Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 31
MINNINGAR
✝ Birgitta Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Kleifum í Gils-
firði 4. janúar 1915.
Hún lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 26. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Stefán Eyjólfs-
son, bóndi á Kleif-
um í Gilsfirði, f. 2.
ágúst 1869, d. 12.
febr. 1944, og k.h.
Anna Eggerts-
dóttir, f. 6. júlí
1874, d. 1. maí 1924. Stefán var
sonur Eyjólfs Bjarnasonar, bónda
og tamningamanns í Gilsfjarð-
armúla, og k.h. Jóhönnu Halldórs-
dóttur. Anna var dóttir Eggerts
Jónssonar, bónda á Kleifum í Gils-
firði, og s.k.h. Ingveldar Sigurð-
ardóttur. Systkini Birgittu voru:
Eyjólfur, bóndi á Efri-Brunná í
Saurbæ, f. 20. okt. 1895, d. 7. mars
1988; Jóhanna, f. 1897, d. um
1910; Sigvaldi, kaupmaður í
Reykjavík, f. 8. mars 1899, d. 27.
mars 1973; Eggert, bóndi á Steðja
í Flókadal, f. 25. nóember 1900, d.
17. janúar 1964; Sigurkarl, yf-
irkennari í MR, f. 2. apríl 1902, d.
30. september 1995; Ástríður Ingi-
björg, húsfreyja á Óspakseyri í
1980, sonur þeirra er Magnús
Logi, f. 28. apríl 2005. 2) Hall-
grímur, skrifstofumaður á Ak-
ureyri, f. 24. september 1948, í
fjarbúð með Báru Ólafsdóttur,
starfsstúlku á Dvalarheimilinu
Hlíð, f. 14. ágúst 1944. 3) Rögn-
valdur, bóndi í Gröf í Bitru, f. 17.
mars 1953, í sambúð með Arn-
heiði Guðlaugsdóttur, bókasafns-
og upplýsingafræðingi, f. 16. júní
1953. 4) Stefán, umhverfisstjórn-
unarfræðingur í Borgarnesi, f. 18.
mars 1957, kvæntur Björk Jó-
hannsdóttur, kennara og heilara,
f. 25. október 1960. Börn þeirra
eru: Þorkell, nemi í HÍ, f. 9. maí
1985, Birgitta skrifstofumaður, f.
28. júlí 1987 og Jóhanna, nemi í
M.A., f. 8. júní 1992.
Birgitta stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni 1934-36
og í Kennaraskóla Íslands 1937-
39. Lauk kennaraprófi þaðan og
kenndi síðan handavinnu á Laug-
arvatni 1939-40. Þau Gísli hófu
búskap í Hvítárhlíð í Bitru 1944
og bjuggu þar til 1956, en síðan í
Gröf í sömu sveit til ársins 2000.
Frá 2000 hefur hún verið á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi.
Birgitta var prófdómari í Óspak-
seyrarskólahverfi í um 30 ár og
formaður Kvenfélagsins Fjól-
unnar í 9 ár. Þá var hún mikilvirk
hannyrðakona.
Útför Birgittu fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Bitrufirði, f. 21. jan-
úar 1904, d. 10. des-
ember 1978; Ingveld-
ur, húsfreyja og
saumakona í Reykja-
vík, f. 1. maí 1906, d.
16. maí 1990; Jó-
hannes Líndal, bóndi
og tamningamaður á
Kleifum í Gilsfirði, f.
9. júní 1910, d. 6.
nóvember 1998 og
Margrét, húsfreyja í
Reykjavík, f. 13.
ágúst 1912, d. 26.
apríl 1993.
Birgitta giftist 30. júlí 1944
Gísla Gíslasyni, bónda og trésmið,
f. 11. september 1908, d. 10. jan-
úar 2000. Foreldrar hans voru
Gísli Jónsson, bóndi á Brunngili í
Bitrufirði, f. 14. janúar 1866, d.
12. janúar 1954, og k.h. Helga
Björg Þorsteinsdóttir frá Kjör-
vogi í Strandasýslu, f. 4. sept-
ember 1865, d. 19. desember 1955.
Börn Birgittu og Gísla eru: 1)
Björg, saumakona í Reykjavík, f.
3. desember 1945, gift Reyni
Helgasyni landslagsarkitekt, f. 13.
nóvember 1938. Dóttir þeirra er
Berglind, nemi í KHÍ, f. 28. sept-
ember 1980. Sambýlismaður
hennar er Samson Magnússon,
rafvirki í Reykjavík, f. 7. janúar
Amma Gitta. Mikið rosalega þekkti
ég hana lengi. Og mikið rosalega höf-
um við báðar breyst á þeim tíma.
Þegar ég var lítil fannst mér hún
hljóta að vera ein rólegasta amma
sem til væri. Hún sat bara og fylgdist
með öllu sem var í gangi í kringum
hana, með lúmskt bros á vör og oftar
en ekki með einhvert saumadót í
höndunum. Hún spjallaði bara við
fullorðna fólkið en horfði öðru hverju
á mann. Horfði svo innilega að ég
bara fann hvað hún elskaði mig. Ég
var sonardóttir hennar og hún var
stolt af mér. En hún var samt alltaf
gamla konan og ég litla barnið og það
fór ekki milli mála hvor var hvað.
Þegar amma flutti á elliheimilið
eftir að afi dó, og við fórum báðar að
fullorðnast aðeins meira, fór ég smám
saman að kynnast henni betur. Ég
fór að fatta hver hún var. Hún virkaði
nefnilega ekki alveg eins og litlu 6 ára
stelpunni sýndist. Stelpan sem rétti
ömmu diskinn með bros á vör og bað
um meira niðurbrytjað lambakjöt eða
stelpan sem horfði á ömmu með
hvolpsaugum þegar það voru kjöt-
bollur og spurði hvort hún mætti ekki
bara fara beint í eftirréttinn. Hún var
ekki svo róleg amma eftir allt saman.
Við hverja heimsókn tók hún á
móti manni svo mikið brosandi og
hlæjandi að hún varð að bregða hend-
inni fyrir munninn, svo tennurnar
dyttu ekki út. Hún veifaði höndunum
og kallaði: „Nei, ert þetta ekki þú?“
Augun hurfu næstum í broshrukkum
og ég brosti svo mikið á móti að mig
fór að verkja í kinnarnar. Amma virt-
ist ekkert láta kinnaverk angra sig,
því að yfirleitt leið ekki mínúta án
þess að hún væri brosandi. Alveg
sama þótt maður hefði ekkert að
segja, bara að maður væri þarna kall-
aði fram bros hjá ömmu.
Það var líka best að labba með
henni um ganga elliheimilisins. Ég
man sérstaklega eftir einu skipti. Þá
gekk hún með stóra göngugrind á
undan sér, jeppann eins og hún kall-
aði hana, og við mættum manni sem
var á röltinu með svipaða grind. Þá
stoppaði amma og hægt og rólega
fylgdist hún með manninum labba
framhjá. Með göngugrindina. Alveg
eins og amma. Og þegar hann var
kominn vel framhjá okkur sneri
amma sér að mér og sagði í hálfum
hljóðum: „Hann er nú svolítið skrít-
inn þessi!“ Við hlógum saman í smá-
stund en síðan hélt hún bara áfram
með göngugrindina sína. Alveg eins
og maðurinn sem við mættum.
Á lokasprettinum var hún amma
farin að eldast svolítið hratt. Það var
orðið erfiðara að halda uppi samræð-
um við hana og hún vissi ekki mikið
hvað var að gerast. Í einni af mínum
síðustu heimsóknum til hennar var
mér litið á hendurnar á henni, sem
hún geymdi í kjöltunni. Mér hafði oft-
ar en einu sinni verið sagt að hend-
urnar á mér væru nákvæm eftirlíking
af höndum ömmu, en ég hafði aldrei
sannreynt það.
„Hey, amma. Sjáðu!“ Amma horfði
upp. Ég lyfti upp hendinni á mér og
ég lyfti hennar hönd upp að minni. Og
amma brosti. Ég horfði í augun á
ömmu og síðan á hendurnar. „Við er-
um alveg eins.“ Amma brosti breiðar
og skellti svo hendinni upp að munn-
inum og ýtti tönnunum aftur upp í
munninn. Svo leit hún aftur á mig og
sagði: „Já, við erum nefnilega alveg
eins.“
Jóhanna Stefánsdóttir.
Frá því ég man fyrst eftir mér fór-
um við fjölskyldan ósjaldan í sveitina
til ömmu og afa. Á meðan bílinn brun-
aði fram Krossárdalinn fékk ég það á
tilfinninguna að við værum að keyra
inn í annað tímabil, eða aðra bylgju-
lengd. Sveitin var á einhverri lang-
bylgju sem var ómögulegt að ná inni í
þorpi.
Þú varst alveg séreintak. Alltaf
komin á fætur fyrir allar aldir, komin
í fötin, búin að setja kambana í hárið á
þér og skella morgunmatnum á borð-
ið. Eftir að þú varst búin að ganga frá
morgunmatnum lagðirðu kapal þang-
að til allt var sett í gang fyrir hádeg-
ismatinn, svo var það kaffið, kvöld-
maturinn og kvöldkaffið. Eins mikið
jafnaðargeð er sjaldgæft að finna í
einni manneskju enda var setningin
sem maður heyrði oftast af öllum:
„Þetta er alltílæ“ og það var líka alltaf
allt í lagi, allt eins og það hafði alltaf
verið, allt eins og það átti að vera.
Á menntaskólaárunum varð mér
oft hugsað til þín þegar ég puðaði við
að lesa Laxness. Ég sá þig ljóslifandi
fyrir mér sem hinar og þessar per-
sónur. Húsfreyjan sem settist alltaf
síðust, ef hún var svo heppin að sæti
var laust, og nartaði í lélegustu kjöt-
bitana því hitt var fyrir gestina.
Amman sem átti alltaf nokkrar sortir
þó ekki væru nema tveir í kaffi. Og
það sem hægt var að læra af þér. Ég
lærði t.d. ung að árum að segja setn-
ingar eins og „Faxaflói og Faxa-
flóamið, norð-austan stinningskaldi
og stöku él“. Einn daginn kenndirðu
mér að reima skóna mína, næsta dag
var heklunálin dregin upp og þann
þriðja var kennsla í að brjóta saman
plastpoka. Það allra skemmtilegasta
var þó þegar þú kenndir mér að
leggja kapal. Þú kunnir allmarga og
svo ég myndi ekki rugla þeim saman
skírðum við þá eftir beygjunum á
Bitruhálsinum. Svo ef okkur tókst
ekki að klára þá svindluðum við bara
smá, það var líka allt í lagi því þetta
var bara leikur.
Allra síðustu árin varstu vön að
spyrja mig glottandi hvernig mér lík-
aði nafnið. Eftir að ég hafði svarað því
í nokkur skipti að nafnið væri frá-
bært, gafstu mér Birgittuskeiðina.
Birgittuskeiðin var silfurskeið sem
ég hafði eignað mér á unga aldri,
skírt og mælt svo fyrir að enginn
skyldi nota sem ekki héti Birgitta.
Það var sko engin lygi að ég var
ánægð með nafnið enda ekki leiðum
að líkjast.
Það er eiginlega við hæfi að ég hafi
rétt náð að skila þessu pári mínu
vegna þess að ég bara varð að klára
að bródera mynd í eldhúsið fyrst. Ég
er barasta ekki frá því að sá sem
sagði að börnin lærðu það sem fyrir
þeim væri haft, hafi vitað hvað hann
söng. Það er allavega klárt mál að
eftir 70 ár á ég eftir að sitja með nafn-
ið þitt, leggja kapal og sauma út, svo
ég hafi eitthvað að gefa þér næst þeg-
ar við hittumst.
Birgitta.
Þegar ég var 9 ára fór ég í sveit.
Það var í Gröf í Bitru og þar sá Birg-
itta afasystir mín um heimilishaldið
en Gísli maður hennar sinnti útiverk-
um, sem og smíðavinnu víða um
sveitir. Seinna rann upp fyrir mér að
þrátt fyrir hæglátt fasið vann hún
mikið og vel. Ekki einvörðungu við
eldamennsku, bakstur, þvotta og
fatabætur því við bættust fjósverk,
smjörgerð og ótalmargt fleira sem
einkenndi hálfgerðan sjálfsþurft-
arbúskap afskekktra sveitabæja fyr-
ir liðlega 40 árum. Þó var komin
ljósavél og fleira nýmóðins sem lík-
lega létti mörg verkin. Nei, því auk
nauðsynlegra starfa var hún afkasta-
mikill nytjalistamaður. Þannig voru
meðal annars öll gólfteppi á bænum
handunnin, hnýtt eða fléttuð og
munstrin oftar en ekki hennar eigin.
Einnig kenndi hún börnum sínum
mikið af námsefni barnaskóla enda
var hún menntaður kennari og far-
skóli sveitarinnar var einungis starf-
ræktur í fáar vikur á hverjum vetri.
Frekar var hún fámál en gjarnan
glöð og glettin í tilsvörum. Og smátt
og smátt skýrðist að undir rólegu yf-
irbragði leiftraði snjall hugur.
Þetta fyrsta sumar fannst mér hún
sýna mér afskiptalitla væntumþykju
en í raun héldu þau hjónin yfir mér
hlífiskildi, Svo liðu árin og ég vandi
komur mínar í Gröf á ýmsum árstím-
um. Þótt heimsóknirnar tengdust
frekar yngra fólkinu á bænum þá var
Gitta alltaf ákveðinn miðpunktur.
Ekki voru það einvörðungu lokkandi
kræsingar af ýmsu tagi sem toguðu
mann í eldhúsið. Þar var gjarnan
skeggrætt og skipulagt og innskot og
ábendingar hennar í umræðurnar
gerðu þær lifandi og skemmtilegar.
Léttri lund hélt hún í hárri elli og ein-
kennir það minningarnar um þessa
mætu konu.
Sigurkarl Stefánsson.
Birgitta Stefánsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
AÐALHEIÐUR FRÍMANNSDÓTTIR,
ALLA,
Hjallabraut 33,
lést að morgni miðvikudagsins 30. apríl á
St. Jósefsspítala Hafnarfirði.
Útförin auglýst síðar.
Ármann Guðjónsson, Jórunn Ólafsdóttir,
Lilja Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson,
Jóna Ósk Guðjónsdóttir,
Lárus Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir,
Ólafur Valgeir Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir,
Ingi Hafliði Guðjónsson, Æsa Hrólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
JÓN ALBERT JÓNSSON
sendiferðabílstjóri,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi sunnudaginn 27. apríl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
5. maí kl. 11.00.
Arthita Uppapong,
Ingvar Albert Jónsson,
Auður Dagný Jónsdóttir, Brjánn Fransson,
Erna Signý Jónsdóttir,
Auðunn Frans Jónsson,
Jón Úrat Jónsson,
Þorvarður Jónsson,
Borghildur Jónsdóttir,
Valdimar Jónsson
og barnabörn.
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR BJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR
frá Steinhólum við Kleppsveg,
Leynisbraut 18,
Akranesi,
fer fram frá ríkissal Votta Jehóva að Hraunbæ 113
Reykjavík í dag, laugardaginn 3. maí kl. 14.00.
Garðar Óskarsson,
Bergþór N. Bergþórsson, Arndís Edda Jónsson,
Erling Bergþórsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
HELGI VÍÐIR HÁLFDÁNARSON,
Álfaskeiði 104,
Hafnarfirði,
áður til heimilis á Eskifirði,
lést á sjúkrahúsi í Tyrklandi miðvikudaginn
30. apríl.
Ágústa Garðarsdóttir,
Jón Garðar Helgason, Elise Mathisen,
Edda Dóra Helgadóttir, Ingvar Ingvarsson,
Hálfdán Helgi Helgason, Elínborg Pálsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MAREN KARÓLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Víkurbraut 30,
Hornafirði,
lést þriðjudaginn 29. apríl á Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands.
Jarðsett verður frá Hafnarkirkju mánudaginn 5. maí
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minninga-
og gjafasjóð Skjólgarðs.
Guðný Kristrún Óskarsdóttir,
Júlía Katrín Óskarsdóttir, Jón Helgason,
Hrönn Óskarsdóttir, Kristján Þorbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.