreifanleg lyftistöng og okkur öllum til heilla. Ólafur F. Magnússon Til móts við Reykvíkinga Höfundur er borgarstjóri. VIÐSKIPTABANKARNIR hafa rassskellt okkur árum saman, við höfum þurft að borga þeim miklu hærri vexti en þeir rukka í nágrannalönd- unum, og nú eigum við að kyssa vöndinn og bjarga þeim með okk- ar skattfé eftir að þeir hafa ár eftir ár grætt á okkur með okri. Halda þeir að við séum aum- ingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn? Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð og hræðsluraddirnar segja að ef ríkissjóður fleyti ekki bönkunum muni þeir stranda og brotna í fjörunni sem komi sér illa fyrir okk- ur öll. En það er bara hálfur sannleikurinn. Það væri slæmt fyrir okkur öll ef bankarnir brotna og leysast al- gerlega upp, en ef þeir sigla í gjald-þrot og ríkið tekur yfir þrotabúið þá þurfa bara eigendur bank- anna, stjórnir þeirra og stjórnendur að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og ganga plankann. Ef stjórnendur bankanna sigla þeim í þrot sendir Ríkið landhelg- isgæsluna á strandstað, kaupir þrotabúið, skipar tímabundið nýjan skipstjóra, togar bankana á flot og siglir þeim þar til hærra verð fæst en fór í kaupin. Til að ná þessu fram þarft þú og þitt fólk að verja skattfé ykkar og segja rík- isstjórnarþingmönnum í þínu kjördæmi að svona skuli þeir verja því ef þeir vilja fá at- kvæðin ykkar aftur. Símanúmer þeirra og vefföng eru á heima- síðu Alþingis, www.alt- hingi.is, undir „þing- menn“ og svo „kjördæmi“. Hvaða skilaboð send- um við bönkunum ef við stöðvum ekki áform ríkisstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikning- inn? Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vösum, þá er hagkvæmast fyrir bankana að halda áfram að veðja stórt. Og þeir eru að veðja stórt, þeir eru að veðja á að Íslenska þjóðin þori ekki að verja skattfé sitt og kyssi frekar vöndinn. Bankar veðja á að við kyssum vöndinn Jón Þór Ólafsson fjallar um stöðu íslensku bankanna Jón Þór Ólafsson »Hvaða skila- boð sendum við bönkunum ef við stöðvum ekki áform rík- isstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikning- inn? Höfundur er viðskiptafræðinemi sem blogar á jonthorolafsson.blog.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.